Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. MARS1993 Fyrirtækið rekur nú átta hótel með tæpum 900 herbergjum. Þegar Grand Hotel á Vesturbrú kom í hóp Arp Hansens hótelanna var Hlín ráðin hótelstjóri og var með í upp- byggingu hótelsins frá byriun. Hót- ehð var endurbætt fyrir um 320 milljónir króna. Þarna var hún í þijú og hálft ár og kom rekstrinum á góðan kjöl. Endurbætur fyrir tvo og hálfan milljarð Þegar ráðist var í kaup á bygg- ingu þessari, sem Hotel Phoenix er í, var ljóst frá upphafi að hér ætti að standa lúxushótel í heimsklassa. Endurbætur þær sem framkvæmd- ar voru áður en hótehð var form- lega opnað í maí 1991 kostuðu um tvo og hálfan mihjarð króna. Á Phoenix éru 212 herbergi, þrjár stórar svítur og fjórar minni. Eins manns herbergin kosta um 9 þús- und krónur yfir nóttina og svo bætist morgunverður þar ofan á en hann kostar um 1000 krónur. Dý- rasta gisting kostar um 50.000 krón- ur. „Flestir gestir hótelsins eru við- skiptamenn og -konur og hefur það samninga við fjölmörg fyrirtæki úti um allan heim. Því er það að stóran hluta af árinu er fullt hús. Yfirleitt tekur það um þrjú til fimm ár að vinna upp hótel en við höfum gert það á einu og hálfu ári,“ segir Hlín. Hún hefur verið dugleg að vekja athygh á hóteUnu og náð góðri samvinnu við fjölmiöla en það er vitaskuld mikUvægt í þess- ari atvinnugrein sem öðrum. Hlín segir ennfremur að um mikla sam- vinnu sé að ræða á milU Phoenix og frönsku Concorde hótelsam- steypunnar en í þessari keðju eru um 70 de Lux hótel. í þessa sam- vinnu kemst ekki hver sem er og er vandlega metið hver fær að vera með. Vegna þessarar samvinnu má segja að Phoenix sé með söluskrif- stofur úti um aUan heim. Fáaren athyglis- verðar tómstundir Vinnutíma sinn segir Hlín vera sveigjanlegan. „Ég er hér þegar þörf er á - og það er oft. Ég bý rétt utan við borgina og ek í vinnuna dag hvem. Eg fer aUtaf heim að lokinni vinnu, enda þótt stundum sé liðið langt fram á kvöld þegar vinnudegi lýkur og freistandi að halla sér í einhveiju herbergjanna. Ég hef haldið mig við þá reglu. Ég hef tekið mér eitt og annaö fyrir hendur í frítímum. M.a. hef ég prófað fallhlífarstökk, sigið í böndum, klifrað í björg og nú upp á síðkastið hef ég stundað köfun í froskmannabúningi. Eftir að Pho- enix tók til starfa hef ég haft lítinn tíma til eigin nota. Annars er ég dugleg að prófa nýja hluti og ný viðfangsefni. Ég hef stundað nám í rússnesku og stjömufræði, ég hef líka „pungapróf' í skipstjóm og sigli stundum á sumrin upp í sænska skeriagarðinn. Annars er ég hætt að gera áætlanir meira en eitt ár fram í tímann. Efst á baugi er að gera Phoenix að besta og fínasta hótelinu í Kaup- mannahöfn og haída því í fyrsta sæti. Þaö er ærin vinna, skal ég segja þér. Ég hef forstöðu fyrir sameiginlegri söludeiid Arp Hans- ens hótelanna átta og það er einnig aukið vinnuálag, eiginlega fullt starf. Mér finnst gaman að þessu, ann- ars væri ég ekki í því. Miöað við bókanir næsta ár eram við nú með um 30.000 fleiri gistinætur en á sama tíma í fyrra svo að kerfið skilar árangri.“ Á Hotel Phoenix ríkir góður andi undir íslenskri stjóm. Alhr sem vinna viö hótelstörf og fylgjast með tímanum þekkja til Hlín Baldvins- dóttur. Hér er mikilvægur fidltrúi íslenskrar menningar og íslensks athafnalífs á ferðinni og enn einn fulltrúi íslenskra kvenna sem vekja verðskuldaöa athygli á er- lendri grand. Hlín Baldvinsdóttir sveiflar sér eins og alvanur sigmaður frá Eyjum niður frá 6. hæð Grand Hótels. Með þessu vakti hún verðskuldaða athygli á því að nýir siðir koma með nýjum frúm jafnt sem herrum. Dönsku blöðin birtu mynd þessa sem var verðmæt auglýsing fyrir Grand Hotel. Hlín Baldvinsdóttir stýrir glæsihóteli í Kaupmannahöfn: Athyglisverdur fulltrúi íslenskra athafnakvenna Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: Phoenix, nýjasta lúxushótel Kaupmannahafnarborgar, var opnað á vormánuðum 1991. Það er álitamál hvort ekki sé um að ræða glæsilegasta hótel Danmerkur. Á Hótel Phoenix ræður ríkjum íslenskur hótelstjóri, Hlín Bald- vinsdóttir að nafni. Hún kallar sig reyndar Hlín Jónsson hér í landi því enginn Dani hefur möguleika á því að böggla tungu sinni þannig saman að hann geti borið orðið Baldvinsdóttir þannig fram að skiljanlegt sé. Hótel Phoenix, sem er við Breið- götu 37, steinsnar frá Kóngsins Nýjatorgi og Magasin du Nord, er í dag í harðri samkeppni við d’Ang- leterre sem fram að þessu hefur verið talið finasta hótel borgarinn- ar við Sundið. Ótrúlegurstíll ogglæsileiki Byggingin, sem Hótel Phoenix er í, getur í ytra útliti engan vegin staðist samanburð við glæsileika d’Angleterre en þegar inn er komiö verður annaö uppi á teningnum. Hér er beinlínis ótrúlegur stíll og glæsileiki, hvert sem litiö er. Hótel- ið hefur verið tekið inn í hóp fárra en útvaldra lúxushótela heimsins en í þann hóp kemst ekkert hótel nema að hafa undirgengist strangt gæðaeftirlit. Á dögunum brá ég mér á bak reiðhjólinu mínu og hélt til fundar við Hlín. Við áttum stefnumót kl. 9 að morgni. Ég kom aðeins fyrr og hafði því tíma til að sitja og virða fyrir mér annríkið í mótttökusal hótelsins. Hér virðist allt úr marmara. Marmaragólf, marmaraveggir, stórar þungar kristallslj ósakrónur í lofti og frá veggjum. Á miðju gólfi í móttökusal hótelsins, sem er stór og rúmgóður, er gosbrunnur úr svörtum marmara með styttu. Á veggjum era hstaverk þekktra listamanna, m.a. eitt sem ég veit fyrir víst að er margra mihjóna virði, eftir einn af hinum þekktu Skagens-máluram. Hér era líka stórir, gamhr kínverskir vasar. Húsgögnin era bæði í rókókó og Lúðvíks 16. stíl. Hér er létt og bjart yfir öllu. Eitthvað hlýtur að kosta að búa hér. Breiögata er ein af fin- ustu götum borgarinnar. Dýrar fomminjaverslanir era á hverju strái með hstaverkauppboðum á fárra daga fresti. Hótelstjórinn birtist á mínútunni 9 og við höldum niður í veitingasal við að vekja athygli á þeim hótelum sem hún hefur veitt forstöðu en minna gefið um að vekja athygli á sjálfri sér. Komin af vestfirsk- um galdramönnum Hlín Baldvinsdóttir, hótelstjóri Phoenix, er fædd og uppahn í Reykjavík. Annars er hún af vest- firskum galdramönnum í báðar ættir. Að loknu stúdentsprófi frá MR nam hún viðskiptafræði í Lon- don í eitt ár. í London ákvað Hhn að fara í nám í hótelstjóm og hótel- rekstri, fór til Frakklands og síðan á hótelskóla í Sviss. Að námi loknu var Hhn gjaldkeri í eitt ár í gestam- ótttöku á Hilton hóteh í London. Að þvi loknu dvaldi hún í tæpt ár í Mexíkó, m.a. við spönskunám. Frá Mexíkó fór hún til íslands. Eftir nokkurra ára starf á hótel- um og ferðaskrifstofu á íslandi flutti Hhn ásamt eiginmanni og tveimur ungum sonum th Kaup- mannahafnar. Hér hefur Hlín síðan búið í 17 ár. Hún vann fyrstu 7 árin þjá Spies-ferðaskrifstofunni en fór síðan yfir tíl Arp Hansens fyrirtæk- isins. Það er fjölskyldufyrirtæki sem byggt hefur upp hótelkeðju hér í Danmörku. hótelsins og finnum þar smáafdrep þar sem við getum verið í friði. Hhn hefur veríð mikið í fréttunum hér og mér er kunnugt um íjöl- margar greinar sem um hana hafa verið ritaðar. Hún hefur verið ötul kynningarbækllngi um glæsihót- eliö Phoenlx býöur hótelstjórinn Hlfn gesti velkomna. I)•,!. ■ i ! I' í' „ í i,l l' | , }. yrjwMcx uvifXc \hiti <kt áhtfdí: foárc- $91. ; k lli |(í.!h ,.rw. >i\' .' Í'.L' '1 -'í„ .. ; u'( h \vai Ib. \ , kbl f •> '' '< > ' ’ h&várcírówswd ti! fívtofap %x*tx. Utttíifpxx&ápa ft-^!«ír^gít»5}stár ............... í 'M , i ' l ' U< '\ ,t bhíbst í UáwibvB, H!ö|or»öc:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.