Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 _______5 Fréttir Miklar greiðslur úr Atvinnúleysistryggingasjóði: Um 500 milljónir í bæt- ur fyrstu tvo mánuðina ríkissjóður kemur til kastanna 1 ágúst ef fram heldur sem horfir 250 milljónir króna voru greiddar í atvinnuleysisbætur í janúarmán- uði. Tölur yfir febrúar eru ekki til- búnar en búist er við að upphæðin verði svipuð sem þýðir um 500 milljónir fyrstu tvo mánuði ársins. Á fjárlögum fyrir þetta ár hefur 1.464 milljónum verið ráðstafað vegna atvinnuleysisbóta. 500 millj- ónir koma í Atvinnuleysistrygg- ingasjóö frá sveitarfélögunum. Þau geta síðan sótt um styrki út á þetta fé og lækka bæturnar í sveitarfé- lögunum um sömu upphæð og styrkirnir nema. Samtals hefur Atvinnluleysistryggingasjóður því úr tæpum 2.000 milljónum að moða í ár. Ef fram heldur sem horfir verður það fé uppurið í ágústlok. Allt árið í fyrra voru greiddar um 1.900 milljónir í atvinnuleysisbæt- ur. 1.280 milljónum var ráðstafað af fjárlögum 1992 en fyrir áramót bættist við aukafjárveiting upp á 709 milljónir. „Lögin um atvinnuleysistrygg- ingar segja að ríkissjóður ábyrgist greiðslur sjóðsins ef hann verður uppiskroppa með lausafé. Þess vegna þufum við ekki að stressa okkur á því að einn góðan veðurdag verði peningarnir búnir og við þurfum að segja fólki að ekki verði greiddar meiri atvinnuleysisbætur það árið. Sú staða þarf ekki að koma upp,“ sagði Margrét Tómas- dóttir, deildarstjóri Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, í samtaii viö DV. Margrét sagði að Atvinnuleysis- tryggingasjóður ætti eignir, verðbréf, sem ganga yrði á. I gegnum árin hefði sá háttur verið hafður á að hafl sjóð- urinn farið fram úr áætlun hafi riíás- sjóður lagt til fé. Hafi dæmið síðan verið gert upp eftir á með sölu verð- bréfa eða annarra eigna. „Við þurf- um því ekki að standa í þvi að vera á verðbréfamörkuöum og selja. Það má ganga frá hlutunum við ríkissjóð áeftir." -hlh Önnur Saabbifreiðanna tveggja, sem síbrotaungiingarnir, sem handteknir voru við Meðalfellsvatn, stálu á miðvikudag, er komin í leitirnar. Unglingarn- ir höfðu stolið tveimur bílum af Saabgerð og fannst önnur þeirra fyrir utan bústað þann sem verst var útleikinn vegna skemmdarverka krakkanna. Hinn billinn fannst skömmu fyrir hádegi í gær þar sem hún stóð mannlaus við Dunhaga í Reykjavík. Bílinn hafði eitthvað verið skemmdur, meðal ann- ars hafði gírkassi í honum verið eyðilagður. DV-mynd Sveinn Svart útlit atvinnulausra komi til verkfalla: Missa bæturnar fari félagiðí Á meðan verkfaU varir, eða ef verkbann er sett á stéttarfélagið, missa þeir félagar sem eru á atvinnu- leysisbótum bæturnar sínar. Þá verða þeir að leita til verkfallssjóðs síns félags. „VerkfaUssjóðimir eru misstórir og sterkir en umsóknir eru metnar hver fyrir sig. Eflaust hiýtur sá ein- stakUngur, sem verið hefur atvinnu- laus, að hafa forgang. Þetta á hins vegar aðeins við um almennu verka- lýðsfélögin. Ríkisstarfsmenn eru faUnir út af félagaskrá hjá sínu félagi um leið og þeir hætta störfum hjá hinu opinbera. Þeir fá ekki greitt úr verkfallssjóði þar sem þeir era ekki til á félagaskrá, hafa ekki atkvæðis- verkfall rétt vegna verkfallsboðunar eða vegna kjarasamnings. En þeir fá at- vinnuleysisbætur út á vinnu sem þeir unnu sem félagsmenn í tilteknu félagi og eru merktir því meðan þeir njóta bótanna. Það eru engin önnur tengsl við félagið nema þau að fari félagið í verkfall missa þeir bæturn- ar,“ sagði Margrét Tómasdóttir, deUdarstjóri hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, við DV. Samkvæmt kjarasamningum bankamanna borga bankamir at- vinnulausum bankamönnum bætur. Er miðað við sömu reglur og gUda hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Fari bankamenn í verkfaU missa atvinnu- lausir bankamenn bætumar. -hlh Bónus auglýsir eftir lyúafræðingi: Ætlum að opna apótek verði lögunum breytt - og lækka lyfjaverðið, segir Jóhannes Jónsson „Verði frumvarpið um að gefa lyfjaverslun frjálsa samþykkt ætlum við að opna apótek og vUjum vera tilbúnir um leið og grænt ljós verður gefið. Þess vegna erum við að aug- lýsa eftir lyfjafræðingi tU að sjá um apótekið," sagði Jóhannes Jónsson, forstjóri verslunarkeðjunnar Bón- uss, vegna auglýsingar sem er í DV í dag. Hann sagði að ef frumvarpið um að gefa lyfjasölu fijálsa yrði sam- þykkt og Bónus opnaði apótek yrði sama stefna þar og í öUum verslun- um fyrirtækisins, að ná verðinu nið- ur. „Við munum lækka lyfjaverðið ef lyfsala verður gefin frjáls," sagði Jó- hannes. Hann sagði að aðstaða væri í tveim- ur Bónus-verslunum til að koma upp lyfjasölu og væri ætlunin að opna apótekíþeimbáðum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.