Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. MARS 1993
41
Sviðsljós
Michael Jackson kom öllum á
óvart um daginn þegar hann
samþykkti aö maeta í viðtal og
ijóstra upp ýmsu ur einkalífmu.
Það var sjónvarpskonan Oprah
Winfrey sem fékk poppgoðið til
þess ama. í kjölfarið tókst með
þeim góður kunningsskapur og
nú hefur Jackson boðist til að
lána Winfrey sveitasetrið sitt fyr-
ir giftingarveislu sjónvarpskon-
unnar og heitraanns hennar.
Bruce Willis og kynhlutverkin:
Eg vil að konan
sé heima og hugsi
umbömin
Michael J. Fox stendur sig vel
í baráttunni viö áfengið en leikar-
inn hefur ekki hragðaö dropa í
marga mánuði. Það var eigin-
kona hans, Tracy Pollan, sem
setti honum stóllinn fyrir dyrnar
en hún sagði að annaðhvort hætti
hann drykkjunni eða hjónaband-
ið væri á enda. Fox valdi fyrri
kostinn og nú hefur Tracy ákveð-
ið að verðlauna hann fyrir
frammistöðuna meö þvi aö eign-
ast annað barn en fyrir eiga þau
soninn Sam.
Richard Gere hræðist fátt meira
en að stíga inn í verslanir. Honum
leiöist ekki búðarrápið en hann
óttast að á sig renni kaupæði.
Þess vegna fékk hann konuna
sina, fyrirsætuna Cindy Craw-
ford, til að kaupa fyrir sig tvær
skyrtur um daginn. Cindy fannst
það litið mál og skellti sér á næstu
útsölu þar sem hún keypti tutt-
ugu skyrtur á 15 þúsund krónur
stykkið.
Renee Jeffus gefur Jack Nichol-
son ekki háa einkunn en hún fór
út með stórstjömunni nokkrum
sinnum. Renee, sem er 19 ára og
starfar sem fyrirsæta, sagðist
hafa fljótlega komist að því að
Nicholson, sem er 5S ára, væri
alltof gamall fyrir sig. Leikarinn
lét álit Renee ekkert á sig fá og
nú hefur hann augastað á ann-
arri ljósku, Amöndu De Cadenet.
Hún er tvítug og er eiginkona
Johns Taylor í Duran Duran en
Nicholson setur það varla fyrir
Prince er ástfanginn upp fyrir
haus þessa dagana. Það er
franska leikkonan Beatrice Valle
sem hefur þessi áhrif á poppar-
ann en ráögjafar Prmce hafa lítið
vflSað ségja um giftingaráform í'
ljósi fyrri kvennamála stjörn-
unnar. Aðdáendur popparans cru
þó ekki allir jafn hrifnir af gangi
mála og þeir hörðustu segja að
VaUe sé ekki samboðin Prince.
Ástæðuna segja þeir vera })á að
Valle haff leikiö í klámmyndum.
Bruce Wiilis og Demi Moore á meðan allt lék I lyndi.
Shannen Ðoherty heldur áfram
að vera til vandræða en stutt er
síðan hún var sett í steininn fyrir
slagsmál við ónefhda vinkonu
sína. Nýjustu fréttir af Shannen,
sem leikur i Beverly Hills 90210,
em þær að hún hafi verið að
flækjast um dauöadrukkin í Mex-
íkó. Leikkonan var þar ásamt
Tori Spelling sem leikur líka i
B.H, 90210. Að sögn sjónarvotta
var það ekki fögur sjón þegar vúi-
konurnar stauluöust um ofur-
ölvt
- hjonaband hans og Demi Moore er í rúst
Hjónaband leikaranna Bmce WiUis
og Demi Moore er í rúst og svo héfur
verið í langan tíma. Bæði em 'þau
með eindæmum skapstór og vinir
þeirra beggja segja það aðeins tíma-
spursmál hvenær upp úr sjóði. Tog-
streituna má fyrst og fremst rekja til
mismunandi viðhorfa þeirra til
heimilisins en Bruce álítur að hlut-
verk konunnar sé fyrst og fremst að
vera heima og hugsa um bömin.
Hjónabandsráðgjöfin
dugar ekki
Sérfræðingar telja þetta aðeins
hluta af skýringunni og að miklu lík-
legra sé að frami Demi í kvikmynda-
heiminum fari í’ taugarnar á Bruce.
Árangur hennar sé nokkuð sem
hann þoli ekki. Ekki bætir heldur
úr skák aö Bruce unir illa í HoUy-
wood og vill helst flytja til austur-
strandarinnar. Leikarahjónin, sem
eiga tvær dætur, hafa um langt skeið
Svona komu leikarahjónin lesend-
um Vanity Fair fyrir sjónir.
leitað til hjónabandsráðgjafa en ár-
angurinn af starfi hans er hverfandi
lítfll. Rifrildið heldur áfram og smá-
ágreiningur verður iðulega að há-
vaðasömum deilum. Þeim lýkur oft-
ast á þann veg að Demi rýkur á dyr
og gistir á næsta hóteli tfl að jafna sig.
heljarþröm og vinir þeirra segja að
hjónabandiö sé bara nafnið tómt.
í fjölmennan hóp
fráskilinna leikara
Fari svo að upp úr slitni verður það
ekki fyrsta hjónabandið í Hollywood
sem fer út um þúfur. Það þykir
reyndar tíðindum sæta ef leikarar
tolla saman í einhvern árafjölda en
nú virðist fátt geta komiö í veg fyrir
að Bruce og Demi bætist í fjölmennan
hóp fráskflinna leikara. Ekki er vitað
hvaða áhrif skflnaður hefði á Demi
en vitað er Bruce þyldi hann verr.
Vinir hans segja að leikarinn myndi
brotna niður enda elskar hann konu
sína og dætur út af lífinu. Leikarinn
getur ekki hugsað sér tflveruna án
þeirra en það neyðist Bruce samt
væntanlega til aö gera ef hann getur
ekki breytt viðhorfum sínum tfl úti-
vinnandi húsmæðra.
Bruce þolir ekki að Demi sé vinsælli
en hann sjálfur.
Hjónabandið er
nafnið tómt
Strax eftir giftinguna 1987 fór að
halla undan fæti og vinsældir Ghost,
þar sem Demi lék á móti Patrick
Swayze, fóru í skapið á Bruce. Flest-
ar mynda hans hafa verið misheppn-
aðar en annað er uppi á teningnum
hjá eiginkonunni en hún var nú síð-
ast að slá í gegn í A Few Good Men.
Ekki má þó gleyma að Demi hefur
töluvert lagt á sig til að koma hlutun-
um í lag. T.d. var hún tflbúin aö
dveija í New York um tíma tfl að
hafa eiginmanninn góöan en það
virtist duga skammt. Nú er allt á
Mörgum þykja væntanlega hug-
myndir Bruce um hjónabandið frek-
ar gamaldags.
Ronald Reagan og Nancy hafé
náð sáttum við dóttur sína, Patti,
og nú eru þau öll þrjú bestu vinir
eftir margra ára ósætti. Það sem
geröi útslagið var að Reagan og
Nancy borguðu fyrir lýtalæknis-
aðgerð sem Patti gekkst undir en
hún hefur jafnframt lofað að
hætta níðskrifum um foreldra
sína. Tfl að friðurinn haldist
áfram á heimilinu hefui- forsetinn
fyrrverandi beöið sérstakan ijöl-
skylduráðgjafa um að lita inn
einu sinni í viku.
; Sharon Stone gengur ilia að
festa ráð sitt. Ástarsambönd leik-
konunnar hafa gengið brösug-
lega, svo ekki sé fastar að orði
kveðið og að jathaöi enciast þau
nokkrar vikur. Það komþví fáum
á óvart þegar Stone tflkynnti að
kærastinn hennar, Chris Peters,
væri búinn að fá reisupassann.
Samband þeiira stóö 1 tæpa fimm
mánuði sem þykir nokkuð gott
þegar leikkonan á í hlut.