Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 16
16 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. Skák Margeir einn efstur í Árósum Margeir Pétursson tryggði sér sigurlaunin óskipt með góðum enda- spretti á 90 ára afmælismóti Taflfé- lags Árósa sem lauk sl. sunnudag. Margeir og danski alþjóðameistarinn Klaus Berg voru fljótir að sættast á skiptan hlut í síðustu umferð og þar með var sigur Margeirs á mótinu í höfn. Margeir hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, hálfum meira en þurfti til að ná áfanga að stórmeistaratitli. Hann tapaði ekki skák og lagði m.a. helsta keppinaut sinn, sænska stór- meistarann Johnny Hector sem varð í 2. sæti með- 6,5 v. Rússinn Miron Sjer frá Kaliningrad varð í 3. sæti með 6 v., síðan kom ungverski stór- meistarinn Guyla Sax (sem tapaði fyrir Sjer í síðustu umferð) með 5,5 v., Soffia Polgar - miðsystirin - fékk 5 v. en danska heimavamarliðið rað- aði sér í neöstu sætin: Klaus Berg, Jens Kjeldsen, Erik Pedersen, Erling Mortensen og Jens Ove Fries Niel- sen. Margeir hefur ætíð verið með iðn- ari skákmönnum og á að baki fjölda sigra á alþjóðlegum mótum. Hann heldur rakleiðis frá Árósum til franska bæjarins Capelle la Grande, þar sem árlegt opið mót hefst um helgina. Auk Margeirs munu sex ís- lendingar taka þátt í mótinu, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhalls- son, Andri Áss Grétarsson, Helgi Áss Grétarsson, Guðmundur Gíslason og Tómas Bjömsson. Skoðum handbragð Margeirs frá Árósum. Skák hans við Soffíu Polgar úr 5. umferð þótti í dönsku blööunum „elegant" tefld af hans hálfu. Soffía átti raunar erfitt uppdráttar með svörtu mönnimum, hefði eftir 6 um- ferðir fengið 2,5 v. af 3 á hvítt en tap- að öflum skákum sínum með svart. Gegn Margeiri lenti hún í afdrifa- ríkri leppun, sem kostaði hana lið. Margeir Pétursson stórmeistari tefldi góða skák við miðsysturina, Soffíu Polgar, á afmælismóti Taflfélags Árósa. Skák Jón L. Árnason Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Soffla Polgar Katalónsk byijun. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 Bd7 6. Re5 Bc6 7. Rxc6 Rxc6 8. 0-6 Dd7 9. e3 Hb8 10. De2 b5 11. b3 cxb3 12. axb3 Hb6 13. Hdl Eldri systumar, Zsuzsa og Soffía, mæta katalónskri byrjun hvíts gjaman á þennan hátt. En Soffía kemur ekki að gagnabanka Margeirs tómum! Hvítur getur unnið peö sitt til baka með 13. Bxc6 Dxc6 14. Hxa7 en þannig tefldist m.a. skák Tékkans Stohl við Soffíu 1991. Peðsfómin er einnig vel þekkt og gefur hvítvun góða möguleika. 13. - a6 14. Rc3 Be7 15. Bb2 Rb4 Svarið við 15. - 0-0 yrði 16. e4! og ef nú 16. - Rxd4 þá 17. Hxd4! Dxd4 18. Rd5 Dc5 19. b4 Dd6 20. e5 Dxd5 21. exfB! Dd8 22. fxe7 Dxe7 23. Bd4 með betri stöðu á hvítt (Karpov). 16. e4 0-0 17. Bh3!? Þennan möguleika gefur Karpov upp í skýringum við skák sína við Beljavskí á skákþingi Sovétríkjanna 1988. Smejkal hafði annan háttinn á gegn Zsuzsu í Polanica 1991, lék 17. h4 og síðan g4-g5 og hóf sóknarað- gerðir. í því tilviki á hvítur einnig góð færi í skiptum fyrir peðið. 17. - De8?! Hvítur hótaði 18. d5 en þessi ólán- legi leikur virðist ekki leysa vanda svarts. Reyna má 17. - c6!? með traustri en óvirkri stöðu. 18. Ra2! Riddarinn á b4 er sterkasti maður svarts. Eftir uppskiptin hyggst Mar- geir þrýsta að a-peðinu. 18. - Rd7 19. Bc3 Rxa2 20. Hxa2 c5? Skynjar ekki hættuna. 21. d5! exd5? Kannski var best að reyna að blíðka goðin með 21. - e5 en 22. Bxd7 Dxd7 23. Bxe5 gefur hvítum betra. Leppunin eftir e-línunni reynist nú banvæn. 22. exd5 Rffi Hvítur hótaði 23. d6, eða 23. Hel og vinna mann. 23. Ba5! Hd6 24. Hel Rxd5 25. Hd2 Soffia á tveimur peðum yfir í stöð- unni en þau koma að litlu gagni. Hún er bundin í báða skó. 25. - b4 26. Df3 Dc6 27. Bg2 He6 Ef 27. - Bd8 28. Bxd8 Hxd8 29. Hedl Re7, þá 30. Hxd6 Hxd6 31. Hxd6 Dxd6 32. Da8+ og vinnur. Er Soffia nú að bjarga sér? Sú yrði raunin eftir 28. Hxe6 fxe6, eða 28. Hedl Db5. En Margeir hefur séð lengra: 28. Ddl! Eftir þennan snjalla leik kemst svartur ekki hjá liðstapi. 28. - Db5 29. Bxd5 Dxa5 Eða 29. - Hxel 30. Dxel Dxa5 31. Dxe7 og maður fyrir borð. 30. Bxe6 fxe6 31. Hd7 Bffi 32. Dd6 e5 33. Hc7 Da2 34. De6+ Kh8 35. Hc8 Bd8 36. Df7! - Og Soffia lagði niður vopn. -JLÁ Bridge Bridgehátíð 1993: Zia og Cohen unnu tvímenninginn Eins og kunnugt er af fréttum þá sigmðu Zia og Larry Cohen með nokkmm yfirburðum í tvímennings- keppni Bridgehátíðar. Þeir félagar tóku snemma afgerandi forystu og héldu henni þar til upp var staðið. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Zia Mahmood-Larry Cohen 259 2. Tor Hoeyland-Even Ulfen 218 3. Helgi Jóhannsson-Guðm. Her- mannsson 207 4. Sverrir Armannsson-Matthías Þorvaldsson 202 5. Georgio Belladonna-Pietro Forqu- et 198 6. Öm Amþórsson-Guðlaugur Jó- hannsson 168 7. Björn Eysteinsson-Aðalsteinn Jörgensen 164 8. Ih Limdby-Inge Keith Hansen 143 Önnur pör fengu ekki verðlaun. Þaö hefir lengi loöað við Zia að hann sér meira í spilunum en marg- ir aðrir. Spilið í dag er kátlegt dæmi. Zia sat í suður með þessi spil: ♦ 64 V 63 ♦ 9862 4» KG863 N v A s og hlustaði á eftirfarandi sagnir: Pakistaninn Zia Mahmood og Bandarikjamaðurinn Larry Cohen unnu næsta öruggan sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðar. DV-mynd ÞÖK Með Cohen og Zia í n-s og Jón Ás- bjömsson og Símon Símonarson í a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur pass lhjarta 3lauf 4hjörtu 4spaðar 51auf pass Sspaðar pass 7hjörtu pass pass pass Engin leið var að losna við tígultap- slaginn og Símon varð einn niður. Glöggir lesendur sjá þó strax að sjö Vestur Norður Austur Suöur lhjarta 31auf 4hjörtu ? N-s vom utan hættu og a-v á, þann- ig að flestir myndu styðja laufið. En Zia taldi aðeins tvær sagnir koma til greina. Annaðhvort væri aö dobla eða segja fjóra spaða. Fjórir spaðar væm líklega aðeins betri sögn tfl þess að gragga vatnið. Spilið og sagn- irnar voru þannig. S/A-V * KDG7 ? ÁG8742 ♦ ÁK7 + - * 985 V 9 ♦ D43 + ÁD9742 * Á1032 V KD105 ♦ G105 + 105 ♦ 9862 + KG863 spaöar em upplagðir þótt leiðin upp í þá sé ekki auðrötuð. Mér dettur samt í hug ein leið ef a-v spila nei- kvæð dobl. Austur getur þá doblað þijú lauf og þar með opnast greið leið í alslemmu í spaða. Aðeins eitt par náði alslemmu í spaða. Það vom Guðmundur Syeins- son og Júlíus Sigurjónsson. Stefán Guðjohnsen DV Sálarstríð hafið Short og Kasparov skiptast nu á glósum. Á meöan á eintígi Shorts við Timman stóð sagðist Kasparov geta unnið þá í fjöltefli. „Ðæmígerður hroki af hans hálfu,“ sagði Short í viðtali í blaö- inu Sunday Telgraph ura mán- aðamótin þar sem hann lætur þung orð falla í garð heimsmeist- arans. Short segir Kasparov m.a. ekki kunna á mannleg samskipíi og hegóa sér eins og „bavían“ viö skákborðið. „Ég sá Kasparov í sundlauginni. Vissir þú að hann er loðinn frá hvirfli til ilja og lítur út eins og api?" sagði Short.; Þá hafði Short eftir ónafn- greindum enskum skákmeistara að hann þyrfti ekki að kviða því að tapa einviginu við Kasparov. Hann yröi eftir sem áður fremst- ur meðal manna. „Ég verö að undirbúa mig andlega ef ég ætla að vinna hann... en ég ætla ekki að fara niður á svið dýranna til þess að vinna dýrið." Kasparov var staddur í Lund- únum í vikunni þar sem hann tefldifjölteflivið hundraö manns. Á blaðamannafimdi sagðist hann vera 100% viss um sigur í einvíg- inu við ShorL Eg er viss um að;; ég vinn Short fljótt og að einvígið verði styttra en einvígi mín við Karpov," sagði hann. Hann sagði gott að Short skyldi vekja athygli á einvíginu með þess- um ummælum sínum en bætti við að menn ættu að bera virðingu fyr- ir heimsmeistaranum. AfPolgar- systrum Judít Polgar tapaði síðustu ein- vígisskákmni við Boiis Spasskí í Búdapest en haföi þegar tryggt sér sigur i einvíginu. Lokatölur urðu 5,5-4,5 Judit í vil. Að sögn Janosar Kubats, sem skipulagði einvígið, em miklar líkur á því að Judit muni tefla við Short í maí og verði þá teflt í Búdapest og Aþenu. Elsta systirin, Zsuzsa, hefur náð forystu í' áskorendaeinvígi kvenna gegn Nönu Ioseliani um réttinn til þess að skora á kín- versku stúlkuna Xie Jun. Eftir þrjár skákir hefur Zsuzsa unnið tvær en einni hefur lokið með jafntefli. ÁslaugReykja- víkurmeistari Áslaug Kristinsdóttir vann all- ar fimm skákir sínar i kvenna- flokki á skákþingi Reykjavíkur og sigraöi með glæsibrag. Guðný Hrund Karlsdóttir, Keflavík, varð í 2. sæti meö 4 v. og Ólöf Ragnars- dóttir, Sandgerði, i þriðja sæti með 3,5 v. Héðinn Steingrímsson sigraði á ; atskákmóti Taflfélagsins Hellis, Skákfélags Hafnarflarðar og Tafl- félags Kópavogs, sem fram fór í Ilafnarfirði um síðustu helgi. Héðinn fékk 5,5 v. af 7 möguleg- um, Sigurður Daöi Sigftísson varð í 2. sæti ásamt Andra Áss Grétarssyni og Arinbirni Gunn- arssyni með 5 v. og Guðmundur Gísiason fékk 4,5 v. Tveir Norður- landameistarar íslencflngar fengu flesta vinn- inga samanlagt í einstaklings- keppni norrænnar skólaskákar, sem frarn fór í Asker í Noregi um síðustu helgi - tveimur vinning- um betur en Sviar. í tveimur flokkum af fimm varð íslending- ur Norðurlandameistari. Arnar E. Gunnarsson í flokki 13-14 ára og Jón Viktor Gunnarsson í í fbkki 11-12 ára. Árangur Jóns Viktors er sérlega eftirtektar- verður. Hann geröi sér lítið fyrír og vann allar skákir sínar, sex ö aðtölu. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.