Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofyr, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
ísland í EB?
Umræöa um, hvort ísland eigi að ganga í Evrópu-
bandalagið, EB, er komin í gang. Þetta var umræðuefn-
ið á viðskiptaþingi Verzlunarráðs íslands í fyrradag.
Skoðanakönnun meðal þingfulltrúa leiddi í ljós mikinn
áhuga á, að kannað yrði hið fyrsta, hvaða kjör byðust
íslendingum, yrðu þeir aðilar að bandalaginu.
65 prósent þingfulltrúa sögðu já við spurningunni,
hvort ísland eigi að „sækja um aðild og hefja viðræður
um aðildarsamning við EB og þar með staðreyna á
hvernig kjörum íslandi byðist aðild að bandalaginu.“
Fylgi við umsókn um aðild var mun meira meðal þeirra
fulltrúa, sem eru félagar í Verzlunarráði, en annarra
fulltrúa. Á hinn bóginn sögðu 70 prósent nei við spurn-
ingunni um, hvort þeir væru fylgjandi aðild að Evrópu-
bandalaginu nú þegar. 16 prósent sögðu já við þeirri
spurningu.
Mikill meirihluti hefur lýst andstöðu við aðild áð EB
í skoðanakönnunum. Afstaða fólks gæti breytzt nokkuð,
nú eftir að Alþingi hefur samþykkt aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu, EES, og frumvarp þar um er orðið
að lögum.
Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu fylgja
margir kostir í efnahagslegu tilliti. En stofnun EES hef-
ur tafizt. Nú telja flestir líklegt, að EES verði ekki kom-
ið á koppinn fyrr en um næstu áramót hið fyrsta, ári
síðar en ráðgert var. Þessi töf kostar íslendinga millj-
arða króna.
Aðild að EES þýðir auðvitað ekki, að næsta skref
verði að ganga í EB. En við þurfum að ræða það mál
og vera með á nótunum um, hverra kosta við eigum
völ. EB verður vissulega þungamiðja Evrópu í pólitísku
og efnahagslegu tilliti. Við þurfum að ræða, hvort við
eigum að reyna að hafa áhrif í þeim efnum. Augljóst
er, að þróun Evrópubandalagsins mun bæta lífskjör
þeirra þjóða, sem þar verða. Samstarf verður þar mikiö
og vaxandi, og við mundum hagnast af auknu frelsi í
viðskiptum. Þá skiptir miklu, að önnur EFTA-ríki hyggj-
ast ganga í EB. Ef það gerist, verðum við einir úti í
kuldanum. Við mundum þurfa að fást við tollmúra EB.
Að því leyti yrði okkur hagstæðast að vera þar innan
dyra. En aðild að EB fylgja einnig margir ókostir fyrir
okkur.
Fyrst og fremst ber að nefna, að erfitt yrði fyrir okk-
ur að halda stjórnun fiskveiða við ísland utan 12 mílna
í okkar höndum. EB hefur þar harða stefnu, og stofnan-
ir EB vilja ráða stjómun fiskveiða. Auðvitað byggist
úthlutun fiskveiðikvóta í EB mest á hefð, og í því tilliti
kæmum við allvel út. En fæstir íslendingar mundu
sætta sig við, að fiskveiðistjómunin flyttist í hendur
annarra.
Um þetta þyrfti að semja, en sjálfsagt er að kanna
máhð hið fyrsta.
Líklegt er, að smáþjóðir muni eiga erfitt uppdráttar
innan EB eftir nánari samruna í bandalaginu upp úr
1996. Rök mæla því með því, að við athugum, hvort við
gætum ekki tryggt rétt okkar fyrr.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði á
viðskiptaþingi, að aðild að EB væri „ekki á dagskrá“
núverandi ríkisstjómar.
En málið er mikilvægt. Við þyrftum ekki tapa neinu,
þótt sótt yrði um aðild til að kanna viðbrögðim. Að öllu
athuguðu væri réttast að hafa þá stefnu, sem meiri-
hluti fulltrúa á viðskiptaþingi lýsti sig fylgjandi í skoð-
anakönnuninni. HaukurHelgason
Clinton boðar
kreppuráðstafanir
Komist hefur í fréttir í Washington
að fyrir kynningu sína á efnahags-
stefnu á nýjum nótum fyrir þjóð
og þingi hafi Bill Clinton Banda-
ríKjaforseti tekið til lestrar í hvíld
á sveitasetrinu Camp David nýja
bók: „Suðumark. Repúblikanar,
demókratar og dvínandi velmegun
millistéttarinnar". Höfundur er
stjómmálaskýrandi í Washington,
Kevin Phillips að nafni, og í síðustu
viku átti Lawrence Malkin frá Int-
ernational Herald Tribune viðtal
við Phillips.
Fréttamaðurinn spurði meðal
annars: „Enginn stjómmálamaður
hefur enn sagt hinn skelfilega
sannleika - að við emm ekki eins
rík og við vorum. Richard Nixon
reyndi að komast undan því með
verðbólgu og Ronald Reagan og
George Bush reyndu aö komast
undan því með lántökum. Gerði
þaö gagn- ef forsetinn segði sann-
leikann?"
Phillips svarar: „Henry Kissinger
og Nixon töldu sig vera að hafa
stjóm á hnignun Bandaríkjanna á
alþjóðavettvangi á frumstigi. Nú er
að vita hvort Clinton, menntaður
(við háskólana) í Georgetown og
Oxford, megnar að móta sér
ísmeygilega skoðun á hvernig skil-
greina beri feril hnignunarinnar
án þess að nefna hana. Ummæli
hans um hnignun miilistéttarinnar
benda til að hann hafi þokkalegan
skilning á vandanum. Meiri hrein-
skilni en vant er á eftir að bera
ávöxt því hann verður að sýna
fram á fjárlagakreppuna sem krefst
fóma.“
Oröaval Clintons í sjónvarps-
ávarpi til Bandaríkjamanna fyrir
stefnuræöuna á Bandaríkjaþingi
bendir til að hann sé sama sinnis
og Phillips. „Við stöndum nú
frammi fyrir kreppu sem er jafn
djúpstæð og aðrar sem við höfum
þurft að standa andspænis á liðn-
um tímum þótt hún sé hljóölát-
ari,“ sagði forsetinn. „Við eigum á
hættu að glata lífskjörunum sem
við höfum svo lengi talið sjálfsögð
fyrir Bandaríkjamenn."
Ríkisskuldir Bandaríkjanna hafa
íjórfaldast síðan 1980. í stefnuræð-
unni á þingi setti Clinton fram
áætlun um að snúa af braut vax-
andi ríkissjóðshalla þannig aö
hann verði 500 milljónum dollara
minni á fjögurra ára kjörtímabili
en ef ekkert væri að gert og komist
í lok þess niður fyrir 200 milljarða
á ári.
Þetta vill Clinton að gert verði
jöfnum höndum meö niðurskurði
útgjalda og hækkun tekna, einkum
með því að taka aftur nokkuö af
skattalækkunum á háum tekjum
sem ákveðnar voru i upphaíi for-
setaferils Reagans. En þar að auki
verður lagður á orkuskattur sem
gæta mun langt niður eftir tekju-
stiganum. Þar með á jöfnum hönd-
um að afla tekna og stemma stigu
við orkusóun en bensínverð hefur
um langan aldur verið langtum
Bill Clinton forseti stígur í ræðustól Bandaríkjaþings til að flytja stefnu-
ræðu sina. Að baki honum standa forsetar þingdeilda. Simamynd Reuter
stofnunum. Hillary Clinton for-
setafrú stjómar starfshópi sem
skila á tillögum um spamað og
umbætur í heilbrigðiskerfunum
fyrir maíbyrjun.
Ráðherrar og aðrir nánir sam-
starfsmenn forsetans verða nú
sendir víða um Bandaríkin til að
skýra tillögur forsetans og vinna
þeim fylgi. Verður lögð áhersla á
að ekki er eingöngu um að ræða
niðurskurð, verja á 30 milljörðum
dollara strax og 50 milljörðum síðar
til að vinna gegn atvinnuleysi með
opinberum framkvæmdum,
skattaívilnunum vegna fjárfesting-
ar í þágu aukinna atvinnuskapandi
umsvifa fyrirtækja og ekki síst til
að styrkja fræðslukerfið, einkum
starfsfræðslu og þjálfun ung-
menna.
Ekki mun af veita fyrir Bill Clin-
ton að reyna að mynda þrýsting frá
almenningi til stuðnings áformum
sínum. Þar er vegið að hagsmunum
hópa og aðila sem hafa á sínum
snærum öfluga málsvara í Wash-
ington sem gjaman afla sér aöstöðu
gagnvart þingmönnum með fjár-
framlögum í kosningasjóði þeirra.
Hættan er sú að þingið samþykki
skattahækkanimar en guggni á að
framkvæma niðurskurð útgjalda-
liða.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
lægra í Bandaríkjunum en í öðrum
iðnvæddum ríkjum.
Spamaður kemur fyrst í stað sér
í lagi frá lækkun útgjalda til hem-
aðarþarfa. Þegar fram í sækir velt-
ur þó mest á að takast að koma
böndum á gífurlega hækkun sem
fyrirsjáanleg er verði ekkert að
gert í kostnaði við opinberar
greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu,
annars vegar fyrir aldraða og fati-
aða, hins vegar fyrir tekjulága. Þar
hefur nánast veriö um sjálftöku að
ræða hjá læknum og heilbrigðis-
Skodanir annarra
Sjúklingurinn í Evrópu
„Einu sinni unnu Bretar fyrir sér með því að
gera hlutina betur en aðrir. Núna komast þeir aðeins
áfram með því að gera hlutina ódýrar. Samkvæmt
áætlunum frá bandaríska vinnumálaráðuneytinu er
tímakaup á Bretlandi 18 prósentum lægra en í Frakk-
landi, 30 prósentum lægra en í Hollandi, 42 prósent-
um lægra en í Þýskalandi. Lífeyrir, bætur vegna
uppsagna og sjúkrapeningar eru líka verulega lægri.
Bretland er eina land EB sem ekki kveður á um
hámarkslengd vinnuvikunnar eða lágmarksorlof.“
Úr forystugrein Independent on Sunday 14. febrúar.
Tökum Rushdie alvarlega
„Þó svo að hann (breski rithöfundurinn Salman
Rushdie) sé frægari en flestir er hann tákn fyrir ótelj-
andi fjölda lítt þekktra andófsmanna sem hafa mátt
þola ofbeldi og kúgun eða verið drepnir fyrir skrif
sem stjómvöldum stóð ógn af. Framarlega í flokki
stuðningsmanna Rushdies er hópur íranskra
menntamanna í útlegö; vandi hans er þeirra."
Úr forystugrem Washington Post 16. febrúar.
Litháar kusu heimamann
„í fyrstu frjálsu og beinu forsetakosningunum í
Litháen frá því í síðara stríði greiddi mikill meiri-
hluti kjósenda fyrrum kómmúnistanum Algirdas
Brazauskas atkvæði sitt. Kosningin var til marks
um að Litháar vilja fremur mann sem þeir þekkja
en ókunnan í forustu fyrir landið. Andstæðingurinn
Stasys Lozoraitis hefur lengst af búið á Vesturlönd-
um þar.til jafnaöarmenn og miðflokkar ákváðu að
tefla honum fram sem óháðum frambjóðanda."
Úr forystugrein Politiken 16. febrúar