Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 24
40 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL1993 Merming Bíóhöllin - Ávallt ungur: ★★ lA í f rystinn út af ást Tilraunaflugmaðurinn og litli drengurinn i flugvélaleik uppi í trjáhýsi. Öðru hverju berast okkur fréttir um það vestan frá Bandaríkjunum hversu margir hafi ákveðið að láta frysta líkama sína, að hluta til eða í heilu lagi, til þess eins að láta þíða sig aftur seinna meir þegar tíðin batnar og blóm skrýða haga. Þetta fólk hefur þó enga tryggingu fyrir því að það muni nokk- um tíma takast. Daniel McConnick (Mel Gibson), aðalhetja myndarinnar Ávallt ungur, er hins vegar alveg viss um að hann verði. affrystur á Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson umbeðnum tíma þegar hann tekur þátt í leynilegri frystitilraun besta vinar síns, vís- indamannsins Harrys Finley (George Wendt) árið 1939. Daniel er tilraunaflugmaður hjá hemum, hinn mesti ofurhugi sem lætur sér ekkert fyrir bijósti brenna. Hann brestur hins vegar aUtaf kjark þegar hann ætlar að biðja um hönd sinnar heittelskuðu Helenar (Isabel Glasser). Dag nokkum gerist hörmulegt slys. Helen liggur fyrir dauðanum, að því talið er, og Daniel sér fram á einmanalega tilvem. Hann býðst því til að leyfa vini sínum að frysta sig. Daniel ætlaði bara að sofa í eitt ár. Margt fer þó öðmvísi en ætlað er og hann vaknar ekki upp af þymirósarsvefni sínum fyrr en á því herrans ári 1992. I nýju tílverunni hittir Daniel einstæðu móðurina og hjúkrunarkonuna Claire (Jamie Lee Curtis) og son hennar, Nat (Elijah Wood), og tekst með þeim mikil vinátta sem á eftir að verða þeim lærdómsrík. Söguþráður myndar þessarar er oft á tíðum næsta ótrúverðugur en áhorfandinn lætur sér það í léttu rúmi hggja. Myndin kemur nefniiega skemmtilega á óvart. Hún er upp- full af léttri kímni, hraða, jafnvel spennu, rómantík og tilfinningasemi eins og hún ger- ist best (þeir allra viðkvæmustu ættu aö taka með sér vasaklút, sérstaklega fyrir óvænt lokaatriðið) og hún kennir okkur að við skyldum aldrei geyma til morguns það sem við getum gert í dag, sérstaklega þegar sú heittelskaða (sá heittelskaði) er annars veg- ar. Á morgun gæti aUt verið um seinan. Mel Gibson sýnir hér enn og sannar að hann er sannkölluð stjarna. Hann fer létt með hlutverk Daniels, sama hvort tónninn er gamansamur eða alvarlegur. Hann nýtur líka frábærrar frammistöðu meðleikara sinna, einkum hins unga Elijah Wood. Sam- spil þessara tveggja er fyrsta flokks. Leikstjórinn, Steve Miner, er þrautreyndur úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Bernskubrekum þar sem böm leika stórt hlutverk. Sú reynsla skilar sér vel í þessari mynd þar sem feilpústin eru fá, ef einhver. ÁvaUt ungur er mynd sem fjölskyldan öll getur notið saman, nokkuð sem gerist ekki oft á þessum síðustu og verstu biótímum. ÁVALLT UNGUR (FOREVER YOUNG). Leikstjóri: Steve Miner. Handrit Jeffrey Abrams. Kvikmyndataka: Russel Boyd. Tónlist Jerry Goldsmith. Leikendur: Mei Gibson, Elijah Wood, Isabel Glass- er, George Wendt, Jamie Lee Curtis. Eddufelli & Hamraborg Opið til kl. 05 um helgar llppboð munu byrja á skrifstofu embættis- ins að Suðurgötu 57, Akranesi, sem hér segir á efb'rfarandi eign- um: Ægisbraut 11, þingl. eig. Björgvin Eyþórsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, Sameinaði lífeyrissjóð- urinn, Isboltar hf. og íslandsbanki hf., 27. apríl 1993 kl. 11.00. Bjarkargrund 43, þingl. eig. Röðull Bragason, gerðarbeiðandi Búnaðar- banki íslands, Akranesi, 27. apríl 1993 ld. 11.00.__________________________ Einigrund 1, 2. hæð t.h., þingl. eig. Logi A. Guðjónsson, gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður, 27. apríl 1993 kl. 11.00. Einigrund 4,01.03., þingl. eig. Þorlák- ur Grímur Halldórsson og EUsa Björk Jakobsdóttir, gerðarbeiðendur Akra- neskaupstaður og Byggingarsjóður ríkisins, 27. aprQ 1993 Id. 11.00. Grenigrund 33, þingl. eig. Karvel Karvelsson, gerðarbeiðandi rQdssjóð- ur, 27. aprQ 1993 kl. 11.00. Háholt 30, neðri hæð, þingl. eig. Aðal- steinn Ullbergsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf.t Eimskipa- félag íslands, Landsbanki Islands, Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Is- landsbanki hf., 27. aprQ 1993 kl. 11.00. Höfðabraut 2, eísta hæð, þingl. eig. Heba Gísladóttir og Ólafúr Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóður Akraneskaupstaðar og Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, 27. aprQ 1993, kl. 11.00. Jörundarholt 12, þingl. eig. Húsnæðis- stofnun ríkisins og Sigríður Andrés- dóttir, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., 27. aprQ 1993 kl. 11.00.______ Lerkigrund 3, 01.02., þingl. eig. VQ- hjálmur G. Gunnarsson, gerðarbeið endur Akraneskaupstaður og Vá- tryggingafélag íslands, 27. apiil 1993 kl. 11.00._________________________ Presthúsabraut 24, þingl. eig. Jóhann Adolf Haraldsson og Fjóla Hannibals- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríklsins, Landsbanki Islands og íslandsbanki hf., 27. aprQ 1993 kl. 11.00._____________________________ Skagabraut 38, efri hæð, þingl. eig. Hjöniís Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Olíuverslun íslands hf., 27. aprQ 1993 kl. 11.00._________________________ Skagabraut 50, hæð og ris, þingl. eig. Sigurður Þór Gunnarsson, gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður og Bókaútgáfan Þjóðsaga, 27. aprQ 1993 kl. 11.00. Sunnubraut 6, efri hæð, þingl. eig. Steinunn Frímannsdóttir, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður málm- og skipa- smiða, 27. apríl 1993 kl. 11.00. Vallarbraut 9, 2. hæð, 02.02., þingl. eig. Helga Jónsdóttir, gerðarbeiðend- ur Lífeyrissjóður Vesturlands, LQeyr- issjóður sjómanna og íslandsbanki hf., 27. aprQ 1993, kl. 11.00._____ Víðigrund 20, þingl. eig. Gunnar ÓI- afsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunaimanna, 27. aprQ 1993 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Akranesi Samfélagsmynd fornsagna I júní 1991 var haldin í Reykjavík ráöstefna um ís- lenskar fomsögur. Hún var óvenjuleg að því leyti að sérfræðingum um fornbókmenntir var lítt boðin þátt- taka. Fyrirlesarar komu fremur úr röðum félagsfræð- inga og þjóðfræðinga. Þetta er nú alls ekki eins vit- laust uppátæki og virðast mætti í fljótu bragði. Sér- fræðingar um fombókmenntir em hvort eð er alltaf að bera saman bækur sínar og tilvalið aö fá aðra til að leggja líka eitthvað af mörkum til skilnings á sögun- um. Hér em 17 erindi sem skiptast á 6 kafla. Nokkuð skarast erindin en aRs ekki mikið. Hér er glöggt yfir- lit um margt, t.d. um efnahagsmál og viðhorf til kaup- mennsku, sérstaklega til gróða, um hvemig kynlíf var háð misskiptu valdi í þjóðfélaginu, einkum við þræla- hald, um gmndvöll goðavalds, um útlegð, goðsögur, ríkjandi hugmyndakerfi þjóðfélagsins og margt fleira. Erindin em mjög mislöng og að sjálfsögðu mismerki- leg. Sum geta verið gagnleg fyrir erlenda mannfræð- inga enda þótt þau séu gagnslítil íslendingum sem þekkja fombókmenntirnar og hafa aðgang að nýbirtri Islenskri bókmenntasögu I og formálum íslenskra fomrita. Sannindi Það liggur í efni ráöstefnunnar tilhneiging til að taka fomsögur trúanlegar sem heimildir um raunverulega atburði eða aðstæður. En það er ámóta fáránlegt og að taka spennuþætti sjónvarps um einstaklinga alvar- lega sem heimildir um starfshætti lögreglunnar í New York. Fyrst verður að huga að bókmenntalegum ein- kennum, þá tæki enginn Harðarsögu trúanlega um það að 180 útlagar hafi ámm saman hafst við í Geirs- hólma í Hvalfirði og lifað af ránum. En það gerir Fred Amory enda þótt hann vitni bæði í Halldór Laxness og ÞórhaU VQmundarson sem hafa rakið hve fráleit þessi frásögn er. Preben Meulengracht Sorensen reyn- ir að standa gegn fyrrgreindri tilhneigingu með því að segja að ekki verði komist bak við þá mynd sem íslendingasögumar gefa af samfélaginu. Honum er svarað með því að benda á fomleifarannsóknir og samanburð við önnur þjóðfélög en meining hans er réttilega að það hggur ekki í sögunum neinn æðri sannleikur um samfélagið 2-3 öldum fyrr sem finna mætti undir yfirboröi sagnanna. Jesse Byock rekur íslenska þjóðemisstefnu á önd- verðri 20. öld sem skýringu á því að íslenskir fræði- menn héldu því fram að íslendingasögurnar væm skáldskapur. Þetta er snjöll greinargerð en ekki hafði Byock svigrúm til að færa nein rök gegn því áliti. Og auðvitað eru íslendingasögumar skáldskapur, svo sem landi Byocks, Ted Anderson hefur rakiö manna best. Skrítið er að bæði í formála og víðar virðist það talin alger nýjung að taka sögurnar trúanlegar. En það hefur lengi verið lenska íslensks almennings og hefði ekki veitt af rannsókn á rótum þess ofstækis. Hér eru reyndar færð rök að því að aðstæður íslendinga á Sturlungaöld móti hugmyndaheim svo ólíkra sagna sem Heimskringlu (Sverre Bagge) og Hervararsögu (Torfi Tulinius). Speglun Alverst er þegar menn troða tískuhugmyndum nú- Bókmenntir Örn Ólafsson tíma upp á fomsögur. Þannig túlkar Uli Linke frásögn Snorra-Eddu af sköpun heimsins (í 5. k.): „Ár þær, er kallaðar em Elivogar, þá er þær vom svo langt komn- ar frá uppsprettunni, að eiturkvika sú, er þeim fylgdi, harðnaði svo sem sindur það, er rennur úr eldinum, þá varð það ís.“ Þetta á að tákna „konur almennt", og er ævintýranlegt að sjá Linke túlka tíöahring kvenna inn í þessa lýsingu. En á þeirri tilhæfulausu túlkun byggir hún svo allt sitt viðamikla erindi. Þetta fimbulfamb vekur spuminguna hvort engar lágmarks- kröfur séu gerðar um fræðQeg vinnubrögð til erinda sem tekin vom á ráðstefnuna. Almennt talað hefði verið mjög til bóta að fá fomsagnafræðing til að fara yfir erindin fyrir ráðstefnuna og benda höfundum á gloppur. Þá hefði t.d. Knut Odner vitað af rannsókn Kjartans Ottóssonar á mismunandi rótum frásögunn- ar af Fróðámndrum í Laxdælu, áöur en Odner fór aö túlka hana í hetid sem goðsögu. Þaö er ófært að vitna til íslendinga sem „Gunnars- son“ eða „Halldórsson". Þetta gefur erlendum lesend- um þá röngu hugmynd að „HaQdórsson" sé einn mað- ur, en auðvitað þarf að greina á miQi Ólafs, Óskars og HaQdórs. Enda er stundum notaður fyrsti bókstafur skfrnamafns, og það hefði ritstjóri átt aö samræma. Annað hefur hann vel unnið (t.d. nafnaskrá og höf- undatal). Ekki er hér rúm til að rekja fleira, en það er tvímæla- laust margt gagnlegt í þessu riti - fyrir þá sem hafa góða þekkingu á fornsögunum. From sagas to society. Ritstjóri Gisli Pálsson. Enfield Lock, Englandi 1992, 338 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.