Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR1993 27 DV Petri Sakari var staddur erlendis svo það kom í hlut Runólfs Birgis Leifsson- ar, að taka við Menningarverðlaunum DV fyrir tónlist úr höndum Sigurðar Steinþórssonar. Petri Sakari - tónlist: Listrænn metnaður og kröf uharka „í vor lýkur Petri Sakari fjögurra ára starfi sem aöalstjómandi Sinfó- niuhljómsveitar íslands, flaggskips landsmanna í flutningi æðri tónlist- ar. Á þeim fiórum ámm hefur hljóm- sveitin tekið stórstígum framfómm, sem að verulegu leyti eru Sakari að þakka, listrænum metnaði hans, kröfuhörku við sjálfan sig og aðra og strangari kröfum við val á spilur- um í hljómsveitina. Fyrir hans til- stilli er Sinfóníuhljómsveitin betri og öflugri en nokkra sinni fyrr. í annan stað hefur Petri Sakari tekist vel upp við flutning íslenskra tón- verka og þannig lagt mikilvægt lóð á vogarskálar íslenskrar menningar. Og í þriðja stað hefur hann átt stóran þátt í að koma Sinfóníuhljómsveit Islands, og þar meö íslenskri tónhst í bland, á heimskortið ef svo má segja, með samningum við hljóm- plötufyrirtækið Chandos. Þeir geisladiskar, sem gefnir hafa verið út með leik hljómsveitarinnar, hafa fengið mjög góöa dóma í erlendum blöðum," sagði Sigm-ður Steinþórs- son. Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar, veitti verðlaununum viðtöku þar sem Petri Sakari var staddur erlendis. Sigurður sagði aö eftir einum af frammámönnum þriðja ríkisins hefði verið haft að hann færi að klæja í byssufingurinn þegar hann heyrði minnst á menningu og að amerískur auðjöfur vissi að þá væri komið aö því að draga upp pyngjuna. „Sam- kvæmt þessu hefur legið heldur illt orð á menningunni meðal athafna- og peningamanna. Þess vegna er það sérlega ánægjulegt að DV, sem ég held að fylgi þeirri nútímalegu gmndvallarfílósófíu að ekkert sé neins virði nema hægt sé að græða á því, skuh hafa tekið upp þessi menningarverðlaun og raunar að blaðið skuh vera með öfluga daglega umfiöhun um menningarmál,“ sagði Sigurður. Með Sigurði í dómnefnd um tónhst vom Finnur Torfi Stefánsson og Guðný Guðmundsdóttir. -hlh Hilmar Karlsson afhendir Snorra Þórissyni Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndir. Snorri Þórisson - kvikmyndir: Næmt auga fyrir fegurð „Árið 1992 verður í minnum haft þegar fiahað verður um íslenskar kvikmyndir í ffamtíðinni. Á síðasta ári vom frumsýndar sex íslenskar kvikmyndir í fuhri lengd. Þegar búið var að vega og meta afrekin var nefndin að lokum sammála um að kvikmyndataka Snorra Þórissonar í kvikmyndinni Svo á jörðu sem á himni stæði upp úr. Svo á jörðu sem á himni er þriðja kvikmyndin sem Snorri Þórisson stjómar kvik- myndatöku á. Það dylst engum sem séð hafa myndina að kvikmyndatak- an er hstaverk út af fyrir sig og sýn- ir að sá sem þar er að verki hefur næmt auga fyrir fegurð og möguleik- um kvikmyndavélarinnar," sagði Hilmar Karlsson þegar hann afhenti Snorra Þórissyni Menningarverð- laun DV fyrir kvikmyndir. „Snorri Þórisson á að baki langt og farsælt starf í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann var einn þeirra sem hófu starf við Ríkissjónvarpið þegar það hóf göngu sína 1967 og hann er einn af frumheijunum sem lyftu upp merki íslenskrar kvikmyndagerðar 1980 þegar „íslenska kvilányndavor- ið“ hófst. Snorri gerðist síðan ásamt fleiri eigandi að Saga film. Snorri er ekki ókunnugur Menningarverð- launum DV en hann var kvikmynda- tökumaöur að Húsinu sem fékk menningarverðlaunin 1984,“ sagði Hilmar. Auk hans sátu í dómnefnd um kvikmyndir þeir Árni Þórarinsson og Baldur Hjaltason. -hlh Meiming Margrét Harðardóttir og Steve Christer - byggingarlist: Glæsilegt mannvirki Jes Einar Þorsteinsson afhendir Margréti Harðardóttur og Steve Christer Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist. „í kyrrlátri dulúð Ráðhússins ríkir ljóðræn hrynjandi forma á síbreyti- legum vatnaspeglum. Óræð, marg- breytheg og jafnframt hnitmiðuð skipan rýmis gefur öllu mnhverfi ævintýralegan blæ og upphefur margþætta starfsemina. Deiling ráð- hússins í hluta veitir birtu í öh rými og undirstrikar af festu innra skipu- lag. Handverk aht er einstök dverga- smíði og leikið er af alúð við hvert smáatriði svo að úr verður marg- slungin hehd. Það er áhtamál hvort stærð og mnfang byggingarinnar sé í samræmi við fingert umhverfi Kvosarinnar. Fmmleiki er eitt helsta einkenni þessarar byggingar og hún verður nú að teljast eitt helsta tákn Reykjavíkur. Með styrku samstarfi og góðum skilningi allra þeirra sem að þessari byggingu stóðu var lagður hornsteinn að glæshegu mannvirki,“ sagði Jes Einar Þorsteinsson þegar hann afhenti Margréti Harðardóttur og Steve Christer Menningarverð- laun DV fyrir byggingarhst. „Þungi píramídanna er ógnvekj- andi en Grikkir upphófu þungann með súlnaröð sem lyfti hofstöfnum upp í lárétt þyngdarleysi. í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem við veitum viður- kenningu í dag, minna súlur, sem rísa eins og risavaxin sefgrös á vatns- fleti, um margt á hugmyndafræði í byggingarlist Forn-Grikkja. Sagan endurtekur sig,“ sagði Jes. Með Jes í dómnefnd um bygging- arhst vom Pétrún Pétursdóttir og Guðjón Bjamason. -hlh Linda Vilhjálmsdóttir - bókmenntir: Þessi Ijóð eru svo íslensk „Bókin, sem að þessu sinni hlýtur hin eftirsóttu Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir, er Klakabörn- in, önnur ljóðabók Lándu Vilhjálms- dóttur. Um leið og þessi bók er valin sérstaklega minnum við á hve marg- ar ljóðabækur ársins 1992 vom góð- ar. Linda er enn vitsmunaleg og ögr- andi í nýju bókinni. Og fyndni henn- ar er beitt. Ástarljóðin em ástríðu- fuh og tvíræð - „bráð eins og blóð- nótt“. Óvenjuleg starfsreynsla við umönnun sjúkra og aldraða nýttist henni furðulega vel - eins og í tith- ihjóði bókarinnar, „Klakabömin". En það besta er kannski hvað þessi ljóö em íslensk - orðin, skynjunin, myndirnar. Það er vehandi hraim- kvika í æðum þeirra. Náttúra og sögn fléttast saman á hnitmiðaðan hátt,“ sagði Shja Aðalsteinsdóttir þegar hún veitti Lindu Vhhjálmsdóttur Menningarverðlaun DV fyrir bók- menntir. „Það var okkur í bókmenntanefnd- ini sérstakt gleðiefni að þessu sinni hvað starf okkar var erfitt og þján- ingarfuht. Við uppgötvuðum, okkur th sárrar ánægju, aö bókmenntaleg hehsa þjóðarinnar er prýðheg, enda Linda Vilhjálmsdóttir tekur viö Menningarverðlaunum DV fyrir bókmenntir af Silju Aðalsteinsdóttur. w eins gott að ekki skuh þurfa að halda henni við á lyfium þegar öh hehsu- gæsla er undir kutanum. Við kom- umst fljótt að því að við gætum ekki thnefnt nema fáeina af þeim sem áttu það skhið og gerðum okkur kvöhna við vöhna léttbærari með því að vera ýmist djörf eða kát. En þegar kom að þvi að velja sigurvegarann vorum við hvort tveggja," sgði Shja. Með Shju í dómnefnd voru Gísh Sigurösson og Hrafn Jökulsson. -hlh Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga - listhönnun: Framúrskarandi listrænir leirmunir Torfi Jónsson afhendir Kolbrúnu Björgólfsdóttur, Koggu, Menningarverð- laun DV fyrir listhönnun. „í htlu húsi við sjávarkamb er htið gaherí og verkstæði sem hefur að geyma undraveröld þar sem finna má skartgripi, krúsir og skálar, stór- ar og smáar, og ahs konar annan hst- vaming, aht unnið úr leir. Nafn hsta- konunnar er letrað með stóra skrif- letri fyrir ofan hurðina, „Kogga", en það er stytting úr nafni leirhstarkon- unnar Kolbrúnar Björgólfsdóttur. Nafnið Kogga er um leið eins konar vörumerki sem orðið er að hugtaki yfir framúrskarandi hstræna leir- muni. Verk Kolbrúnar bera með sér þroskaðan, nútímalegan og persónu- legan sth. Áferð hstmuna hennar er gjaman gróf en með mýkt í teikn- ingu,“ sagði Torfi Jónsson þegar hann afhenti Koggu Mennningar- verðlaun DV fyrir hsthönnun. Kolbrún stundaði nám við Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands árin 1969-1973 og á árunum 1973-75 við Skolen for bragskunst í Kaupmanna- höfn. 1984 var hún gestanemandi við Haystack Moimtain School of Art í Maine í Bandaríkjunum. Kogga hef- ur haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum á Norðurlöndum og víðar. í fyrra voru verk hennar valin th sýningar á samnorrænu hstahá- tíðinni í London ásamt verkum fimm annarra íslenskra hstamanna. Fer sú sýning víða um Bretlandseyjar á næstimni. „Kolbrún hefur staðið hugprúö í baráttu sinni fyrir góðu formi í leir- hst og verið meðal annars kennari við Myndhsta- og handíðaskólann í keramikdehd og unnið að leirrann- sóknum í Búöardal. Það má segja að stórhugur og bjartsýni hafi verið aðalsmerki Kolbrúnar," sagði Torfi. Með Torfa í dómnefnd um hst- hönnun vora Eyjólfur Pálsson hús- gagnahönnuður og Þorbergur Hah- dórsson guhsmiður. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.