Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. MARS 1993
7
Fréttir
Veðurstofan beðin um skýrslu eftir slysin á Akranesi:
Ráðherra vill virkara spákerfi
Umhverfisráðherra hefur óskað
eftir að Veðurstofa íslands útbúi
skýrslu í kjölfar þeirra válegu at-
burða sem urðu við Akranes í vik-
unni. Hugmyndin er að kanna hvort
hægt sé að koma á hraðvirkara kerfi
í stofnuninni þegar slæm veður
koma yfir landið þannig að hægt sé
að tiikynna fyrr en ella um þau til
sjómanna og annarra sem mjög eru
háðir veðurspám.
Eins og fram kom í DV í gær telur
Páli Bergþórsson veðurstofustjóri að
atburðir vikunnar hafi hvatt til þess
að betra móttökutæki verði keypt
fyrir gervitunglamyndir. Auk þess
telur Páll vel koma til greina að Veð-
urstofan komi sjálf með tölvuspár til
skamms tíma - nákvæmari en þær
sem koma á kortum erlendis frá.
Páll telur að í „prinsippinu" sé við-
eigandi að senda út stormviðvaranir
til sjómanna í gegnum útvarp eða
strandstöðvar jafnskjótt og upplýs-
ingar um slíkt berast Veðurstofunni.
-ÓTT
GÆSLA
Tökum að okkur gæslu
á böilum, skemmtun-
um og samkomum.
Vinsamlega leggið inn
símanúmer í símboða
985-51521.
Lög á Herjólfsdeiluna?
Eyjamanna
þar um mjög
alvarlega
- segirHalldórBlöndal
„Ég hef rætt við Vestmannaeyinga
um þessi mál og þau eru í undirbún-
ingi og athugun. Ég geri ráð fyrir að
þetta skýrist allt á mánudaginn. Mér
hafa borist óskir frá Vestmannaey-
ingum um að lög verði sett til að leysa
Herjólfsdeiluna og ég tek þær óskir
mjög alvarlega," sagði Halldór
Blöndal samgöngumálaráöherra í
samtali við DV í gær.
Halldór var spurður hvort hann
teldi koma til greina að bjóða út
feijuleiðina Vestmannaeyjar-Þor-
lákshöfn-Vestmannaeyjar, eins og
gert var með Eyjaíjarðarferjuna, og
leigja Herjólf?
„I sambandi við flóabátana höfum
við ákveðið að fara okkur hægt og
taka eitt mál fyrir í einu. En að gera
þetta til aö leysa Herjólfsdeiluna hef-
ur ekki verið rætt,“ sagði Halldór
Blöndal. -sdór
Landsbankalög-
insamþykktá
Alþingi í gær
Frumvarp til laga um ráðstafanir
til að efla eiginfiárstöðu innláns-
stofnana, eða Landsbankalögin eins
og þau eru kölluð, voru samþykkt frá
Alþingi í gær. Leita varð aíbrigða til
að koma lögunum í gegn vegna þess
að ekki leið nógu langur tími milli
umræðna.
Alþýðubandalagsmenn einir fluttu
breytingartillögur við frumvarpið.
Þær voru allar felldar og frumvarpið
samþykkt óbreytt frá því sem það var
lagt fram.
Fulltrúar Framsóknarflokksins og
Kvennalistans studdu nefndarálit
fulltrúa stjómarflokkanna í efna-
hags- og viðskiptanefnd. -S.dór
Egilsstaðir:
Tenging á heitu
vatniískoðun
hjá lögreglu
„Við teljum að mælir í ákveðnu
atvinnuhúsnæði hér í bænum mæli
ekki rétt og því báðum við lögregluna
að rannsaka máhð. Eigandi hússins
skipti nýlega úr rafhitun í hitaveitu.
Við teljum að hann hafi ekki gert
eins og reglur kveða á um. Við báð-
um lögregluna um að taka skýrslu
af honum til að fá hlutlausan aðila í
málið og láta reyna á það hvort hann
hefur farið að ákvæðum reglugerð-
ar,“ segir Bjöm Sveinsson, hitaveitu-
stjóri á Egfisstöðum.
Reglugerð um Hitaveifima á Egils-
stöðum var breytt mikið fyrir nokkr-
um áram. „Við ætlmn að kanna
hvernig svona mál hafa verið leyst
hjá öðrum hitaveitum en svo býst ég
við að við setjumst fljótlega niður tfi
að leysa málið í bróðemi," segir
Bjöm. -GHS
MICRA
SLÆR í GEGIM
STÓRSÝNING UM HELGINA
Ingvar Helgason hf. REYKJAVIK Sævarhöfða 2
BG bflasalan KEFLAVIK Bílakringlunni
Sigurður Valdimarsson AKUREYRI □seyri 5a
Enn og aftur bjóöum við
alla velkomna að skoða og
reynsluaka Nissan Micra,
bíl ársins 1993.
Fjölmargir íslendingar hafa
þegar komið, skoðað og
reynsluekið Micrunni og verið
hæstánægðir með bílinn.
Sannreynið sjálf
gæði Nissan Micru
á stórsýningu helgarinnar
milli kl. 14-17/
BÍLL ÁRSINS
1993
Nú hefur Nissan Micra bætt
enn einni skrautfjöður í
hattinn. Hið virta þýska
tímarit Auto Bild gerði
samanburð á nokkrum
bílum og þar hafði Nissan
Micra að sjálfsögðu vinninginn.
. Verðdæmi
MICRA LX 3ja dyra, með
VÖKVASTÝRI, beinni innspýtingu
1300cc, 16 ventla vél, hituð sæti
VERÐ AÐEIIMS
799.000.- stgr.