Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
23
„Ég er gjörsamlega brotin og búin
að vera það yíir þessum atburðum.
Ég er búin að slást með kjafti og klóm
fyrir því að fá úrbætur. Vonandi
verður ekki beðið eftir því að eitt-
hvað enn hræðilegra gerist."
Þetta eru orð móður eins unghng-
anna sem lögðu í rúst sumarbústað
í Meðalfellslandi í Kjós í vikunni.
Þessir unglingar, sem eru á aldrinum
14 til 17 ára, hafa allir ítrekað komið
við sögu afbrota áður. Flestir þeirra
hafa neytt vímuefna.
Einn unghnganna gengur laus,
tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald, einum var komið fyrir á vímu-
efnadeild Unghngaheimihs ríkisins á
Tindum og tveimur í lokaðri vist á
móttökudeild Unghngaheimihsins
þar sem ákveðið hefur verið að þeir
dvelji í viku. Enginn veit hvað tekur
við. Alhr sem með mál þessara ungl-
inga fara eru sammála um að þörf
sé á lokaðri meðferðardeild.
300 unglingar
aðstoöaðir
„Það þarf að vera hægt að setja
unglinga, sem ekki er hægt að ráða
við, í meðferð hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Við verðum að geta
sagt við þau að nú taki fullorðna fólk-
ið völdin því þeir séu að fara bæði
sjálfum sér og öðrum að voða. í dag
höfum við ekki þennan möguleika
nema í mjög skamman tíma,“ segir
Einar Gyhi Jónsson, forstöðumaður
Unglingaheimihs ríkisins.
í fyrra aöstoðaði Unglingaheimihð
aht að þijú hundruð unghnga á aldr-
inum 13 til 18 ára. Á hinum ýmsu
deildum heimihsins, fyrir utan ungl-
„Vonandi verður ekki beðið eftir því að eitthvað enn hræðilegra gerist," segir móðir eins síbrotaunglinganna sem lögðu i rúst sumarbústað i vikunni.
„Margir myndu auðvitað vilja gera miklu meira með börnunum sínum en það eru einnig margir sem setja annað á forgangslistann. Börnin, sem eru í
vanda, eru frá öllum stigum þjóðfélagsins... “ segir Hugo Þórisson, yfirsálfræðingur hjá unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar.
DV-mynd Sveinn
Rádgjöf Unglingaheimilis ríkisins:
Minnst tveggja mán-
aða bið eftir viðtali
ástandið aldrei jafn alvarlegt og nú
ingaráðgjöfina, eru tuttugu og átta
pláss. Vistanimar á móttökudeild-
inni vom um eitt hundrað. Um var
að ræða sextíu og tvo einstaklinga.
Biölisti á
allar deildir
Núna er biðhsti á ahar deildir
Unghngaheimihsins, meira að segja
á móttökudeildina sem er eins konar
neyðarathvarf. Eins og er bíða um
40 mál unghngaráðgjafarinnar. Bið-
tíminn eftir fyrsta viðtali þar er að
minnsta kosti átta vikur. Að sögn
Einars hefur ástandið aldrei verið
jafn alvarlegt og nú.
Lögregluyfirvöld hafa heimild til
að vista unglinga á móttökudehd í
sólarhring, að því er Einar greinir
frá. Oft em unglingamir þó bara yfir
nóttina þegar lögreglan á í hlut. Úr-
skurður frá bamavemdaryfirvöld-
um er nauðsynlegur til að hægt sé
að hafa unglingana lengur í lokaðri
vist. Hún getur veriö aht að tvær
vikur.
Senda krakka heim
gegn betri vitund
„Ef við hefðum getað boðið
tímanlega upp á lokað meðferðarúr-
ræði fyrir þá einstakhnga sem láta
sér ekki segjast við mildari viðbrögð
hefði ef til vih mátt koma í veg fyrir
ýmsa þá atburði sem átt hafa sér stað
aö undanfómu," segir Einar.
Hann telur að fjögur til fimm pláss
á lokaðri deild myndu duga til lengri
tíma. „Auðvitað þyrfti að efla þær
deildir sem þegar em fyrir hendi fil
að málin þurfi ekki að bíða jafn lengi.
Það hefur til dæmis komið fyrir að
við höfrnn gegn betri vitund þurft að
senda krakka heim sem hafa verið í
rannsóknarvistun á móttökudeild-
inni þar sem allt hefur verið fuht
annars staðar."
Breikkað bil milli
barna og fullorðinna
Unglingar í neyð em flölmargir.
Margir spyrja sig hvað hafi farið
úrskeiðis. „Mér finnst bihð milli
bams- og unghngsaldursins og full-
orðinsáranna hafi breikkað. Það er
hver upptekinn við sitt,“ segir Hugo
Þórisson, yfirsálfræðingur hjá ungl-
ingadeUd Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur.
„Fullorðna fólkið er upptekið af
sinni vinnu og sínum tómstundum.
TUboöin í frítíma bamanna eru aftur
á móti of fá. Það em hverfandi úti-
vistarpláss í ákveðnum borgarhlut-
um í Reykjavík. Tónhstamám og
annað sem boðið er upp á er oft í
öðrum hverfum og kostar þar að
auki talsvert. Mörg böm leiðast því
út í myndbandagláp. Börn eru einnig
í vaxandi mæh að fá fuhnægt þörfum
sínum hjá öðmm hömum. Þaö kann
ekki góðri lukku að stýra.“
Fómarlömb
aðstæónanna
Hugo bendir á að íslenska þjóðfé-
lagið sé að verða neysluþjóðfélag þar
sem fólk sé í miklu kapphlaupi við
að eignast hluti. En hann tekur það
jafnframt fram að margir þurfi að
vinna mikið til að hafa í sig og á.
„Þegar fólk kemur heim er það þreytt
og finnur fyrir vanmáttarkennd. Nú
ríkir einnig mikU svartsýni. Það era
auðvitað íjölskyldur sem ekki þola
þetta álag, fólk skUur eða lendir sjálft
í neyslu vímuefna. Fólk verður fórn-
arlömb aðstæðnanna og bömin era
háð þeim.
Margir myndu auðvitað vUja gera
miklu meira með börnunum sínum
en það eru einnig margir sem setja
annað á forgangshstann. Bömin,
sem era í vanda, era frá öllum stigum
þjóðfélagsins þótt við sjáum kannski
meira þau þar sem laust hefur verið
í kringum og brotnir rammarnir."
V
Abyrgðin allra
í samfélaginu
Hugo segir hægt að hjálpa mörg-
um bömum. „Það næst oft mjög góð-
ur árangur þegar um sterka foreldra
er að ræða sem gefa sér tíma. Því
miður er það oft að foreldrar geta
ekki staðið ákveðnir gagnvart barn-
inu og þá tekur það völdin. Unghnga-
hópurinn getur verið mjög sterkur
og einangrar sig oft frá fuhorðnum.
í honum ríkir valdalögmál sem fuh-
orðna fólkið mætti vita svohtið meira
um. Sá sem er efst á toppnum hefur
mikh áhrif og ef um er að ræöa nei-
kvæð viðhorf þá er óskaplega erfitt
fyrir fuhorðna að vera með predik-
anir um hohustu og hehbrigt líf.
Fullorðna fólkið er þá ekki sam-
keppnisfært við félagahópinn."
Hugo leggur á það áherslu að
ábyrgðin sé ahra í samfélaginu, það
sé ekki hægt að vísa henni til ein-
stakra fjölskyldna. „Við verðum
sameiginlega að skapa þann vettvang
að foreldrar hafi svigrúm th að vera
hjá börnum sínum og að það sé al-
mennhega búið um börnin í frítím-
um þeirra. Það eru núna börn að
vaxa úr grasi sem koma th með að
lenda í erfiðleikum og valda sjálfum
sér og öðrum tjóni ef við gerum ekk-
ertfyrirþau." -IBS
LYFJAFRÆ ÐINGAR!
Viljum komast í samband við
lyfjafræðing sem uppfyllir skilyrði
nýs frumvarps til laga um lyfjasölu.
Upplýsingar
sendist fyrir
20. mars í
BÓNUS
Skútuvogi 13
Merkt „Framtíð
H
V)
Q
Z
Fullum trúnaði heitið.