Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 20. MARS1993 25 Hópur 3-4 ára barna í lok eins tímans ásamt foreldrum, sem tóku þátt í æfingunum, og þeim Karli og Auðuni sem eru lengst til endanna. DV-myndir gk Þriggja til sex ára böm í íþróttaskóla á Akureyri: Emm ekki að búa til íþróttastjömur gera þeim gott. Við leggjum nokkra áherslu á að fjölbreytni sé í öllum þeim hreyfingum sem við látum börnin fást við. Þetta gefur þeim taekifæri til að hreyfa sig mikið, þau verða öll miklu öruggari með sig í allri framkomu og læra að stjórna hreyfingunum betur. Við kennum þeim að kasta bolta, sparka bolta, grípa bolta, þau gera æfmgar sem auka jafnvægið, kiifra í rimlum og sveifla sér í köðlum sem eykur öryggistilfinningu þeirra og við sjáum ótrúlega mikinn mun á bömunum núna miðað við þaö er þau voru að koma í fyrsta tímann. En við leggjum áherslu á að við erum ekki að þessu til þess að búa til íþróttastjömur og afreksfólk." Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii Það er óhætt að segja að á laugar- dagsmorgnum sé líf og fjör í Glerár- skóla á Akureyri. Þar fer fram starf- semi íþróttaskóla bama sem rekinn er í samvinnu íþróttáfélagsins Þórs, Karls Frímannssonar íþróttafræð- ings og Auðuns Eiríkssonar íþrótta- kennara og það er eitt og annað sem krakkarnir taka sér fyrir hendur, í fylgd pabba eða mömmu að sjálf- sögðu. Bömunum er skipt í tvo hópa, ann- ars vegar 3-1 ára og hins vegar 5-6 ára. Þegar DV leit inn í Glerárskóla voru 3-4 ára börn í salnum og þar léku þau sér af lífi og sál. Sum em þó ansi lítil í sér og fara ekki langt frá pabba eða mömmu, og það er reyndar stutt í grátinn ef eitthvað fer öðruvísi en best verður á kosið. Það er reyndar eftirtektarvert hversu mikinn þátt foreldrarnir taka í því sem fram fer með krökkunum og það eitt út af fyrir sig er ávinningur. Kynntist þessu í Noregi „Ég var í íþróttaháskóla í Noregi og kynntist þessu þar. Þegar ég fór að kanna það að koma svona starf- semi í gang á Akureyri þá var íþróttafélagið Þór í sömu hugleiðing- um svo við slógum þessu saman,“ segir Karl Frímannsson. „Þetta gefur krökkunum mjög margt að mínu mati og hlýtur að „Hún var eins og lítil mús fyrst" Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii „Mér finnst þetta gera krökkun- um mjög gott. Stelpan mín var eins og lltil mús hérna í fyrsta tímanum og þorði ekkert að gera en ég finn mikinn mun á henni,“ sagði Inga Runólfsdóttir sem var í leiktíma með þriggja ára dóttur sína, Sigur- björgu Auðbjörgsdóttur. Inga sagði að dóttir sín væri miklu fijálsari í umgengni við hina krakkana en hún var fyrst. „Þetta er mjög gott fyrir böm sem eru lít- il í sér, þau verða öraggari með sig og svo kynnast þau líka aga. Svo má ekki gleyma því að hingað koma foreldramir með bömunum sínum og fá að leika sér með þeim. Það er líka mjög skemmtilegt," sagði Inga. Inga og Sigurbjörg dóttir hennar í „frjálsum æfingum'*. Þegar pabbi eða mamma er með í „húla-hringnum“ er öllu óhætt. Það er gott að geta haldið í höndina á mömmu þegar maður tekur sér svona hættulegt verkefni fyrir hend- ur. Sumir pabbanna urðu ungir í annað sinn og rifjuðu upp Tarzanleiki gömlu góðu daganna. Spennusaga af gamla skólanum þar sem engin leið er að gera upp á milli hinna grunuðu fyrr en kemur að sjálfu lokaatriðinu þar sem lesandinn finn- ur spennuna, regnið og myrkrið jafn glöggt og hann væri sjálfur á staðnum. Bók þarf ekki að kosta 2000 krónur til að vera góð! Úrvalsbækur kosta aðeins kr. 790,- og ennþá minna í áskrift Á næsta sölustað eða í áskrift í síma «^1163-27*00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.