Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Side 30
42
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993.
Trölladeigsnámskeið vinsælt:
Þarf ekki listræna hæfi-
leika til að búa til fína muni
segir Aldís ívarsdóttir leiðbeinandi
„Ég var í námi í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands á sínum tíma, bæði
í myndmótadeild og málaradeild. Ég
hef hugsað mér að fara aftur í skól-
ann þegar ég hef tíma og þá í grafík.
Ég hef verið heimavinnandi húsmóð-
ir undanfarin ár enda með fjögur
böm. Sköpunarþörfin fór auðvitað
að gera vart við sig og fyrir fjórum
árum byijaði ég að fikta við trölla-
deigið. Þetta voru alls kyns fígúrur
sem ég bjó til úr deiginu. Þar sem
þær vöktu mikla athygli gat ég drýgt
heimilistekjurnar svolítið meö því
að selja þær. í framhaldi af þvi datt
mér í hug að halda námskeið ef ein-
hver áhugi væri fyrir slíku,“ segir
Aldís ívarsdóttir, leiðbeinandi á
trölladeigsnámskeiðum sem haldin
hafa verið annað slagið.
„Mér finnst mjög gott að komast
út á kvöldin innan um fólk og hef
því sjálf gaman af þessu,“ segir Aldís
en eitt námskeið hjá henni er nýaf-
staðið. „Það er mjög mismunandi
hversu mikii aðsókn er að námskeið-
unum en flest var hjá mér fyrir jólin.
Ég býst við að þá hafi fólk verið að
búa til jólagjafir.“
Trölladeig hefur í huga flestra
tengst starfi á bamaheimilum. Aldís
segist hafa fengið fyrstu uppskrift
sína á bamaheimih. „Grunnupp-
skriftin, sem fóstrumar nota, er ekki
nógu góð þar sem deigið vill molna.
Sú uppskrift, sem ég nota núna, er
miklu betri og það er hægt að búa
til hluti sem endast ef baksturinn
heppnast vel. Það er mikið atriði með
trölladeigið að baksturinn heppnist
vel. Hins vegar er deigið sniðugt þar
sem hver og einn getur bakað það í
eigin bakaraofni. Auk þess er mjög
auðvelt að búa til úr því alls kyns
hluti og allir ná góðum árangri.
Vinnslan byggist á uppröðun á form-
um, sívalningum, kúlum, femingum
og þess háttar. Maður raðar saman
hlutum en mótar þá ekki,“ segir Al-
dís.
Alltgóðirhlutir
Á námskeiðunum lánar Aldís til-
búna hluti til að fara eftir meðan
konumar em að læra á deigið. Þann-
ig geta þær fengið hinar ýmsu hug-
myndir svo sem trúða, par í sófa og
margt fleira. „Yfirleitt hafa þetta ver-
ið myndir sem hengdar em á vegg
en nú hef ég fundið út að hægt er að
gera frístandandi muni úr trölla-
deigi. Með því að nota álpappír er
hægt að byggja í kringum hann og
þannig myndast nýr möguleiki með
deigið."
Aldís segir að það þurfi enga hst-
ræna hæfileika til að búa til hluti úr
tröhadeigi. „Hver einasta kona, sem
hefur komið til mín, hefur búið til
góða hluti. Þó að konur fari eftir þeim
fyrirmyndum, sem ég hef á staðnum,
í fyrstu meðan þær era að læra geta
þær haldið áfram heima hjá sér og
þróað eigin hugmyndir.
Notarvenjulega
málningu
Þegar deigið hefur verið bakað,
hluturinn búinn til og bakaður, þarf
aö mála hann. Aldís notar venjulega
vatnsmálningu (innanhússmáln-
ingu) og segir það mjög hentugt auk
þess sem það sé mun ódýrara en
fóndurhtir. Fyrir einstaklinga er
kannski óhentugt að nota málning-
una þar sem hún er í stórum umbúð-
inn nema nokkrir kaupi saman. Ekki
þarf mörg verkfæri til að búa til fig-
úrumar, aðeins hvítlaukspressu,
Aldís leiðbeinir nemendum sínum á trölladeigsnámskeiðinu hvernig best sé að haga sér við málningarvinnuna.
Nákvæmnin leynir sér ekki í svip
hennar. Hún er að mála konu sem
les fyrir barn, sitjandi i sófa.
Trúöurinner vinsæll. Hérmálareinn nemandi Aldísar af mikilli innlifun.
hníf og prjóna."
Aldís notar sérstaka trölladeigs-
uppskrift og ef einhver vih prófa þá
htur hún svona út:
Uppskrift
/i kg hveiti
Vi kg s§lt
3 dl vatn
1 msk. mataroha
1 msk. veggfóðurslímduft
„Þessi uppskrift er mjög góð og
deigið hefur alveg haldið sér. Ég læt
deigið standa á bökunarplötu í hálfan
til hehan sólarhring áður en það fer
í ofninn og þá nær þaö að þoma á
yfirborðinu. Ef maður gerir það ekki
vih deigið lyfta sér og bólgna út,“
útskýrir Aldís. „Eftir hehan eða hálf-
an sólarhring setur maður fígúruna
neðst í ofninn við hundrað gráða
hita. Bakaraofnar era mismunandi
en það er mjög mikUvægt að það sé
góður undirhiti þegar deigið er bak-
að. Hjá sumum konum, sem hafa
verið á nániskeiði, hefur þetta farið
úrskeiðis vegna þess að undirhitinn
er ekki nægur. Þær verða að finna
þetta út og þurfa jafnvel að hafa
hærri hita en ég segi. Eftir tvo tíma
er hitinn hækkaöur upp í hundrað
og tuttugu gráður. Það getur tekiö
aht frá tíu upp í fimmtán tíma að
baka deigið."
Karlamirhafa
ekki áhuga
Námskeiðið hjá Aldísi er fjögur
kvöld, tvö fyrstu fara í að búa tU fíg-
úrur og síðari kvöldin í að mála.
Konumar fara með hlutina með sér
heim tíl að baka þar sem ekki er
aðstaða tU þess hjá Aldísi. Þegar búið
er að mála hlutinn er hann lakkaður
með ohulakki og myndast þá nokk-
urs konar glerungur á honum.
Svo virðist sem það séu frekar kon-
ur sem hafa áhuga á að vinna úr
trölladeigi, að minnsta kosti hefur
enginn karlmaður komið á námskeið
ennþá hjá Aldísi fyrir utan unglings-
pUt sem hafði hug á að hefja mynd-
hstamám. „Sumar konumar sem
koma hafa verið að fikta við deigið
heima hjá sér og hafa mjög gaman
af aö bæta við sig þekkingu með því
að koma á námskeið. Aðrar hafa
aldrei komið nálægt nokkurri
handavinnu. Það má því segja að
hingað komi ahs konar fólk,“ segir
Aldís. „Ég finn að konumar hafa
mjög gaman af að vinna með trölla-
deigið, tvö fyrri kvöldin era reyndar
krefjandi en þær era afslappaðar
seinni kvöldin meðan þær máia. Það
er líka ahtaf gaman að komast út og
vera meðal fólks.“
-ELA
Aldís ívarsdóttir kennir fólki hvernig
á að baka úr trölladeigi.
DV-myndir Brynjar Gauti