Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993 Útgerðarfélag Akureyringa hf.: „Hallærisfyrirtækið“ sem varð útgerðarrisi stórar einingar líklegri til árangurs, segir Gísli Konráðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vöxtur og velgengni Útgerðarf. Akureyringa Allar tölur eru í þús. króna og framreiknaðar til verðlags í apríl 1993. Heildarvelta og hagnaður -500 1960 1970 1980 1985 1990 1992 Starfsmannafjöldi 1985 l.. 1992 ri— Heildareignir og eigið fé 4000 Gyifi Kristjánason, DV, Akmeyri; „Það er auðvitað ein viðamesta spumingin í íslensku þjóðfélagi hvað við gerum þegar þorskveiðin fer sí- fellt minnkandi og viö þeirri spurn- ingu er ekki til neitt eitt svar. Ég geri þó ráð fyrir aö þaö sé rétt að fækka fyrirtækjum í sjávarútvegi þar sem hægt er að koma því viö og mörg smáfyrirtæki eru starfandi á sama svæðinu. Ef hægt er að ná sam- komulagi um þær aðgerðir er ekki nokkur vafi á því að stórar einingar eru líklegri til árangurs," segir Gísli Konráðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur Samtaka atvinnurekenda í sjávar- útvegi, sagði í viðtali við DV á dögun- um aö ástæðu þess hversu stöndugt fyrirtæki Útgerðarfélag Akur- eyringa væri í dag mætti ekki síst rekja til þess að um 1960 hefðu verið ráðnir tveir framkvæmdastjórar að fyrirtækinu. Þessir framkvæmda- stjórar voru Gísli Konráðsson og Vil- helm Þorsteinsson. Aörir þættir, sem hefðu spilaö þama inn í, hefðu verið jöfn og mikil fiskvinnsla í fyrirtæk- inu, góður vinnumarkaður, mikið eigið fé og ekki síst mikil kvótaeign. Margir vildu gjaldþrot Gísh Konráðsson segir að árið 1957 hafi Utgerðarfélag Akureyringa ekki einungis verið „ævintýralegt hallær- isfyrirtæki", eins og Einar Oddur orðaöi það, heldur hefðu verið mikl- ar deilur og ósætti um fyrirtækið. „Fyrirtækið var að hmni komið á þessum tíma og það vildu margir fara með það í gjaldþrot," segir Gísli og reyndar kom upp sú hugmynd að stofna til reksturs tyggigúmmíverk- smiðju í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar náðist samkomulag um að bæjarsjóður tæki að sér ábyrgð á rekstrinum um ákveöinn tíma. „Ég var þá lánaöur að fyrirtækinu frá KEA til að gæta hagsmuna bæjar- sjóðs. Það fór að ganga betur og síðla árs 1958 var ég ráðinn framkvæmda- stjóri. Vilhelm Þorsteinsson kom hins vegar að fyrirtækinu sem annar framkvæmdastjóri árið 1964 og við unnum mjög vel saman til ársins 1989 að ég hætti.“ Aðhaldssemi það sem gildir - Hvað var það sem þið gerðuð til að breyta ÚA úr „hallærisfyrirtæki“ í gott og geysistöndugt fyrirtæki? „Það tók langan tíma og þama komu margir samverkandi þættir til. í fyrsta lagi beittum við mjög aukinni aðhaldssemi á öllum sviðum og héld- um kostnaðarhliöinni niöri eins og hægt var. Akureyrarbær hafði lagt fram fjármuni í fyrirtækið sem lán vegna þess að það þótti óhugsandi að fyrirtækið legðist af og þegar fyr- irtækinu fór að vaxa fiskur um hrygg var þessum lánum bæjarsjóðs breytt í hlutafé. Ég held lika að það hafi hjálpaö okkur mjög mikið að við fylgdum þeirri stefnu að láta skipin landa afl- anum sem afira mest heima og vinna fiskinn sjálfir í frost, salt og skreið. Áður höfðu tíðkast miklar siglingar með ísfisk sem sköpuðu auðvitað enga atvinnu í landi. Þetta átti örugg- lega sinn stóra þátt í velgengninni fyrir utan það sem ekki má gleyma að fyrirtældð hafði afskaplega gott starfsfólk sem lagði sig fram og var ánægt í starfi." - Þrát^yrir það að vera á lágmarks- launum? „Við greiddum alltaf þau laun sem samningar sögðu til um og svo kom að því að bónusgreiðslur komu til í vinnslunni sem juku afköstin um leið. Ég held að það sem gildir sé að hafa gott starfsfólk og mikla aðhalds- semi á öllum sviðum og ekki síst að hlúa að fiskvinnslunni í landi.“ Björgólfur Jóhannsson, Qármálastjóri Útgeröarfélags Akureyringa: Útgerðarfélagið er geysilega öf lugt fyrirtæki Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Staða Útgerðarfélags Akur- eyringa er geysilega sterk og nægir að skoða eiginfjárhlutfallið í því sam- bandi en það er yfir 45%. Veltufjár- hlutfallið er 1,33 sem telst líka mjög gott. Ég held að þaö sé ekki hægt að segja annað en fyrirtækiö sé geysi- lega öflugt," segir Björgólfur Jó- hannsson, fjármálastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. Þegar rætt er um fjárhagsvanda sjávarútvegsins er oft vitnað til Út- geröarfélags Akureyringa sem vel rekins fyrirtækis á þeim vettvangi sem standi mjög vel og það blandast engum hugur um að félagið er einn máttarstólpi atvinnulífsins á Akur- eyri með um 500 manns í vinnu. Fyr- irtækið á miklar fasteignir í landi, það á og gerir út 5 ísfisktogara og 2 frystiskip og hefur nýverið keypt 60% eignarhlut í þýsku útgerðarfyr- irtæki sem á 8 fullbúin frystiskip. Heildarvelta ÚA á síöasta ári var 3,2 milljarðar og rekstrartekjur 2,4 milljarðar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 534 milljónum, hagnaður af reglulegri starfsemi var 146 milljónir og eftir gengistap og verðlagsbreytingar var hagnaöurinn á síðasta ári 10,4 milljónir króna. Heildareignir ÚA eru 3,5 milljarðar króna og eigið fé 1576 milljónir, nettóskuldir nema 1274 milljónum og Björgólfur segir það vera lægstu skuldastöðu á úthlutað þorskígildis- tonn sem þekkist hér á landi. Kvótastaöan geysisterk Úthlutaður veiðikvóti ÚA 1. sept- ember var um 22 þúsund tonn eða rúmlega 15 þúsund þorskígildi. „Þetta er mjög svipaður kvóti og var árið 1988 þrátt fyrir um 40% skerð- ingu á kvótaúthlutun frá þeim tíma. Frá árinu 1988 er búið að kaupa and- virði tveggja togara auk smákaupa og þar á undan voru keyptir tveir togarar í tíð fyrri stjórnenda," segir Björgólfur. Það hafa margir undrast kaup ÚA á 60% eignarhlut í þýska útgerðar- fyrirtækinu Mecklemburger Hoche- fischeri fyrir um 240 milljónir króna en það fyrirtæki á og gerir út 8 full- búna togara sem fuUvinna allan afla um borö. Björgólfur segir að öll hlutabréf fyrirtækisins hafi verið seld á 10 milljónir marka eða nærri 400 millj- ónir íslenskra króna. Eigið fé fyrir- tækisins nemur 29,9 milljónum marka og skipin eru bókfærð á um 19 milljónir marka. Með fyrirtækinu er því afhent peningaleg eign sem nemur nærri 11 milljónum marka eða um 440 milljónum króna. „Það hafa margir velt þessu fyrir sér og ég held að aðilar í gamla V- Þýskalandi, sem hugðust kaupa fyr- irtækið en hættu við, nagi sig nú í handarbökin. Þessi kaup breyta efnahag ÚA verulega og styrkja eig- infjárstöðuna verulega. Þá fáum við aukna veltu verðandi löndun skip- anna hér og ekki síst styrkir þetta okkur í sölumálunum,“ segir Björg- ólfur. Tilefnislaust ofbeldi eykst meðal bama og unglinga: Skallaði félagann í andlitið - ofbeldismyndböndinhafaáhrifáböminsegir ArthurMorthens „Það hefur áhrif þegar böm horfa á ofbeldismyndbönd. Þau geta farið að leika eftir myndbönd- unum meö ýmsum afleiðingum. Þannig eru dæmi um unglinga sem hafa oröið fyrir fullkomlega tilefn- islausum árásum að kvöldi til þar sem önnur ungmenni hafa ekið um bæinn í bíl, stoppað fyrir framan þá, þotið út úr bílnum og barið þá til óbóta. Svo er einnig til dæmi um 7 ára strák sem skallaði félaga sinn í andlitið. Fjölmörg dæmi sýna að heimur bama og unglinga er miklu harðari en hann var fyrir nokkmm árum,“ sagöi Arthur Morthens, sérkennslufulltrúi og formaður Bamaheilla, í samtali við DV. Æ meira hefur boriö á tilefnis- lausu ofbeldi meðal bama og ungl- inga í Reykjavík og víðar. DV sagði síðast í gær frá tveimur 11 og 12 ára strákum s^m bitu og spörkuðu í unga móður sem var aö veija böm sín fyrir ágangi þeirra. Arthur segir fjölda rannsókna sýna aö ofbeldismyndir leiöi af sér ofbeldishegðun. „Ofbeldi í kvikmyndum og á myndböndum viröist vera farið að hafa mikil áhrif á siðferðisvitund bama. Þegar ég fór í bíó sem strák- ur og sá kúrekamyndir sást ekki blóödropi en nú er allt útbíað í blóði. Kvikmyndaheimurinn er miklu harðari og ofbeldið hleður stöðugt utan á sig.“ Arthur segir margar ástæöur vera fyrir auknu ofbeldi barna, allt niður í 6 ára aldur. Nefnir hann, auk ofbeldismynda, uppeldisskil- yrði á Vesturlöndum almennt. „Hjá okkur hafa gríðarlega lang- ur vinnudagur smábamafjöl- skyldna og fjárhagsörðugleikar áhrif. Um 20-30 prósent fjölskyldna brotna hreinlega undan álaginu og uppeldið riðlast. Skólakerfið hefur síðan ekki fjallað um og eflt siðferð- is- og félagsþroska bama sem skyldi. íslendingar hafa heldur ekki markað ákveðna stefnu gang- vart smábamafjölskyldunum. Af- leiðingamar em þegar farnar að koma í ljós.“ Arthur segir félagslegar aðstæð- ur síðan bæta gráu ofan á svart. Tölur sýni að sjálfsmorðstíðni ung- menna á íslandi sé sú næstmesta í heimi og andleg líðan mjög slæm hjá 20% þeirra. „Mikið af óveðurs- skýjum hrannast upp á himninum í þessum efnum og mikilvægt að yfirvöld félagsmála, menntamála, heilbrigðismála auk lögreglu vinni saman en ekki hver í sínu horni. Skúffupólitík hefur ráðið of miklu of lengi þar sem engin samstarfs- tengsl hafa verið milli aðilanna." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.