Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR1993 11 DV Meiming Uppskera Á yfirborðinu gerist ekki ýkja margt á leikritinu Dansað á haustvöku. Fimm systur búa saman á ír- landi og beijast við að komast af á tímum fátæktar og kreppu. Langt frá heimsins glaumi þrá þær annaö og betra líf og kannske einkum snertingu við karlpen- ing af einhverri sort þar sem aldurinn færist óðum yfir þær. Verkið fjallar fyrst og fremst um líf í gleði og sorg og samband systranna séð eftir á með augum Micha- els sem er sonur þeirrar yngstu. Efnið er litað trega og leit að andblæ hðins tíma þó sumum finnist kannske að það sé eftir harla litlu að sjá. Leikmyndin eins og málverk í ramma í upphafi sýningar stendur Michael framan við sviðs- opið sem er skýrt afmarkað eins og rammi utan um mynd. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir hannar leik- myndina inn í þennan ramma líkt og málverk. Þetta Leiklist Auður Eydal er vel útfærð lausn sem gleður augað, hæfir stemn- ingu verksins og spilar sterkt undir í framvindunni. Litavalið í leikmynd, lýsingu og fatnaði er líka sérstak- lega skemmtilegt og rímar við andblæ verksins. Sögumaðurinn Michael færir áhorfendur aftur til ársins 1936 og minnist uppskerutímans þegar hann var lítiU strákpolli. Sigurður Skúlason leikur hlutverk hans á nærfærinn hátt, heldur sig oftast álengdar og fylgist með en blandast líka í leikinn á stöku stað og talar þá fyrir drenginn ungan. Þýðing Sveinbjörns I. Baldvinssonar er skýr og þjál, málfarið eðlilegt og hnyttni textans kemur vel til skila þar sem við á. Hlutverk sögumanns er hefðbundið framan af en svo tekur hann undir sig stökk í frásögninni og botnar söguna þó nokkru áður en leikritinu lýkur. Eftir þetta stílbragð er áhorfandinn „alvitur" eins og sögumaður en persónurnar í verkinu eru ennþá blessunarlega óvitandi um örlög sín. Fimm rauðhærðar systur Systumar fimm eru leiknar af þeim Önnu Kristínu Amgrímsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur og Ragnheiði Steindórsdóttur. Anna Kristín mótar sterka persónulýsingu í hlutverki elstu systurinnar, Kate, sem er kennslukona og reynir að tjónka við hinar með misjöfnum árangri. Þó að aldurinn sé nokkuð farinn að segja til sín em þær óútreiknanlegar og eiga það til að skvetta ærlega úr klaufunum þegar minnst vonum varir. Þá dansa þær með miklum tilburðum við undirleik útvarpstæk- isins sem er með afbrigðum dyntótt og lætur alls ekki alltaf að stjórn. Hlutverk systranna em vel mótuð frá hendi höfund- ar og þær hafa skýr persónueinkenni, sem leikkonurn- ar vinna vel úr, einkum Ólafía Hrönn og Ragnheiður. Erhngur Gíslason sýnir margslunginn og ísmeygi- lega góðan leik í hlutverki bróður þeirra systra, trú- boðans sem fórnaði sér fyrir likþráa í Afríku. Þær hafa dýrkað hann og dáð en þurfa að taka það mat til rækilegrar endurskoðunar. Kristján Frankhn Magnús náði ekki alveg nógu innilegum tón í hlutverki kvenna- bósans Gerry og var fuhvélrænn, sérstaklega framan af. Það er einhver ljúfsár tregi yfir þessari litlu heims- mynd Mundy systranna og Guðjón P. Pedersen leik- sfjóri leyfir hinu mannlega inntaki að njóta sín til fuhs. Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöinu: Dansað á haustvöku Höfundur: Brian Friel Frumsamin tónlist: Jóhann Guðm. Jóhannsson Þýðing: Sveinbjörn I. Baldvinsson Dansar: Sylvia von Kospoth Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Guörún Sigriður Haraldsdóttir Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen Erlingur Gíslason og Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverkum sínum I Dansað á haustvöku. DV-mynd BG r Auglýsing um faggildingu Samkvæmt 17. gr. laga nr. 100/1992 er auglýst eft- ir aðilum sem hyggjast sækja um faggildingu til að annast framkvæmd löggildinga á rennslismælum. Skriflegt erindi þar að lútandi sendist Löggildingar- stofu fyrir 15. mars 1993. Löggildingarstofan Síðumúla 13, 108 Reykjavík. Sviðsljós Glerlista- verkhjá Sævari Karli Gunnhildur Sigurðardóttir, Bjami Ástbjartsson, ísak Pétursson og Guð- rún Ester voru að skoða glerhsta- verk í Gaherí Sævars Karls þegar ljósmyndari DV leit þar inn en í gall- erhnu stendur nú yfir sýningu á verkum Ingu Elínar Kristinsdóttur. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS Í2.FLB.1985 Hinn 10. mars 1993 erfimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4358,70 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1992 til lO.mars 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3273 hinn 1. mars 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1993. Reykjavík, febrúar 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS DV-mynd ÞÖK Hreingerningarþjónusta Páls Rúnars Alm. þrif og hreingerningarfyrirfyrirtæki og heimili. Tökum einnig að okkur gluggahreinsun úti sem inni. VÖNDUÐ OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. Veitum 25% afslátt útfebrúar og mars. Sími 72415. BÍLAMIÐLUN BORGARTÚNI 1-B Ný og betri bílasala á þekktum stað. Vantar alla bíla á skrá og á staðinn. Góð og örugg þjónusta. BÍLMIÐLUN ER OKKAR FAG! BÍLAMIÐLUN BORGARTÚNI 1-B SÍMAR 11090 OG 11096 Opið mánud.-föstud. 10-19, laugard. 10-17 og sunnud. 13-16. TORFÆRA '92 Á MYNDBANDI til sölu hjá Vagnhöfða 23, sími 685825, fax 674340 PÖNTUNARSÍMI91-674590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.