Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 12
12 LAU GARDAGUR 6. MARS1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley: A Dublous Legacy. 2. Barry Unsworth; Sacred Hunger. 3. Jeff Torrington: Swing Hammer Swing! 4. Josephine Hart: Damage. 5. Joanna Trollope: The Choir. 6. Susan Howatch: Mystical Paths. 7. Susannah James: Love over Gold. 8. Joanna Trollope: The Rector's Wtfe. 9. Stephen Fry: The liar. 10. Colin Forbes: : Cross of Fire. Rit almertns eðlis: 1. Andrew Morton; Diana: Her True Story. 2. Peter Mayle: A Year in Provance. 3. Bill Bryson: The Lost Continent. 4. Peter Mayla: Toujours Provenco. 5. Cleese & Skynner: Famiiies 8t how to Survive Them. 6. Lesley Player: ; My Story; The Duchess of York. Her Father and Me. 7. Bill Bryson: Heither here nor there. 8. H. Beard 8t C. Cerf: The Official Politically Correct Dictionary and Handbook. 9. Francis Fukuyama: The End of History and the Last Man. 10. Keath Fraser; Worst Journeys: The Picador Book of Travel. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spion. 2. Maria Helteberg: Mathilde - magt og maske. 3. Hans Scherfig: Det forsomte forár. 4. Leif Oavidsen: Den russiske sangerinde. 6. Marlanne Fredriksson: 6. Betty Mahmoody: Foi mit barns skyld. (Byggt á Politiken Sondag) Forsetafrúin Þegar Bill Clinton fór meö sigur af hólmi í baráttunni við George Bush um forsetaemb- ættið í Banda- ríkjunum vildu margir einkum þakka sigurinn eiginkonu hans, Hillary CUnton. Hún hefur haft gífurleg áhrif á sijómmálaferil manns síns og oft markað stefnu hans til sigurs. Hver er hún? Úr hvaða jarðvegi er hún sprottin? Hvert verður hlutverk hennar í Hvíta húsinu? Þetta eru nokkrar þeirra spuminga sem þandaríski blaðamaðurinn Jud- ith Wamer reynir að svara í nýrri bók sem gefur ágætt yfirht um feril forsetafrúariimar þótt eingöngu sé byggt á þegar birtum heimildum. Studdi Goldwater í kosningabaráttunni lögðu repú- blíkanar mikla áherslu á að Hillary Clinton væri eldrauður femínisti og vinstrisinni. Því er forvitnileg lýsing- in á þeim íhaldssama jarðvegi sem Hillary er sprottin upp úr. Foreldrar hennar voru hægrisinnaöir repú- blíkanar og Hillary sömuleiðis þar til hún fór til náms í framhaldsskóla á seinni hluta sjöunda áratugarins. Hillary, sem fæddist 26. október 1947 í Chicago, studdi þannig öfga- sinnaðan íhaldsmann, Barry Gold- water, í forsetakosningunum 1964. Foreldramir lögðu mikla áherslu á að hún stæði á eigin fótum, keppti að því að standa sig 1 samkeppni við karla jafnt sem konur og segði mein- ingu sína umbúðalaust. Hún var lát- in ganga i bestu skóla: fyrst Wellesley Hillary Clinton: verður hún áhrifa- mesta forsetafrú í sögu Bandaríkj- anna? Símamynd Reuter Umsjón Elías Snæland Jónsson og síðan Yale þar sem hún lauk lög- fræðiprófi árið 1973. Forystuhæflleikar Forystuhæfileikar hennar komu strax í ljós í skóla. Hún var alls stað- ar kjörin til forystu og hafði einstaka hæfileika til að samræma viðhorf manna. Þessi hæfileiki nýttist henni vel síðar er hún starfaði með góðum árangri sem lögfræðingur. í Yale hitti hún BiH Clinton frá Arkansas. Þau urðu ástfangin en um nokkurt skeið virtist ástin og frama- vonimar rekast á. Bill vildi fara til heimafylkis síns að leita póhtísks frama en hugur Hillary stóð til lög- fræðistarfa í Washington. í hennar huga var Arkansas eins og hjari ver- aldar. Að lokum varð þó ástin öðrum löngunum yfirsterkari. í þessari bók er rakið ítarlega hvemig Bill og Hillary komu sér fyr- ir í Arkansas og störfuðu saman að pólitískum frama hans sem var skjótur en alls ekki áfallalaus. Hlutur Hillary við skipulag kosningabaráttu og síöan stjóm Arkansas í langri rík- isstjóratíð Bill Clintons var mikill. Áhrifamesti ráðgjafinn Verulegum hluta bókarinnar er varið í pólitísk átök síðustu ára og stöðu Hillary í þeim slag sem snerti svo mjög einkahf hennar. Höfundur- inn er sýnilega þeirrar skoðunar að þar hafi Hillary bjargað forsetafram- boði eiginmanns síns á örlagastund. Það er einkar athyghsvert að sjá hversu mikið Hillary lagði á sig til að sýnast það sem hún og ráðgjafar hennar töldu að bandaríska þjóðin vildi sjá - í kosningabaráttunni. Nú, þegar Hillary er orðin forsetafrú, virðist hún á ný ófeimin að gegna því hlutverki sem hún var vön í Little Rock - að vera áhrifamesti ráð- gjafi eiginmanns síns. Lóklega mun hún hafa meiri áhrif á bandarískt þjóðfélag en fyrirrennarar hennar. HILLARY CLINTON: THE INSIDE STORY HÖFUNDUR: JUDITH WARNER SIGNET BOOK, 1993 Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Pelican Brief. 2. Mary Higgins Clark: All around the Town. 3. LaVyrie Spencer: Bygones. 4. Michael Crichton: Rising Sun. 5. John Grisham: The Firm. 6. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 7. Timothy 2ahn: Dark Force Rising. 8. Sara Paretsky: Guardian Angel. 9. John Grisham: A Time to Kill. 10. Michael Crichton: : Jurassic Park. 11. David Bischoff: Grounded. 12. Terry Brooks: McNally's Secret. 13. Olivia Goldsmith: The First Wives Club. 14. Robin Cook: Blindsight. 15. Jane Smiley: A Thousand Acres. Rit almenns eölis: 1. Piers Paul Read: 2. Gloria Steinem: Revolution from within. 3. R. Marcínko & J. Weisman: Rogue Warrior. 4 Al Gore: Earth in the Balance. 5. Judith Warner: Hillary Clinton: The Inside Story. 6. Malcolm X & Alex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 7. Nancy Friday: Women on Top. 8. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 9. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 10. Susan Faludh Backlash. (Byggt á New York Times Book Review) Vfsindi Apar eru miklu sterkari en menn en sýna sjaldan kraftana. Tarsan apabróðir varaumur Simpansar búa yfir svo miklum kröfitum að Tarsan bróðir þeirra hefiu- ekkert haft í þá að gera fyrr en eftir langa þjálfun í kraftlyftng- um og mikið steraát. Dýrafræðingar hafa fundið út að óþjálfaðir simpansar lyfta hæglega 270 kílóum. Óþjálfaðir menn ráða sjaldan við meira en 100 kíló. Því verður að álykta að það hafi verið villa hjá Edgar Rice Burro- uhgs að hafa apakónginn Tarsan sterkarienapana. Eru draumar meðfæddir? Franski sálfræðingurinn Michel Jouvet heldur því fram að draumar manna séu í meira mæli meðfæddir en nokkum gæti annars órað fyrir. Yfirleitt líta menn svo á að í draumi vhuú heilinn úr upplýsing- inn sem honum bárust í vöku; draumamir séu upprifjun á því sem gerðist daginn áður. Jouvet hefur rannsakað draum- farir eineggja tvíbura sem skildir voru að í æsku og ólust upp við ólík- ar aðstæður. Honum til mikillar undrunar dreymdi þá oft þaö sama þótt dagleg reynsla væri ólík. Því hefur sálfræðingurinn ályktaö sem svo að draumar séu meðfæddir. Indíánargátu ekki hefnt sín með sjúkdómum Evrópskum landvinningamönn- um tókst að leggja öflug samfélög indíána í rúst á undraskömmum tíma eftir að Kristófer Kólumbus fann álfu þeirra. En þótt hermenn Gamla heimsins væri miklir mann- dráparar þá unnu þeir ekki álfuna með vopnum heldur sýklum. Talið er að allt að 95% frumbyggja Ameríku hafi orðið smitsjúkdómum að bráð á fyrstu áratugunum eftir að hvítir menn létu sjá sig. Tiltölu- lega fáir féllu fyrir vopnum. Fræðimenn hafa eðlilega velt fyrir sér af hverju straumm- næmra smit- sjúkdóma lá aöeins vestur um haf því Evrópubúar höfðu enga alvar- lega sjúkdóma með sér að vestan. Ástæðan er einfóld: Indíánar héldu ekki húsdýr eins og fólk í EvrópuogAsíu. Farsóttimar, sem nær útrýmdu indíánum, eru allar frá húsdýrum komnar. Verstar voru bólusótt og mislingar og auk þeirra berkiar, inflúensa, kólera og kíghósti. Þessar sóttir stafa af sýklum úr húsdýrum og voru óþekktar þar sem húsdýrahald var ekkert. íbúar Evrópu og Asíu höfðu búið við þessa sjúkdóma í 10 þúsund ár áður en indíánar kynntust þeim í fyrsta sinn. Sjúkdómamir vom því hættir að vera drepsóttir í Evrópu þegar sýkl- amir, sem valda þeim, stigu á land í Nýja heiminum en indíánamir höfðu enga illvíga sýkla til að hefna sín með. Þybbnar húsmæður lifa lengst Bandarískur mannfræðingur seg- ir ekki fari milii mála að konur séu þrautseigari á raunastund en karl- ar. Konur komist betnr af úr harð- ræði og lifi lengrn- en karlar við hungurogvosbúð. Þessi ályktun er dregin af rann- sókn á örlögum fólks í svokölluðum Donner-hóp. Það vom bandarískir landnemar sem ætluðu að flytja frá mið-vesturríkjunum til Kalifomíu sumarið 1846. Hópurinn - 87 karlar, konur og böm - varð innlyksa um veturinn í fjölium Sierra Nevada og þar féil annar hver maður eftir ólýs- anlegarraunir. En dauðinn sótti ekki jafnt á bæði kynin. Helmingi fleiri karlar dóu en konur. Nokkrir karlar vom myrtir í innbyrðisdeilum en hinir, sem lifðu átök af, entust mörgum mán- uðum skemur en konumar. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að konur em mhrni og brenna því minni orku. Þær em lika að jafnaði feitari og hafa því meiri orkuforða. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að . lifiíkm- vom mestar hjá giftum kon- um á aldrinum 20 til 40 ára. Þær reyndust kjami hverrar íjölskyldu íraunumfólksins. Því skyldi enginn hæðast að þybbnum heimavinnandi hús- mæðrum því þær em helsta von mannkyns um að lifa af hörmungar. 1992 QB1 er ný reikistjarna sem gegnur um sólina okkar. 1992 QBl er utar en Plútó Stjömufræðingar á Hawaii segjast hafa fundið nýja reikistjömu í sól- kerfi okkar. Stjaman fannst seint á síöasta ári og hefur fengið nafnið 1992 QBl. Hún er á braut um sólu utar en Plútó sem allajafna er ystur, 1992 QBl er smástymi, aðeins um 200 kílómetrar í þvermál og að mestu úr ís. Ekki vilja allir stjarn- fræðingar samþykkja fundinn en reynist dauft ljós stjömunnar ekki vflluljós verður að telja tíundu reikistjömuna með í sólkerfi okkar. lifið kom úr iðrumjarðar Eðlisfræðingurinn Thomas Gold við Comell háskólann í Bandaríkj- unum segir að lífið sé uppmnnið í iðmm jarðar. Hann segir að þegar líf kviknaði fyrir fimm mflljörðum ára eða svo hafi verið mun lifvæn- legra undir yfirborði jarðar en á því. Gold heldur að fyrstu lífverurn- ar hafi vaknað til lífsins í heitum hndum allt að 500 metra undir jarð- skorpunni. Geimskot með fall- byssum Bandarískir vísindamenn eru að. koma í verk hugmynd skáldsins Jules Veme um geimferðir frá árinu 1865. Skáldið hugsaði sér að komast út í geiminn með faflbyssu og nú læðist að mönnum sá grunur aö þetta sé eftir allt ódýrasti og besti kosturinn. Hugmyndin er að smíða vetnis- byssu með 129 metra löngu hlaupi. Vopnið á að duga til aö skjóta hlut- um í allt aö 450 kílómetra hæð. Það er það sem þarf til að koma gervi- hnöttum á braut um jörðu. Vinna við geimbyssuna er þegar hafin og gæti leitt til þess að geim- skot með eldflaugiun legðust af inn- anfárraára. Geimbyssan lítur út eins og oliu- leiðsla. Hlaupið er 129 metra langt. Umsjón Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.