Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MARS Í993 Fréttir TiUögur atvmnumálanefndar ASÍ og VSÍ: Opinberar framkvæmdir auknar um 4-6 milljarða - tekið verði 1,5 milljarða erlent lán og bensíngjald hækkað um 4 krónur Atvinnumálanefnd Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins hefur imnið tillögur til rík- isstjómarinnar í tengslum við þá kjarasamninga sem standa yfir. Tll- löguplaggið er dagsett 23. febrúar. Þar er lagt til að í ár verði 4-6 millj- örðum króna varið til opinberra framkvæmda þjá ríki og Reykjavík- urborg. Samkvæmt tillögunum yröu fjár- festingar í byggingarframkvæmdum 47 til 50 milljarðar króna eða allt að 3 prósentum meira en á síðasta ári. Þær framkvæmdir sem nefndin legg- ur til að farið verði í munu skapa 800 manns atvinnu. Til að fjármagna þessar fram- kvæmdir leggur nefndin til að beinar erlendar lántökur opinberra aðila verði 1,5 milljarðar króna. Ríkið taki 1 milljarð og Reykjavíkurborg 500 milljónir að láni erlendis. Frestað verði fyrirhugaðri fjárfestingu í inn- fluttum tækjum um í til 1,5 milljarða króna. Sérstakt bensíngjald, 3 tii 4 krónur á lítra, verði sett á sem gefi 500 milljónir. Spamaöur í rekstri hins opinbera verði 500 milljónir króna. Hafin verði sala happdrættis- skuldabréfa innanlands sem gefi 500 milljónir og fengið verði innlent og erlent áhættufjármagn upp á 500 milljónir króna. í tillögum nefndarinnar er lagt til að nýtt verði heimild í húsbréfakerf- inu til að rýmka lánamöguleika ungs fólks, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, til þess að örva íbúðabyggingar í landinu. Þá leggur nefndin til að hjá ríkinu fari 1,5 milljarðar í vega- gerð, 1 milljarður í viðhald og endur- bætur á opinberum byggingum og 500 milljónir í nýbyggingar. Hjá Reykjavíkurborg fari 500 milljónir króna í gatnagerð, 200 milljónir í við- 'hald og endurbætur á byggingum og 300 milljónir í nýbyggingar. Varðandi vegaframkvæmdir, sem eru fyrirferðarmestar, leggur nefnd- in til breikkun Vesturlandsvegar um Ártúnsbrekku og gatnamót Höfða- bakka, framkvæmdir við norður- hluta Reykjanesbrautar og við Víknaveg milli Sandgerðis og Kefla- vikurflugvallar, sömuleiðis við veg milli Grindavíkur og Þorlákshafnar og Nesveg milh Grindavíkur og salt- verksmiðjunnar. Þá er lagt til að heimila undirbúning að tvöfoldun Reykjanesbrautar. Hefur í því sam- bandi verið nefnt að taka vegatoll af umferð um brautina. Um þessar hugmyndir atvinnu- málanefndarinnar er ekki samstaöa, hvorkiinnanASÍnéVSÍ. -S.dór * r Tillögur atvinnumálanefndar ASIA/SI 1,5 milljarðar RÍKIÐ BVega- og gatnagerð [~~1 Viðhald og endurbætur á opinberum byggingum ö Nýbyggingar 500 millj. 200 mlllj. 3PP mil1 - BORGIN CS3H mXiSm Tfflg « ' -YÍ , ■ Tmm Vörubilspallur fór af bíl á mótum Hringbrautar og Njarðargötu i fyrradag. Á pallinum voru fiskkassar. Betur fór en á horfðist. DV-mynd Sveinn Þingmenn Alþýðuílokksins leggja til: Öllum f iski verði landað á f iskmarkaði hér heima - Pétur Sigurðsson vill að hann verði líka allur unninn heima í þeirri leit manna að möguleikum á að auka atvinnu eru að minnsta kosti þrír þingmenn Alþýðuflokks- ins, Óssur Skarphéðinsson, Karl Steinar Guðnason og Pétur Sigurðs- son, með þá hugmynd að öllum fiski af íslandsmiðum verði landaö á fisk- markaöi hér heima. Pétur Sigurös- son gengur meira að segja svo langt að leggja til að hann verði líka allur unninn hér heima. Þetta myndi þýða að ferskfiskútflutningur legðist af. „Það er auðvitað ekkert nema gott um þaö að segja að menn ræði at- vinnuskapandi tækifæri eins og vegagerð og húsbyggingar. Það eru hins vegar verkefni sem leysa ekki atvinnuvandann nema tímabundiö. Það eina sem dugir til að skapa hér betra atvinnuástand vegna minnk- andi sjávarafla er að öllum fiski verði landað hér heima og hann unninn hér líka,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða. Hann situr nú á þingi í forföll- nm Sighvats Björgvinssonar. Karl Steinar telur vafasamt að krefjast þess að fiskurinn verði allur unninn hér á landi þar sem svo gott verð fæst fyrir hann á mörkuðum í Evrópu. Hann segir aftur á móti sjálf- sagt að öllum fiski verði landað hér heima þannig að fiskvinnslan eigi jafna möguleika og útlendingar að bjóða í hann. -S.dór Fróðleg deila hefur sprottið upp milli Morgunblaðsins annars vegar og Jón Sæmundar Sigtujónssonar, fyrrverandi alþingismanns, hins vegar. Jón Sæmundur er formaður 1 lyfjahópi heilbrigðisráðherra sem hefúr stýrt niðurskurðartilraunum í lyfiakostnaöi. Deilt er um hvort spamaður hafi náðst fram eöa ekki. Tölumar, sem um er að ræða, skipta hundruðum milfjóna og milljörðum. í fjárlögum fyrir árið 1992 var gert ráð fyrir 800 milijóna króna spamaði í 3000 milljóna króna útgjöldum. Deilan snýst um það hvort þessi spamað- aur hafi náð fram að ganga. Jón Sæmundur segir að spamað- ur hafi verið verulegur ef tekið er tillit tii útgjafda ríkisins í lyfiamál- um síðustu árin. Morgunblaðið segir að spamaöur hafi ekki náðst fram sé miðað við fiárlög síðasta árs. Jón Sæmundur segir að ekki eigi að taka mark á fiárlögum. Morgun- blaðið segir að fiárlög séu lög og eftir þeim eigi að fara eins og öðr- um lögum. Dagfari leggur ekki dóm á þaö hvor hafi rétt fyrir sér enda hefur Dagfari ekki vit á peningum. Dagf- ari hefur ekki vit á fiárlögum. Ekki Sparnaður í eyðslu frekar en Jón Sæmundur sem seg- ist ekki taka mark á fiárlögum. Morgunblaöið hefur heldur ekki mikið vit á fiárlögum ef það vill aö farið verði eftir þeim. Jón Sæ- mundur segir nefiíilega að fiárlög séu marklaus og þeir í ráðuneytinu láti sér ekki til hugar koma aö fara eftir vitlausum fiárlögum. í framhaldi af þessum vangavelt- um er það auðvitað góð spuming til hvers fiárlög eru ef ekki er tekið mark á þeim? Dagfari heldur að fiárlög séu sett til að menn geti séð hvað mikið er farið fram úr þeim. Þannig að ef menn fara fram úr þeim þá sýnir það í raun hversu fiárlög eru vitlaus. Fjárlög eru sem sagt sett til að sýna fram á hvað eyðslan hjá ríkinu er mikil og hver hún þarf að vera en ekki hver hún verður. Fjárlög eru til viömiðunar um það hvað raunsætt er að gera og hvaö eytt er mörgum krónum umfram þá vitleysu sem menn eru að ákveða í fiárlögum út frá því hvaö þeir hafa mikla peninga um- leikis. Jón Sæmundur bendir hins vegar á að raunhæfur samanburður fáist því aðeins að miðað sé við útgjalda- tölur frá fyrra ári. Ef fiárlög gera ráð fyrir spamaði með því að lækka útgjaldatölur frá kostnaði síðasta árs til kostnaðar næsta árs þá eru það áætlanir um spamaö sem stundum standast og stundum ekki. Hitt er meira virði að sjá að spamaöur næst fram þótt haim sé ekki sá spamaður sem kemur fram í fiárlögum ef það er spamaður frá fyrra ári. Nú er það að vísu ekki svo að spamaður hafi náðst fram í lyfiaút- gjöldum sem er lægri heldur en tölumar frá því í hittifyrra, heldur bendir Jón Sæmundur á að tölum- ar em þær sömu sem þýðir aö spamaður hefur náðst miðað við hvað útgjöldin hefðu átt að hækka ef ekki hefði verið sparað! Viömiðun spamaðarráðgjafans í ráðuneytinu er með öðrum orðum ekki viö fiárlög og heldur ekki við tölur frá síðasta ári heldur miðar hann við þá tölu sem hvergi er á blaði en er sú tala sem hefði komið út ef ekki hefði verið sparað. Með því aö ná sömu tölu frá einu ári til annars hefur náöst mikill sparnað- ur því sú tala er lægri heldur hún hefði orðið ef ekkert hefði verið sparað. Allt þetta kann að þykja nokkuð flókið en er í rauninni sáraeinfalt. Lyfiakostnaðurinn hefur til að mynda dregist saman þótt hann hafi staðið í stað og þótt hann sé hærri en gert var ráð fyrir, vegna þess aö Alþingi reiknaði með aö spamaðurinn yrði meiri heldur en hægt var að spara og þess vegna er sparnaðurinn meiri miðað viö þann spamað sem raunverulega var hægt að gera ráð fyrir. Með því að taka fiárlög annars vegar og áætlanir ráðuneytisins hins vegar og bera þær tölur saman við útgjöldin í fyrra og hittifyrra hefur náðst fram gífurlegur spam- aður þótt hann komi ekki fram í fiárlögum og áfjáist ekki í ríkis- reikningum. Þetta er góður árang- ur því það er ekki á hvers manns \ færi að spara þau útgjöld sem ekki verða til og ekki er gert ráð fyrir nema sá sem sparar viti sjálfur hveiju hann mundi hafa eytt ef hann hefði ekki sparað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.