Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 11 Sviðsljós Íslenskt-kanadískt reggae Það var fjörleg tónlist sem mætti eyrum tjósmyndara DV þegar hann lagði leið sína á Plúsinn nýlega. Þar tróðu upp félagar i íslensk-kanadískri regga- e-sveit. Og til að vera ekki eftirbátar erlenda söngvarans settu íslensku piltarnir upp viðeigandi höfuðfat en Kanadabúinn þurfti ekkert slíkt með alla þessa lokka. DV-mynd RaSi Eldvamarteppi á öllum heimilum Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum gaf nýlega eldvarnarteppi inn á hvert einasta heimili í Eyjum en þau eru um 1600. Sigurður Sveins- son, forseti klúbbsins, sagði að með þessu vildu þeir sýna bæjarbúum þakklæti fyrir stuðning við starfsemi klúbbsins á þeim 25 árum sem hann hefur starfað. Heildarverðmæti eldvarnarteppanna er um 1,5 millj. króna. Myndin sýnir Sigurð slökkva eld í potti með eldvarnarteppi. DV-mynd Ómar Garðarsson, Vestmannaeyjum Árshátíð um- ferðardeildar „Þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel og enn betur en í fyrra þegar árshátíðin var haldin aftur eftir langt hlé. Núna mættu um 100 manns sem skemmtu sér feikivel ásamt því að neyta Ijúffengra rétta og það er alveg ljóst að árshátíðin er húin að festa sig aftur í sessi,“ sagði Jakob S. Þór- arinsson, flokksstjóri í umferðar- deild lögreglunnar, um árshátíð deildarinnar sem haldin var í félags- heimili lögreglumanna fyrir skömmu. Jakob sat í skemmtinefndinni ásamt Ólafi H. Knútssyni, Gísla Skúlasyni og Ómari Pálmasyni en þeir buðu félögum sínum upp á heimatilbúin skemmtiatriði og fengu kokkana á Hrafnistu til að sjá um matseldina. i forrétt var laxapaté m/sinnepsósu og rækjuhlaup en í aðalrétt var boðið upp á hlaðborð en þar gátu gestir vahð um svínakjöt, lambakjöt, nautasnitzel og pottrétt. Af því lcknu tóku við skemmtiatriði þar sem m.a. hluti skemmtinefndar Jakob S. Þórarinsson, Ólafur H. Knútsson og Gísli Skúlason fóru á kostum. tróð upp með líflegt atriði að hætti son las annál ársins, hvert söngatrið- Eiríks Fjalars og Elsu Lund. C-vaktin ið rak annað og svo mætti lengi telja sýndi myndband um óreiðu í fata- en allt skemmtiefni kvöldsins var málum deildarinnar, Ómar Pálma- frumsamið og flutt „hve“. Haraldur K. Ólason, Gísli Skúlason, Jakob S. Þórarins- Árshátíðargestir tóku hraustlega undir i fjöldasöngnum. son og Ragnar Þór Árnason létu sig ekki muna um að DV-myndir Sveinn taka nokkur lög fyrir gestina. Fordkeppnin: Úrslitin kynnt eftir viku Myndirnar, sem sendar voru imi í Fordkeppnina, eru nú tfi skoðunar hjá Efieen Ford í New York. Ekki fékkst uppgefið fyrir helgina hvaða stúlkur kæmust í úrsht keppninnar að þessu sinni. DV hefur þó loforð frá Ford Models um aö úrshtin ættu að hggja fyrir á þriðjudag. Um leið og nöfn stúfknanna verða myndsend hingað verður hringt í þær stúlkur sem keppa munu til úrshta. Þær verða síð- an kynntar ítarlega í helgar- blaði DV á laugardag. Stúlkum- ar mimu fá leiðsögn í fram- komu hjá Módel 79 en samtökin munu einnig imdirbúa tísku- sýningu með þeim sem verður á úrshtakvöldinu. Eins og áður hefur komið fram fer úrshtakvöldið fram 18. mars á Sólon íslandus. Anne Gorrison kemur frá New York og velur Fordstúlkuna 1993. Hún mim taka þátt í keppninni Supermodel of the World í Los Angeles í júh. Nánar verður fiahaö um Ford-úrshtakvöldið í helgar- blaði DV eftir viku. -ELA GÆÐAMATUR ÞARF EKKI AÐ VERA DÝR FERMING ARH LAÐBORÐ: * Graflax meö graflaxsósu og hrærðu eggi. * Lax bakaður í heilu lagi með chantillysósu. * Sjávarréttapaté með karríappelsínusósu. * Kjúklingur með kokkteilsósu og strákartöflum. * Roastbeef með remúlaði, súrum gúrkum og steiktum lauk. * Reykt grísalæri með ávaxtasalati. * Rjómalagaður lambakjötsréttur, grænmeti, kart- > öflusalat, 3 teg. af brauði og smjör. Maturinn er fagurlega skreyttur af lærðum mat- reiðslumönnum og kostar aðeins kr. 1.490,- á mann. Einnig bjóðum við upp á kaffihlaðborð og ýmsa aðra möguleika. Uppl. í s. 653706 og 642936. GÆÐAMAT.UR VEISLUELDHUS Metnaður í matargerð LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! A IJU^ÖÖAH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.