Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Síða 17
FIMMTUÐAGUR 4, MARS 1993 % Bíóhöllin: Losti ★ ★ Vi Kynlífssýki á háu stigi Því hefur verið haldið fram að þeir sem blindaðir eru af kynlífssýki geti ekki hugsað heila hugsun eða tekið rökréttar ákvarðanir. Þetta er einmitt þemað sem leikstjórinn Uh Edel veltir sér upp úr í myndinni Losti. Handritið er að mörgu leyti frambærilegt. Myndin hefst á þvi að lögreglan er kölluð að heimih eldri manris sem virðist hafa látist úr hjartaslagi. Náunginn sem lést var sterkríkur og í erfðaskránni ánafnar hann ástkonu sinni, Rebeccu Carlson (Madonnu), 8 mhljón- ir dohara. Vegna þess vaknar fljótlega grunur um að andlát hans hafi ekki borið að með eðhlegum hætti og að Rebecca sé jafhvel völd að dauða hans. Hún er fljót- lega sakfehd fyrir morðið og Rebecca ræður lögfræð- inginn Frank Dulaney (Wihem Dafoe) til að halda uppi vömum fyrir sig í rétti. Dulaney sannfærist fljót- lega um sakleysi Rebeccu. I myndinni rekur síðan hver atburðurinn annan og Dulaney er að lokum í mikilli óvissu um hver sannleik- urinn er í málinu. Ekki bætir úr skák að fljótlega hefst hömlulaust losta- og kynlífssamband hjá Rebeccu og Dulaney sem telst ekki gott frá fræðilegu sjónarmiði milh lögfræðings og skjólstæðings. Það er óhætt að segja að kynlífssenumar séu mjög djarfar svo ekki sé meira sagt. Urvalsleikarar em í flestum hlutverkum í mynd- inni. Madonna hefur að vísu hingað til ekki verið tal- in tíl þeirra hæfheikameiri, en hlutverk hennar í þess- Kvikmyndir ísak Örn Sigurðsson ari mynd er þó greinhega hennar besta th þessa. Um hæfheika Dafoe’s og Joe Mantegna (sem leikur sækj- andann í réttinum) efast engir. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé ágætur og fullur af óvæntum uppákomum, losnar maður aldrei við þá th- finningu að hafa séð myndina áður. Söguþráðurinn minnir reyndar mjögá þráðinn í Ógnareðh (Basic Inst- inct), en hlutverk Sharon Stone í þeirri mynd samsvar- ar nær algjörlega hiutverki Madonnu. Losti: Body of Evidence Leikstjóri: Eli Udel Framleióandi: Dino De Laurentis Aðatleikarar: Madonna, Willem Dafoe, Anne Archer, Joe Mantegna Hömlulaust kynlífssamband Rebeccu (Madonnu) og Dulaneys (Dafoe) er fyrirferðarmikið í myndinni. Meiming Desire-hópurinn úr Garðabæ sigraði í hópdansi. Stelpurnar heita Erla Bjarnadóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sigrún E. Eliasdóttir, Anna S. Sigurðar- dóttir og Guðfinna Björg Björnsdóttir. DV-myndir JAK Frjalsir dansar í Tónabæ Undankeppni íslandsmeistaramóts unglinga í frjálsum dönsum fyrir Reykjavík og Reykjanes fór fram í Tónabæ sl. fóstudagskvöld. Keppt var í einstaklings- og hópdansi en i fyrrtalda flokknum sigraði Guðfinna Björg Bjömsdóttir. Þetta var ekki eini sigur hennar þetta kvöld því Guðfmna Björg er ein fjögurra yngis- meyja sem skipa Desire en sá hópur hrósaði sigri í hópdansi. Sjálf íslandsmeistarakeppnin verð- ur haldin á sama stað næsta fóstu- dagskvöld og þar verður ýmislegt á boðstólum auk dansins. Saga-bíó: 1492: ★ ★ Paradís sigruð Saga sæfarans og landkönnuðarins Columbus spannar yfir langan tíma með mjög dramatískum við- burðum með löngu milhbih. Lítið sem ekkert er vitað um hvemig menn hann hafði að geyma og því geta þeir sem endursegja afrek hans í máh eða myndum teldð sér mikið skáldaleyfi. í síðustu tveim myndum sem geröar hafa verið um Columbus, hefur ekki tekist að tengja saman há- punkta ferils hans, né skapa sannfærandi persónu á bak við afrekin. 1492: Conquest of Paradise er öhu veigameiri fram- leiðsla en Columbus: The Discovery, sem var sýnd fyrir nokkrum mánuðum, og skartar tveim stórstjöm- um, stílistanum Ridley Scott og kyntákninu Gerard Depardieu. Því miður þá hafa þeir ekki erindi sem erfiði. Þrátt fyrir mikh efni og tíma er þessi Columbus- mynd ekkert betri en hin fyrri þó hún sé flottari. Handrit frönsku blaðakonunnar Roselyn Bosch er shtrótt, sundurlaust og þungt í vöfum. Það spannar tuttugu ár af ævi Columbus (líka slæmu tímana eftir landafundinn) og tekur til flests sem vitað er mn hann. Inn á milli bætir Bosch við eigin dramatík, sem er sjaldnast upp á marga fiska, plús ómissandi söguend- urskoðun. Sagan myndar ekki grípandi hehd og mynd- in er of löng. Þetta er fyrsta handrit Bosch og hún eflaust vanari heimhdaöflim en persónusköpun. Hæfileikar Ridley Scotts sem leikstjóra em nánast allir á myndræna sviðinu. Þegar Scott segir sögu eftir góðu handriti (Thelma & Louise) eða sögu þar sem myndræn frásögn skiptir eins miklu (The .Duelhsts) eða meira (Blade Runner, Ahen) máh en sagan, þá er árangurinn yfirleitt ótrúlegur. Þegar Scott hefur ekki góðan efnivið í höndunum eins og hér, gerir hann ekki nema takmarkað gagn. Myndin er auðvitað guh- faheg á að hta eins og Scott er von og vísa en þau fáu atriði, sem ná að hrífa með myndrænum krafti, gera ekkert fyrir söguna. Þegar þau em búin þá er myndin komin í sama gamla fariö. Þetta er lakasta mynd Scott th þessa. Frakkinn Gerard Depardieu er ekkert sérlega sann- Kvikmyndir Gísli Einarsson færandi Columbus, franski hreimurinn hans er of mikhl og persónusköpunin í handritinu hth. Mig grun- ar að hann eigi í erfheikum með að leika af jafnmik- ilh innlifun á ensku og móðurmálinu. Depardieu nýtur sín best þegar hann fær góðan texta (eins og í Cyrano de Bergerac) og slíkt er ekki fyrir hendi hér. Afgangur- inn af leikhópnum er mjög skrautlegur en sá sem er minnisstæðastur er Bretinn Michael Wincott, sem leikur Moxica, aðalsmann sem snýst gegn Columbusi í nýju álfunni. 1492: Conquest of Paradise (1992) 165 min. Handrit: Roselyne Bosch. Leikstjórn: Ridley Scott. Tónlist Vangelis (Bitter Moon, Btade Runner). Lelkarar: Ger- ard Depardieu (Green Card, Cyrano De Bergerac), Sigourney Weaver, Armand Assante (Mambo Kings), Fernando Rey, Frank Langella, Tcheky Caryo (Nikita), Angela Molina, Mlcha- el Wincott (Robin Hood: Prince of Thieves). Guðfinna Björg Bjömsdóttir fór heim hlaðin verðlaunum en hún sigraði í einstaklingsflokknum og var jafn- framt i sigursveit Desire i hópdans- inum. Asdís Kjartansdóttir, Guðjón Bjarnason og Sigurður Elí Haralds- son fylgdust með keppninni. FAGOR FAGOR FE83 Magn af þvotti 4,5kg Þvottakerfi 17 Þeytivinda 850/500 Afgangsralci 63% Hitastillir *-90°C Rúmmál tromlu 42 1 Hraðþvottur ° Áfangaþeytivinda o Sjálfvirkt vatnsmagn o Hæg vamskæling 0 Bamavemd o Hljóðlát o KYNNINGARVERÐ GERÐ FE83 - STAÐGREITT KR. 45900 KR. 47990 -MEÐAFBORGUNUM RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.