Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL1993
Fréttir
Sýslumannsembættið á Akranesi fer ítrekað fram úr flárveitingum:
Ef veitt er minna en
dugir fara menn framúr
- segir Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi
„Upphæðimar, sem við fáum veitt-
ar, eru það lágar að það er ekki hægt
að samræma áætlanir fjárveiting-
um,“ segir Sigurður Gizurarson,
sýslumaður á Akranesi. Aðspurður
hvort vísvitandi væri farið fram úr
framlögum á flárlögum sagði hann
að menn yrðu að horfast í augu við
staðreyndirnar. Ef veitt er minna en
dugir fari menn fram úr áætlunum.
ítrekað fram úr heimildum
Undanfarin ár hefur embættið ít-
rekað farið langt fram yfir þau fjár-
lagamörk sem því hafa verið sett. Til
dæmis var notað innheimtufé í rekst-
urinn fyrir nokkrum árum og á sein-
asta ári fór embættið um 2 milljónir
fram yfir mörkin. Þrátt fyrir margar
heimsóknir manna úr dómsmála-
ráöuneytinu og frá ríkisendurskoð-
un hefur ekki tekist að koma rekstri
embættisins á réttan kjöl og er þetta
litið alvarlegum augum í ráðuneyt-
inu.
Fá lægri framlög en aðrir
„Ef við berum okkur saman við
embættin á ísafirði og í Vestmanna-
eyjum, sem eru af svipaðri stærð, þá
fáum við lægri fiárveitingu en bæði
embættin. Ég veit til þess aö þing-
maður kjördæmisins hefur eitthvað
aðhafst í málinu en ég hef ekki feng-
ið neinar skýringar," segir Sigurður
ermfremur.
í samtaii við DV sagði Sturla Böð-
varsson, þingmaður Vesturlands-
kjördæmis, aö hann kannaðist við
þetta mál. Hann hefði skrifað dóms-
málaráðuneytinu bréf þar sem hann
óskaði þess að máhð yrði athugað.
Sturla segir ennfremur að Sigurður
hefði átt að snúa sér til þingmanna
kjördæmisins um leið og ljóst var að
hann taldi sitt embætti bera skarðan
hlut frá borði í fiárlögum.
„Ég hef ekki Utið á þetta sem póU-
tískt mál og j)ví ekki farið þessa leið
fyrr en nú. Eg er embættismaður og
tel að mín samskipti eigi að vera við
dómsmálaráðuneytið en einu svörin
sem ég hef fengið úr þeirri átt eru
úttekt á embættinu og flárreiðum
þess,“ sagði Sigurður.
Stendur ekki verr
aö vígi en aðrir
Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra, sagði að embætti
sýslumannsins á Akranesi stæði síst
verr að vígi en önnur sýslumanns-
embætti á landinu. Sjálfsagt væri
erfitt að reka embættin samkvæmt
fiárlögum en það ætti ekki að vera
óframkvæmanlegt.
Ari sagði að ef útgjöld sýslumanns-
embætta færu fram úr fiárveitingum
þá kæmu umframútgjöldin til frá-
dráttar á næsta fiárlagaári þannig
að minni fiármunir væru til ráöstöf-
unar. Þannig þyrfti Sigurður að
skera niður hjá sínu embætti á næsta
ári sem næmi einu til tveimur árs-
verkum. -pp
Akureyri:
Mikið um
tékkafals
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
hefur fengið flölmörg mál til rann-
sóknar að undanfomu sem tengjast
þjófnaði á ávísanaheftum og fólsun
ávísana úr þeim heftum.
Hreiðar Eiríksson rannsóknarlög-
reglumaður segir aö bæöi sé þessum
ávísanaheftum stoUð, en einnig komi
það fyrir að eigendur þeirra týni
heftunum t.d. fyrir utan skemmti-
staði. Þegar t.d. síbrotamenn komist
yfir sUk hefti sé auðveld leið fyrir
þá að koma ávísanablöðum í verð.
Reyndar sé að draga úr þessu núna,
enda sé starfsfólk í verslunum t.d.
farið að fylgjast betur með og krefi-
ast skilríkja þegar ávísanir eru not-
aðar sem greiðsla.
Kartöflur:
Innflutningur
um miðjanmaí
Gylfi Kristjánssan, DV, AkureyrL
Sveinberg Laxdal, kartöflubóndi í
Eyjafirði, segir að kartöflubirgðir
landsmanna séu senn á þrotum og
megi búast við að þær endist ekki
nema framundir miðjan næsta mán-
uð. Ljóst sé því að landsmenn munu
nota innfluttar kartöflur frá þeim
tíma þar til ný uppskera kemur á
makaðinn í haust.
Uppskeran sl. haust var talsvert
imdir meöaUagi og Sveinbjöm segir
að víða sé „brekka" hjá kartöflu-
bændum aö ná saman endum fiár-
hagslega. Hann segir einnig að út-
sæði sé af skomum skammti og sér-
staklega sé það áberandi varðandi
„guUauga" sem er vinsælasta kart-
öflutegundin hér á landi.
/ :
Forkeppni íslandsmeistaramótsins í vaxtarrækt hefst á Hótel íslandi klukkan eitt í dag en þar munu vöövamestu
konur og karlar landsins keppa um íslandsmeistaratitlana i mismunandi þyngdarflokkum. Þessi mynd var tekin
í gærkvöldi af Elísabetu Ólafsdóttur, Kjartani Guðbrandssyni, Margréti Siguröardóttur, Þórhalli Guðmundssyni og
Haraldi Hoe Haraldssyní þegar þau mættu í vigtun og lyfjapróf. DV-mynd JAK
Héraðsdómur Reykjavlkur dæmlr karlmann í skírMsbrotamáli:
Fangelsi fyrir að misnota stúlku
einnig dæmdur til að greiða uppsetta kröfu um miskabætur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
á miðvikudag karlmann í eins árs
fangelsi fyrir að hafa í nokkur skipti
reynt að hafa samræði við unga syst-
ur fyrrum eiginkonu sinnar og haft
í frammi við hana ýmsa kynferðis-
lega tilburði. Maðurinn er jafnframt
dæmdur til aö greiða stúlkunni 300
þúsund krónur í miskabætur. Pétur
Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp
dóminn.
Fyrsta tilvikið átti sér stað árið
1986 þegar stúlkan sofnaði uppi í
rúmi hjá manninum og fyrrum eigin-
konu hans, systur stúlkunnar. Eigin-
konan var þá sofandi þegar maður-
inn reyndi nakinn að hafa samfarir
við stúlkuna og hafði hann í frammi
við hana ýmsa kynferðislega til-
burði. Um einu ári síðar gerðust svip-
aðir atburðir og viðurkenndi maður-
inn að um þrjú skipti hefði verið að
ræða.
Við ákvöröun refsingar leit héraðs-
dómur til þess að langt er um liðið
frá brotunum og einnig að maðurinn
kom til lögreglunnar af sjáifsdáðum
og játaði þau á sig. Dómurinn taldi
300 þúsund króna kröfu um miska-
bætur vera stillt í hóf og taldi því
rétt að dæma manninn til að greiða
hana aUa til stúlkunnar. Maðurinn
er jafnframt dæmdur til að greiöa 40
þúsund krónur í saksóknaralaun og
60 þúsund krónur 1 málsvamarlaun
tilveijandasíns. -ÓTT
Stuttar fréttir
íslenskar sjávarafurðir hf.
fengu í gær útflutningsverðlaun
forseta íslands.
Aðstoðarmaður Davíðs
Eyjólfur Sveinsson verkffæð-
ingur hefur verið ráðinn aðstoð-
armaður Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
Hjálmarábömin
Landlæknir viU að börnum
verði gert skylt að nota hjálma á
reiöhjólum. Formaöur Umferðar-
ráðs er þessu andvígur. RÚV
greindi frá þessu.
Unglingaríprðfum
Samræmd próf standa nú yfir í
10. bekk grunnskólans. Um 3.900
unglingar þreyta prófin.
Rýmri heimildir
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra hefur ákveðið með
reglugerð að heimila sölu áfengis
á veitingastöðum railli klukkan
14.60 og 18.
Eigendur Þormóðs ramma hf. á
Siglufirði íhuga að stofna útgerð-
arfyrirtæki á Indlandi i sam-
vinnu við ræöísmann íslands í
Delí. RÖV greindi ffá þessu.
Jörundur Guðmundsson hefur
farið þess á leit við borgapiirvöld
að fá aö reka tívolí í Hljómskála-
garðinum í júli.
Niðurgreittrafmagi)
Hreppsnefnd Svínavatnshrepps
hefur ákveðið aö greiða niður
rafmagn ibúanna um helming
eða. Að meðaltali koma um 100
þúsund krónur í hlut hvers býlis.
Mbl. gréinir ffá þessu.
Ráðstefnumótmætt
Samband dýraverndarfélaga ís-
lands hefur mótmælt boðaðri
ráðstefnu Landverndar um land-
nýtingu og almannarétt. Þar eigi
að ræða veiöar á villtum dýrum
án þess að menn velti fyrir sér
hvort þær séu réttlætanlegar.
RÚV greinir frá þessu.
Unglidai* ræða sámvinnu
Ungliðar í Alþýðullokki, Al-
þýðubandalagi, Framsóknar-
flokki og Kvennalista ræddu í
gær aukið samstarf og hugsan-
legasameiningu. -kaa