Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Fréttir
Hæstaréttardómur um lækkun lyflaálagningar:
Úrskurður Sighvats
felldur úr gildi
- Guöjón Magnússon vanhæfur í lyfl averðlagsnefnd
Hæstiréttur feOdi í gær úr gildi
úrskurö Sighvats Björgvinssonar
heilbrigðisráðherra frá 18. desember
síðastliðnum um lækkun heildsöluá-
lagningar á lyfjum um 17-20%. Jafn-
framt segir í dómi Hæstaréttar að
skipun Guðjóns Magnússonar, skrif-
stofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu,
í lyfjaverðlagsnefnd sé ólögmæt.
Forsaga málsins er sú að Guðjón,
sem skipaður var í lyfjaverðlags-
nefndina af Sighvati, bar upp tillögu
í nefndinni um lækkun heildsöluá-
lagningar á lyfjum um 17-20%.
Ágreiningur varð um málið og fór
ráðherra því með úrskurðarvald og
staðfesti tillöguna.
Apótekarar voru mjög óánægðir
með þennan úrskurð og sögöu þetta
leiða til verri afkomu minnstu apó-
tekanna sem þegar væru rekin með
tapi. Félag íslenskra stórkaupmanna
stefndi Sighvati og krafðist þess að
afgreiðslur lyfjaverölagsnefndar um
máhð yrðu dæmdar ógildar, svo og
úrskurður ráðherra.
í dómi Hæstaréttar segir að þar
sem Guðjón Magnússon sé skrif-
stofustjóri í heObrigðisráðuneytinu
og jafnframt staðgengill ráðuneytis-
stjóra sé ljóst að hann gæti í starfi
sínu þurft að hafa afskipti af málum
sem koma til kasta ráðherra frá lyfja-
verðlagsnefnd. Seta hans í lyíjaverð-
lagsnefnd bijóti í bága við grundvall-
arreglu um hæfi í opinberri stjóm-
sýslu. í þessu máli hafi Félag ís-
lenskra stórkaupmanna haft rétt-
mæta ástæðu til að efast um að Guð-
jón væri óháður í störfum sínum í
lyfjaverölagsnefnd því vegna stöðu
sinnar í heilbrigðisráðuneytinu sé
Guðjón vanhæfur til setu í nefndinni.
Þar sem Guðjón var skipaður á
ólögmætan hátt í lyfjaverðlagsnefnd-
ina þá leiðir það til þeirrar niður-
stöðu Hæstaréttar að úrskurður ráð-
herra um lækkun á lyfjaálagningu
sé ógOdur enda hafi undirbúningur
málsins hjá nefndinni ekki verið í
samræmi við lög.
-ból
Heilbrigöisráöherra:
Hækkun lyfja-
verðs
- og fordæmisgildi
„Hér er um að ræða dóm sem
dregur mikinn dOk á eftir sér fyr-
ir íslenska stjórnkerfið. Ég fæ
ekki betur séð en að Hæstiréttur
sé að segja að menn úr ráðuneyt-
um geti ekki setið í neinum þeim
nefndum á vegum þess opinbera
þar sem vera kann að ráðherra
þurfi að úrskurða. Þetta hefur
mikið fordæmisgildi. Nú hlýtur
að þurfa að taka allar vinnuregl-
ur til endurskoðunar," segir Sig-
hvatur Björgvinsson um hæsta-
réttardóminn.
Hann segir ljóst að sú lækkun
lyijaálagningar, sem gekk í gildi
1. febrúar, gangi nú til baka.
„Við erum að tala um 20%
hækkun heildsöluálagningar
sem þýðir tæplega 3% hækkun á
lyfjaverði," segir Sighvatur.
Hann segist hafa leitað umsagn-
ar umboðsmanns alþingis áður en
hann skipaði Guðjón Magnússon
í lyfjaverðlagsnefndina. „Héraðs-
dómur staðfesti áht umboðs-
manns en nú kemst Hæstiréttur
að öfugri niðurstöðu." -ból
Sáum eldtungurnar
út úr eldhúsinu
- segja Guðlaugur og Þórður sem björguðust úr brennandi húsi
Guðlaugur, 10 ára, og Þórður, 8 ára, með hundunum Heyko og Sooty sem
björguðu lifi þeirra þegar hús þeirra brann aðfaranótt miðvikudags.
DV-mynd BG
„Ég hafði heyrt í hundunum en fór
aftur að sofa og vaknaði ekki fyrr en
mamma kom og sagði, vaknaðu,
vaknaðu, það er kviknað í. Þegar hún
sagði aö það væri eldur þá hljóp ég
strax út,“ segir Guðlaugur, 10 ára,
sem bjargaðist ásamt fjölskyldu sinni
þegar Fagranesið brann.
Bróðir Guðlaugs, Þórður, 8 ára,
segist hafa vaknað þegar pabbi hans
vakti hann. „Ég heyrði hljóð eins og
í eldi svo ég spratt á fætur og reyndi
að taka fötin mín. Þá lyfti pabbi mér
upp og fór með mig fram í anddyri,"
segir Þórður.
Þeir segja að mikiH reykur hafi
verið um allt húsið þegar þeir fóru
út og þeir sáu eldtungurnar koma
út úr eldhúsinu.
„Við urðum dálítið hræddir en ég
varð eiginlega meira hræddur eftir á
því ég áttaði mig ekki almennilega á
því að það hefði kviknað í fyrr en ég
var kominn út,“ segir Guðlaugur.
Þeir segja að aUt dótið þeirra hafi
brunnið og eyðilagst í eldinum. „Það
er ekkert heilt eftir nema kannski
nokkur föt sem ógeðsleg lýkt er af,“
segja þeir. Núna hafa þeir hins vegar
eignast hvor sinn körfuboltann því
að vinur þeirra gaf þeim báðum
körfubolta daginn eftir brunann.
-ból
urinn spangólaði sem er mjög tungurnar þar út þegar fólkið hfjóp
óvenjulegt og um feið fann ég fram hjá til að komast út. Reykur-
reykjarlyktina. SlökkviUðsmenn- inn lá þykkur og loðinn í loftinu
irnir sögðu að ekki hefðu liöið og færöist sífellt neðar þannig að
nema örfáar mínútur frá því að við þau þurí'tu að beygja sig undir
urðum vör við eldinn og þar til hann.
húsíð varö alelda. Við höfðum örfá- „Ég sneri mér við í anddyrinu og
ar mínútur til að komast út úr hús- ætlaði að kippa með mér fötum sem
inu og ég þakka hundunum fyrir lágu hálfan metra frá mér en þá
að við erum á Iífi,“ segir Jón Magn- varð öflug súrefnissprenging svo
ússon sem bjargaöist naumiega ég hrökklaðist öfugur út aftur,“
ásarot konu sinni, Jónu Thors, og segir Jón.
tveimur börnum, 8 og 10 ára, þegar Þau segjast ekld vilja hugsa þá
hús þeirra, Fagranes viö Elliðavatn, hugsun til enda ef þau heföu vakn-
brann aðfaranótt miðvikudags. að aðeins seinna. „Við tvö hefðum
Heimilishundarnir Heyko og kannski sloppið á lifi nokkrum
Sooty, af scháfertegund, vöktu minútum síðar með því aö fara út
heimilisfólkið upp með gelti og umgluggaenviðhefðumörugglega
spangóli. ekki náð strákunum í tæka tíö,“
„Hundamir geltu og góluðu því segja þau.
aö dýr eru mjög hrædd við eld. Ég Fagranes er mjög mikið skemmt
er frekar svefnstyggur en ef hund- eftir eldinn og aUt innbú eyðilagð-
arnir heföu ekki látið í sér heyra ist. „Við misstum aHt en það hafa
hefði ég sennilega ekki vaknað því allir brugöist svo skjótt og vel við
þaö heyrðist ekkert hljóö. Það var aö maður veröur hrærður. Viö
bara þykkur reykur, brak og stóðum bara á nærfötunum fyrir
snark,“ segir Jón. után húsið en nú erum við orðin
Eldurinn kom upp í eldhúsi á velfötuð,“segirJóna. -ból
Spasskíj óáreittur þrátt fyrir brot á samskiptabanni SÞ gegn Júgóslaviu:
Rangt að gera þessa menn
ábyrga fyrir stríðsglæpum
- segir Guömundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambandsins
„Ég velti mikið vöngum yfir spum-
ingum um siðferðHegu hfiðina á
heimsókninni en ég á aHs ekki von
á að allir verði sammála um heim-
sókn Spasskíjs hingað. Ég geri mér
grein fyrir því sjónarmiði að hann
eigi ekki að koma hingað. En mér
finnst rangt að einangra þessa menn
og gera þá ábyrga fyrir þeim stríðs-
hörmungum sem eiga sér stað í lýð-
veldum fyrrum Júgóslavíu. Spasskíj
gerði ekki annað en bjarga Fischer,
þessum mikla skáksnillingi, út úr
einangrun. Það er stórmál út af fyrir
sig. Spasskíj hefur sjálfsagt haft sín
markmið með þessu einvígi í Júgó-
slavíu en markmiðin og gUdin í lífinu
eru nú svo mörg og þau verða ekki
mæld á einn mælikvarða, Við vitum
að eingvígið haföi engin áhrif á gang
mála í Júgóslavíu, til eða frá, og ég
get ekki séð að það hafi verið nokkur
auglýsing fyrir Júgóslava út af fyrir
sig,“ sagði Guðmundur G. Þórarins-
son, forseti Skáksambands íslands,
við DV. Guðmundur var inntur eftir
því hvaða afstöðu Skáksambandið
tæki til heimsóknar Borisar
Spasskíjs, fyrrum heimsmeistara í
skák, í ljósi brota hans gegn sam-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna
gegn Júgóslavíu.
Spasskíj mun dvelja hér nokkra
daga. Nokkra undrun vakti að hann
var ekki í hópi frönsku skákmann-
anna sem heyja einvígi við íslend-
inga í landskeppninni sem fram fer
í Hafnarfirði. Mun Spasskíj hafa átt
í defium við franska skáksambandið
sem aftur má rekja tfi einvígis hans
við Bobby Fischer í Júgóslavíu í
haust.
Með því aö tefla í Júgóslavíu brutu
Spasskij og Fischer samskiptabann
það sem Sameinuðu þjóðimar höföu
samþykkt gegn landinu og hlutu for-
dæmingu víða. Bandaríkjamenn
hafa tekið hart á þessu samskipta-
broti. Á Fischer fangelsi og gríðarleg-
ar fjársektir yfir höföi sér snúi hann
aftur tfi heimalands síns. Segja
óstaðfestar fréttir að Fischer hafi nú
gerst júgóslavneskur ríkisborgari og
vinni að auki í bankanum sem fjár-
magnaði einvígi hans og Spasskíjs.
Hins vegar hefur ekki fengist staðfest
hvort þeir hafi fengið greitt fyrir ein-
vígið eins og um var samið. Frakkar
hafa ekki tekið jafnfast á málum og
Bandaríkjamenn og hefur Spasskíj
fengið að vera óáreittur eftir einvígið
við Fischer.
Til stóð að Spasskíj teíldi einvígi
við Friðrik Ólafsson meðan hann
dveldi hér en þaö vfidi hann ekki.
Aftur á móti hefur hann sýnt áhuga
á að heimsækja skóla, þar á meðal
Skákskólann, tala um skák og jafn-
vel tefla fiöltefli.
„Það eru auðvitað ny ög stórar spurn-
ingar í kringum þetta. Við þekkjum
dæmi úr skáksögunni þar som menn
hafa verið einangraðir í samabandi
við svona mál. Það má taka dæmið
um Aljekin sem framdi sjálfsmorð í
Portúgal. Hann haföi verið einangr-
aður vegna þess að hann var taHnn
hlynntur nasistum. Menn gráta í dag
að svo skyldi fara.
Það er ekki hægt að gera menn eins
og Spassldj og Fischer ábyrga og ein-
angra þá vegna þeirra svakalegu
hluta sem epu að gerast í Júgóslavíu
á sama tíma og menn treysta sér
ekki tfi að gera neinn af stjómar-
mönnum þar ábyrgan eða taka á
þeim. Þetta eru mál sem sagan mmi
dæmá,“ sagði Guðmundur.
-hlh