Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993 dv Fjölmiðlar Stuðnings- menn verði með Útsending Stöðvar 2 frá kapp- leik Selfyssinga og Hauka á míð- vikudagskvöldið er það sem stendur upp úr sjónvarpsdagskrá síöustu tveggja daga. Meiðsl lyk- ilmarkmanns, Siggi Sveins í skammarkrókinn, jöfnunarmark Hauka á lokasekúndum, fram- lenging, úrslitamark á síðustu sekúndu framlengingar og síðan heill fundur um það hvernig leik- urinn fór. Dramatískt var það enda eru liðin að berjast fyrir lífi sinu i deildinni - annað hvort eru menn með áfram eða þeir detta ut og hefja ekki leik fyrr en á næsta ári. Rýni er kunnugt um að sumir áhorfendur hafi skipt yfir frá Hemma Gunn og farið að horfa á handbolta á miðvikudags- kvöldið þegar spurðist hvað gengi á þama í leíknum 1 Hafnarfirði - ekki það að Hemmi hafi verið svona slappur heldur var boltinn bara meira spennandi, eins og Hemmi reyndar veit sjálfur. Stöö 2 er með pálmann í hönd- unum hvað snertir sýningarrétt frá þessum merkisatburðum. Nú eru undanúrslitin eftír. Áhorf- endur, það er þeir sem virkilega leggja sig fram um að mæta á vöiiinn og styðja sína menn í þessum slag, eru þeir sem rýnir telur að mætti gera betri skil í sjónvarpsútsendingum úrslita- keppninnar. Viðtöl við fóik sem er að koma á völlinn með lúöra og flögg, menn búnir að setja sig í stellingar uppí á pöllum, annaö hvort fyrir leik eða meðan á hon- um stendur - viðtöl við þá sem eru utan vallar, eiginkonur leik- manna, bræður þeirra og systur, vinir og vandamenn. Þetta er sá flötur sem gera má betri skil í leikjunum sem eru framundan. Á hinn bóginn er rétt að benda á að viðtöl við leikmenn í miðjum slag eru til fyrirmyndar. Óttar Sveinsson Andlát Áslaug Þórólfsdóttir, Blönduhlíð 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum 20. aprfi. Brynjólfur Kjartansson, dvalarheim- ilinu Höfða, áður Háholti 30, Akra- nesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl. Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Hjalla- vegi 42, Reykjavík, er látin. Jarðarfarir Minningarathöfn um John V. Car- roll, er lést 3. febrúar 1993 í Newp- ort, Rhode Island í Bandaríkjunum, verður í Fossvogskapellu föstudag- inn 23. apríl kl. 13.30. Kristín Jónsdóttir frá Vindási, Laug- amesvegi 88, Reykjavík, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju laugardaginn 24. aprtí kl. 14. Jóhanna Guðríður Ellertsdóttir, Tangagötu 4, Stykkishólmi, sem lést þann 19. apríl, verður jarðsungin laugardaginn 24. apríl kl. 14 frá Stykkishólmskirkju. Jóhanna Gróa Ingimundardóttir, Sólheimum 23, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, 23. aprtí, kl. 15. Útför Magndísar Guðrúnar Gisla- dóttur, Þórsgötu 4, Patreksfirði, verður gerð frá Patreksfj arðarkirkj u laugardaginn 24. aprtí kl. 14. Jón Friðrik Oddsson, Heiðarbrún 52, Hveragerði, andaðist 20. april. Útför- in fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 27. aprtí kl. 15. Jóhanna Sigurðardóttir frá Vetur- Uðastöðum, sem andaðist 17. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju í dag, 23. aprtí, kl. 13.30. Lilja Eiríksdóttir, Skólavöllum 2, Sel- fossi, lést 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. aprtí kl. 13. Minningarathöfn um Barða ErUng Guðmundsson verður í Akranes- kirkju í dag, 23. apríl, kl. 15. 43 Hann mundi fara oftar út ef ég setti hjól undir sófann. Lalli og Lína Spákmæli Með því að afsaka þig ásakar þú þig. Hieronymus. kl. 15-19. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 Og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 23. apríl til 29. apríl 1993, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ár- bæjarapóteki, Hraunbæ 102b, sími 674200. Auk þess verður varsla í Laugar- nesapóteki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 tll 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í þvi apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræöingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími-Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitaians: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júni, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.—31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Kefiavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavik, sími 11552, eftir lokun 11555. ' Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbuar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana. TUkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvlk., sími 23266. Líflínan, Kristiieg símaþjónusta. Sími 91-683131. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 23. apríl: Dólkur tapaðist fyrra föstudag. Hefi hjól í óskilum. Nokkur garðtré til sölu. A.v.á. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 24. april. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Láttu ekki fortíðina ráða yfir því sem gerist í dag, jafnvel þótt gamlar minningar séu góðar. Þú hefur vanmetið ákveðið vináttu- samband. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Gættu þín á slúðri. Þar er litlu að treysta auk þess sem það getur komið inn ranghugmyndum. Þú átt von á skemmtilegum gestum. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú ert við öllu búinn og hugmyndaflugið er ríkulegt. Gættu þess að sýna öðrum ekki óþolinmæði. Það hillir undir lausn á ákveðnu vandamáli þínu. Nautið (20. apríl-20. maí): Það er jákvætt að taka þarfir annarra fram yfir sínar eigin. Gættu þess þó að láta ekki nota þig. Vertu sérstaklega á varðbergi gegn slíku núna. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Líklegt er að þú segir hug þinn allan án þess að huga að afleiðing- unum. Hugleiddu samt hvort það sé viturlegt. Krabbinn (22. júní-22. júli): Þér reynist erfitt að ná sambandi við annað fólk og það reynir á þolinmæðina. Aðrir eru ekki fúsir til samvinnu. Auðvelt er hins vegar að fást við dagleg vandamál. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú ert heldur þunpr ílund þessa dagana. Reyndu að umgangast fólk sem hressir þig. Hugsanlega þarftu bara meiri hvíld. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Nú eru góðar aðstæður til að mynda ný vináttusambönd. Fagn- aðu því þeim tækifærum sem bjóðast til að hitta fólk. Gefðu góða mynd af sjálfum þér. Vogin (23. sept.-23. okt.): Vonbrigði verða til þess að þú breytir áætlunum þínum. Þú verð- ur því að fmna annan valkost með stuttum fyrirvara. Þér verður sagt leyndarmál sem þú kærir þig ekki um að heyra. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú vaknar heldur niðurdreginn og vilt vera einn með sjálfum þér. Þetta breytist og þú verður félagslyndari þegar líöur á daginn. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú ert ekki mjög umburðarlyndur þessa stundina og hlustar því lítt á skoðanir sem falla ekki að þínum. Þú skemmir fyrir sjálfum þér ef þetta ástand heldur áfram. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert upptekinn af þínum eigin hugsunum og gefur því lítt gaum sem aðrir segja. Það kallar á leiðindi. Farðu og fáðu þér ftískt loft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.