Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 24. MAÍ1993 Verkakvennafélagið Framsókn heldur félagsfund mánudaginn 24. maí kl. 20.30 að Skipholti 50a. Fundarefni: Samningarnir Félagsmenn, mætið allir. Sýnið skírteini við inngang- inn. Stjórnin Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mánudaginn 24. maí á Hótel Sögu, Átthagasal, kl. 20.30. Fundarefni: Nýgerður kjarasamningur lagður fram til afgreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur SKAMMTÍMABRÉF Raunávöxtun s/. 3. mánuði KAUPÞING HF /Jjggilt verðbréfafyrirtœki Kritiglunni 5, sími 689080 í tigu UúnaSarbanka íslantis og sparisjódanna ísafjörður Atvinna Óskum eftir að ráða sem fyrst meiraprófsbílstjóra til útkeyrslu- starfa og fleira. Upplýsingar gefur Tryggvi á skrifstofu og/eða í síma 94-4555. umboð í ísafjarðarsýslu Vörudreifing sf. Aðalstræti 24, ísafirði ótrúlegu veröi, leggings á verðinu í bænum og full buö goðum vorum a frabæru verði! VerMtinin All^ (loniiiunlcL Völvufolli 17. S: 78155 Utlönd Kambódía: Blóðug kosn- ingabarátta Norodom Sihanouk prins, leiðtogi Kambódíu, sem sneri heim á laugar- dag, hvatti í morgun Rauðu khmer- ana til að láta af ofbeldi og verða góðir búddistar. Samtímis því sem Sihanouk ávarpaði hóp munka og nunna streymdu þúsundir manna á kjörstaði, annan dag kosninganna sem standa yfir í sex daga. Kosning- amar eru haldnar fyrir tilstilli Sam- einuðu þjóðanna og eru þetta fyrstu íjölflokkakosningarnar í landinu í áratugi. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að nær tvær milljónir manna hefðu gengið að kjörborðinu í gær þrátt fyrir ofbeldishótanir Rauðu khmeranna, maóískra skæruliða sem stjómuðu landinu á árunum 1975 til 1979. í stjórnartíð þeirra lét ein milijón manna lífið. Fjöldi morða og tilræða hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna og eru fómarlömbin einkum úr röðum and- stæðinga Rauðu khmeranna. Það er því ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. Aðfaranótt laugardags vom tveir kínverskir hermenn á veg- um Sameinuðu þjóðanna myrtir þeg- ar skæruliðum og stjómarhermönn- um lenti saman í héraðinu Kompong Cham. Indverskur eftirlitsmaður við kjörstað í Kambódíu. Símamynd Reuter Fullyrt er hins vegar að Rauðu khmeramir séu ekki þeir einu sem gripið hafa til vopna í kosningabar- áttunni. Stjómarflokkurinn CPP er talinn liggja að baki morðherferð gegn stjórnarandstöðunni. Þegar víetnamskur innrásarher steypti stjórn Rauðu khmeranna 1979 þóttust þeir fullvissir um að Víetnam ætlaöi að leggja undir sig Kambódíu. Brottför Víetnama 1989 breytti engu. Fullyrða skæruliðar að milljónir Ví- etnama séu enn í landinu. Sam- kvæmt friðarsamkomulagi, sem gert var í París 1991, lofuðu Rauðu khmerarnir aö hætta að skjóta, leggja niður vopn og láta Sameinuðu þjóðimir stjórna þar til skipulagðar yrðu kosningár. Akveðið var að alhr erlendir herir færa úr Kambódíu en Rauðu khmerarnir fullyrða að ekki hafi verið staðið við það. Segja þeir brögð í tafli og hafa ráðist á bæöi stjómarhermenn, farartæki'Samein- uðu þjóðanna og víetnamska inn- flytjendur. Reuter.TT Nú er enn eitt vígi karlmanna fallið. Um helgina dæmdu þrjár konur i hnefaleikakeppni þar sem keppt var um þungavigtartitilinn. Dómarar voru þær Shiela Harmon-Martin, Patricia Jarman og Jean Williams. Úrslitin urðu þau að Riddick Bowe sló út Jesse Furguson. Simamynd Reuter Bandaríkjaforseti réð frænku sína Stjómvöld í Washington hafa ákveðið að skipta um ferðaskrifstofu til að sjá um ferðamál Hvíta hússins þar sem komið hefur í ljós að frænka Bill Clintons Bandaríkjaforseta mælti með ferðaskrifstofunni sem er í Arkansas. Nokkur styr hefur staðið um þá ákvörðun Clintons að segja upp sjö starfsmönnum á ferðaskrifstofu Hvíta hússins og ráða Catherine Comelius, frænku sína, sem yfir- mann nýrrar feröaskrifstofu. Ferðaskrifstofan World Wide Service Inc., sem er í Little Rock í Arkansas, bað um aö fengin yrði Clinton hefur verið gagnrýndur fyrir að ráða frænku sinu í stöðu i Hvíta húsinu. Símamynd Reuter önnur ferðaskrifstofa til að sjá um málefni Hvíta hússins eftir að spum- ingar vöknuðu um samband ferða- skrifstofunnar við kosningabaráttu Clintons og viðskiptasambönd henn- ar við embættismann í Hvíta húsinu. Frænka Clintons lagði til í bréfi að sjö starfsmönnum ferðaskrifstofu Hvíta hússins yrði sagt upp og hún yrði fengin til að hafa yfirumsjón með málum þar. Talsmaður Hvíta hússins hefur neitað aö uppsagnim- ar séu þáttur í tilraun forsetans til að ráða ættingja og vini í helstu stöð- uríHvítahÚSÍnU. . Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.