Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
21
Menning
Leikur að fonni
Á íslenskum hönnunardegi ’93
þann 4. mars sl. sýndu 29 íslenskir
hönnuðir verk sín á vegum 12 fyrir-
tækja í húsgagna- og innréttinga-
framleiðslu. í tengslum við daginn
voru veitt sérstök verðlaun fyrir
áhugaverðustu nýjungina frá síðasta
hönnunardegi. Hönnunarverðlaunin
hiaut að þessu sinni Pálmar Krist-
mundsson arkitekt, fyrir fatahengi
og lampa úr áh, sem hann hefur þró-
að og unnið að mestu leyti sjálfur.
Að auki hlutu viðurkenningu Guð-
björg Magnúsdóttir innanhússarki-
tekt fyrir sófasettið „Þema“, og inn-
anhússarkitektarnir Guðrún M. Ól-
afsdóttir og Oddgeir Þórðarson fyrir
margháttað framlag sitt á sviði hús-
gagna- og innréttingahönnunar, en
verk þeirra voru til sýnis í þremur
fyrirtækjum.
Pálmar Kristmundsson er kunnur
fyrir innréttingar sínar fyrir ÁTVR
í Mjódd, á Eiðistorgi og í Austur-
stræti og var vegglampinn á sýning-
unni í Epal upphaflega hannaður
sem hluti af síðasttöldu innrétting-
unni. Hugmyndin á rætur í efninu
sem er hið sama og í lofti og veggjum
verslunarinnar í Austurstræti, óhtað
ál. Eiginleikar þess eru kannaðir í
ýmsum útfærslum í lömpum Pálm-
ars og tilraunir gerðar með notkun
staðlaðra efnisprófíla og vélahluta
sem hráefni til nýsköpunar.
„Þema“ - sófsett Guðbjargar Magn-
úsdóttur - var fyrst kynnt á hönmm-
arsýningu í Perlunni á sl. ári en hér
var það sýnt með nýju sófaborði úr
stáU og gleri eftir sama höfund. Ein-
föld, hrein-kúbísk grunnform minna
að sumu leyti á framsækna hús-
gagnahönnun 3. og 4. áratugarins,
kennda við De Stijl og Bauhaus. Ekki
spilUr að sófmn og stólarnir eru sér-
lega þægilegir ásetu.
Guðrún M. Ólafsdóttir og Oddgeir
Þórðarson hafa víða komið við á sviði
húsgagna- og innréttingahönnunar
og er skemmst að minnast sófans
sem þau unnu með Ustmálaranum
ToUa árið 1987. Frá árinu 1989 hafa
þau unnið að hönnun „Brúnás“-
innréttingahnunnar fyrir Miðás hf. á
Egilsstöðum. Það samstarf er af-
rakstur vöruþróunarverkefnis á veg-
um íðntæknistofnunar er hófst árið
1988. Afraksturinn er vönduð og stíl-
hrein íslensk innréttingaUna með
margvíslegum valmöguleikum í út-
færslum og efnisvaU sem stenst fylU-
lega samanburð við hið besta í inn-
fluttum innréttingum. Auk Brúnás-
innréttinga sýndu Guörún og Odd-
geir sófa og fleiri hluti í versluninni
Casa, undir vörumerkinu „GO-4“, og
er sú framleiðsla kostuð af hönnuð-
unum sjáifum. Loks sýndi Epal hf.
nýjan 2ja manna sófa og stól, „EGÓ“,
sem hannaður er sérstaklega af þeim
Guðrúnu og Oddgeiri með þarfir
stofnana og fyrirtækja í huga.
Vinnustofan GLÁMA sf. er hlaut
verðlaun hönnunardags ’91 fyrir vín-
skápinn „Dreka", sýndi að þessu
sinni frumgerð að fjölnotahirslum
undir vörumerkinu „Kastor". Um er
að ræða hirslur samsettar úr skenk,
skilrúmi (baki) og færanlegum hill-
Kastor, fjölnota hirsla. Hönnuðir:
Gláma sf. Framleiðandi: Epal hf.
Brúnás-innréttingar. Hönnuðir: Guðrún M. Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðar-
son. Framleiðandi: Miðás hf.
Þema-sófasett. Hönnuður Guðbjörg Magnúsdóttir. Framleiðandi: Exó.
Hönnim
Pétur H. Ármannsson
um, sem staðið geta upp við vegg eða
úti á gólfi. Efnisval er fjölbreytt, ryðf-
rítt stál, lakkaðar og spónlagðar plöt-
ur og nautshúð. Formuppbygging
„Kastor“-hirslnanna er mjög áhuga-
verð og býður upp á ýmsa möguleika
á frekari úrvinnslu og þróun. Fram-
leiðandi er Epal hf.
Fyrirtækið Lúmex hf., er sérhæfir
sig í ljósahönnun, kynnti nýja lamp-
alínu, „Júpíter", í húsakynnum
verslunarinnar Júnik. Höfundar eru
Tryggvi Tryggvason arkitekt og
Helgi Kr. Eiríksson lýsingarhönnuð-
ur. Nafnið er skírskotun til stjörn-
unnar með tungl sín, sem einstakir
lampar ínnan línunnar eru kenndir
við: Europa, 10, Galimede og Gallisto.
Júpíter-hnan byggist á tveimur
grunnformum: málmlykkju sem
heldur utan um sjálfan ljósgjafann
og harðviðar-linsu sem sniðin er eftir
ákveðinni geometríu. Þessum grunn-
formum er síöan telft saman á ýmsa
vegu svo úr verður vegglampi, stand-
lampi eða borðstofuljós.
hæð í Kringlunni hefur Hagkaup opnað markað á
fötum og skóm þar sem hver vara kostar aðeins
999 krónur eða þaðan af minna. Þarna má i
gera ævintýraleg góð kaup á hinum bestu I
vörum. I
Komdu á þriðju hæðina í Kringlunni og
0- skoðaðu 999-markaðinn.
HAGKAUP
gœöi úrval þjónusta