Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Qupperneq 16
16
FIMMTUDAGUR 4. MARS1993
Fréttir
Gífurleg skemmdarverk á fímm sumarbústöðum:
Sex ungmenni hand-
tekin við drykkju
„Það er skelfilegt að svona skuli vera
til og maður trúir því varla. Ég
myndi kannski trúa þessu ef þetta
væri í bíómynd. Maður veit ekki
hvaö er að svona fólki. Það er allt
ónýtt héma og það er enginn tilgang-
ur með því. Þetta hefur bara verið
skemmdarfýsn. Allt gler er brotið,
stólar maskaðir, rafmagnssnúrar
slitnar í sundur og skápahurðir rifn-
ar af hjörunum,“ sögðu þau Björn
Traustason og Sigríður Kjerúlf þegar
þau skoðuðu vegsummerki við sum-
arbústað sinn við Meðalfellsvatn í
Kjós gærdag.
Tjónið á bústaðnum
á aðra milljón
Sex ungmenni voru handtekin í
gær viö Meðalfellsvatn en þar höíðu
þau brotist inn í alls 5 sumarbústaöi
og gjörsamlega rústað bústað Bjöms
og Sigríðar. Tjónið á bústaðnum er
metið á aðra milijón króna og ekki
er með öllu víst hvort tryggingar
bæta það. Einungis hálfur mánuður
er síðan brotist var inn í þennan
sama bústað og voru þar að hluta til
sömu unglingar á ferð. Það innbrot
var kært og hefur getum verið leitt
að því að skemmdarverkin í gær
hafi verið hefndaraðgerðir.
Unglingamir, tvær stúlkur og íjór-
ir strákar, eru á aldrinum 14-16 ára.
Þau hafa öll komið ítrekað við sögu
lögreglu fyrir margs konar aíbrot svo
sem innbrot, þjófnaði og fikniefna-
mál. Flest þeirra hafa átt hlut í öldu
afbrota sem tiltölulega fáir unglingar
hafa staöið fyrir að undanfómu.
Undir áhrifum vímuefna
Tveimur bílum af Saabgerð var
stolið í vesturbæniun í fyrrakvöld og
fannst annar þeirra illa farinn fyrir
utan sumarbústaðinn í gærmorgun.
Hafði honum meðal annars verið
ekið í gegnum sterklegt stálhhð og
upp á verönd bústaðarins. Grunur
leikur á að sömu unglingar hafi einn-
ig stolið hinum bílnum og jafnvel að
einn eða fleiri unglingar hafi stungið
af af vettvangi skömmu áður en lög-
regla hafði hendur í hári sexmenn-
inganna. Allir vom unglingarnir
undir áhrifum vímuefna þegar þeir
vom handteknir.
Sama hvort til þeirra sést
„Það vom allar rúður brotnar í
þeim bústað sem var verst farinn.
Búið var að keyra niður tré, grind-
verk, bijóta hurðir, klósett og allt
lauslegt. Nánast allt innbúið var
meira og minna skemmt og komið
út um allt. Við fundum einn sófa og
- hafa öll komið ítrekað við sögu lögreglu
Sex unglingar, 14-16 ára, frömdu gifurleg skemmdarverk á fimm sumarbústöðum við Meðalfellsvatn í gær. Þessi bústaður varö sýnu verst úti. Bíl hafði
verið keyrt upp á veröndina og allar rúður í húsinu voru brotnar.
eldavél sem okkur sýndist vera í
lagi,“ segir Geir Jón Þórisson, aðal-
varðstjóri hjá lögreglunni í Reykja-
vík, sem skoðaði vegsummerki.
Tiltölulega litlar skemmdir vom
unnar í hinum íjórum bústöðunum.
í einum þeirra hölðu unglingamir
þó tekið fjórhjól traustataki og ekið
yfir hvað sem á vegi þeirra varð.
Vegfarandi sá til athafna ungmenn-
anna og tilkynnti lögreglu en þau
virtust ekkert vera að fela sig. Þau
vom að lokum handtekin við
drykkju í einum bústað og í fóram
þeirra fannst þýfi.
„Þeim er nákvæmlega sama hvort
til þeirra sést. Þau vita hvemig kerf-
ið hefur brugðist við í svona málum
og spila á það,“ segir Geir Jón.
Eftir yfirheyrslur í gær var önnur
stúlkan vistuð á meðferðarheimilinu
Tindum en hinni sleppt þar sem ekki
var pláss fyrir hana. Tveir piltanna
vom vistaöir á vegum Unglinga-
heimilis ríkisins en þeir tveir sem
náð hafa sakhæfisaldri sitja í Síðu-
múlafangelsi á meðan á rannsókn Hvert einasta snifsi í bústaðnum var brotið og eyðilagt. Sigríður Kjerúlf, eigandi bústaðarins, kannaði vegsummerki
málsins stendur. -ból í gær. Á innfelldu myndinni sést hvernig aökoman var að klósettinu. DV-myndir Sveinn
Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra:
Hálfgert neyðarástand í málefnum síbrotaunglinga
- farið fram á flárveitingu til að stofnsetja lokað meðferðarheimili
„Það er alveg ljóst að þaö er hálf-
gert neyðarástand í þessum efnum.
Við höfum verið að skoða skýrslur
frá bamavemdamefnd og lögregl-
unni og þaö hefur komið í ljós
að það er ansi stór hópur unglinga
sem virðist vera alveg stjómlaus
í síbrotum og notfæra sér götin í
kerfinu.
Síöustu dæmi sanna þetta," segir
Bragi Guöbrandsson, aðstoðar-
maöur félagsmálaráðherra og
formaður stjómar Unglingaheimil-
is ríkisins.
Stjómarfundur Unglingaheimil-
isins samþykkti á þriðjudag að
beina þeirri tillögu til félagsmála-
ráðherra að komið verði á fót lok-
aöri meðferöardeild fyrir unglinga
eins fljótt og auðið er. Ráðherra
mun á morgun taka málið upp í
ríkisstjóm og óska eftir 10-12 milfj-
óna króna aukafjárveitingu til
þessa verkefnis.
„Götin í kerfinu em raunar tvö.
Aimars vegar skortir lokaða með-
ferðardeild fyrir unglinga yngri en
16 ára sem ekki vilja þiggja hjálp
og ekki er hægt að taka úr umferð
með því að stinga í fangelsi. Hins
vegar era sjálfráða síbrotaungling-
ar á aldrinum 16-18 ára sem ekki
er hægt að taka úr umferö nema
dæmt sé í þeirra afbrotamálum.
Það er ákveðin tilhneiging hjá
dómurum aö safna saman kærum
þessara unglinga áður en dómur
er felldur. Svo koma alltaf nýjar
og nýjar kærur, dómamir dragast
og á meðan halda unglingamir
áfram,“ segir Bragi.
Hann segir að einungis sé hægt
að loka þessa unglinga inni í í sólar-
hring eða svo á meðan verið er að
kanna síðasta afbrot og svo séu
þeir látnir lausir.
„Viðræður hafa staöið yfir við
dómsmálaráðuneytið um hvaða
aðgerðum hægt er að beita gagn-
vart þessum hópi sem virðist vera
mun stærri og afkastameiri en áð-
ur hefur þekkst. í lögum er sérstakt
ákvæði sem kvefour á um að úr-
skurða megi menn í gæsluvarðhald
vegna síbrota en ákveðin tregða
hefur verið við að beita þessu hing-
að tíl,“ segir Bragi.
-ból