Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. 19 Bretar spyrja hvort þjóðfélag þeirra sé að hrynja eftir morðið á James litla Bulger: Mannvonska eina ástæða morðsins - kröfur um herta löggæslu duga skammt þegar heil kynslóð í Iiverpool er á götunni „Þegar saklaust ungbam er myrt á hroðalegan hátt erum við komin yfir öli þekkt mörk mannvonskunnar. Við erum komin í ríki myrkursins," voru viðbrögð Kenneths Baker, inn- anríkisráðherra Breta á árunum 1990 til 1992, við morðinu á James Bulger, tveggja ára gömlum dreng frá Liverpool. Ráðherrann fyrrverandi talaði þarna fyrir munn margra landa sinna því engin leiö virðist vera að benda á haldbæra ástæðu fyrir þvi að James var myrtur. Fyndist ein- hver ástæða væri verknaðurinn þó í það minnsta skiijanlegur þótt hann verði aldrei réttlættur. Ásvonaþjóðfélag sér framtíð? Bretar spyrja að vonum hvað sé að gerast í þjóðfélagi þeirra þegar smábörnin eru ekki lengur óhult fyr- ir samviskulausum morðingjum. Hve lengi fær samfélag manna stað- istþegar svo er komið? spyrja menn. A það er einnig bent að ástandið er hvergi verra en í fátækrahverfum Liverpool. Þar hefur nánast ein kyn- slóð ahst upp við atvinnuleysi og sótt viðurværi sitt og félagsskap á götuna. Lögreglan heldur helst að ungmennin, sem stóðu að morðinu, séu úr hópi utangarðsunglinga. Fór í innkaupaferð með móður sinni James fór síðdegis síðasta fóstudag með móður sinni, Denise, í inn- kaupaferð í eina helstu verslunar- götu Liverpool. Þau fóru í Strand verslunarmiðstöðina og þar varð hann viðskila við móður sína. Eftir það sá hún ekkert til hans og fékk næstu fréttir af afdrifum sonar síns hjá lögreglunni. Leit var gerð að James og líkið fannst illa útleikið á brautarteinum nokkuð frá staðn- um þar sem honum var rænt. James hafði verið myrtur á hroðalegan hátt og jafnvel kastað helsærðum fyrir lest, eftir því sem lögreglan kemst næst. Örlög drengsins síðustu klukku- tímana, sem hann lifði, eru ljós í aðalatriöum. Hópur unghnga var á flækingi við verslunarmiðstöðina og tveir ungir karlar úr hópnum náðu James á sitt vald. Þetta kemur fram á sjálfvirkum myndbandsupptökum af vettvangi. Lögreglan taldi hugsanlegt að þijár stúlkur hefðu verið í vitorði með körlunum því þær komu fram á myndbandinu við hhð þeirra. James var þá í höndum ræningjanna, grát- andi og reyndi að sleppa frá þeim. Nú er tahð sannað að stúlkurnar hafi ekki þekkt mennina. Sögðustfara með James til læknis Eftir þetta sneri kona um sjötugt sér að mönnunum og spurði hvað gengi á. Hún hefur borið vitni hjá lögreglunni og sagði að mennimir hefðu skýrt grát drengsins svo að hann hefði dottið á höfuðið og þeir væru að fara með hann tíl læknis. Konan segir að áverkar hafi verið á höfði James og styður það fyrri hugmyndir lögreglunnar að hann hafi verið barinn um leið og honum var rænt. Gamla konan trúði mönnunum og skipti sér ekki frekar af málinu. Það gerðu ekki heldur aðrir sem urðu Þetta er skýrasta myndin sem lög- reglan hefur af morðingjunum. Hún dugar ekki til að bera kennsl á þá. Fólk í Liverpool er harmi slegið. Hér leggur kona blóm á staðinn þar sem likið fannst. vitni að þessum atburði og á mynd- bandinu kemur berlega íljós að fjöldi fólks sá þegar James var rænt. Konan skhdi við mennina klukkan 4.30 á fóstudaginn og eftir það er ekkert vitað hvað gerðist fyrr en böm fundu lík James síðdegjs á sunnudeginum á Liverpool-Kirby járbrautarstöðinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann lést eða hvort hann var látinn áður en á járn- brautarstöðina kom. Það eitt er vitað að lest hafði ekið yfir líkið og var það nánast óþekkjanlegt. Vitnin hrædd við að gefa sig fram Lögreglan híður enn eftir að fleiri vitni gefi sig fram. Ailir þeir sem sjást á myndbandinu hafa verið beðnir um að segja frá þvi sem gerðist en fólk virðist af einhverjum ástæðum vera hrætt við aö láta vitnast að það hafi séð þennan voðalega atburð en ekki þorað að skipta sér af. Lögreglan hefur þó yfirheyrt marga en án telj- andi árangurs. Lögreglan hefur grun um að morð- ingjamir hafi reynt aö ræna fleiri bömum. M.a. er vitað að unglingar reyndu að hrifsa ham af konu á þess- um sama stað fym um daginn. James var einn og því auðveld bráð. Bamaræningjar fara öðruvísi að Lögreglan hefur ekki trú á að morðingjamir hafi ætlað að ræna James og krefjast lausnargjalds fyrir James Bulger var tveggja ára þegar hann var myrtur. Lögreglan getur ekki með nokkru móti fundið ástæðuna fyrir morðinu og þvi álykta menn sem svo að þarna hafi mannvonskan ein ráðið. Simamyndir Reuter hann. Móðir hans er einstæð en bamaræningjar velja sér aðeins böm ríkra foreldra. Þá er það ekki háttur ræningja aö taka böm af handahófi á götum úti nema hugmyndin sé að selja bömin í fóstur. Lögreglan telur það þó fjar- stæðukenndan möguleika og allra síst þegar James var misþyrmt strax eftir aö honum var rænt. Lögreglan hefur heitið hveijum þeim sem leiðir hana á spor morð- ingjanna 40 þúsund pundum í verð- laun. Það er jafnvirði um 370 þús- unda íslenskra króna. Enn hafa eng- ar ömggar vísbendingar komiö fram. Skömmu eftir að James fannst lát- inn handtók lögreglan tvo unga menn og yfirheyrði þá. Þeir voru í haldi lögreglunnar í tvo daga en þá sleppt enda ekkert sem benti til að þeir væru hinir seku. Tólf ára dreng- ur var einnig handtekinn en honum sleppt þegar sýnt þótti að hann gat ekki heldur verið riðinn við máhð. Rýna í móðuna á myndbandinu Lögreglan í Liverpool er því enn í sömu sporum og þegar líkið fannst á járnbrautarstöðinni. Mestar vonir eru bundnar við að vitni gefi sig fram sem geti borið kennsl á morðingjana. Gamla konan, sem seinast sá til feröa mannanna, treystir sér ekki til að þekkja þá aftur. Einnig reyna sérfræðingar lögregl- unnar til þrautar að skerpa mynd- bandið svo að þekkja megi mennina af því. Það hefur ekki boriö tilætlað- an árangur enn. Myndin af mönnun- um er mjög óskýr þótt vel megi greinaframvindumála. -GK Síðumúla 30 — sími 68-68-22 OPIÐ MÁNU DAGA-FÖSTU DAGA 9-18 LAUGARDAGA KL. 10-17 SUNNUDAGA KL. 14-17 HÆGINDASTÓLAR alsláttur Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST V,Wt, for bete Sittefe,*,- TM - HÚSGÖGN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.