Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hrun hjá krötum
Félagsvísindastofnun héfur framkvæmt skoöana-
könnun fyrir Morgunblaöiö um fylgi stjórnmálaflokk-
anna og ríkisstjómarinnar og niðurstööurnar hafa ver-
iö birtar í fjölmiðlum. Þær eru aö mörgu leyti keimlíkar
niðurstööum skoöanakönnunar sem DV efndi til fyrir
nokkrum vikum, með þeirri undantekningu þó aö fylgi
Alþýöuflokks mæhst miklum mun minna í könnun Fé-
lagsvísindastofnunar. Meginniðurstöðurnar em hins
vegar þær sömu: uppsveifla hjá stjómarandstöðuflokk-
unum og mest hjá Alþýöubandalagi sem státar af fylgi
yfir 20% og er þaö veruleg aukning.
Sjálfstæöisflokkurinn mæhst með 33% fylgi sem er
svipaö útkomunni í DV-könnuninni en kosningaspá DV
reiknaði Sjálfstæðisflokkinn niður í 26% fylgi og vakti
sú ályktun mikla athygh eins og mönnum er í fersku
minni. Niðurstaöan er sú aö í skoöanakönnununum
sjálfum mæhst Sjálfstæöisflokkur meö 31 til 33% sem
ekki er marktækur munur. Th viöbótar er vert aö benda
á aö Félagsvísindastofnun reynir aö fækka óákveðnum
með því að spyrja hvort hinir óákveönu teldu hklegt
að þeir mundu kjósa Sjálfstæöisflokk annars vegar eða
hina flokkana hins vegar ef þeir kysu á annað borð.
Það hggur hins vegar skýrt fyrir aö Sjálfstæðisflokk-
urinn er kominn verulega niöur fyrir heföbundið fylgi
sitt og munar þar kannski mestu aö fylgi í Reykjavík
mæhst eingöngu um 35% en Reykjavík hefur jafnan
veriö sterkasta vígi flokksins.
í könnun Félagsvísindastofnunar vekur mesta at-
hygh aö Alþýðuflokkurinn geldur mikið afhroð. Ríkis-
súómarflokkur, sem fær aðeins 6,8% fylgi, er nánast
ekki lengur til. Þetta hlýtur að vera mikiö áfah fyrir
Alþýöuflokkinn sem hingaö til hefur haldiö sæmilega
utan um sitt í skoðanakönnunum og mælst meö 10 til
15% fylgi.
Hverjar em skýrmgarnar? Ljóst er aö stjórnaraöUd
er flokkum ekki tU framdráttar. Ríkisstjómin sjálf hefur
ekki nema fjórðungs fylgi kjósenda í könnun Félagsvís-
indastofnunar og er í samræmi viö fyrri kannanir þar
sem fylgi stjómarinnar minnkar jafnt og þétt.
Ráðherramir og flokkar þeirra hafa heldur ekki haft
uppi neina marktæka tUburði tU að fá fólk tU aö faUast
á aðgerðir sínar. Áróðurinn hefur misheppnast.
Skýringarnar á fylgistapi stjórnarflokkanna og þó
einkum Alþýðuflokksins era fólgnar í þessu. Sighvati
hefur ekki tekist aö sannfæra þjóöina um sparnaðarað-
geröir sínar í heUbrigöismálum en þess í staö haft lag
á því að hta út sem offari og óðagotsmaður. HeUbrigöis-
máhn era afar viökvæm meöferðar en ráðherrann hefur
á stundum hagaö sér eins og fíU í postulínsbúð.
Þaö var heldur ekki Alþýðuflokknum tU framdráttar
þegar utanríkisráöherra og formaður flokksins lagði í
dæmalausa langferð lil Malaví og gefur síöan gagnrýn-
endum sínum langt nef.
Umræöur og véfréttir um ráðherraskipti í Alþýðu-
flokknum hafa virkað neikvætt. Þaö mun ekki styrkja
stöðu Alþýðuflokksins ef Jón Sigurðsson hverfur úr rík-
isstjóminni og hættir stjómmálaafskiptum.
Hér era dæmi tilgreind sem era afmörkuð en afdrifa-
rík og era í rauninni klaufaleg vegna þess að Alþýðu-
flokkurinn hefur margt vel gert á undanfómum árum.
Alþýðuflokkurinn er ef til vih sá stj ómmálaflokkur sem
helst hefur sýnt ht í því að hrista upp og bjóða kerfmu
birginn. Það er kaldhæðnisleg mótsögn að slíkur flokk-
ur skuh vera minnstur.
EUert B. Schram
„Viö mótmæltum því þegar barnabæturnar voru skertar og þegar skattleysismörkin voru lækkuð,“
greininni.
Hentistefna
hátekjumanns
Ellert B. Schram, ritstjóri DV, er
án efa ágætur maður. Hann er líka
á ágætum launum. Meira að segja
mjög góðum launum. Og hann vill
að aðrir fái góð laun, aUa vega sum-
ir aðrir. Þess vegna skrifaði hann
leiðara í blað sitt í ágúst. Þar sagði
hann aö einkaskólar ættu að vera
vel séðir af kennarastéttinni. „Þeir
bijóta upp launamunstrið og með
fleiri einkaskólum neyðist hið mið-
stýrða kerfi til að sveigja af lág-
launastefnunni.“ En hvað með alla
hina, Ellert, hvað með alla þá sem
eru á lágum launatöxtum, hvort
sem þeir eru í miðstýrðum eða
ómiðstýrðum launakerfum?
Spurt er vegna þess að sami rit-
stjóri skrifaði annan leiðara í blað
sitt í síðustu viku, einnig um launa-
mál. Að þessu sinni um þá sem eru
á lágum launatöxtum og gera kröfu
um að kaupmáttur þeirra verði
ekki skertur heldur haldið í því
horfi sem hann hefur verið síðustu
misseri. Um málflutning undirrit-
aðs segir ritstjórinn: „Ekki skal
dregið í efa að maðurinn vill vel
og sjálfsagt rétt aö opinberir starfs-
menn eru ekki hátt launaðir. En í
röksemdafærslu sinni er Ögmund-
ur því miður seinheppinn. Megin-
krafan er sú að hækka laun um 5%
til að ná aftur kaupmættinum sem
samiö var um í þjóðarsátt fyrir
þremur árum.“
Tekjur taxtafólks rýrna
umfram þjóðartekjur
Þetta gengur ekki segir ritstjór-
inn á meðan þjóðartekjur dragast
saman. Sú staðreynd, sem Ellert
nefnir ekki, er að ráðstöfunartekj-
ur almenns launafólks eru að drag-
ast saman langt umfram samdrátt
í þjóðartekjum og gegn þessu vill
BSRB spyrna við fótum.
BSRB hefur ítrekað mótmælt nið-
urskurði í velferðarkerfinu. Við
mótmæltum því þegar bamabæt-
umar voru skertar og þegar skatt-
KjaUajiim
ögmundur Jónasson
formaöur BSRB
á bug þótt undir lokin væri örlítið
komið til móst við þær kröfur. Þá
skrifaði Ellert B. Schram einnig
leiðara í blað sitt. Það var svohljóð-
andi: „Það veldur vonbrigðum að
talsmenn verkalýðshreyfingarinn-
ar og þá sérstaklega forysta opin-
berra starfsmanna heggur sífellt í
sama knérunn með kröfum í ríkis-
hítina. Það kann ekki góðri lukku
að stýra.“
Vel meinandi maður
En hvað er það sem kann góðri
lukku að stýra, EUert B. Schram?
Kann það ekki góðri lukku að stýra
að menn taki höndum saman og
snúi við þeirri öfugþróun að kjör
þeirra sem lakar standa í þjóðfélag-
inu séu skert á meðan hlutur há-
tekjufólks er bættur? Sú er nefni-
„Sú staðreynd, sem Ellert nefnir ekki,
er að ráðstöfunartekjur almenns
launafólks eru að dragast saman langt
umfram samdrátt í þjóðartekjum og
gegn þessu vill BSRB spyma við fót-
um.
leysismörkin voru lækkuð. Við
mótmæltum því þegar lyíjakostn-
aður og lækniskostnaöur var auk-
inn og þegar vaxtabætur í hús-
næöiskerfinu voru lækkaðar og nú
þegar í ráði er að vextimir í félags-
lega húsnæðiskerfinu veröi hækk-
aðir. Við höfum varað við þessu
öllu og spurt hvort menn teldu það
virkilega heppilegra að fólk krefð-
ist launahækkana til að vega upp
þessar álögur í komandi kjara-
samningum.
Á röksemdir okkar hefur ekki
verið hlustað og í tengslum við síð-
ustu sámningsgerð var kröfum
BSRB um að undið yrði ofan af
niðurskurði til velferðarmála visað
lega staðreyndin. Og við hana vilja
menn ekki búa. Þess vegna kynni
það góðri lukku að stýra að þeir
sem hafa háar tekjur eins og EUert
B. Schram legðu þeim Uð sem eru
á lágum launum í stað þess að
reyna að bregöa fyrir þá fæti þegar
þeir reyna að rétta sinn hlut.
Ég veit að Ellert B. Schram rit-
stjóri er vel meinandi maður. Það
hef ég séð í ýmsum ágætum hug-
leiðingum hans í laugardagspistl-
um DV. Þaö hittist bara svo illa á
að bestu pistlamir hans Ellerts um
kjör láglaunafólks eru skrifaðir
fiarri kjarasamningum.
ögmundur Jónasson
Skoðanir annarra
Stéttarþing og ríkisútgföld
„Fyrirspum Guðmundar Hallvarðssonar alþing-
ismanns um opinberar greiðslur vegna þinga og
funda einstakra starfsstétta fiallar ekki um þá út-
gjaldaþætti sem þyngst vega í heildardæmi ríkisbú-
skaparins. Hún varðar hins vegar grundvallaratriði.
... Ekki er réttlætanlegt að hreyfa ekki við útgjöldum
af þessu tagi á sama tíma og staðið er á flestum
bremsum í félags-, heilbrigðis- og skólamáliun. í ann-
an stað mæla engin rök með því að skylda skattgreið-
endur almennt til að standa straum af kostnaði vegna
þinga eða funda einstakra starfsstétta."
Úr forystugrein Mbl. 24. febr.
Það gæti endurtekið sig
„Enn er nokkur hluti Alþýðuflokksmanna sem á
rætur í hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Það þarf
ekki mikla spámenn til að gera sér í hugarlund hvert
svar fólks við spumingum félagsvísindadeildar hefur
verið. Það kann að fara svo að lokum að faðmlög
Jafnaðarmannaflokks íslands, eins og Alþýöuflokk-
urinn heitir nú, við Sjálfstæðisflokkinn verði ban-
væn. ... Þegar Viðreisnartímabilinu lauk munaði
minnstu aö Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út af þingi.
Slíkt gæti endurtekið sig.“
Úr forystugrein Tímans 25. febr.
Af li krókabáta besta hráefnið
„Fáir neita þyj, aö besta hráefnið sem fæst úr sjó
er afli krókabáta.... Skoskar rannsóknir hafa líka
sýnt, að stærri fiskur kemur á króka en í troll, sem
stafar af því, að sá árgangur sem kemur nýr inn í
veiðina er ári eldri í afla smábátanna. Sömuleiðis
hafa verið færð að því sterk rök, sem byggja á rann-
sóknum, að meira magn þorsks megi afla úr stofni
af tiltekinni lífþyngd á króka en önnur veiðarfæri. “
Úr forystugrein Alþbl. 25. febr.