Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Sérstæð sakamál
Hann „sá"
morðin framin
George Wilkins.
Susan Foster ásamt dóttur sinni.
„Villa Jacaranda", einbýlishús
við Turf Club-stræti í Rosettenvihe,
sem er útborg Jóhannesarborgar í
Suður-Afríku, hafði staðið mann-
laust í um ár þegar Donald og Sus-
an Foster keyptu það. Þau töldu sig
heppin að hafa fengið einbýiishús
af þessari stærð og á þessum stað
fyrir um hálfvirði þess sem hlið-
stæð hús í hverfinu kostuðu. Fast-
eignasalinn gaf þá skýringu á verð-
inu að húsið þarfnaðist viðgerða.
Það var rétt, en nánari athugun
leiddi hins vegar í ljós að viðgerð-
irnar voru hvorki eins miklar né
kostnaðarsamar og ætla hafði mátt
af orðum hans. Susan og Donald
önnuðust sjálf mestan hluta þeirra
og nutu við það aðstoðar Georges
Whkins, bróður Susan.
Það var George sem varpaði ljósi
á hvers vegna húsið hafði verið
falt á um hálfvirði en þaö gerðist á
sérstakan hátt.
Hrollkuldi
í eldhúsinu
Dag nokkurn í maímánuði,
skömmu eftir að Foster-hjónin
höfðu keypt húsið, kom George í
fyrstu heimsókn sína í það. Hann
hafði samglaðst systur sinni og
mági yfir hinum hagstæðu kaupum
og leist vel á stofurnar og önnur
herbergi sem hann gekk um í þess-
ari skoðunarferð. En þegar George
kom fram í eldhúsiö setti skyndi-
lega að honum mikinn hroll og
spratt fram á honum kaldur sviti.
Um leið varð hann gripinn mikilli
hræðslukennd og augnabliki síöar
varð honum ljóst hver ástæðan
var. Tvívegis áður hafði svipað
komið fyrir hann og í bæði skiptin
hafði orsökin verið sú sama.
George var bara tíu ára þegar
hann fór með fóður sínum í heim-
sókn á sveitabæ skammt fyrir utan
borgina Bloemfontain. Þar var tek-
ið á móti þeim af gestrisni og sett-
ist faðirinn að snæðingi. Þegar Ge-
orge hafði lokið við að borða brá
hann sér út fyrir í skoöunarferð.
Leyndarmáliö
í skóginum
Eftir að hafa veriö í burtu í um
klukkustund kom George aftur og
sagði foður sínum að hann hefði
orðið fyrir undarlegum áhrifum
þegar hann hefði staðið við jaðar
skógi vaxins svæðis sem var nokk-
um spöl frá sveitabænum. Hann
hefði ekki þoraö inn í skóginn
vegna óþægindanna en þau hefðu
svo horfið um leið og hann hefði
gengið burt.
„Eg veit að það er einhver dáinn
þama inni í skóginum," sagði Ge-
orge. „Ég held að það sé lítil stúlka
og það er eitthvað bundið um háls-
inn á henni. Þetta er faUeg stúlka,
ljóshærð og bláeygð.“
„Hvemig getur þú vitað þetta?“
spurði einn af þeim sem sat á spjalli
við foðurinn.
„Ég veit það ekki. Ég finn það
bara á mér,“ svaraði George.
Fullorðnu mennimir í stofunni
brostu en engu aö síöur ákváðu tveir
þeirra að fara með George að þeim
stað sem hann hafði nefnt. Þeir höfðu
ekki mikla trú á því að drengurinn
hefði rétt fyrir sér en skyndilega
hrópaði annar maöurinn:
„Góður guö, þetta er víst satt.“
Mennimir fundu lík milli
Kathleen Bruwer Steyl.
trjánna. Rannsókn leiddi í ljós að
það var af Dorotheu van Eck, sem
horfiö hafði frá sveitabæ í nágrenn-
inu tuttugu og þremur árum áður.
Enginn vafi lék á því að hún hafði
verið myrt því um hálsliðinn var
hálfrotiö reipi. Svo langt var hins
vegar um liðið að ekki tókst að
upplýsa hver morðinginn var.
Atvikið á gistihúsinu
Lögreglan sýndi George mikinn
áhuga fyrst eftir þetta því hún leit
svo á að hann væri einn af þeim fáu
sem hefðu skyggnigáfu sem nýst
gæti við rannsókn morðmála.
Reynt var að fá hann til að „sjá“
meira en án árangurs.
Sex ámm eftir atvikið 1 skóginum
gerðist þó annaö sams konar atvik.
George var þá á ferðalagi með for-
eldrum sínum í Pretoríu. Þegar
hann kom inn í herbergið sem
hann átti að vera í á gistihúsinu
fann hann til sömu óþægindanna
og hann hafði fundið til við skógar-
jaðarinn foiðum. Hann reyndi að
fá annað herbergi en það tókst ekki
því gistihúsiö var þéttsetið. Honum
tókst loks að vinna bug á hræðslu-
tilfinningunni og sofnaði. En um
miðja nótt vaknaði hann í svita-
baði. Hann yfirgaf þá herbergið, fór
inn til foreldra sinna og fékk að
sofa þar til morguns.
Daginn eftir fór faðir Georges á
fund gistihússtjórans, sagði honum
söguna og bað um skýringu. Gisti-
hússtjórin hlustaði undrandi á og
skýröi síðan frá því að morð hefði
verið framið inni í herberginu.
Maður einn hafði ráðið unnustu
sína af dögum þar. Hann hafði ver-
ið handtekinn, dæmdur og hefði
síðan verið tekinn af lífi í fangelsi
skammt frá.
Gistihússtjórinn var eini starfs-
maðurinn sem þekkti þessa gömlu
sögu.
Leitað skýringa
Enn á ný hafði komið fram aö
George hafði óvenjulegan hæfi-
leika til að skypja hvar morð höfðu
verið framin, jafnvel þótt langt
væri um liðið.
Sögumar frá sveitabænum nærri
Bloemfontain og gistihúsinu í Pre-
toríu komu honum í hug er hann
fékk kuldahrollinn í húsinu sem
systir hans og mágur höfðu keypt
í Rosettenville. Hann rifiaði þær
nú upp í viðurvist Donalds og Sus-
an og þegar þeim var fióst að eitt-
hvað skelfilegt kynni að hafa gerst
í húsinu ákváðu þau að fara á fund
fasteignasalans og leita skýringa
ef vera kynni aö haun þekkti sögu
hússins.
George varð einn eftir í húsinu
þegar þau fóru. Hann tók í sig
kjark, gekk fram í eldhús og settist
þar á stól. Hann reyndi að einbeita
sér að því að skynja hvað ylli þeirri
óþægindatilfinningu sem hann
varð fyrir. Og ekki leið á löngu þar
til hann „sá“ skelfda, unga stúlku
liggja á eldhúsgólfinu. Yfir henni
stóð miðaldra kona og hélt hún fast
um úlnliði hennar. Miðaldra mað-
ur stóð hjá og hélt hann á eldhús-
hnífi. Hann rak hann svo hvað eft-
ir annað í stúlkuna. Síðan lyftu
maðurinn og konan stúlkunni af
gólfinu og báru út um eldhúsdyrn-
ar og út í bakgarðinn.
Stóð heima
Fasteignasalinn gat skýrt þeim
Donald og Susan frá því að árið
1938 hefði verið framið morð í hús-
inu. Það hafði þá verið í eigu vel
efnaðs kaupsýslumanns, sem var
fimmtugur er atburðurinn gerðist.
Nafn hans var Daniel Steyl.
Forsagan var sú að Steyl hafði
staðið í ástarsambandi við einka-
ritara sinn, tuttugu og þriggja ára
stúlku að nafni Gertrude Prinsloo.
Hún varð ólétt. Þegar henni varð
fióst ástand sitt fór hún á fund
mannsins sem hún vann hjá og
sagði honum hvernig komið var.
Viðbrögð hans voru þau að segja
henni upp starfinu. Þá reiddist
stúlkan og hótaði að valda hneyksli
með því að opinbera það sem gerst
hafði.
Undir því yfirskini að vilja ræða
um hugsanlega lausn á vandanum
fékk Steyl Gertrude til að koma
heim til sín. Þar var þá fyrir kona
Steyls, Kathleen Bruwer, sem var
fiörutíu og sex ára er þetta gerðist.
í sameiningu myrtu þau hjón stúlk-
una og gerðist það á þann hátt sem
George lýsti eftir að hafa setiö einn
í eldhúsinu.
Hæfileikar
Georges rannsakaðir
Daniel Steyl var handtekinn,
dæmdur til dauða og hengdur en
kona hans var dæmd í ævilangt
fangelsi. Hún veiktist nokkru síðar
og lést í fangelsinu árið 1941.
Fasteignasalinn og fyrrverandi
eigandi hússins féllust á að greiða
Donald og Susan nokkrar bætur
vegna þeirra óþæginda sem þau
höfðu orðið fyrir vegna þess sem
gerst hafði þama í húsinu forðum.
Prestur var síðan fenginn til að
fara með bæn í eldhúsinu og
stökkva vigðu vatni á það. Eftir það
fann George ekki til neinna óþæg-
inda þar.
Sálarrannsóknafélag Suður-Afr-
íku kannaði allt sem tengdist þessu
máh mjög nákvæmlega og á eftir
var því lýst yfir að enginn vafi léki
á því að George Wilkins hefði sér-
stakan hæfileika til að skynja
slæma „áru“ herbergja eða staða.
Þótti hafið yfir allan grun að hann
heíði „séð“ það sem gerst haföi í
„Villa Jacaranda" löngu áður en
hann fæddist.
Sama niðurstaða fékkst þegar hin
tvö málin voru rannsökuð.
Sjálfur sýnir George ró þegar
rætt er um þessi mál. Um hæfileika
sína segir hann:
„Ég leita ekki staða þar sem morð
hafa verið framin. En þrisvar hefur
það komið fyrir að ég hef komið á
slíka staöi. Og í sannleika sagt vona
ég að það komi ekki fyrir aftur.“