Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR6. MARS1993 Svipmyndin Af hverjum er svipmyndin? Þaö var stríð. Sá sem svipmyndln er af var liðþjálfi. Óvinimir sóttu fram. Sá sem hér er lýst særðist alvarlega. Félagar hans komu hon- um upp á kerru og tóku hann með sér. Allir flúðu. Það var öngþveiti á vegunum. Flugvélar óvinarins réð- ust á raðir flóttafólksins. Það kast- aði sér í skuröi. Sá sem svipmyndin er af gat sig ekki hreyft. Hann lá á kerrunni á miðjum veginum. Það var kraftaverki líkast að hann skyldi halda lífi. Loks komst hann á sjúkrahús. Þar tóku Þjóðverjar hann til fanga. Þeir sendu hann í Stalag 9A. Auðvitað lét hann sig dreyma um að flýja. Hann tók höndum saman við prest. Þeir folsuðu persónuskil- ríki og notuðu til þess stimpil sem skorinn var úr kartöflu. Eftir níu mánaða fangavist kom- ust þeir í gegnum gaddavírsgirð- inguna. Takmarkið var Sviss, sem var hlutlaust. Þangað var sex hundruð og fjörutíu kílómetra leið. Þeir gengu dag sem nótt. Eftir tutt- ugu og tvo daga voru þeir hand- teknir og þá voru þeir aðeins nokkra kílómetra frá landamær- unum. Hálfu ári síðar gerði sá sem hér er lýst aðra flóttatilraun. Hún mis- tókst einnig. Nú voru Þjóðverjarnir orðnir þreyttir á þessum erfiða fanga. Þeir ákváðu að senda hann austur á bóginn, 1 fangabúðir í Pól- landi. Þaðan tækist honum aldrei að flýja. Sá sem svipmyndin er af fylltist nú örvæntingu. Færi hann til Pól- lands ætti hann sér enga von. Hann var í fangabúðum í Lorraine þegar hér var komið sögu. Orðrómur hermdi að tvo kílómetra frá væri kaffihús og eigandi þess hjálpaði stríðsfongum. Konuefni á ólíklegum stað Sá sem hér er lýst ákvað að hætta öllu. Snemma að morgni 10. des- ember 1941 hljóp hann af stað í átt- ina að fangabúðahiiðinu. Varð- mennimir hófu skothríð. En hon- um tókst að klifra yfir hliðið án þess að verða fyrir skoti. Hann hljóp nú eins og fætur tog- uðu. Og þegar hann kom að kaffi- húsinu var hann alveg örmagna. Kaffihúsið var lokað! Að baki sér heyrði hann hrópin í þýsku her- mönnunum. Skyndilega heyrðist hljóð. Ein- hver var draga upp jámgrindina fyrir framan kaffihúsið. Það átti að fara að opna. Sá sem hér er lýst kastaði sér undir grindina á meðan verið var að draga hana upp. Eför- leitarmennimir komu ekki auga á hann. Nokkmm árum síðar var sá sem svipmyndin er af orðinn foringi stærstu mótspymuhreyfingarinn- ar í landinu. I henni hitti hann konuefnið sitt. Það gerðist fyrir hreina tilviljun. Hann var heima hjá ungri stúlku sem var í hreyfingunni. Hún var með mynd á píanóinu sínu. Hún var af systur hennar, Danielle, sem var yngri. Sá sem hér er lýst varð afar hrif- inn af Danielle sem var aðeins nítj- án ára. „Henni ætla ég að kvænast," sagði hann. Hann fékk Danielle til að koma til Parísar. Þar bauð hann henni til hádegisverðar. En hann varð að sýna mikla varúð. Þjóðveijar réðu enn lögum og lofum í höfuðborg- inni. Til æðstu metorða Af hálfu Danielle var ekki um að ræða ást við fyrstu sýn. Henni fannst maöurinn, sem hún hafði komið til fundar við, dálítið furðu- legur. Hann var þá tuttugu og sjö ára og dulbúinn. Hann var með gerviyfirskegg og hatt sem náði langt niður fyrir eyru. Það gerði hann til þess að ekki yrðu borin kennsl á hann. Danielle leist ekki á blikuna. En sá sem hér er lýst beitti þá töfrum sínum og þá stóðst hún ekki. Per- sónuleiki hans þrengdi sér út í gegnum dularklæöin. Nokkram mánuðum síðar var brúðkaupið haldið. í raun var hér um að ræöa stökk út í óvissuna. Þau höfðu aðeins hist þrisvar áður en þau giftu sig. En allt gekk vel hjá þeim. Hjóna- bandið varð hamingjusamt. Þau eignuðust tvo syni sem era nú full- vaxta menn. Sá sem svipmyndin er af var al- inn upp í htlu sveitaþorpi. Hann er mikih náttúruunnandi og veit mikið um gróður, dýr og fugla. Um tíma, þegar hann var ungur, ætlaði hann sér að verða prestur. Og fram til ársins 1960 var hann trúaður kaþólikki. Árið 1975 lýsti hann hins vegar yfir því að hann hefði gengið af trúnni. Hann er mikill áhugamaður um bókmenntir og hefur sjálfur skrifað tíu bækur. Hann hefur verið ráðherra í eh- efu ríkisstjómum og í framboði til forseta nokkrum sinnum. Þrátt fyrir að hann hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár hafa blaða- menn ekki átt auðvelt meö að fá viðtöl við hann. Hafa nokkrir þeirra sagt að hann sé sjúklega fælinn. Hann getur hins vegar komið vel fyrir sig orði án minnsta hiks gerist þess þörf. Hann er mjög margslungin per- sóna sem erfitt er að kynnast. Árið 1981 var hann kjörinn for- seti lands síns. Hver er hann? Svar á bls. 56 Matgæöingur vikunnar Djúpsteiktar gellur með tómat- og hvítlaukssósu Sigfús Marinósson, kokkur á Ými HF 343 og matgæöingur vikunnar, var á miðum fyrir sunnan landið þegar DV falaðist eftir uppskrift hjá honum. Rétturinn, sem Sigfús býður lesendum upp á, er djúp- steiktar gellur með tómat- og hvít- laukssósu sem hann segir mjög vinsælan um borð. „Það er nú yfirleitt venjulegt heimilisfæði hér en það þarf aö gera vel við strákana svo að þeir fá steikur nokkuð oft,“ segir Sigfús sem hefur verið kokkur í tíu ár og á sjó síðan í sumar. Sjálfur kveðst hann mjög hrifinn af fiskréttum og pastaréttum. Þar sem hann er um heilan mánuð í hveijum túr og ekki nema þrjá th fjóra daga í landi á milli túra slepp- ur hann við að elda heima. „Það er þá helst að ég aðstoði," segir hann. Gelluréttinn, sem Sigfús segir fljótlagaðan, miðar hann við fjóra. Uppskriftin 150 til 180 g gellur á mann Orlydeig: 4 dl pilsner 3 dl volgt vatn 1 egg 500 g hveiti 4 eggjahvítur Sigfús Marinósson. Zi til 1 msk. sykur salt og pipar Sósan Vi saxaður laukur 1 msk. oha 1 dl hvítvín 3 til 4 hvítlauksrif 2Zi msk. tómatpuré 2Vi dl tómatsósa Vi msk. piparmix Vi msk. hvítlauksduft - 1 temngur kjúklingakraftur 400 g niðursoðnir tómatar 2 tsk. soyasósa 1 til 2 tsk. salt 1 dl vatn 1 til 2 msk. sykur 1 tsk. majoram Aðferðin Byrjaö er að laga sósuna. Laukur og hvítlaukur saxaðir og látnir krauma í olíu. Öllu öðra blandað saman við. Soðið við vægan hita í 15 til 20 mínútur. Hrært í annað slagið. Gellumar era þerraðar. 1 msk. af hveiti og örhtlu salti stráð yfir þær. Því næst er orlydeigið búið til. Pilsner, vatni og eggi er blandað saman og jafnað út með hveitinu. Kryddi bætt út í. Fjórar eggjahvítur stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við. Sigfús segir deigið þurfa að vera í þykkara lagi og bragö- sterkt. Gehunum er dýft í deigið og þær djúpsteiktar þar til þær era fallega brúnar. Rétturinn er borinn fram með pasta og hrásalati. Sigfús skorar á Inga Hafliða Guð- jónsson, matreiðslunema hjá veit- ingaeldhúsinu Skútunni í Hafnar- firði, að vera matgæðingur næstu viku. Að sögn Sigfúss er Ingi Hafl- iði mjög fær að matreiða fiskrétti. -IBS Hinhliðin Launin eru óskaplega lítil - segir Guðrún Marinósdóttir leikkona Guðrún Marinósdóttir leikkona sýndi áhorfendum Sjónvarpsins góðan leik í sjónvarpsmyndinni Camera Obscura fyrir viku síöan. Guðrún hefur ekki mikið leikið frá þvi hún lauk námi í leikhst árið 1986. Hún starfaði þó einn vetur hjá Iðnó. Guðrún hefur einnig lokið BA námi í sálfræði og er í vetur að ljúka námi í félagsráðgjöf. Hún segist þó ahtaf hafa stefnt á leikhst- ina enda langi hana mjög til að fást við hana. Félagsráðgjöfin sé hins vegar ágæt samhhða og segja megi aö fógin bæti hvort annað upp. Guörún er ættuð frá Akureyri en faðir hennar, Marinó Þorsteinsson, er þekktur leikari þar í bæ. Það er Guðrún sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Guðrún Marinósdóttir. Fæðingaruagur og ár: 19. janúar 1960. Maki: Kristján Lilhendahl. Böm: Sigrún, 14 ára, og ívar sem er tveggja ára. Bifreið: Opel árg 1990. Starf: Nemi í félagsráðgjöf í Há- skóla íslands. Laun: Þau era óskaplega htil. Áhugamál: Þessa dagana er það skólinn enda kemst ekki annað að hjá mér. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Aðeins tvær tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög skemmtilegt að horfa á góöar bíómyndir. Draumurinn er líka að geta sofið frameftir um helgar. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst óþolandi leiðinlegt Guðrún Marinósdóttir leikkona. DV-mynd Sveinn að taka þátt í naggi og nöldri. Uppáhaldsmatur: Fiskur á kín- verska vísu. Uppáhaldsdrykkur: Te. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Mér þótti séra Pálmi Matthíasson standa sig mjög vel í íþróttaþættinum á Stöð 2 á þriðjudagskvöld. Annars fylgist ég ekki mikið með íþróttum. Uppáhaldstímarit: Ég les bara timarit þegar ég sit á hárgreiðslu- stofum og það er ekkert sérstakt í uppáhaldi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka: Woody Allen. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg myndi gjaman vilja hitta skólasystur mína sem var með mér á leiklistarskóla í London og fara með henni út aö borða. Uppáhaldsleikari: Það era leikar- arnir sem leika Súper Maríó bræð- urna. Uppáhaldsleikkona: Þær eru marg- ar góðar en mér finnst Michelle Pfeiffer alveg frábær um þessar mundir. Uppáhaldssöngvari: Þessa dagana er það sonur minn. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Öm Árnason í hlutverki Davíðs Odds- sonar. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Lísa í Undralandi en ég tala ein- mitt inn á hana. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það eru íslenskar myndir. Uppáhaldsmatsölustaður: Æth Pizzahúsið við Grensásveg sé ekki vinsælast. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvig. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Líklegast rás tvö þar sem ég hlusta mest á hana. Uppáhaldsútvarpsmaður: Haukur Hauksson. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Bara jafnt. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Simp- son. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer oftast í Kjallarann. Uppáhaldsfélag í iþróttum: KA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni á að fá meira- að gera í leiklistinni og að ég fái vinnu í því sem ég er að mennta mig í núna. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Njóta lífsins með fjölskyldunni hvar á landinu sem það verður. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.