Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 6. MARS1993 „Jesús Kristur" í Waco í Texas gefur lögreglunni langt nef: Erum bara sprek á hinn eilífa eld - segir hann og bíður boða frá guði almáttugum um hvað gera skuli Sérsveitir bandarísku alríkislögreglunnar guldu mesta afhroöiö i sögu sinni þegar lagt var til atlögu við sértrúar- söfnuð Davids Koresh á sunnudaginn. Koresh vissi hvað var í vændum og bjóst til varnar. Hann beið þess að lögreglan væri komin inn á búgarðinn þegar skothríð hófst með tilheyrandi mannfalli. Símamynd Reuter „Við erum bara sprek á hinn eilífa eld,“ segir Dadid Koresh, sjálfskipað- ur Jesús Kristur á Carmel búgarð- innum í Texas. Hann hefur beint athygli gjörvallr- ar heimsbyggðarinnar að afskekkt- um stað á sléttum þessa víðlenda rík- is í heila viku og vakið furðu manna yfir hvernig hægt er að halda heilum söfnuði í heljargreipum trúarofstæk- is. Lögreglan bíður grá fyrir jámum með um 500 manna hði við búgarðinn en getur ekkert að gert. Inni eru sak- laus böm sem vafalítið yrðu að sprekum á hinn eilífa eld ef ráðist væri til inngöngu. Drottnar yfir trúgjörn- um lærisveinum Foringjar lögreglunnar segjast dag hvem ná góðum árangri í viðræðuin við „frelsarann". Hvorki hefur þó gengið né rekið alla vikuna. Koresh segist reiðubúinn að gefast upp hve- nær sem honum berist boð um það frá guði. Og alhr bíða þess í ofvæni að guð tali. Kunnugir segja að Koresh sé mað- ur hrífandi í framkomu. Hann hefur fylkt söfnuði sínum að baki sér sem einum manni og enginn virðist sjá í hvert óefni er komið með trúariðkun á búgarðinum. Koresh hefur eins og margir leið- togar sértrúarsafnaða náðarvald sem hann beitir á fylgismenn sína. Hann er um leið fram úr hófi ofbeld- isfullur og drykkfelldur. Til að kór- óna undrun manna á leiðtoganum er hans getið fyrir fagurt gítarspil. Fáir efast um að hann sé sálsjúkur. Markmiðið er að undirbúa sig fyrir endalok heimsins, sem era í nánd, að sögn leiðtogans. Þá mun hann ríða á hvítum hesti inn í Jerúsalem og honum fylgja himneskir herskarar. Það em lærisveinamir á búgarðin- um. Þegar þessi tíðindi em í vændum skipta örlög manna frammi fyrir byssum lögreglunnar litlu. Ríki Dav- íðs konungs er að rísa að nýju eins og Biblían spáir. Hópurinn sjálfum sér nægur á búgarðinum Lögreglan segir að Koresh og menn hans á búgaröinum geti haldið lengi út. Þeir framleiði sín matvæli sjálfir og séu vel birgir. Því geti hðið langur tími áöur en hópurinn verður sveltur til hlýðni. Raunar spá menn því að allur söfn- uðurinn fremji sjálfsmorð áður en til uppgjafar kemur. Það óttast menn mest og þá verður skuldinni að nokkru skellt á lögregluna, sérstak- lega ef börnin tuttugu verða deydd. Almenningur mun spyija sig hvort það hafi verið þess virði að sitja um sérvitringa í trúmálum bara vegna gmns um brot á áfengis- og vopna- löggjöfinni. Aðgerðirlögreglu orka tvímælis Hlutur lögreglunnar er þegar slæmur. Hún lét flugumann sinn í söfnuðinum vita síðasta sunnudag að von væri á liði til aö uppræta starfsemina á búgarðinum. Koresh komst að hvað væri í vænd- um og skipulagði varnir með þeim árangri að flórir lögreglumenn féhu og 15 særðust. Óstaðfestar fréttir eru um að nær tveir tugir manna hafi fallið af vamarliðinu og tvö börn. Þetta er mesta afhroð sérsveita lög- reglunnar frá því þær voru stofnaðar árið 1972. Á þeim tíma höfðu fjórir menn fallið við skyldustörf. Nú hefur sú tala tvöfaldast. Lögreglan á fárra kosta völ í stöð- unni. Almenningur vih að bömun- um verði ekki gert mein og af því ráðastgerðirlögreglunnar. -GK David Koresh er lýst sem mjög hættulegum manni sem hafi lent villigötum í trúmálum. Koresh er hættulega trúaður „Sonur minn trúir á það sem hann er að gera. Það er enginn hér á jarðríki sem getur tahð honum hughvarf," segir Bonnie Holdeman, móðir trúarleiðtogans Vernon Howell, sem tók sér nafn- ið David Koresh guði til dýrðar. Lögreglunni hugkvæmdist að fá gömlu konuna til að semja við son sinn en hún brosti bara og virtist ekki síður trúuð á hand- leiðslu guðs en hann. Því er haldið fram að Koresh hafi á níu áram breytt tiltölulega saklausum sértrúarsöfnuði í hættulega hersveit sem hafi tap- að öllum áttum og berjist í blindni fyrir ímynduðum markmiðum. Hættulegur hópur Ástralíumaðurinn Geoffrey Hossack rannsakaði starfsemi hópsins fyrir nokkurm árum og komst þá að þeirri niðurstöðu að Koresh og fylgismenn hans væru mjög hættulegir og virtust hafa glatað heilbrigðri skynsemi. Hóp- ur Ástrala fylgir frelsaranum. Lögreglan hefur áöur reynt að ná Koresh á sitt vald en tókst ekki. Lengi hefur staðið til að uppræta starfseminu á búgarðin- um í Carmel við Waco í Texas. Gripið var til aðgerða nú eftir langan undirbúning þótt allt end- aði í klúðri þegar á hólminn var komið. Dómsdagur í mánd David Koresh er 33 ára gamall og miklu yngri en almennt er um leiðtoga sértrúarhópa í Banda- ríkjunum. Hann hefur drottnað yfir söfnuði sínum í níu ár og lað- að til sín fylgismenn víða að úr heiminum, mest þó frá Bretlandi og Ástrahu auk Bandaríkjanna. Koresh hóf að hervæða hópinn eftir að hann komst til valda og trúir því að hann ráði nú yfir himneskri hersveit sem muni fylgja honum sem Jesús Kristi endurbornum þegar efsti dagur rís. Skammt á að vera í þann dag, samkvæmt kenningu Kor- esh. Markmiðið er að fara til ísraels og berjast þar fyrir ríki Drottins eins og spáö er í opinberunarbók- inni. Hópurinn hefur verið að undirbúa sig á búgarðinum í Tex- as undanfarin ár og hefur ekki í hyggju að láta lögregluna hindra sig í störfum. Sagt er að Koresh eigi 15 eigin- konur en hann segist aðeins eiga eina, Rachel, og með henni tvö böm. Annað þeirra hafi látist í árás lögéeglunnar síðasta sunnu- dag. Koresh gekk að eiga konu sína þegar hún var 14 ára, sama árið og hann náði völdum í söfnuðin- um. Hann á að beita fólk sitt of- beldi eftir því sem fyrram trú- bræður segja en samt vantar ekk- ertuppáfylgispektina. -GK Grein Davíðssinna í Texas hefur verið til í 60 ár og lotið ýmsum leiðtogum: Saga klofnings og valdabaráttu David Koresh var 24 ára gamall þegar hann náði tökum á sértrúar- hópi Davíðssinna í Texas. Hann tók þá að drottna yfir fámennri sveit lærisveina og hefur leitt hópinn út í fullkomnar ógöngur á níu ára ferh sínum sem sjálfskipaður Jesús Kristur og lamb guðs. Söfnuður þessi varð upphaflega til eftir deilur meðal aðventista í Los Angeles árið 1933. Fram kom maður að nafni Victor Houteff, Búlgari að uppruna, og hóf að túlka opinberanarbók Biblíunnar upp á nýtt. Honum var vikið úr söfnuði aðventista og með honum fór hóp- ur fylgismanna. Heimsendir22. apríl Hinn nýi söfnuður tók sig upp frá Kalifomíu og settist að í Texas. Þar keypti fólkið búgarö nærri bænum Waco og kenndi hann við fjallið Carmel. Söfnuðurinn bjó einangr- aður og leiðtoginn Houteff boðaði lærisveinum sínum heimsendi og endurkomu Krists. Houteff fann út að dómsdagur rynni upp þann 22. apríl árið 1959. Hann liíði ekki þann dag en ekkjan Florence tók við forystunni að manni sínum látnum og söfnuður- inn beið endalokanna hljóður. Dómsdagur rann upp bjartur og fagur en ekkert gerðist. Kristur kom ekki á hvítum hesti og dagur- inn leið að kveldi eins og aðrir dag- ar. Spádómurinn reyndist rangur og frækomum efasemdanna var sáð. Nýr spámaður Nú kom fram nýr spámaður, Ben Roden að nafni. Hann reiknaði allt út að nýju og söfnuðurinn klofn- aði. Sumir fóra en kjaminn varð eftir á búgarðinum Carmel og hýddi á boðskap nýja leiðtogans. Hann lést árið 1978 áður en dóms- dagur rann upp og ekkjan Lois tók við hlutverki spámanns. Ekki vora allir sáttir við kenn- ingu hennar og enn kom fram nýr spámaður á búgarðinum árið 1984. Það var Vemon Howell sem svo tók sér nafið David Koresh þegar hann Búgarðurinn við Waco i Texas er vígi Davids Koresh og lærisveina hans. Simamynd Reuter var búinn að koma Lois Roden frá. Koresh vildi ekki aðeins bíða dómsdags í bæn heldur gera eitt- hvað í máhnu. Hann komst að því að köllun sín væri að koma upp hersveit sem berðist við heiðingja og trúvillinga á efsta degi. Ríki drottins á jörðinni myndi því eiga sinn her eftir dómsdag. Koresh hóf að vígvæðast á bú- garðinum. Hann hefur á undan- fómum árum keypt mikið af vopn- um sem auðvelt er að komast yfir í Texas. Lögreglan komst að því á sunnudaginn að engu er logið um vígvæðinguna. Ofbeldi og drykkja Jafnframt hafa borist sögur um ofbeldi á búgarðinum. Fylgismenn Koresh hafa flúið þaðan og borið að hann beiti fólk sitt harðræði og sé auk þess lagstur í drykkjuskap og ómennsku. En um leið hefur Koresh náð ægivaldi yfir lærisveinunum. Þeir virðast tilbúnir að fylgja leiðtoga sínum út í dauðann þegar kalhð kemur. Koresh heitir þeim sælu á himnuni sem faha fyrir Krist í upp- gjörinu mikla þegar heimurinn ferst. Koresh hafa hins vegar ekki orðið á sömu mistök og fyrrirennara hans að spá dómsdegi á tilteknum degi. Dómsdagur er bara í nánd. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.