Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 9 Fjórmenningar, sem sviknir voru af bandarískum kaupsýslumanni og hyggjast endurheimta fé sitt; Jean Pi- erre, sem leikinn er af Francois Eric Gendron, Stephen Bradley, leikinn af Ed Begley, James Brigsley, leikinn af Brian Protheroe, og Robin Oakley, leikinn af Nicholas Jones. Harvey Metcalfe er leikinn af Ed Asner sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa séð i hlutverki blaðamannsins Lous Grant. Nýr myndaflokkur í Sjónvarpinu: Hvorki meira né minna - byggður á metsölubók Jeffreys Archer Hvorki meira né minna heitir myndaflokkur í íjórum þáttum sem hefst í Sjónvarpinu á mánudags- kvöld. Myndaflokkurinn er byggö- ur á metsölubók Jeffreys Archer, Not a Penny More, Not a Penny Less, sem komið hefur út í ís- lenskri þýöingu. Myndaflokkurinn hefst á því er bandaríski kaupsýslumaöurinn Harvey Metcalfe sendir ungan aö- stoðarmann sinn, David Kesler, til Englands til aö veita forstöðu skrif- stofu nýstofnaðs olíufyrirtækis. Þegar Kesler kemur til vinnu eru honum sýndar skýrslur sem benda tU mikils olíufundar. Eins og búist var við lekur Kesler þessum upp- lýsingum til vinar síns, Stephen Bradiey, sem er gamall skólafélagi hans frá Harvard en nú starfandi í Oxford. Því næst er það læknirinn Robin Oakley sem fréttir af vænt- aniegum olíugróða. Harvey fréttir af athafnasemi Keslers og sér til þess að hann fær bónus fyrir vel unnin störf. Kesler ákveður að kaupa sér málverk og galleríeigandinn Jean-Pierre La- manns fær áhuga á olíuviðskipt- um. Hlutabréfin í olíufyrirtækinu halda áfram að hækka og James Brigsley lávarður, sem Kesler hitt- ir í næturklúbbi, bítur einnig á agnið. Þegar öll hiutabréfin hafa verið seld fyrirskipar Harvey að öll sönn- unargögn um starfsemi þess verði eyðilögö. Þegar Kesler mætir til vinnu einn morguninn er búið að loka skrifstofu hans. Hann gerir sér þá grein fyrir því hvemig hann hefur verið notaður. En áður en Kesler getur komið sér úr landi tekst Stephen að hafa uppi á honum. Þegar Stephen hefur pumpað Kesler ákveður hann að grípa sjálfur til aðgerða gegn Harv- ey Metcalfe. Hann kemst að því að Metcalfe ver alltaf sumarfríi sínu í Evrópu. Stephen hefur samband við hina aðilana þrjá sem voru sviknir og býður þeim heim til sín til Oxford. Þar leggja þeir á ráðin um hvernig þeir geti náð aftur því fé sem Metcalfe hafði af þeim, það er einni milljón punda. Jeffrey Archer, höfundur bókar- innar Not a Penny More, Not a Penny Less, krafðist hvorki meira né minna en eins punds fyrir sjón- varpsréttindi að bókinni. Archer, sem er milljónamæringur, býst þó við að græða um hálfa milljón punda á samningnum. „Mikilvæg- ast er að fá bækur sínar á skjá- inn,“ segir hann. „Vinsæfl mynda- flokkur getur leitt til sölu á milljón bókum til viðbótar.“ Archer hóf ritstörf eftir að gjald- þrot batt enda á pólítískan feril hans. Hann segist hafa sett saman lista yfir þau störf sem hann gæti leyst af hendi til að hafa ofan af fyrir sér og þau hafi ekki verið mörg. „Konan mín merkti við rit- störf,“ segir metsöluhöfundurinn. Hugur hans er þó enn bundinn við stjómmál og hann hefur ekki gefið upp vonina um að koma aftur fram á þeim vettvangi. -------------------------------N Útboð Vegskáli um Hvanngjá innri Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð 65 m langs vegskála um Hvanngjá innri á Djúpvegi. Helstu magntölur: Mót 2.800 m2, steypustyrkt- arstál 100 tonn og steinsteypa 1.000 m3. Verki skal lokið 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 9. þ. m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 22. mars 1993. Vegamálastjóri _______________________________/ SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ1993 * * * * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra. Verð kr. 795.000 á götuna, stgr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 685100 SPARNEYTINN BÍLLÁVÆGU VERÐI í S L A N D S N-ÁM-A-N Landsbanki íslands auglýsir nú fjórða árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Jfl Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. IU Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1993 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. HI Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1993 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkirtil háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. I5 Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. I§ Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið b.t. Gunnbjörns Þórs Ingvarssonar . Bankastræti 7, 155 Reykjavík Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.