Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 32
F R ÉTTAS KOTIÐ fiO | OR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 FÖSTUDAGUR 23. APRlL 1993. Tveirfengu á’ann Gyffi Kiistjánason, DV, Akureyrt Tveir menn þurftu aðhlynningu á slysadeild eftír tvenn slagsmál á Akureyri í fyrrinótt. Báðir fengu kjaftshögg frá andstæðingum sínum og þurfti m.a. að sauma saman sár. Að öðru leyti var rólegt hjá lög- reglu. Einn var þó tekinn grunaður um ölvunarakstur en sá hefur aldrei tekið bílpróf, og annar var tekinn á 102 km hraða á Glerárgötu og sviptin- ökuleyfi. KnúturHálIsson: Vil ekkert segja „Ég vil ekkert um þetta segja. Mál- ið er í heild sirmi í skoðun hjá Ríkis- endurskoðun. Ég hef ekkert um þetta að segja á þessu stigi,“ segir Knútur Hallsson, fyrrverandi ráöuneytis- stjóri, um atíiugasemd menntamála- ráðuneytisins vegna ummæla hans í blaöaviðtölum undanfarið. Ráðuneytið segir staðhæfingar Knúts rangar og að bréfið til Norr- æna kvikmyndasjóðsins, afgreiðsla og undirbúningur þess, hafi alfarið veriðíhanshöndum. -GHS Svartasti dagur minjavörslu hér „Þetta er ekkert annað en íkveikja og ég verð að segja það að þetta er svartasti dagur í minja- vörslu á íslandi. Þarna hafa farið forgörðum fomminjar sem ekki verða bættar og bróðurpartur báta- safns Þjóðminjasafnsins er brunn- inn,“ sagði Guðraundur Magnús- son þjóðminjavörður í raorgun. I morgunbrann geymsluhúsnæði Sjóminjasafnsins, sem heyrir undir Þjóöminjasfn íslands, til kaldra kola. Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjvik var kallað að Vesturvör 14 f Kópavogi klukkan 4.16 í morg- un en þá stóð geymsluhúsnæðiö, 360 fermetra bárujárnsklætt tré- grindarhús sem byggt var fyrir tveimur árum, í Ijósum logum. Viö hiið skemmunnar sem brann stendur önnur skemma sem hýsir Tækniminjasafn Þjóðminjasafns- ins og var hún aldrei í hættu að sögn Guðmundar. Ekkert rafmagn var í húsinu og haföi enginn verið þar frá því á miðvikudag en þegar slökkviliðið kom á vettvang stóðu dyr á suöur- hlið skemmunnar opnar. í geymsluhúsnæðinu voru geymdir 18 bátar frá síðustu öld, þurrkhjallur frá Vestfjörðum og rekaviöur sem var 1 eigu húsafriö- unamefhdar. Allt brann þetta til kaldra kola og er skemman gjör- ónýt eftir brunann. „Þetta er auðvitað ómetanlegt tjón. Kannski eru til sambærilegir bátar einhvers staðar á iandinu en þeim verður ekki safnað saman í einhverja eldgildru. Þaö væri skárra aö geyma bátana úti. viö en í húsnæði sem þessu,“ segir Bjöm Bjömsson, forstööumaöur Sjó- minjasafhs islands. Guömundur segir að unnið hafi verið markvisst aö þvi að finna lausn á húsnæðismálum Sjóminja- safnsins undanfarið og svo hafi virst á dögunum að úr þeim hefði ræst og hægt yrði að flytja munina úr þessu bátaskýli en sú lausn heföi reynst ófullnægjandi. Aðspm-ður um hvort betur hefði mátt standa að geymslu munanna sem brannu sagöist hann ekkert geta sagt um það en bætti við: „Maður má sín lítils ef það er ásetn- ingur manna að eyöíleggja svona hluti.“ -pp Andrésar andar leikarnir hófust í blíöskaparveðri i Hlíðarfjalli við Akureyri i gær. Um 800 krakkar viðs vegar af landinu keppa þar I ýmsum skíðaíþróttum og keppnisgleðin er I fyrirrúmi. Myndin sýnlr einn sjö ára leggja af stað i svigkeppni, einbeittan á svip. - Sjá úrslit gærdagsins á bls. 16 og 33. DV-simamynd gk Endurálagnlng a yflrtryggingalækni: Greiði skattinum um 9,4 milljónir Embætti Ríkisskattstjóra hefur gert Bimi Önundarsyni, yfirtrygg- ingalækni hjá Tryggingastofnun rík- isins, að greiða tæplega 9,4 milljónir í skatt vegna tekna sem ekki voru gefnar upp á áranum 1989 til 1991. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að vantaldar tekjur Bjöms á þessum áram hafi numið um 20 milljónum króna. Meint skattsvik Bjöms og þriggja annarra tryggingalækna hafa rúmt ár verið til rannsóknar hjá embætti Ríkisskattstjóra og í hálft ár hjá RLR. Samkvæmt heimildum DV er þess nú beðið innan RLR að skattayfir- völd ljúki endurálagningu á alla læknana. í kjölfarið verði mál þeirra sent til Rikissaksóknara. í febrúar síðastliðnum lauk end- urálagningu á Stefán Bogason, lækni hjá Tryggingastofnun, vegna tekna sem hann taldi ekki fram á sama tímabili. Honum var gert að greiða tæplega 3,4 milljónir og hefur hann þegar gert þá upphæð upp við skatta- yfirvöld. Eftir því sem DV kemst næst er endurálagningu hins vegar enn ólok- ið hjá Jónasi Hallgrímssyni, prófess- or og trúnaðarlækni Sjóvá- Almennra, og Atla Þór Ólasyni, trún- aðarlækni VIS. Samkvæmt heimild- um DV nema vantaldar tekjur þess- ara manna milljónum. Hvorki skattayfirvöld né RLR hafa viljað tjá sig um rannsóknina. Þessir aðilar hafa þó hafnað þeirri skýringu sumra heimildarmanna DV að kerfið verndi þessa menn. Seinagangurinn hefur þó sætt furöu margra enda ljóst aö undandrátturinn nemur mörgum tugum milljóna. Tildrög skattrannsóknarinnar vora ítrekuð fréttaskrif DV um tekj- ur læknanna. Blaðið komst yfir upp- lýsingar frá tryggingafélögum um að greiðslur þeirra til læknanna væra ekki gefnar upp til skatts. Um er að ræða greiðslu vegna vinnu við ör- orkumat, útgáfu vottorða og fleira af því tagi. -kaa LOKI Haldi þetta áfram verður Þjóðminjasafnið að fara að smíða fornminjar! Veðriðámorgun: Kaldi eða stinnings- kaldi Á morgun verður norðaustan- átt, víðast kaldi eða stinnings- kaldi á stöku stað. É1 norðan- og norðaustanlands en viða bjart í veðri um sunnanvert landið. Veðrið í dag er á bls. 44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.