Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR ,20. MARS 1993 13 I augum bjórunnenda er fátt fallegra en freyðandi bjórglas. Bjór er kornafurð og á stundum kallaður brauð í fljót- andi formi. Því er ekki úr vegi að likja froðulausum bjór við skorpulaust brauð, nokkuð sem fæstir vilja. DV-myndir Brynjar Gauti Námskeið í meðferð bjórs: - Freyðandi topp- ur er skilyrðið Eftir aö áfengur bjór var leyfður hér á landi fyrir fjórum árum hefur áhugi fólks á framreiðslu hans aukist nokkuð. Fólki er alls ekki sama hvemig það fær bjórinn sinn. Á nýlegu námskeiði fyrir fram- reiðslumenn og bjórunnendur, sem efnt var til á dögunum, var farið í gegnum ýmislegt er tengist meðferð bjórs. Hér er sitthvað tíundað sem komið getur bjórunnandanum heima í stofu að gagni. Bjór er lifandi vökvi. Hann er mjög viðkvæmur fyrir slæmri meðferð og þolir ekki mikl^ geymslu. Öfugt við góð vín versnar bjór við geymslu, sérstaklega ef hann er geymdur lengi við stofuhita. Því nær frostmarkinu sem myrk geymslan er því betra. Eftir langa geymslu veröur bjór flatur og leiðinlegur á bragðið. Kol- sýran minnkar og bjórinn verður dauður að sjá. Ein meginreglan er því að drekka bjórinn sem fyrst eftir að hann hefur verið keyptur. Munur- inn á nýátöppuðum bjór og bjór sem er nokkurra mánaða gamall er mjög greinilegur. Sá fyrmefndi er mun ferskari og með meiri snerpu í bragð- inu. Á bjórumbúðum eru dagsetningar þar sem síðasti neysludagur er tiltek- inn. Mikilvægt er að taka þessar dag- setningar alvarlega, þær skipta máli. Loft og súrefni eru óvinir bjórs. Talað er um oxaðan bjór þegar súr- efni hefur komist að honum. Hann verður þá flatur og væminn á bragð- ið. Enn verra verður bragðið þegar sólarljós hefur fengið áð leika um bjórflöskumar. Þá verður hann al- veg ódrekkandi; nokkuð sem Danir kalla sólbjór og gretta sig ógurlega. Sérglös og loftþurrkun Meginreglan við umgengni bjórs er hreinlæti. Sú regla á ekki síst við kútabjórinn sem fer um leiðslur og krana á leið sinni í glas viðskiptavin- arins. Fita innan í glösum eða önnur óhreinindi geta eyðilagt froðuna á bjómum og um leið helminginn af ánægjunni við að drekka bjór. Froð- an hverfur þá fljótlega eftir að hellt hefur verið í glasið og þegar neðar í glasið er komið er ekki vottur af froðu 1 hiiðunum. En of mikil þrif geta einnig eyðilagt froðuna, það er þegar glansefni er notað við upp- þvottinn. Glansefni er óvinur bjór- froðunnar. Gott er að nota alltaf sérstök glös undir bjór, ekki mjólkurglösin, og Áður en bjór er hellt í glös er gott að skola glösin að innanverðu með köldu vatni. varast ber að þurrka þau meö viska- stykki. Við það verður og fitusmit sem ágerist eftir því sem fleiri glös em þurrkuð. Verið getur að fyrstu tvö glösin verði í lagi en eftir það em menn oftast í slæmum málum. Best er að loftþurrka glös; láta þau starida á hvolfi í grindinni. Áður en bjór er hellt í glös er gott að skola þau að innanverðu með köldu vatni. Þegar köldum bjór er hellt í glas við stofuhita verður sprenging eða sjokk og kolsýra tap- ast. Sé glasið kælt á undan minnkar hættan á þessum áhrifum. Best er að nota glös sem þrengjast lítið eitt að ofan. Við þaö tapast ekki eins mikið af kolsýrunni og í beinum glösum eða glösum sem víkka efst. Tveggja fíngra froða í augum bjómnnenda er fátt fall- egra en freyöandi bjórglas. Froðan ofan á bjórnum er augnayndi út af fyrir sig. Auk þess þykir bjórunnend- um sú bragðtilfmning eftirsóknar- verð sem fylgir því að drekka fyrstu sopana í gegnum froðu. Sú almenna regla gildir um uppá- hellingu bjórs að ofan á honum á að vera froðulag. Miðað er við froðu sem er um það bil tveir fingur að þykkt. í uppáhellingarkeppni erlendis er þetta grundvallaratriði. Á bjórglös- um er oft merki sem sýnir hvar skil froðu og bjórs eiga að vera. Ferðamenn frá miklum bjórþjóð- um hafa átt það til að skila bjór sem þeir fengu framreiddan hér á landi þar sem froðan eða froðuleysið var þeim ekki aö skapi. Bjór er komafurð Öruggur framreiðslumaður lætur renna innan í hliðar glassins og rétt- ir það við þegar það er að fyllast. Þá á að myndast nægileg froða. og á stundum kaUaður brauð í fljót- andi formi. Fyrst talað er um brauð er ekki úr vegi að líkja froðulausum bjór við skorpulaust brauð sem er hálfslappt fyrirbæri. ískaldur eða svalur Mönnum verður tíðrætt um þýsku aðferðina við uppáhellingar, að vel framreiddur bjór þurfi aö vera 7-8 mínútur í uppáhellingu. Þetta er þó frekar smekksatriði en nauðsyn. Ör- uggur framreiðslumaður tekur öl- kranann strax niður og lætur renna innan í hiiðar glassins. Þegar glasið er að fyllast réttir hann það viö og þá á að myndast nægileg froða efst í glasinu. Allt fum og fát, þegar mörg hálf eða froðufull glös em við ölkranann, ber vott um að óþjálfað starfsfólk sé að verki eða tækin í ólagi. Þá er stund- um verið að bjarga fyrir horn með því að fleyta froðunni ofan af með spaða, skeið eða jafnvel glasamottu. Til að kóróna allt saman er slöttun- um hellt saman í eitt glas. Slíkt eiga viðskiptavinir bjórkráa og veitinga- staða aldrei að láta bjóða sér. Það er smekksatriði hversu kaldur bjór á að vera. Þýska reglan segir að bjór eigi aö vera 8-10 gráða kaldur, þá njóti bragðið (á þýska bjórnum) sín best. Hér er þýsk bjórhefð nokkuð ráðandi og því ágætis viðmiðun í þessu hitastigi. En Bretar drekka bjór gjarnan við stofuhita meðan Bandaríkjamenn drekka bragðmild- an bjór ísjökulkaldan, jafnvel í hél- uðum glösum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.