Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 6. MARS1993 41 Sviðsljós Olyginn er greimlega ekki í neinum flár- hagskröggum. Ilún haiði a.m.k. efni á að neita tilboöi upp á eina milljón doUara íyrir að leika í nokkrum Charlie’s Angles-þátt- um. Fawcett varð fræg fyrir leik sinn í áðumefndum þóttum sem framleiðandi þeirra hefur nú hug á að endurgera. Hann var þegar biiinn aö komast að samkomulagi viö gömlu starfsfélaga Fawcett en svo virðist sem það hafi veriö til einskis. Ringo Starr hefúr lifað algjöm reglulífi síð- ustu öögur árin en Bítillinn hafði ekki ástæöu til að hrópa húrra fyrir áratugunum þar á undan hvað heilbrigt hfemi varöar. Trommarinn hætti áfengisneyslu fyrir fjómm árum og þeim tíma- rnótum var nýlega fagnaö með viðeigandi hætti. Félagar hans í AA-samtökunum færöu honum köku en hann þakkaði grátklökk- ur fyrir sig. Stefanía prinsessa í Mónakó er sífellt til vandræða. Eftir óteljandi ástar- sambönd eignaðist hún bam með lífverði sínum sem hefur ekkert blátt blóð í æðura. Rainier fursti var ekki ýkja kátur með tengda- soninn og nú hefur dóttir hans gert honum enn eina skráveif- una. Stefanía hefur beðið forhert- an glæpamann um að vera guð- fóður barnsins en kauði hefur m.a. verið handtekirm vegna eit- urtyfjasölu. ChuckNonis komst í hann krappan í ísrael á dögunum en ekki er vitað hvort leikarinn var þar vegna kvik- myndatöku eöa til að læra nýjar bardagaaðferðir til að nota í næstu mynd sinni. Chuck var i sakieysi sínu í skoðunarferð þeg- ar hann lenti í skothríð sem möl- vaði framraðuna á jeppanum hans. Leikarann sakaði ekki en honum tókst með namnindum að koma sér af vettvangi áður en næsta kúlnahrið skall á. Aðbúnaðurinn hjá Dewi er sennilega betri en þekkist í flestum öðrum fangelsum. Fyrrverandi forsetafrú Indónesíu: Dæmd í 60 daga varðhald fyrir of- beldisverknað - ég er saklaus, segir Dewi Sukamo Dewi Sukamo, fyrrverandi for- setafrú í Indónesíu, gistir fangelsið í Pitkin-sýslu í Aspen í Bandaríkjun- um þessa dagana. Dewi er að afplána 60 daga varðhald sem hún var dæmd í fyrir að leggja til Minnie Osmena með kampavínsglasi. Tugthúslimur- inn segist vera alsaklaus af öllu sam- an og hafi játað verknaðinn sökum þess að hún hafi fengið rangar upp- lýsingar. Aðdragandinn að „viðskiptum" Dewi og Minnie, en afi hennar var í eina tíð forseti á Filippseyjum, er langur en upp úr sauö í samkvæmi þotuliðsins í Aspen fyrir tæpu ári. Þá móðgaði Minnie Dewi heiftarlega og sú síðarnefnda ákvaö að svara fyrir sig með því að skvetta vatni á andstæðinginn. Ekki tókst þó betur til en svo að glasið fór í andlitið á Minnie og fæmstu lýtalæknar Bandaríkjanna þurftu í kjölfarið að sauma 37 spor í andlit hennar. Dewi segir að Minnie hafi gripið í úlnliðinn á sér með fyrrgreindum afleiðingum en dómstólar lögðu lít- inn trúnað á það og dæmdu forseta- frúna fyrrverandi til að sæta 60 daga varðhaldi eins og fyrr segir. Þó Dewi verði að láta veisluhöldin eiga sig á næstunni er vist hennar í fangelsinu ekki alveg hábölvuð. Hún hefur úti- vistarleyfi til klukkan sex á kvöldin. Tímanum eyðir hún við rannsóknir í umhverfismálum en það er einmitt hluti refsingarinnar sem hún gat kosið sér. í fangelsinu klæðist hún sínum eig- in fótum en bafikjólamir bíða tilbún- ir inni í skáp. í klefanum hefur hún aðgang að öllum helstu skrifstofu- tækjum og svo auðvitað sjónvarpi til að fylgjast með heimsfréttunum. Ef sjónvarpsdagskráin er léleg eða hún er ekki í skapi til að sinna bréfa- skriftum getur Dewi afitaf drepið tímann með því að virða fyrir sér útsýnið frá Pitkin-fangelsinu. Svo heppilega vill til að úr klefanum hennar er útsýni yfir híbýli fræga fólksins en Dewi er væntanlega farin að telja dagana þangað til hún hittir vini sína aftur. Þó Dewi sé fyrrum forsetafrú Indó- nesíu er hún fædd í Japan. Maður hennar, Sukamo, hrökklaðist frá völdum 1968 og dó tveimur árum Félagar Dewi í Pitkin-fangelsinu. seinna. Hún flúði til Japans á þessum tíma en settist að í Bandaríkjunum nokkru seinna. Dewi á einnig íbúð í París en þar eins og í híbýlum henn- ar í Bandaríkjunum er tómlegt um að litast á meðan forsetafrúin fyrr- verandi afplánar dóminn. . V - Gluggað i bók fyrir svefninn. Hún Ballkjólar fyrrverandi forsetafrúar- er ekki alveg ein á báti í klefanum innar fá að hanga óhreyfðir inni í því hún fékk að taka „gæludýrin" skáp næstu vikurnar. sín með sér. Masaka Owado, tilvonandi Japansprinsessa, fær góðan vitnisburð hjá fyrrum skólafélögum sínum í Bandaríkj- unum. Masaka, sem var viö nám í Harvard, þóttí geðugasta stúlka en eitt af áhugamálum hennar var kvikmyndir. Hún fór t.d. að sjá E.T. nokkram sinnum en Masaka var einnig mjög hrifin af Terms of Endearment og á þeim sýningum grét hún manna mest. OprahWinfrey ætlar að ganga í hjónaband í sum- ar. Sá sem krækti í sjónvarpskon- una heitir Stedman Graham. Winfrey undirbýr sig nú af kappi fyrir stóra daginn en hún er stað- ráðin í aö léttast um nokkur kUó áöur en hún gengur upp aö altar- inu. Skötuhjúin ætla bæði að minnka við sig vinnu i kjölfar hjónabandsins en fyrsta mál á er að reyna að hefur sannað svo ekki veröur um villst að afit er fertugum fært. Sandra, sem er reyndar 43 ára, var á dögunum kosin frú Banda- ríkjanna en hún hefur sennilega lítiirn frið til þess að snyrta sig og púðra á baöherberginu. Hún á tíu böm og eins og gefúr skilja er oft hamagangur á heimilinú. Sandra, sem var orðin þriggja barna móðir áður en hún lauk ménntaskólanámi, segist ekki vera hætt bameignum. Jane Seymour á bágt þessa dagana. Leikkonau er loksins búin að finna þann eina rétta eftir mörg misheppnuð sam- bönd. Hún þráfr ekkert heitar en að giftast James Keach, en svo heitír sá lukkulegi, en sökum bágs ijárhags eru slíkar fyrirætl- anir ifimögulegar. Þar er helst um að kenna að Jane fór .fila út úr skilnaðinum við David Flynn en hún þarf að borga honum 10 þúsund dollara í framfærslu í hverjum mánuði en hann fékk aö auM nokkrar fasteignir þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.