Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1993, Blaðsíða 28
44 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 1993 Ólafur G. Einarsson. Stimplaður ósanninda- maður „Þeim sem vilja stimpla mig ósannindamann hefur bæst öflugur liðsauki þar sem er fyrr- verandi ráðimeytisstjóri í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ólafur Garðar um Knút Einars- son sem fullyrðir að Ólafur hafi séð bréfið frá Hrafni sem Ólafur fullyrðir að hann hafi aldrei séð. Útíhött „Það er út í hött að alfriða þorskinn til að koma í veg fyrir hrun,“ segir Kristján Þórarins- son, stofnvistfræðingur hjá LÍÚ, um tillögur Einars Júhussonar eðlisfræðings sem vill friða þorskinn til aldamóta. Ummæli dagsins Pólitísk málamiðlun „Það er ekkert launungarmál að ákvörðunin í fyrra var póhtísk málamiðlim innan ríkisstjómar eftir að þingflokkur sjálfstæðis- manna komst að þeirri niður- stöðu að það ætti að leyfa allt að 230 þúsund lestir,“ segir Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra og fyrmm formaður Sjálf- stæðisflokksins. Kýlin springa „Óðaverðhólga síðustu áratugi ól af sér meinsemd í efnahagslíf- inu, alls kyns kýh sem nú eru að springa," segir Ágúst Einarsson, prófessor og formaður bankaráðs Seðlahankans. Nútíma- húsagerð Árni Þór Jónsson, arkitekt og forseti Alliance Frances, fjaltar um verk Le Corbösier og áhrif Fundiríkvöld hans á nútímahúsagerð. Fyrir- lesturínn er haldinn á frönsku og íslensku að Vesturgötu 2. Smáauglýsingar Smáskúrir eða él Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg, breytileg átt eða norðaustlæg gola. Veðrið í dag Skýjað að mestu og smáskúrir eða él. Hiti 4-6 stig síðdegis í dag, en ná- lægt frostmarki í nótt. í dag verður fremur hæg austan- eða norðaustanátt. Búast má við Mt- ilsháttar éljum á víð og dreif norðan- lands og austanlands en dáhtlum skúrum eöa éljum sunnan- og suð- vestanlands. Hiti verður 4-7 stig yfir hádaginn suðvestanlands en annars svalt og víða næturfrost. Veður Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað -2 Egilsstaðir skýjað -2 Galtarviti skýjað -1 Hjarðames léttskýjað -2 Keíla víkurilugvöllur skýjað 1 Kirkjubæjarkla ustur alskýjað 0 Raufarhöfn skýjað -2 Reykjavik úrkoma 1 Vestmannaeyjar slydda 1 Bergen alskýjað 9 Helsinki þokumóða 5 Kaupmannahöfn skúr 9 Ósló alskýjað 7 Stokkhólmur léttskýjað 9 Þórshöfn rigning 3 Amsterdam þokumóða 11 Barcelona þokumóða 10 Berlín skýjað 14 Chicago léttskýjað 8 Feneyjar þoka 11 Frankfurt skýjað 10 Glasgow alskýjað 9 Hamborg léttskýjað 10 London súld 12 Lúxemborg þoka 7 Madrid léttskýjað 3 Malaga þokumóða 10 Maliorca þokuruðn. 13 Montreal ískorn 1 New York alskýjað 6 Nuuk skýjað -9 Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR: „Ég er mjögánægðurmeö árang- urinn. Fyrir tímabilíö var okkur spáö langneðsta sætinu, bæði af þjálfurum og leikmönnum. Það hafði bara hvetjandi áhrif á okkur og við settum strax stefnuna á að vera meðal átta bestu," segir Brynj- ar Kvaran, þjálfari ÍR-inga, sem tryggðu sér sæti í fjögurra fiða úr- Maóur dacrsins slitum með því að slá Stjörnuna; gamla félagið hans Brypjars, út. I 4 liöa úrslitum mæta þeir FH- ingum. Brynjar er Garöhæingur. For- eldrar hans eru Axel Kvaran lög- regluvarðstjóri og Jórúna Ósk Kvaran verslunarkona. Hann út- skrifaðist frá Flensborg 1978, irnfði stutta viðdvöl i viðskiptafræðinni en fór í fþróttakennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist 1982. íþróttakennari var hann í sex ár, fjögur í Garðaskóla í Garðabæ og tvö ár í Glerárskóla á Akureyri. Brytjjar ; hefur stundað þjálfun meira eða minna frá 15 ára aldri Brynjar Kvaran. þegar hann byrjaði að þjáh'a hjá Stjörnunni og lék lengst af með því félagi. Stjaman var þá rokkandi milh 2. og 3. deildar en Brynjar stefndi hærra. Hann fór því yfir i Val 1977 og spilaði með honum í þrjú ár. Fyrstu tvö árin urðu Vals- menn íslandsmeistarar og siðasta árið spiluðu þeir til úrsMta í Evr- ópumótinu gegn Grosswaldstadt. Þá kom nýr þjálfari til Vals og nýir markmenn auk þess sem Brynjar var farinn til Laugarvatns og því fylgdi hann Hilmari Björnssyni yfir í KR. Tveimur árum síðar var Stjaman komin upp í fyrstu deild og hann fór til síns gamla félags og var þar í fjögur ár. Síðan gerðist hann þjálfari KA á Akureyri í tvö ár en hann segir KA hafa verið stofnað í stofunni hjá langömmu shmi og afa og pabbi hans sé mik- ill KA-maður. 1988 kom hann suður og lék með Stjömunni og var að- stoöarþjálfari EyjóMs Bragasonar um tíma en tók svo við ÍR-liðinu í haust. Hann spilaði með landsMð- inu á árunum 1978-1988. Kona hans er Ingibjörg Fjölnis- dóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn, Hlíf og Fjölni, en Brynjar átti fyrir eina dóttur, Hörpu Bryndísi. Brynjar hefiti sér út í lögfræðina fyrir fimm árum og klárar Mklega í vor. eypofK-*- Glæpaalda Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Andrésar andar leikam- ir á Akureyri Andrésar andar leikarnir á skíðum hófust á Akureyri í gær. Þetta er stærsta skíðamót ársins með 750 keppendur frá 16 héruð- Íþróttiríkvöld um. Búast Akureyringar við 1500 gestum vegna leikamia sem standa fram á laugardag. í gær hófst einnig Polar Cup íyrir leikmenn undir 18 ára. Okk- ar menn mættu Svíum í fyrsta leik mótsins og í dag mæta þeir Lettum. Skák Þessi staða er frá at- og blindskákmót- inu í Mónakó á dögunum. Judit Polgar hafði hvitt og átti leik gegn Polugajevskíj: 28. Hc4+ Kd8 29. Bc6! Dc7 30. Rd4 Bf6 31. Bxb7 Hxb7 32. Da4 Dd7 33. Rc6+ Ke8 34. e5! dxe5 35. fxe5 Bd8 36. Hd4 og Pol- ugajevskíj gafst upp. Vel teflt af Juditar hálfu, sérstaklega ef haft er í huga að þetta var blindskák. Keppendur höfðu tölvuskjái fyrir framan sig með auðu skákborði og færðu ímynd- aða menn á milli með mús. Áhorfendur í salnum sáu hins vegar skákimar á sýn- ingarborði. Judit vann Short og Karpov tvöfalt í Mónakó - fyrst í atskák og síðan í blind- skák. Hún varð í 6.-8. sæti í atskákkeppn- inni, 4. sæti í blindskákkeppninni en í 5. sæti samanlagt. Jón L. Árnason Bridge Hvemig er best fyrir austur aö veijast í þessu spih til að hnekkja hjartaslemmu hjá NS? Sagnirnar vom svo sem ekki til fyrirmyndar hjá NS en samningurinn var ekki slæmur. Með 3-2 lauflegu hjá AV væri spihð lítið vandamál en vegna þess að laufin em 4-1 verður austur að nýta sér það forskot vamarinnar. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: 4, Á32 V 864 ♦ 3 4» Á87654 ♦ D5 ♦ 1075 ♦ G1098 + D1092 ♦ G1098 V 92 ♦ Á76542 + G * K764 V ÁKDG3 ♦ KD + K3 Suður Vestur Norður Austur IV Pass 3» Pass 4 G Pass 5V Pass 6f p/h Fjögur grönd var 5 ása spurning (trompkóngur er talinn sem ás) og fimm hjörtu lýstu tveimur af fimm, án tromp- drottningar. Suður skaut þá á 6 hjörtu. Útspil vesturs var tigulgosi sem austur drap á ás. Hann sá að möguleikar sagn- hafa fælust sennilega í þvi að gera sér mat úr lauflitnum og til þess þyrfti hann innkomur í blindan. Austur ákvað því að ráðast á spaðann og spilaði spaðagosa í öðrum slag í þeirri von að hann næði að eyðileggja spaðaásinn sem innkomu. Sagnhafi drap á kóng, tók tvo hæstu í trompi og spilaði laufkóng og laufi að ásnum. Það dugði ágætlega úr því að sama hönd og var með stuttUt í laufi átti tvílit í trompi. Sagnhafi trompaði næst lauf, trompaði tígulkóng í blindum og trompaði enn lauf. Spaðaásinn var síðan innkoman á frílaufin. Grunnhugmynd austurs í vöminni var rétt en útfærslan ekki. Best var að spila tigU í öðrum slag en það eyðUeggur eina innkomu fyrir sagnhafa og nægir til að hnekkja spilinu. isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.