Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
19
Hreinn Friðfinnsson fyrir framan nokkur verka sinna.
DV-mynd Þök
Hrynjandi
myndljóðs og
forms
- Hreinn Friðfinnsson í listasafni íslands
Yfirgripsmikil sýning á verkum Hreins Friðfinns-
sonar stendur nú yfir í Listasafni íslands. Þarna er
um að ræða verk frá nær þriggja áratuga ferli lista-
mannsins sem hingað er kominn frá ICA, nútímalista-
safninu í Amsterdam. Vegleg bók hefur aukreitis ver-
ið gefin út af Listasafni Islands í samvinnu við Mál
og menningu, til að fylgja sýningunni úr hlaði. Um
bókina verður fjallað síðar en sýningin skoðuð að
þessu sinni. Hreinn Friðfinnsson varð fyrst þekktur
sem meðlimur í SÚM á sjöunda áratugnum. Hann
hefur síöustu tvo áratugina verið búsettur í Hollandi.
Sýningin á verkum Hreins er í þremur neðri sölum
Listasafnsins en þrátt fyrir umfangið er einfaldleiki
og léttleiki í fyrirrúmi í öllum þrem sölum.
Ljóðrænn tærleiki og
rökræður við náttúruna
í salnum á fyrstu hæð eru flest elstu verkin á sýning-
unni. Hið elsta, „Að teikna tígrisdýr" frá 1971, sýnir
vel þá leið sem listamaðurinn fylgdi á áttunda áratugn-
um. Þar er áberandi hinn bókmenntalegi þráður, þ.e.
verkin byggjast upp á texta ekki síður en mynd. Form-
rænar vangaveltur á hinu ytra borði fara svo að
blómstra á níunda áratugnum, en ávallt er ljóðrænn
tærleiki og öguð myndhugsun í fyrirrúmi hjá lista-
manninum. A meðail verka Hreins frá áttunda ára-
tugnum má nefna „Attending" frá 1973 þar sem hin
einfalda súrrealíska myndsýn í anda Magritte er hvað
sterkust og „Húsið“ frá 1974 þar sem ljósmyndin gegn-
ir hlutverki heimildar um náttúruinnsetningu. í því
verki er jafnframt vísað til alþýðulistar - það er tileink-
að Sóloni í Slunkaríki vestra sem veggfóðraði hús sitt
að utan og klæddi bárujárni að innan. Með þessari
tilvísuri bendir Hreinn á þá einfóldu og taóísku heim-
speki sem liggur til grundvallar því slunkaríki sem
eitt sinn var allra skotspónn: Alheimurinn hlýtur jú
að rúmast innan veggja húskofans en utanhúss er
einkastofan þar sem allir eru velkomnir. Með þessu
verki, en þó e.t.v. enn fremur með „Fimm hliðum fyr-
ir sunnanvindinn" frá 1972, sem því miður er ekki að
frnna á þessari sýningu, en byggist jafnframt á ljós-
myndum af náttúruinnsetningu, markar Hreinn Friðf-
innsson sér strax listrænan farveg - sem að miklu
leyti felst í rökræðum við náttúruna og ljóðrænni út-
færslu þeirra rökræðna. í þessu síðamefnda verki birt-
ist einnig vísir að víðtækari formrænni myndhugsun
listamannsins.
Formheild, sjón-
hverfingar og hrynjandi
Hið ytra form verkanna fékk aukið vægi hjá Hreini
með verkum á borð viö „From time to time“ frá 1979.
Það verk hefur súrrealískt yfirbragð, líkt og fyrrnefnt
„Attending" en að þessu sinni er myndræn áhersla á
formheildinni en ekki ljósmyndinni sem heimild.
Þessa sér enn betur stað í verkum sem eftir fylgdu,
s.s. „Við veginn" (1982) og „Samanbrotinni stjörnu"
(1983), sem bæði búa yfir sérstökum kynngikrafti,
hvort á sinn hátt. Fyrmefnda verkið er gott dæmi um
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
hvernig þáttur ljósmyndarinnar hefur meitlast í verk-
um Hreins í gegnum árin - orðið dramatískari og um
leið minnisstæðari. Hið síðarnefnda lýsir aftur á móti
vel hve hin ljóðræna taug listamannsins er samþáttuð
formhugsun og tilvistarspeki. Mestu varðar þó að á
þessari sýningu eru mörg vel heppnuð nýleg verk.
„Anatómía" frá 1989 er t.a.m. mjög eftirminnilegt verk
sakir sjónhverfingar sem framkölluð er m.a. með
vatni. Bogalínur veita svo örfinum hljómi inn í heildar-
mynd verksins og aðrar bogalínur ríma við í öðrum
sal. Hreinn hefur alla tíð verið hallur undir hrynjahdi
og fyrstu verk hans minna jafnvel á ferskeytlur þar
sem mynd og texti kveðast á. í nýjustu verkum lista-
mannsins er hrynjandin í flestum tilvikum algerlega
formræn. Þar er nærtækast að nefna til glænýtt verk,
„Söng“ frá 1992. Þar eru hin ýmsu hljóð gerð sýnileg
meö ljósmyndum af hljóðskjá - hrynjandi hljóðs verð-
ur að hrynjandi myndar. Það er lofsvert framtak hjá
Listasafni Islands að efna til þessarar yfirlitssýningar
á verkum þessa hægláta myndhugsuðar sem hefur
e.t.v. sameinað eigindir ljóðs og myndar betur en flest-
ir aðrir núlifandi landar okkar. Ekki var undirritaður
þó alls kostar sáttur við lýsinguna á þessari sýn-
ingu,en salirnir virkuðu allir þrír dimmir og lítið gert
til að styrkja útgeislun verkanna. Sýningunni á verk-
um Hreins Friðfinnssonar lýkur þann 21. mars.
EINSTMT
INNGÖNGUTILBOÐr
/ /
NITIMALEGUR
MATREIÐSLU
KLÍBBUR
Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir,
hittir beint í mark. Þessi nútímaiegi kiúbbur sendir
félögum mánaðarlega pakka með plasthúðuðum
uppskriftaspjöidum með áhugaverðum mataruppskriftum
og fróðleik um vín. Efnið er svo flokkað í handhæga
möppu og myndar hugmyndabanka fyrir heimilið.
Dagleg símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskrifta-
samkeppni, félagakort og margs konar fríðindi.
Engar skuldbindingar!
Nýttu þér ótrúlega hagstætt inngöngutilboð í klúbbinn!
sar
! sk— «r-w
i vs„ • .......... , Ysaíaariböningi
FYRSTIIJPPSKRIFTAPAKKINN
með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR.
Fullt verð pakkans er 595 kr.
SÉRHÖNNEÐ SAFNMAPPA
AÐ GJOF! Áætlað verðmæti 980 kr.
ÓKEYPIS TASKA!
Ef þú skráir þig
innan 10 daga!
Áætlað útsöluverð 1.270
Samtals verðmæti
tilboðs 2.845 kr.
.fyrir aðcins 298 kr.
MÖGELEIKI Á ÖKEYPIS
HELGARFERÐ FYRIR
TVO TIL PARÍSAR!
Fyrir alia stofnfélaga
Ferða- og glstikostnaður
metínn á 94.000 kr.
HRINGDU STRAX I DAG!
sliviMrvrv er
(91)(>88300
EÐA SENDU SVARSEÐILINN
[► JÁ, ÉG VIL GERAST FÉLAGI í MATREIÐSLUKLÚBBI VÖKU-HELGAFELLS
NAFN
HEIMILl
PÓSTSTÖÐ
KENNITALA SÍMI
SENDU SEÐILINN í L0KUÐU UMSLAGI TIL: NÝIR LFI IRLLTISRÉITIR,
MATREIÐSLUKLÚBBUR VÖKU-HELGAFELLS, SÍDUMÚLA 6, 108 REVKJAVÍK