Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. MARS1993 Fréttir_______________________________________________________________________________pv Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: Önnur atkvasðagreiðsla kemur alveg til greina - úrslitin flarri því að vera vantraust á forystu BSRB „Vissulega eru úrslitin mér von- brigði. Ég vonaðist eftir því aö við fengjum sterkari samningsstöðu með jákvæðri niðurstöðu úr þessum kosningum. Ég vil einnig taka fram að því fer fjarri að ég útiloki aðra atkvæðagreiðslu um verkfail ef á þarf að halda. Ég minni menn á að það kemur dagur eftir þennan dag. Því fer hins vegar íjarri að ég líti á niðurstöðuna sem vantraust á for- ystu BSRB. Þaö var ekkert verið að kjósa um það. Það var verið að kjósa um hvort fólk væri reiðubúið tÚ að fara í verkfall eða ekki. Það er rétt að við lögðum áherslu á aö verkfall yrði samþykkt. Þaö 'gerðum við vegna þess að við töldum að það væri eldd hljómgrunnur fyrir okkar kröfum hjá viðsemjendum okkar. Þess vegna töldum við það óábyrgt að halda áfram þessu árangurslausa þófi, án þess að gefa fólki kost á því að segja til um hvort það vildi styrkja okkar samningsstöðu með verkfalli," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, þegar niðurstöður úr verk- fallskjörinu lágu fyrir í gær. Ögmundur benti á að það væru mörg félög sem samþykktu verkfalls- boðun. Það væru því mörg þúsund manns sem væru tílbúin til að beita afli ef með þyrfti. Það væri því ljóst að það væri sterk undiralda. „Ég tel að með atkvæðagreiðslunni hafi kviknað þjóðfélagsumræöa sem á eftir að bera ávöxt. Því ætlum við okkur að skoða kostina í þessari stöðu en ekki ókostina enda þótt við hefðum kosið aðra niðurstöðu úr kosningunum. Það viðurkenna allir að gerð hefur verið mjög alvarleg aðför að velferðarkerfinu og lífskjör- um almennings. Á öllum fundum sem við höfum átt í félögunum hefur verið fullkomin samstaða og ein- drægni um allt sem varðar okkar baráttu fyrir bættum kjörrnn. Þegar hins vegar kemur að því að greiða atkvæði um verkfaU er það annar hlutur. Mat manna er það að meiri- hlutinn er ekki reiðubúinn á þessari stundu," sagði Ögmundur Jónasson. -S.dór Agústa Þorkelsdóttfr, bóndl á Refstað I Vopnaflrði, mættl prúðbúin á búnaö- arþlng sem nú stendur yfir I Reykjavfk. íklædd jakka og pilsi úr hreindýra- skinni með skreytta leggi I eyrum vlldi hún vekja athygli á að hægt er að stunda ýmislegt fleira en hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Fatnað- urlnn og djásniö, sem hún kallar sláturúrgang, er austflrsk framleiðsla, unnln af hagleiksfólki á Jðkuldalnum, i Fellabæ og Miöhúsum.’ DV-mynd GVA Opinberir starfsmenn: Stuttarfréttir Verkfalli haf nað með miklum meiri- hluta atkvæða Félagar í BSRB höfnuöu með mikl- þau að 41,3 prósent vildu fara í verk- um meirihluta aö fara í verkfall 22. faU en 55,8 prósent höfnuðu því. mars. Atkvæðagreiðsla fór fram í 24 Kjörsókn var 68 prósent. félögum af 34 sem eru í BSRB. Af Þau 7 félög sem vildu fara í verk- þessum 24 félögum var verkfaU sam- faU eru Félög opinberra starfsmanna þykkt í 7 félögum en hafnað í 17. í á Austurlandi, Suðurlandi, í Kópa- tíu félögum var ekki efnt til atkvæða- vogi, í Borgamesi og í Neskaupstað. greiðslunnar. Landssamhand slökkviUðsmanna og ÚrsUt atkvæðagreiðslunnar urðu Fóstrufélagið. -S.dór Friðrik Sophusson hármálaráðherra: Raunsæið sigraði í þessari kosningu „Þessi afgerandi niðurstaða í at- kvæðagreiðslunni um verkfaUsboð- im er að mínu áUti skýr skUaboð til forystumanna launþegasamtakanna um að fólk vilji ekki grípa til verk- fallsvopnsins á þessu stigi. Fólk viU reyna til þrautar að finna ábyrga niðurstöðu í samriingunum. Mitt áUt er því að í þessari atkvæðagreiðslu hafi raunsæið sigrað," sagöi Friðrik Sophusson fjármálaráöherra um niðurstöðu kosninga BSRB um verk- faUsboðun. Hann sagði að ljóst væri að vinnu- stöðvim leiddi ekki til kjarabóta. Hann sagðist vilja minna menn á verkfaU BSRB 1984 sem enginn græddi á í því sambandi. Friðrik sagði að niðurstaðan úr þessari verk- faUskosningu hefði engin áhrif á samningaviðræðumar sem em í gangi. Þær muni halda áfram eins og ekkért hafi í skorist. „Þótt þess hafi gætt í málflutningi sumra forystumanna BSRB að verið væri að kjósa um stjómarstefnuna, Utum við í ríkisstjóminni ekki á nið- urstöðu kosninganna sem einhvem sigur fyrir okkur. Við teljum þetta einungis vera mat manna á því að það séu hinar efnahagslegu aðstæður sem marka mönnum kjörin í þessu landi. Það verða engin verðmæti til í kjarasamningum. Það er ekki hægt að skipta meiru en því sem til skipt- ana er. Og þegar þjóðartekjurnar dragast jafn mikið saman og raun ber vitni og atvinnuleysi hefur auk- ist, þá er augljóst mál að verkfoll til að knýja fram fleiri krónur í umslag- ið leiða aðeins til verðbólgu og verri kjara en eUa,“ sagði Friðrik Sophus- son. -S.dór HaHiábotnfiski Samtök fiskvinnslustöðva segja að botnfiskvinnsla f landinu sé rekin með 6,5% halla þíátt fyrir síðastiiöið haust. Nærri lætur að haUi vinnslunnar sé um tveir miUjarðar á ári. PáU Sigurjónsson, forsijóri ís- taks; var kosinn formaður stjóm- ar Útflutningsráðs í gær í stað Magnúsar Gunnarssonar. 50milljarðarburt Magnús Gunnarsson, formaöur Vinnuveitendasambandsins, sagði í fréttum RÚV í gær að ís- lendingar heföu sett um 40-50 miUjarða á síðustu 10 árum í óarðbærar fjárfestingar svo sem ónýtta orku, fiskeldi, loðdýra- rækt og ferðaþjónustu. Afli Andeyjar skemmdist MikUl hluti af afla Andeyjar eyðUagöisl í gær þegar sjór komst í lest skipsins. Aflinn var metinn á 13 milljónir en um % hans skemmdust. Skipið var aldrei tal- ið í hættu. Tvíkosning stúdents í nýlegum jH yj stúdentaráðs og juwftuiai íjus geia uienu ut str ari aðgæslu við gerð kjörsk framtíðinni að sögn rektors Fjórir nýir gufuhverflar voru gangsettir í orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi í gær. Þegar DV fór í prentun i gær- kvöldi höfðu um 30 mffljónir safnast til styrktar krabbameins- sjúkumböraum. -ból Agústa Þorkelsdóttir hefur ekki trú á starfi búnaðarþings: Bændur til sem trúa á kerf ið „Ég á eftir eftir aö sitja eitt ár á búnaðarþingi og mun eklti gefa kost á mér aftur. Mér finnst ég ekki gera gagn þarna og trúi ekki á það starf sem fer fram. Þeir bændur era til sem trúa á kerfið eins og það er og það er rétt aö þeir fái að spreyta sig,“ segir Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refstaö í Vopnafirði. Ágústa er fuUtrúi á búnaöarþingi sem fer fram í Reykjavík þessa dag- ana. Aðeins tvær konur sitja þingið, Ágústa og AnnabeUa Harðardóttir frá Hækingsdal í Kjós. AUs sitja 28 fuUtrúar bænda á fundinum auk búnaðarmálastjóra og starfsmanna. Ágústa er mjög gagnrýnin á núver- andi skipan landbúnaðarmála og segir þörf á róttækum breytingum. Kerfið sé staðnað og umbúðimar bæði kostnaðarsamar og flóknar. í raun hafi kerfið lítið sem ekkert að- lagað sig þeim breytingum sem bændur hafi upplifað. „Það má svo sem segja að kostnað- urinn við félagskerfið sé tittiinga- skítur í samanburði viö annaö. Hins vegar þarf að gera búnaðarþingin virkari. Þar ættu að sitja formenn búnaðarsambanda því almennir bændur eins og ég em ekki nógu vel inni í kerfinu. Þingið ætti að vera miUtiiður bænda og kerfisins. Að sama skapi mætti draga úr starfsemi Búnaðarfélagsins. Leiöbeininga- þjónustunni þurfa bændur hins veg- ar á að halda.“ Aö sögn Ágústu er og verður þörf á landbúnaði hér á landi. Á hinn bóginn verði að efla atvinnumögu- leika fólks þannig aö það geti unnið fyrir sér þó samdráttur eigi sér stað í hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu. Aö því segist hún vinna á öUumvígstöðvum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.