Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Side 31
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1993. 43 „Konan hefur allt á hornum sér. Vinnuveitandinn segir að ég sé ómögulegur. Bömin klaga yfir mér. Mamma hringir daglega og kvartar yfir einhverju. Mér finnst ég algjörlega misheppnaður." Um listina að taka við gagnrýni „Það er alltaf verið að gagnrýna mig,“ sagði hann við lækninn sinn ogbrosti dapnrlega. „Konan hefur allt á homum sér. Vinnuveitand- inn segir að ég sé ómögulegur. Bömin klaga yfir mér. Mamma hringir daglega og kvartar yfir ein- hveiju. Mér finnst ég algjörlega misheppnaður." Læknirinn kink- aði kofii. Hann þekkti þessa tilfinn- ingu. Ófáir vora þeir sem gagnrýnt höfðu hann á liðnum árum. Starfs- félagar, fjölskyldan, sálfræðingar og kraftlyftingamenn höfðu löng- um haldið uppi gagnrýni á hann. „Þú verður að læra að taka þessu með jafnaðargeði og líta gagnrýn- ina öðrum augum,“ sagði hann ró- lega. „Margir telja alla gagnrýni af hinu vonda en svo er ekki. Það er jákvætt að fólk veit af tilvist þinni og hefur á þér einhveij a skoðun. Það væri mun alvarlegra ef öllum stæði á sama um þig. Gagnrýni sannar fyrir þér að þú ert lifandi og skiptir annaö fólk máh.“ Lækn- irinn þagnaði. Svona átti tilveran að vera, þannig tóku skynsamir menn á málunum. Sjálftu- hafði hann um árabil reynt að hlusta af athygli og yfirvegun á alla gagn- rýni en gengið það illa. Oftar en ekki hafði hann bmgðist reiður við og fyllst beiskju og vanmáttar- kennd. En þetta sagði hann ekki við manninn. Hvemig er gagnrýnin? „Reyndu alltaf að átta þig á gagn- rýninni," sagði hann spekingslega. „Margir fara ávallt í vöm þegar þeir em gagnrýndir, grípa fram í fyrir viðmælanda sínum, mótmæla og fyllast réttlátri reiði. Gerðu það ekki! Leyfðu fólki að tala út, hlust- aðu vel og spurðu síðan hvort hann hafi eitthvað meira að segja. Ekki afgreiða alla gagnrýni sem árás á þig. Stundum er gagnrýni óréttlát ogfullaf rangtúlkunum og mis- skilningi. En láttu viðmælanda þinn ljúka máli sínu. Á þann hátt fær hann útrás fyrir tilfinningar sem beinast að þér. Þær geta verið jákvæðar og fullar umhyggju eða neikvæðar og gegnumsýrðar af beiskju og vonbrigðum. Það er betra að hleypa þeim út en að byrgja þær inni í sálarfylgsnunum. Þar geta þær bólgnað og vaxið og orðið að sprengiefni sem blásið get- ur í tætlur samband ykkar tveggja. Reyndu að átta þig á því sem Uggur að baki allri gagnrýni. Stundum byggir hún á vináttu og ást. Gagn- rýnandinn hefur af þér áhyggjur. Hann telur að breytinga sé þörf. Á læknavaktmiú Mestu skiptir að honum er ekki sama um þig. Viðmælandi þinn hefur gefið þér tækifæri til að spegla þig í augum hans og þannig færðu ákveðna tUfinningu fyrir sjálfum þér. Oft er það eina færa leiðin fil að fá raunhæfa mynd af sjálfum sér. Slík gagnrýni er upp- byggjleg og nauðsynleg tíl aukins þroska. Þeir sem túlka aUa gagn- rýni sem árás á sig, móðgast, reið- ast ogkenna í bijósti um sjálfa sig em illa settir. Þeir líkjast helst sljúpu MjaUhvítar sem neitaði að horfast í augu við spegilinn. Þegar spegjlmyndin var henni á móti skapi greip hún í bræði sinni tíl örþrifaráða. Margir em þeir sem gera shkt hið sama og senda við- mælendum sínum eitruð epU í hefndarskyni fyrir þá gagnrýni sem gegn þeim beinist. En eifruð epU breyta ekki spegihnyndinni. Hróp á hjálp Stundum er gagnrýnin hróp á hjálp. Margir þurfa á einhverri aðstoð að halda en geta ekki talað um eigin tilfinningar, sárindi og reiði. Þeir velja þann kostinn að gagnrýna og rífa niður og fá þannig útrás fyrir eigin vonbrigði og beiskju og æsa sig upp út af engu. Stundum segir gagnrýnin meira um þann sem gagnrýnir en hinn. Hún verður yfirfærsla tilfínninga. Sárindi í eigin garð eða gagnvart öðrum garðeigendum bijótast út sem gagnrýni á einhvem annan. Oft þarf að hjálpa slíkum mönnum og kryíja tíl mergjar hvaða vanda- mál Uggja að baki gagnrýninni. Þess vegna skiptir svo miklu máh að hlysta, grípa ekki fram í, hugsa sinn gang og velta gagnrýninni fyr- ir sér frá sem flestum hUðum. Oft er gott að leita ráða Ujá vinum og kunningjum og fá þannig tilfinn- ingu fyrir réttmæti gagnrýninnar. „Sá er vinur er tíl vamms segir,“ hljómar gamalt máltæki. Sannir vinir segja yfirleitt hug sinn allan og draga ekkert undan. GrundvöU- ur vináttunnar hlýtur að vera traust og trúnaður. Best er að gagn- rýna án þess að særa.“ Læknirinn þagnaði eftir þessa löngu ræðu. Honum fannst hann hafa mælt af mannviti og mannskilningi. „Ég vUdi óska að mér tækist að lifa samkvæmt eigin visku,“ hugsaði hann með sér. Maðurinn horfði á hann stórum augum. „Ertu að gagnrýna mig fyrir það að finnast aðrir gagnrýna mig? Þú ert skrýt- inn læknir." Hann stóð á fætur, fór í frakkann sinn með raunasvip og gekk á braut án þess að Uta um öxl. Læknirinn sat eftir og velti bréfaklemmu milh fingra sér. Kannski hefði verið betra aö þegja. Frá Starfsmannaféiaginu Sókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. B. lið 21. greinar í lögum félagsins. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 1. mars nk. Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Astmi vegna efnamengunar Samtök gegn astma og ofnæmi halda fræðslufund mánudagínn 22. febrúar kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð. Helgi Guðbjörnsson læknir, sérfræðingur í atvinnusjúkdómum, ræðir um atvinnuastma, snertiofnæmi og húsasótt og svarar fyrirspumum. Allir eru velkomnir á fundinn, kaffiveitingar. SAMTÖK GEGN ASTMAOG OFNÆMI T0Y0TA LANDCRUISER Toyota LandCruiser dísil, árgerð 1992, ekinn 23 þús. km, sjálfskipt- ur, álfelgur, upphækkaður 1,5", 100% læstur o.fl. o.fl. Skipti á ódýrari bifreið koma til greina. Staðgreiðsluv. 4 millj. Til sýnis á Borgarbílasölunni. OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13-17 TÖLVUTENGDUR AÐGANGUR AÐ VEÐBÓKARVOTTORÐI BORfrABBTT.ASAT.AN GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skorar hér með á gjaldendur í Vesímannaeyjum, sem hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjalddaga 15. febrúar 1993 og fyrr, virðisaukaskatti með gjald- daga 5. febrúar 1993 og fyrr og tekjuskatti, útsvari, eignarskatti, sérstökum eignarskatti, gjaldi í fram- kvæmdasjóð aldraðra, skatti af skrifstofu- og verslun- arhúsnæði, iðnaðarsjóðs- og iðnaðarmálagjaldi, slysatryggingargjaldi v. heimilisstarfa, trygginga- gjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, atvinnuleysistryggingar- gjaldi, slysatryggingargjaldi atvinnurekenda, aðflutn- ingsgjöldum, skráningargjaldi skipshafna, skipa- gjöldum, lesta- og vitagjaldi, bifreiðagjöldum og þungaskatti með gjalddaga 1. janúar 1993 og fyrr, að gera þegar skil. Án frekari fyrirvara verður krafist fjárnáms fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna með áföllnum verðbótum/vöxtum og kostnaði, að liðnum 15 dög- um frá birtingu áskorunar þessarar. Vestmannaeyjum, 19. febrúar 1993. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.