Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Page 23
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1993
23
Menning
Meimingarverðlaun DV:
Tilnefningar í
byggingarlist
Skólahús Breiðdalshrepps á Breiðdalsvík.
Þaö styttíst óöum í að Menningar-
verðlaun DV fyrir árið 1992 verði
afhent en það veröur gert á Hótel
Holtí næstkomandi fimmtudag, 25.
febrúar. Við höldum áfram með tál-
nefningar, þegar hefur verið sagt frá
tilnefningum í myndiist, tónlist og
bókmenntmn. Nú er komið að bygg-
ingarlist. í dómnefnd sitja Guðjón
Bjarnason, Jes Einar Þorsteinsson
og Pétrún Pétursdóttir. Hér fara á
eftir fimm tilnefningar dómnefndar:
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
við Austurstræti. Arkitekt Páimar
Guðmundsson. Létt og líflegt yfir-
bragð og afar vandvirknislegt hand-
bragð einkennir þetta verk. Rýmis-
mótun skapar aðlaðandi andrúms-
loft með góðri lýsingu og sterkum
heildarsvip, sem samhliða efnisnotk-
im jafnt utanhúss og innan gefur
óvenjuleg tengsl ytra og innra rýmis.
Hrá og þung efnisnotkun viðarhluta
myndar viðeigandi andstæður við
fíníegt yfirborð álplatna.
Hjólbarðaþjónusta og verslun við
Undirhlíð 2 á Akureyri. Arkitektar
Sjálfseignaríbúðir á Sléttuvegi 11-13.
Gísli Kristinsson og Páli Tómasson.
Þetta verk er gott dæmi um metnað-
arfullt framtak einkafyrirtækis til að
skapa hógværa byggingu sem þó
upphefur umhverfi sitt. Mjög opin
glerjun skála gegnt nálægu hring-
Hjólbarðaþjónusta og verslun við Undirhlíð 2 á Akureyri.
torgi gefur ríka hrynjandi og boga-
dregnar svalir í forrými hússins
mynda skemmtilegt mótvægi við
stailaða framhliðina. Aðstaða starfs-
fólks er björt og aðlaðandi og lóð-
arfrágangur til fyrirmyndar. Efnis-
uppbygging er skýr og einfóld.
Ráhús Reykjavíkur. Arkitektar
Margrét Harðardóttir og Steve
Christer. í kyrrlátri dulúð þessarar
byggingar ríkir ljóðræn hrynjandi
forma á síbreytilegum vatnaspegl-
um. Óræð, margbreytileg og jafn-
framt hnitmiðuð skipan rýmis gefur
öllu umhverfi ævintýralegan blæ og
upphefur margþætta starfsemina.
Deihng hússins í aðskilda hluta veit-
ir birtu í öll rými og undirstrikar af
festu innra skipulag. Handverk allt
er einstök dvergasmíði og leikið er
af alúð við hvert smáatriði svo að
úr verður margslungin heild. Það er
álitamál hvort stærð og umfang
byggingarinnar sé í samræmi við fín-
gert umhverfi Kvosarinnar. Frum-
leiki er eitt helsta einkenni þessarar
byggingar og hún verður nú að telj-
ast eitt helsta tákn Reykjavíkur.
Sjálfseignaríbúðir á Sléttuvegi
11-14. Arkitektar: Árni Friðriksson,
Páll Gunnlaugsson og Valdimar
Harðarson. Landslagsarkitekt Pétur
Jónsson. Stöllun byggingarinnar og
form móti útsýni og birtu er afar
sannfærandi og vel leyst á einfaldan
hátt. Óvenjuleg skásett form bygg-
ingar á móti skýrri staðsetningu
stigahúsa virkar uppbyggjandi í
sjónrænum skilningi. Innri rými eru
hlutlaus og lita- og efnisval ganga
gefur rólegt yfirbragð. Grunnmyndir
eru einfaldar en vel leystar, svahr
og yfirbyggt rými gefur íbúðum auk-
ið ghdi. Lóðarfrágangur er til fyrir-
myndar. Sameiginlegt rými mætti að
ósekju vera stærra og fjölbreyttara.
Skólahús Breiðdalshrepps á Breið-
dalsvík. Arkitekt dr. Maggi Jónsson.
Byggingin fehur ákaflega vel að um-
hverfi sínu og myndar sannfærandi
samspil milh nærhggjandi fjallshlíða
í bakgrunni byggðarinnar við vog-
inn. Þríhyrningslögun byggingar-
innar og strýturnar á þaki tengir með
áhrifaríkum hætti byggð og náttúru
hvaðan sem htið er. Opið miðrými
og færanlegt svið gefur ótal mögu-
leika til fjölbreyttrar félagsstarfsemi.
Innbyggðir hreyfanlegir veggir eru
vel leystir og auka enn fjölnýtingu
hússins. Rík áhersla er lögð á nátt-
úrulega lýsingu, frágang og efnis-
notkun og engu ofgert. Hvítieit bygg-
ingin er afar eftirtektarverð í náttúr-
unni og setur sterkan svip á allt
umhverfið.
Ráhús Reykjavíkur.
Umbætur til almannaheilla
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins við Austurstræti.
- Verkefni framundan -
Reykjavík
Jón Baldvin HannibaLsson
utanrikisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra
Alþýðuflokkurinn
boðar til opins
stjórnmálafundar
í Súlnasal Hótel Sögu
þriðjudaginn 23. febrúar
kl. 20.30.
Framsögumenn verða:
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
Fundarstjóri verður Össur Skarphéðinsson,
formaður þingflokks Alþýðuflokksins.
AHir velkomnir
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands
Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðhcrra
Össur Skarphcðinsson,
formaður þingflokks
Alþýðuflokksins