Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Kvikmyndir
10. Norræna kvikmyndahátíðin í Reykjaví k:
Tuttugu kvikmyndir keppa
um vegleg verðlaun
Hinn fullkomni glæpur er norsk kvikmynd sem Eva Isaksen leikstýrir.
Brunnurinn er finnsk kvikmynd, nútímasaga sem gerist á bóndabæ.
Leikstjóri er Pekke Letho.
Veglegasta kvikmyndahátíð, sem
haldin hefur verið hér á landi, 10.
Norræna kvikmyndahátíðin, verð-
ur haldin í Reykjavík dagana
24.-27. mars í Háskólabíói. Setning
hátíðarinnar verður þó kvöldið
áður og verður kvikmyndin Börn
náttúrunnar þá sýnd. Hún er ein
fjögurra íslenskra kvikmynda sem
taka þátt í keppninni. Á þessari
hátíð verða sýndar tuttugu bestu
kvikmyndir síðustu tveggja ára á
Norðurlöndum, fjórar frá hveiju
landi.
Utan við keppnina verða svo
sýndar tíu bestu kvikmyndir síð-
ustu tíu ára á Norðurlöndum. í lok
þessarar miklu kvikmyndahátíöar
verður svo vahn besta kvikmynd
Norðurlanda ’93 við sérstaka at-
höfn sem veröur í beinni útsend-
ingu Sjónvarpsins. Vigdís Finn-
bogadóttir afhendir sigurvegaran-
um verðlaun að upphæð 1.500.000
kr. Einnig verða veitt „áhorfenda-
verðlaun" sem borgarstjórinn í
Reykjavík, Markús Óm Antons-
son, afhendir og Ólafur G. Einars-
son menntamálaráðherra mun
veita verðlaun fyrir bestu stutt-
myndina.
Hér á eftir fer stutt kynning á
kvikmyndum þeim sem taka þátt í
aðalkeppninni. Ekki er þó ástæða
að kynna sérstaklega íslensku
kvikmyndirnar, svo þekktar era
þær hér á landi, en þær eru:
Börn náttúrunnar, leikstjóri
Friðrik Þór Friðriksson. Ingaló,
leikstjóri Ásdís Thoroddsen.Só-
dóma Reykjavík, leikstjóri Óskar
Jónasson. Svo á jörðu sem á himni,
leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir.
Danmörk
Vofa Jaspers, leikstjóri er Brita
Wielopolska. Þekktasta kvikmynd
hennar er Hodja fra Port sem hún
gerði 1985 og hefur sú mynd fengið
mörg verðlaun. Vofa Jaspers er
fjórða kvikmynd Britu og í henni
er sögð saga hins 11 ára gamla Ja-
spers sem uppgötvar land hinna
ókunnu, þannig verður honum sín
eigin veröld skiljanlegri. Sviðið er
dansk þorp og er Vofa Jaspers fjöl-
skyldumynd með ævintýrablæ en
ásækin um leið.
Sárar ástir, leikstjóri er Nils
Malmros. Hann nam læknisfræði
áður en hann sneri sér að kvik-
myndum. Hann kvaddi sér fyrst
hljóðs í kvikmyndinm Lars-Ole 5C
árið 1973. Sárar ástir er mynd um
unga stúlku, Kirsten, sem er að
verða fulloröin. í upphafi sögunnar
er hún í síðasta bekk grunnskól-
ans. Hún daðrar við umhverfi sitt,
ástin kemur, fer og kemur aftur og
hún á erfitt með að fóta sig á þeim
breytingum sem krafist er af henni
með aldrinum.
Snúkurinn er frumraun Jörgens
Vestergaard í gerð leikinna kvik-
mynda en áður hafði hann gert
stutt- og heimildarmyndir og leik-
brúðumyndir. Snúkurinn er gam-
anmynd og er aöalsöguhetjan örs-
mátt fyrirbæri með aðeins eina tá,
Snúkurinn. Stundum er hann feim-
inn en oftast er hann frökk og fram-
takssöm lítil vera og verður hann
besti vinur Egils sem er 7 ára og er
í sumarleyfi þegar sagan hefst.
Það er hin þekkta, norska leik-
kona, Liv Ullmann, sem leikstýrir
fjórðu dönsku kvikmyndinni,
Sofie, sem gerist í Kaupmannahöfn
árið 1866. Segir í myndinni frá gyð-
ingastúlkunni Sofie, tilfinningum
hennar og þroskaferli. í bakgrunni
eru sterkar fjölskylduhefðir gyð-
inga. Sofie er fyrsta kvjkmyndin
sem Liv Ullmann leikstýrir og átti
hún einnig þátt í gerð handritsins.
Finnland
Aki Kaurismaki er þekktasti leik-
stjóri Finna og einn þekktasti leik-
stjóri á Norðurlöndum. Kvikmynd
hans í þessari keppni er Bóhemalíf
sem fjallar um þrjá listamenn,
málarann Rodolfo, skáldið Marcel
og tónskáldið Schaunard. Þeir eru
hstamenn af lífi og sál en peninga-
leysi verður til þess aö þeir þurfa
að hafa mikið fyrir því að sleppa
undan húseigendum og rukkurum.
Aki Kaurismaki er á heimavelli í
frásögn af bóhemunum þremur og
sambandi þeirra við tvær sveita-
stúlkur, Mimi og Mausette, sem eru
úti á þekju í stórborginni.
Ást Söru, leikstjóri er Claes Ols-
son. Frá 1970 hefur hann leikstýrt
meira en 20 teikni-, heimildar- og
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
stuttmyndum. Það var árið 1987
sem hann leikstýrði fyrstu leiknu
kvikmynd sinni í fullri lengd. Ást
Söru er nútíma ástarsaga. Aðalper-
sónan er Sara sem skortir sjálfsör-
yggi og hefur tilhneigingu til að
horfa á sjálfa sig með annarra
manna augum. Erfiðleikar hennar
til að slaka á í unaði kynlífsins leiða
hana út í öfgar lauslætis og oíbeld-
is.
Brunnurinn, leikstjóri er Pekka
Lehto sem hefur verið viðloðandi
kvikmyndagerð frá 1968. Hann
leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd í
fullri lengd árið 1978, Kainuu 39.
Hann hefur leikstýrt tveimur kvik-
myndum sem tekið hafa þátt í aðal-
keppninni í Cannes, Flame Top og
Da capo. Brunnurinn er sjöunda
kvikmynd hans. Sögð er nútíma-
saga sem gerist á bóndabæ í Suð-
vestur-Finnlandi. Anna-Maija er
ung húsmóöir sem fellur saman
undan miklu álagi. Hún missir tök-
in á atburðarásinni og sjálfseyðing-
arhvöt hennar brýst fram á hræði-
legan hátt.
Týndi sonurinn, leikstjóri er
Veikko Aaltonen. Hann hefur með-
al annars hefur unnið með Kaur-
ismáki-bræðrum. Hann leikstýrði
nokkrum sjónvarpsmyndum áður
en hann gerði Týnda soninn sem
fjallar um samband tveggja manna,
samband sem einkennist af kvala-
losta og sjálfspyndingarhvöt sem
leiðir til ofbeldis og morðs.
Noregur
Pólstjamangerist í Finnmörk í
Norður-Noregi. Sagan segir frá við-
burðaríku lífi fjögurra manna fjöl-
skyldu á tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar og afdrifum hennar eft-
ir stríð. Leikstjóri myndarinnar,
Knut Erik Jensen, er fæddur í
nyrsta hiusta Noregs. Heimabær
hans var brenndur og gereyðilagð-
ur af nasistum þegar hann var fjög-
urra ára. Jensen lærði kvikmynda-
gerð í London og gerði fyrstu stutt-
mynd sína 1974. Pólstjarnan er
fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd.
Svartir hlébarðar fjallar um fimm
unga uppreisnarmenn sem halda
út í nóttina, bijótast inn í bygging-
ar, stela og eyðileggja en hafa
hreina samvisku. Þetta er þeirra
aðferð við að frelsa „þræla“ okkar
tíma. Myndinni leikstýrir Thomas
Robsahm Tognazzi. Hann er sonur
ítalska leikarans Ugo Tognazzi og
bróðir Ricky Tognazzi sem vakti
mikla athygh fyrir kvikmynd sína,
Ultra, fyrir tveimur árum. Thomas
fæddist í Noregi. Áður en hann tók
til við gerð Svarta hlébarðans hafði
hann leikstýrt tveimur stuttmynd-
um.
Loftskeytamaðurinn, leikstjóri
er Erik Gustavson. Hann hefur
starfað að kvikmyndagerð í tæpa
tvo áratugi. Fyrstu kvikmynd sína
í fullri lengd, Blackout, gerði hann
1986 og fjórum árum síðar verð-
launamyndina Herman. Myndin er
byggð á sögu eftir Knut Hamsun.
Söguhetjan er Rolandsen sem er
aht í senn, indælt fifl, slóttugur
kvennabósi, sérvitur heimspeking-
ur og bijálaður uppfinningamaður.
Hann dreymir um að verða ríkur
af uppfinningum sínum til að vinna
ástir Elísu, dóttur auðkýfings í
þorpinu.
Hinn fullkomni glæpur fjallar um
Pierre, sem er ungur kvikmynda-
leikstjóri sem vinnur að erótískri
hrohvekjumynd, þar sem ástkona
hans, Gréta, leikur aöalhlutverkið.
Meðan á upptökum stendur dofnar
samband þeirra án þess þó að hann
geri sér grein fyrir því. í hinum
raunverulega heimi taka síðan at-
burðir að gerast, áþekkir þeim sem
myndin greinir frá. Leikstjóri er
Eva Isaksen sem lengi hefur verið
viðloðandi leikhús og kvikmyndir
og verið aðstoðarleikstjóri hjá
mörgum leikstjórum. 1990 gerði
hún fyrstu kvikmynd sína, Dauð-
inn á Oslo Central. Hinn fullkomni
glæpur er þriðja kvikmynd hennar.
Svíþjóð
II Capitano er eina myndin af
þeim sem keppa um verðlaunin
sem einnig er sýnd í flokki tíu bestu
kvikmynda síðustu tíu ár. Leik-
stjóri hennar er Jan Troeh, einhver
frægasti leikstjóri á Norðurlönd-
um. Hefur hann leikstýrt mörgum
þekktum kvikmyndum, þar af
tveimur í Bandaríkjunum. II Capit-
ano er fyrsta kvikmynd Jans Tro-
eh í níu ár. Hlaut hann silfurbjöm-
inn í Berhn á síðasta ári fyrir leik-
stjórn sína. Myndin segir frá sönn-
um atburðum sem gerðust 1988
þegar fimmtán ára phtur og faðir
hans eru myrtir af þjófum sem
stela hjóli sonarins. Skömmu síðar
er móðirin einnig myrt.
Stóri feiti pabbi, leikstjóri er
Kjell-Áke Andersson. Hann gerði
stuttmyndir sem unnu til verð-
launa áður en hann sneri sér að
kvikmyndum í fullri lengd. Frum-
raun hans var Freinds sem hann
skrifaði handritið að en tók yfir
leikstjórn áður en yfir lauk. Stóri
feiti pabbi er árangur samstarfs
hans og leikritaskáldsins Magnus-
ar Nilsson og fjallar um ellefu ára
stúlku og samband hennar við föð-
ur sinn sem er mjög náið..
Freud flytur að heiman fjahar um
hina 25 ára gömlu Freud sem er á
mörkum þess að flytja að heiman
en ávaht kemur eitthvað í veg fyrir
það. Fjölskyldan safnast saman
þegar móðirin verður sextug en
aht breytist þegar móðirin veikist.
Leikstjórinn, Susanne Bier, er
dönsk og lauk námi í kvikmynda-
fræðum í Kaupmannahöfn. Freud
flytur aö heiman er fyrsta kvik-
mynd hennar, en hún hefur unnið
mikið að tónhstarmyndböndum.
Englabærinn er gamanmynd um
þröngsýni, fordóma og kynþátta-
hatur en fjallar einnig um ástir og
vináttu og dregur upp fallega mynd
af htríku sumri í Svíþjóð. Leikstjór-
inn, Colin Nutley, er breskur en er
samt talinn sænskari en aðrir
sænskir 'leikstjórar. Hann fluttist
til Svíþjóðar fyrir tíu árum og hefur
gert bæði heimildarmyndir og
leiknar myndir þar. Englabærinn
er þriðja kvikmynd hans og sú
mynd sem hefur hlotiö einna mestu
aðsókn í Svíþjóð undanfarin miss-
eri.
-HK