Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 55 Fréttir Skipstjórar fimm línubáta frá Akranesi: Sýknaðir af ólög- legum veiðum Skipstjórar á fimm línubátum frá Akranesi voru í gær sýknaðir af ákærú um ólöglegar línuveiðar á lok- uðu svæði vestur af Búðagrunni. Málsatvik eru þau að varðskipið Týr kom að bátunum Bresa, ísaki, Dagnýju, Hrólfi og Sæþóri að kvöldi 18. janúar þar sem þeir voru að draga línur á skyndilokunarsvæði þar sem allar veiðar með línu voru bannaðar í afit að eina viku. Lokunin gekk í gildi klukkan níu um kvöldið og hafði hún verið til- kynnt í gegnum Reykjavíkurradíó á rásum 9 og 16 frá klukkan hálfþrjú um daginn. Skipstjórar bátanna báru að þeim hefði ekki verið kunnugt um skyndilokunina fyrr en frá henni var sagt í Ríkisútvarpinu klukkan hálf- átta um kvöldið en þá voru þeir bún- ir að leggja línumar í sjó og náðu ekki að draga þær inn fyrir lokun svæðisins. Bátum af þessari stærð er ekki skylt að hafa fjarskiptatæki sín opin á rásum 9 og 16 og í niðurstöðu dóms- ins segir að ekki sé hægt að dæma refsingu nema að búið sé að birta lögin sem brotin hafi verið. Telja verði að um ófullnægjandi tilkynn- ingu skyndilokunarinnar hafi verið að ræða í þessu tilviki og ákærðu séu því sýknir saka. Símon Sigvaldason, dómarafulltrúi Héraðsdóms Vesturlands, kvað upp dóminn. Allur sakarkostnaður dæm- ist til greiðslu úr ríkissjóði. -ból Langvarandi stopp Herjólfs getur flýtt fyrir breytmgum á rekstri: Verður rekstur Herjólfs boðinn út? - stýrimenn Herjólfs sögðu nei, takk við 25 þúsund króna skúffusamningi Verkfall stýrimannanna tveggja á Herjólfi hefur nú staðið i einn mánuð og er ekki að sjá að lausn sé í sjónmáli. Ómar Garöarsson, DV, Vestmanriaeyjum; Verkfali stýrimannanna tveggja á Herjólfi hefur nú staðið í einn mánuð og er ekki að sjá að lausn sé í sjón- máli. Þó Vestmannaeyingar líði ekki skort er verkfallið farið að hafa vera- leg áhrif. Vöraskortur er farinn að segja til sín í verslunum. Verst er með mjólkina sem kemur aðeins einu sinni í viku og bitnar mjólkur- skortur á barnafjölskyldum. Sama gildir um viðkvæmari vöra. Nokkrir aðilar hafa orðið fyrir tjóni og sumir verulegu, t.d. vöruflutn- ingabílstjórar, Fiskmarkaður Vest- mannaeyja og þeir sem sjá Eyja- mönnum fyrir skemmtunum og taka á móti ferðamönnum. Samgöngur við Vestmannaeyjar hafa verið eins góðar og hægt er að hugsa sér. Þessu hafa Eyjamenn van- ist en nú vakna þeir upp við vondan draum og era óþægilega minntir á að þeir búa á eyju, einangraðir frá fastalandinu. Bátsmaður betur laun- aður en stýrimaður Deila sú, sem virðist komin í óleys- anlegan hnút, snýst um það að undir- menn á Herjólfi hafa náð hagstæðari samningum en stýrimennirnir og vilja þeir síðarnefndu ekki una því. Stjóm Herjólfs hf. gaf út kaup áhafn- arinnar fyrir janúar sl. Er miðað við stöðugildið og ekki tekið tillit til samningsbundinna fría. Laun yfirstýrimanns voru 259.263 krónur, háseta 213.996, bátsmanns 247.021 og 2. stýrimanns 226.989 krón- ur. Að bátsmaður hafi hærri laun en 2. stýrimaður er ásteytingarsteinn. Formaður Stýrimannafélags íslands hefur látið hafa eftir sér að eðlilegur munur sé að 2. stýrimaður sé með 15% hærri laun fyrir sama vinnu- tíma. En á Herjólfi era stýrimenn 21 dag um borð og 7 daga í fríi en undir- menn era 24 daga um borð og sex í fríi. Stöðuna sem komin er upp má rekja allt til ársins 1981 þegar undir- menn náðu mjög hagstæðum samn- ingum og var aftur hnykkt á þeim árið 1989. Stýrimenn hafa frá árinu 1981 verið óánægðir og árið 1989 sam- þykkti stjómin að fara í viðræður við þá um leiðréttingu. Þannig var staðan þegar upp úr sauð í síðasta mánuði. Nei, takk við skúffusamningi Stjómin haíði velt vandamáhnu á undan sér í rúm tólf ár og nú verður hún að horfast í augu við það. Sam- kvæmt heimildum innan stjórnar- innar vora stýrimönnum boðnar 800 krónur á dag í ofanálag, eða um 25.000 á mánuði, áður en til verkfalls kom. En þeir sögðu nei, takk. Þetta átti að vera skúffusamningur. En eftir að verkfallið skah á var deil- unni vísað til VSÍ og Stýrimannafé- lags Islands og um leið var hún opin- ber. Þó stjórnin vhdi koma að ein- hverju leyti til móts við kröfur stýri- manna mun VSÍ aldrei samþykkja þessa samninga vegna stöðunnar á vinnumarkaðnum. Krafa stjómar Herjólfs um heild- arkjarasamning fyrir áhöfnina þykir á margan hátt skiljanleg en þeir sem best þekkja segja að uppsagnir undir- manna hafi verið mistök og stjórnin verði að brjóta odd af oflæti sínu og draga þær til baka. Reyndar hefur stjómin sent frá sér yfirlýsingu um að þegar fuhtrúar Sjómannafélags- ins Jötuns samþykki viðræður um heildarkjarasamning séu þeir tilbún- ir að draga uppsagnimar til baka. Sjómannasambandið, sem fer með umboð Jötuns, segist ekki til við- ræðna fyrr en uppsagnirnar hafa verið dregnar til baka. Máhð er í hnút. Reksturinn boðinn út? Framtíð Herjólfs hefur veikst vera- lega í verkfallinu. Vegagerð ríkisins er að taka við rekstrinum og er ugg- ur í Eyjamönnum, að skipið verði tekið af þeim, þjónusta minnkuö og jafnvel að reksturinn verði boðinn út. Jón Birgir Jónsson aðstoöarvega- málastjóri úthokar ekki útboð en segir það fyrst verða eftir 2-3 ár. Hins vegar er spuming hvort verk- fahið flýti ekki fyrir í þessum efnum. Þetta er alveg hryllileg staða - segirBenediktTorfasonveitingamaður Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum: „Þetta er alveg hrylhleg staða. Ég er í stöðugum vandræðum með hrá- efni og má ekkert út af bera th að ég geti gefiö gestum mínum að borða,“ sagði Benedikt Torfason, veitingamaður á veitingastaðnum Við félagamir í Vestmannaeyjum. Benedikt segist hafa misst af mikl- um viöskiptum eftir að verkfahiö á Herjólfi hófst. „Viö höfum tapað hópum sem höfðu boðað komu sína hingað. Hljómsveitir þora síðan ekki að koma af ótta við að lokast inni. Einn- ig er mjög dýrt að flytja hljóðfæri og annan búnað með flugi," sagði Bene- dikt. Um síðustu helgi skemmtu Magnús og Jóhann hjá Benedikt og urðu veðurtepptir í Eyjum fram á mánu- dag. Benedikt Torfason, veitingamaður. Sigmar Pálmason, vöruflutmngabilstjóri í Eyjum: Hef orðið fyrir miklu tjóni Sigmar Pálmason, vöruflutnlngabfl- stjóri í Eyjum, segist vona að Her- jólfsdeilan leysist áður en hann fer á hausinn. DV-mynd Ómar Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum; „Verkfahið er farið að skaða mig mjög mikið. Það gefur augaleið enda hefur það staðið í rúman mánuð. Þennan tíma hef ég misst mikla flutninga og um leið verulegar tekj- ur. Vörur, sem ekki er hægt að flytja nema með bhum, verða bara að bíða meðan verkfahið stendur," sagði Sigmar Pálmason, vöruflutningabh- stjóri í Vestmannaeyjum, við DV. Daglega fara vöruflutningabílar, einn eða fleiri, með Hetjólfi milh lands og Eyja. Þrír aðilar sjá um þessa flutninga og er Sigmar einn þeirra. Hann fer minnst tvær ferðir í viku th Reykjavíkur eða annarra staða á fastalandinu. Sigmar segist ekki sjá að Herjólfsdeilan leysist á næstimni. „Ég vh að ríkisstjómin geri eitt- hvað í málinu áður en meira t)ón hlýst af því. Stjóm Herjólfs virðist ekki fær um að leysa dehuna. Verk- fahið lamar aht og ég vona að það leysist áður en ég fer á hausinn." Bridge i íslandsmót kvenna í SVK Undandúrslit í íslandsmóti kvenna í sveitakeppni voru spiluð í Sigtúni 9 helg- ina 27.-28. febr. 18 sveitir tóku þátt og var spilað í þrem riðlum, 20 spila leikir, 5 umferðir. Tvær efstu sveitimar spila síð- an í úrslitum helgina 13.-14. mars nk. Úrsht urðu eftirfarandi: A-riðill 1. Sveit Þriggja Frakka 113 stig 2. Egilína Guðmundsdóttir 82 stig 3. Hrafhhildur Skúladóttir 78 stig 4. Jacqui McGreal 68 stig 5. ÞRUSK 53 stig 6. Sveinbjörg Harðardóttir 48 stig B-riðill 1. Erla Siguijónsdóttir 114 stig 2. Fjögurra laufa smárinn 77 stig 3. Jónína Pálsdóttir 76 stig 4. Freyja Sveinsdóttir 74 stig 5. Samsteypa 52 stig 6. Hhdur Helgadóttir 47 stig C-riðill 1. Ólína Kjartansdóttir 97 stig 2. Morgunblaðið 82 stig 3. Guðrún Jóhannesdóttir 76 stig 4. Sigrún Pétursdóttir 71 stig 5. Fljótakonur 62 stig 6. Sólin 53 stig Vetrar-Mitchell Bridgesam- bands íslands Vetrar-MitcheU var spUaður í Sigtúni 9 fóstudagskvöldið 26. febr. 24 pör spUuðu og urðu úrsht þannig: N/S riðill 1. SkúhBjamason-BragiBjamason326 2. Elín Jónsdóttir - LUja Guðnadóttir 319 3. Guðmundur Guðmundsson - Einar HaUsson 309 A/V riðill 1. Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Val- geirsson 318 2. Bjöm Bjömsson - Logi Pétursson 312 3. Guðlaugur Sveinsson - Róbert Sigur- jónsson 302 Þessar eins kvöld keppnir em öUum opnar og bytja kl. 19.00 á fóstudagskvöld- um í Sigtúni 9. Skráning er á staðnum. Bridgefélag Sauðárkróks Sl. laugardag var spUaður aðaltvi- menningur félagsins. Verðlaun vom gef- in af landsbankanum á Sauðárkróki. Efstu pör urðu: 1. Ingvar Jónss. - Kristján Blöndal 81 stig 2. Birkir Jónss. - Jón Sigurbjömss. 34 stig 3. Erla Guðjónsdóttir - Haukur Haralds- son 30 stig 4. Bjami R. Brynjólfsson - Gunnar Þórð- arson 26 stig 5. Jón S. Tryggvason - Láms Sigurðsson 25 stig 6. Ágústa Jónsdóttir - Ingibjörg Guðjóns- dóttir 17 stig 7. Jón Ó. Bemdsen - Skúh Jónsson 17 stig 8. Einar Svansson - Sigurður Sverrisson 12 stig Mótið fór vel fram undir stjóm Ólafs Jónssonar. Bridgefélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag lauk Butler-tvímenningi félagsins og urðu úrsht eftirfarandi: A-riðill 1. Erla Siguijónsdóttir - Sigurður Sigur- jónsson 82 stig 2. Ársæh Vignisson - Trausti Harðarson 61 stig 3. Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ás- bjömsson 51 stig 4. Helen Gunnarsdóttir - Páh Sigurðsson 50 stig 5. Halldór Einarsson - Guðmundur Þor- kelsson 46 stig B-riðill 1. Guðni Kristjánsson - Steinar Hólm- steinsson 83 stig 2. Eysteinn Einarsson - Amar Jónsson 64 stig 3. Þórunn Úlfarsdóttir - Þóra Ásgeirs- dóttir 55 stig Nk. mánudagskvöld 8. mars hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni og verð- ur spilað í tveimur riðlum þar sem annar er ætlaður byijendum eingöngu. Stjóm félagsins hvetur aUa sphara til að mæta og lofar að hjálpa til við myndun sveita. SpUamennskan hefst kl. 19.30 og er spUað í Iþróttahúsinu v/Strandgötu. Tilkyimingar Atvinnu- og launamál kvenna Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars verður haldinn fundur í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3, kl. 20.30. Yfirskrift fundarins er atvinnu- og launamál kvenna, meö sérstakri áherslu á atvinnu- leysið sem við nú búum við og bitnar mest á konum. Fjölbreytt dagskrá veröur á fundinum, m.a. munu konur úr Kvennakór Reykjavíkur syngja, fluttar verða ræður, leikið.verður á fiðlu og upplestur verður á Ijóðum. Konur em hvattar til að mæta. íslensk sakamál Nýtt tlmarit, Sönn íslensk sakamál, hefur hafið göngu sina. í blaðinu em rifjuð upp nokkur íslensk sakamál. í fyrsta blaði er meðal annars fiallað um morð á franskri konu á Skeiðarársandi og vopnað bank- arán á Laugavegi. Útgefandi er Utgáfufélagið og ritstjóri er Sigurjón Magnús Egilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.