Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
55
Fréttir
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
Oll ijölskyldumál undir einn hatt
- vil koma á fót nokkurs konar fl ölskylduþj ónustustofnun
„Ég hef fullan hug á því aö móta
heildstæða fjölskyldustefnu og safna
öllum málaflokkum, sem snerta fjöl-
skylduna, undir einn hatt, einhvers
konar fjölskylduþjónustustofnun,"
segir Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra. „Málefni fjölskyld-
unnar hafa heyrt undir ýmis ráðu-
neyti en félagsmálaráðuneytiö hefur
ekki verið fj ölskylduráðuneyti fyrr
en undanfarin ár.“
Landsnefnd um ár fjölskyldunnar
1994 hefur skilað félagsmálaráöherra
áfangaskýrslu og leggur til að farið
verði ítarlega yfir þá löggjöf sem snýr
að fjölskyldumálum og að mótuð
verði heildstæð fjölskyldustefna.
Landsnefndin stefnir að því að leggja
grunn að slíkri stefnumótun á ári
fjölskyldunnar 1994.
Meginmarkmið landsnefndarinnar
næstu misserin verður að hvetja
landsmenn til umhugsunar um mál-
efni heimilanna og virkrar þátttöku
í undirbúningnum fyrir ár fjölskyld-
unnar. Unnið verður úr gögnum og
upplýsingum safnað um lífsskilyrði
og heimilisaðstæður aldraðra og fatl-
aðra, húsnæðismál, heilsugæslu og
heilbrigðismál fjölskyldunnar.
Fyrirhugað er að halda eitt mál-
þing um málefni fjölskyldunnar á
þessu ári. Þar yrði fjailað um stöðu
fjölskyldunnar og heimilanna út frá
mismunandi sjónarhornum. í vor
verður haft samband við fræðslu-
stjóra, skólastjóra og foreldrafélög
vegna aðgerða sem vonast er til að
fari fram innan skólanna. Þá hyggst
landsnefndin hafa samvinnu við al-
menn félagasamtök, samtök launa-
fólks, sveitarfélög, fjölmiðla og hsta-
menn við undirbúning að ári fjöl-
skyldunnar. Vonast er til að hægt
verði að vekja áhuga sem flestra á
málefnum fjölskyldunnar þannig að
árið skiii góðum árangri í þágu fjöl-
skyldunnar.
-GHS.
Guðmundur HitaBisson, DV, Stolckholmi;
Enn einu sinni urðu íslendingar
að lúta i lægra haldi í leik um sæti
í stórmóti í handknattleik. Að
þessu sinni gegn Tékkum, 22-21, í
gærkvöldi í leik um 7. sætið á HM.
Áttunda sætið er þvi hlutskipti ís-
lendinga að þessu sinní.
Það stefndi þó framan af í ekkert
annað en öruggan sigur íslenska
liðsins. Það náði fimm marka for-
ystu eftir 15 mínútna leik, 7-2, og
í hálfleik var munurinn 3 mörk,
11-8. Tékkar náðu að komast yfir
í fyrsta skipti þegar 14 mínútur
voru eftir og voru sterkari á enda-
sprettinum.
Það verður að segjast eins og er
að það voru mikil vonbrígði að tapa
fyrir þessu frekar slaka liði Tékka.
ísienska liðið hóf leikinn af krafti
en eftir að iiafa náð afgerandi for-
ystu gerðust leikmennirmr kæru-
lausir og skutu tékkneska mark-
vörðinn í stuð. Bjarki Sigurðsson
og Guðmundur Hrafhkelsson stóðu
uppúr í frekar ósamstilltu liði ís-
lands.
Þetta var síðasti leikur íslendinga
í keppninni. Sigur vannst í þremur
leikjum, gegn Ungveijum. Dönum
og Bandaríkjamönnum, en tapleik-
ir voru á móti Svíum, Rússum,
Þjóöverjum og Tékkum.
„Auðvitað er maður drullus-
vekktur. Það er stór munur á að
lenda í 7. sæti eða í því 8. Við gáfum
þeim hreinlega leikinn eftir aö hafa
náð góðu forskoti og kannski spilar
þreyta inní. Menn voru komnir á
hælana en það er ekki við þá að
sakast. Þeir reyndu sitt besta,"
sagði Þorbergur Aðalsteinsson við
DV eftir leikinn.
Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson
8, Sigurður Sveinsson 6/1, Héðinn
Gilsson 2, Gunnar Beinteinsson 2,
Gunnar Gunnarsson 1, Einar G.
Sigurðsson 1 og Sigúrður Bjarna-
son 1 mark.
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Toyota Coroila DX hatchback, árg. 1985,
til sölu, 2 dyra, hvítur, vel með farinn
bíll. Verð 280 þús. staðgreitt. Uppl. í
sima 91-654248 og 91-53219.
Mazda 323 Dohc, 16 ventla, turbo, 4
WD, árg. ’87, til sölu, hvít að lit, allt
nýtt í vél og gírkassa (nótur fylgja).
Skipti á ódýrari, allt kemur til greina.
Upplýsingar gefur Rúnar í síma
92-12463 og 984-51585 (símboði).
Wagoneer '79, 360 cc, ný 38" Dick
Cepek radial, sérskoðaður og skoðað-
ur í mars ’93. Verð ca 400 þús. stað-
greitt. Uppl. í síma 91-612886.
■ Jeppar
Lada Sport, árg. '90, vsk-bill, til sölu.
Uppl. í síma 91-651170.
Fjórir góðir til sölu.
Range Rover, árg. ’84, ek. 140 þús. km,
samlæsing, 4 höfuðpúðar, sjálfskiptur,
álfelgur, Ford Bronco Éddie Bauer,
árg. ’86, ek. 76 þús. míl., sjálfsk., rafm.
í rúðum, samlæsing, mjög fallegur
vagn. Subaru 1800 GL, 4x4, ’85, sjálf-
skiptur, á 455 þ. kr., beinsk., á 370 þ.
kr. Sími 21255 eða 985-21547.
Akureyri:
Amerískir fjölskyldu-
dagar á Bautanum
Til sölu Grand Wagoneer 1984, V-8 360
m/öllu, upphækkaður á nýjum 38"
mudder negldum dekkjum, lækkuð
hlutfoll, læsingar framan og aftan, 120
1 aukatankur, CB stöð, sími, kastarar,
loftdæla, topplúga o.fl., skoðaður ’94.
Glæsilegur íj allabíll á sanngjömu
verði. Sími 91-624945 m. kl. 12 og 18.
Toyota 4Runner, árg. '91, vínrauður,
ekinn 23 þús. km, verð kr. 2.400.000
staðgreitt, ath. skipti á ódýrari.
Uppl. hjá Bílasölu Garðars, Nóatúni
2, sími 619615 laugard. og sunnud., eða
heimasími 52445 og 985-34383.
Dr. Feiter, sjávarútvegsráðherra Þýskalands, ásamt fríðu föruneyti, þeirra
á meðal landbúnaðarráðherra Mecklemburg, ráðuneytisstjórum og þing-
mönnum, var á ferð á Akureyri i gær ásamt Þorsteini Pálssyni forsætisráð-
herra. Tilgangur heimsóknarinnar var ekki sist að skoða höfuðstöðvar Út-
gerðarfélags Akureyringa sem hefyr keypt meirihluta i þýska útgerðarfyrir-
tæklnu Mecklemburger Hochsefishrei. í gærkvöldi sat þýska sendinefndin
boð Þorsteins Pálssonar á Hótel KEA ásamt fleiri gestum. Myndin er tekin
við komu Þjóðverjanna til Akureyrar í gær og eru þýsku ráðherrarnir fremst
á myndinni. DV-símamynd gk.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Amerískir fjölskyldudagar" eru
hafnir á veitingahúsinu Bautanum á
Akureyri. Matreiðslumenn þar á bæ
ætla að kynna Norðlendingum ýmsa
kunna bandaríska rétti til 28. mars
og töfra fram eitt og annað við allra
hæfi og sérstakur matseðUl er fyrir
börnin.
Amerísk matargerð er ekki ein-
skorðuð við hamborgara og nauta-
steikur eins og margir halda og þótt
að sjálfsögðu sé boðið upp á þá rétti
á Bautanum eru þar ýmsir aðrir
áhugaverðir réttir. Má í því sam-
bandi nefna creola-lamb, sjávarrétti
Jambalaya og kalkúnasamlokur.
Svokallaðar New York-steikur er svo
auðvitað hægt að fá allt upp í 300
grömm sem ætti að nægja hveijum
sem er.
Matreiðslumenn Bautans á Akureyri einbeita sér að ameriskri matargerð
þessa dagana. DV-mynd gk
Toyota Hilux, árg. ’88, V6 SR5, með
sportinnréttingu, 35" BF-dekk, álfelg-
ur, loftlæsing, loftdæla o.fl. Upplýs-
ingar í síma 91-74453 eftir kl. 18.
Flugleiðir:
Mikið tap af innanlandsfluginu
Tap Flugleiða á síðasta ári varð 134 milh ára.
milljónirenárið 1991 var 150 milljóna Tapið má að mestu leyti rekja til
króna hagnaður af rekstrinum. Nið- innanlandsflugsins en 150 milljóna
urs veiílan er þ ví ríflega 280 millj ónir rekstrartap var á því í fyrra. -Ari
Starfsemi Strýtu hf., sem leigir rekstur þrotabús Niðursuðuverksmiðju K.
Jónssonar á Akureyri, hófst í gærmorgun. Að sögn Aðalsteins Helgason-
ar, framkvæmdastjóra nýja fyrirtækisins, fengu um 60 starfsmenn af þeim
70, sem þar störfuðu, vinnu áfram en Strýta hefur reksturinn á leigu tll 4
mánaöa. DV-mynd gk
Willys CJ-7, árg. '84, til sölu, 6 cyl.,
ekinn 78 þúsvmd mílur, 35" dekk
Hraðsala. Gott verð. Skipti - tilboð
Aðal Bílasalan, Miklatorgi, s. 15014.
Timaritfyriralla
á næsta sölustafi • Askriftarslmi 63-27-00