Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Kostnaður við aðlögun
Markaðsviðskipti með gjaldeyri eiga að geta hafizt hér
á landi um miðjan maí. Seðlabankinn telur undirbúningi
að þeirri breytingu nánast lokið. Þetta er nauðsynlegt
skref. Raunar á að stefna að því að svipta stjómmála-
mennina þeim glæp að krukka í gengið. Markaður á að
ráða.
Miklar breytingar hafa orðið hér á landi á peninga-
og gjaldeyrismarkaðnum. Skipulagið hefur orðið líkara
því, sem almennt gerist í Vestur-Evrópu. Brátt mun
samningurinn um EES væntanlega taka gildi og allar
hömlur á fjármagnsflutningum milli íslands og annarra
landa verða úr sögunni. Hlutverk Seðlabankans verður
þá einkum að tryggja jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum
og stöðugleika gengisins, sé miðað við fastgengisstefnu
og frjálsa flutninga fiármagns. íslendingar voru eins og
flestar þjóðir í fiötrum hafta og ríkisforsjár á fjórða og
fimmta tug aldarinnar. íslendingar héldu ekki fyrr en
upp úr 1960 á braut frjálsari markaðsbúskapar. Þróun
tækninnar hefur og brotið múra milh þjóða og hagkerfa.
Hér sem annars staðar er brýnast, að þessari þróun verði
hraðað.
Kröfur um gengisfellingu eru nú uppi. Þær þarf að
skoða í ljósi fyrmefndrar þróunar. Sterkir aðilar í sam-
tökum atvinnurekenda vilja gengisfellingu, sem gæti þá
orðið allt að 15-16 prósent. Þeir færa þau rök fyrir máli
sínu, að sjávarútvegurinn sé rekinn með tapi, hugsanlega
8-9 prósenta tapi um þessar mundir.
Hér er á ferðinni tvenns konar vandi. Sjávarútvegur-
inn hefur ekki getað aðlagazt þeim breyttu aðstæðum,
sem aflaminnkunin hefur í fór með sér. Ennfremur hefur
verð á útfluttum sjávarafurðum fallið mjög að undan-
fömu, þegar á heildina er htið. Þetta er rétt, en á fleira
ber að hta.
Raungengi krónunnar stendur traust um þessar
mundir. Það hefur farið lækkandi, sé miðað við verð-
bólgu eða laun hér og annars staðar. Að því leyti er sam-
keppnisstaðan betri en oftast áður og ekkert að krón-
unni. Raungengi íslenzkrar krónu er annars vegar skh-
greint sem hlutfahsleg hækkun framfærslukostnaðar á
Islandi miðað við viðskiptalönd, hins vegar sem hlutfahs-
leg hækkun launakostnaðar á framleiðslueiningu, hvort
tveggja reiknað í sama gjaldmiðh. Kröfur um gengisfeh-
ingu krónunnar nú fara því ekki saman við upplýsingar
um þróun raungengisins.
Fyrst og fremst skulum við hta á aðlögunarvanda sjáv-
arútvegsins. Varla mótmælir nokkur þeirri skoðun, að
fiskiskip séu aht of mörg og fiskvinnslustöðvamar einn-
ig of margar hér á landi. Hagkvæmast væri þjóðarbúinu,
að skipum yrði fækkað um 20 prósent hið minnsta og
líklega fremur nálægt 40 prósentum, ef vel ætti að vera.
Það kostar þjóðarbúið, það er sérhvem landsmann, mik-
ið fé að halda úti svo mörgum einingum.
Því skyldu menn ekki hrapa að felhngu gengis krón-
unnar. Gengisfelhng mundi verða mjög útlátasöm: verð-
bólga ykist og skuldug fyrirtæki lentu í meiri kröggum
en fyrr. Erfitt yrði að ná kjarasamningum til lengri tíma,
þar sem launþegar vhja tryggja kaupmátt launa fýrir
slíkri skerðingu.
Sjávarútvegurinn á vissulega í örðugleikum. Vandinn
yrði miklu viðráðanlegri, ef einingum fækkaði.
Því væri hagstæðast þjóðarbúinu, ef sjávarútvegurinn
bæri kostnaðinn við aðlögunina sjálfur að mestu eða öhu
leyti.
Haukur Helgason
Yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, Ratko Mladic, á leið á samningafund á flugvellinum i Sarajevo 17. april. „Ser-
bar og Króatar munu komast upp með að skipta Bosníu á milli sín,“ segir Gunnar m.a. i greininni.
Símamynd Reuter
Sagan endur-
tekur sig
Hvort sem menn viðurkenna það
nú strax eða seinna þá er árásar-
stríði Serba í Bosníu lokið eða um
það bil að ljúka með sigri þeirra.
Nú taka fljótlega við skæruhemað-
ur og blóðsúthellingar næstu ár og
áratugi þegar þjóðarbrotin leita
hefnda á víxl fyrir þau hermdar-
verk sem unnin voru í núverandi
stríði.
Utanaðkomandi ríki eiga ekki
nægilegra mikilla hagsmuna að
gæta til að skerast í leikinn. Að
minnsta kosti er það almennt áht
að það sé ógerlegt að taka aftur af
Serbum þau 70 prósent af Bosníu
sem þeir hafa þegar náð. Það er
meira að segja óvíst hvort Bosnía
var nokkum tímann þannig í sveit
sett að landið hefði forsendur til
að vera sjálfstætt ríki.
Það er ekki til nein bosnísk þjóð,
aðeins slavar sem kalla sig Serba,
Króata eða múshma og hafa búið
hverjir innan um aðra í aldaraöir.
Sjálfstæð Bosnía er aðeins hugsan-
leg með samþykki Serbíu og Króa-
tíu sem umlykja landið.
Utanaðkomandi íhlutun
Það ógnarlega blóðbaö og þau
hroðalegu grimmdarverk sem
framin hafa verið í þessu stríði
valda öhum umheiminum hugar-
angri og samviskubiti en sannleik-
urinn er samt sá að það er ekki í
annarra valdi að friða Bosníu.
Þjóðverjum tókst aldrei að sigrast
á skæruhðum í Bosníu á áram
heimsstyijaldarinnar síðari þótt
þeir hefðu þar hundrað þúsunda
hermanna.
Engin ástæða er th að ætla að
sveitir hermanna frá Vesturlönd-
um næðu meiri árangri. Allt tal um
hemaöarlega íhlutun núna er því
miöur byggt á óskhyggju. Jafnvel
loftárásir myndu htíl sem engin
áhrif hafa á hemaðargetu Serba
úr þessu. Það er vitað mál að efna-
KjaUarirm
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
blökkumenn hafa heimastjóm.
Afturhvarf til 1914
Þetta er erfiður biti að kyngja og
líklega verður honum ekki kyngt
strax. Fyrst verða múshmar vopn-
aðir og loftárásir hafnar sem mun
tryggja það eitt að stríðið dregst á
langinn. Örlög Bosníu era ráðin og
vestræn ríki geta ekkert annað en
reynt að breiða yfir VcUimátt sinn.
Það sem er ennþá ógnvænlegra
við þetta allt saman er það að sagan
munu endurtaka sig, ekki aðeins í
Kosovo, sem öll ríki heims hta enn-
þá á sem hluta af Serbíu og munu
því enn síður skipta sér af en Bos-
níu, heldur utan fyrram Júgóslav-
íu og þá fyrst og fremst í fyrram
Sovétríkjum. Að því er sem betur
fer ekki komið ennþá.
„Nú taka fljótlega við skæruhernaður
og blóðsúthellingar næstu ár og áratugi
þegar þjóðarbrotin leita hefnda á víxl
fyrir þau hermdarverk sem unnin voru
1 núverandi stríði.“
hagslegar refsiaðgerðir gegn Serb-
íu hafa ekki haft nein áhrif á hem-
aðinn og munu ekki hafa.
Vesturlönd geta friðað samvisku
sína með því að vopna múslíma og
ýtt þar með undir langvarandi
borgarastríð að líbönskum hætti,
þau geta beitt flugvélum th að eyði-
leggja mannvirki Serba.
En ekkert af þessu mun breyta
niðurstöðunni, sem er sú aö Serbar
og Króatar munu komast upp með
að skipta Bosníu á milh sín, músl-
ímar verða aðeins annars flokks
þegnar í nokkrum „heimalönd-
um“, sambærilegum við Bantust-
ansvæðin í Suður-Afríku þar sem
Fordæmið er það að þar sem blint
þjóðemishatur brýst út eftir ára-
tuga bæhngu undir alræðisstjórn-
um kommúnista hætta öh skyn-
samleg rök að gilda og rótgróin
heift ræður ferðinni, ómóttækileg
fyrir hvers konar utanaðkomandij
fortölum eða málamiðlunum. Þetta'
er það tímabil sem nú fer í hönd,
tími uppgjörs á þeim málum sem
vora óuppgerð fyrir heimsstyijöld-
ina 1914 og sem nú fyrst era komin
upp á yfirborðið á ný, rétt eins og
1914 hafi verið í gær.
Gunnar Eyþórsson
Skoðanir annarra
SJávarútvegsráðherra saknað
„Skýrsla tvíhöfðanefndarinnar til sjávarútvegs-
ráðherra er um margt fróðlegt plagg og inniheldur
miklar upplýsingar um þróun sjávarútvegsins síð-
ustu tvo áratugina. Hins vegar vekur furöu hvemig
að kynningu þessarar skýrslu er staðið. Formennim-
ir tveir sendast nú um landið til þess að kynna
skýrsluna fyrir almenningi. Ráðherrann, sem ber
ábyrgð á máhnu, hefur sig hins vegar ekkert í
frammi. Það er í hæsta máta undarlegt að hann skuh
ekki sjá ástæöu til að ræða þetta mikla mál í eigin
persónu við þjóðina." Úr forystugrein Tímans 20. apríl
Alþýðubandalagið og N ATO
„Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, hefur undanfarið bent á að aðild að
NATO og vamarsamstarf íslands og Bandaríkjanna
geri okkur kleift að leggja Sameinuðu þjóðunum hð
við nýjar aðstæður.. .Varaformanni Alþýðubanda-
lagsins og formanni þingflokks þess er mikið í mun
að grafa undan hinni nýju skoðun formanns Alþýðu-
bandalagsins og gera hana tortrygghega.. .Þeir segja
flokkinn enn vilja ísland úr NATO og herinn burt.“
Björn Bjarnason alþingismaöur i Mbl. 21. april
Óviðunandi vinnubrögð
í framhaldi af ráðningu nýs framkvæmdastjóra
sjónvarps hefur komið í ljós að umdeilanleg viö-
skipti hafa átt sér stað milli hans og menntamála-
ráðuneytisins. Þannig hafa verið keyptar kvikmynd-
ir af viðkomandi tU sýninga í grunnskólum landsins
án þess að máhð hafi komið til kasta þeirra sem að
öUu jöfnu fjaha um og leggja tíl hvaða efni skuh
keypt. Burtséð frá lagalegri hhö málsins er þar um
að ræða mjög óeðhleg og óviðunandi vinnubrögð.“
Úr forystugrein Alþbl. 21. apríl