Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1993, Síða 15
MÁNUDAGUR 24. MAÍ1993 15 Móðir og barn 1. des. 1987 hófst nýtt frumkvæöi um hjálparstarf í þágu einstæðra mæöra, samtökin Móðir og bam, sem síðan hafa starfað sem sjálfs- eignarstofnun. Þetta frumkvæði hefur skilað þeim árangri, að 52 einstæðar mæður hafa fengið nið- urgreitt leiguhúsnæði, allt að einu ári hver. Þjónusta Móður og barns Móðir og barn leigir íbúðir á fijálsum markaði og framleigir þær til skjólstæðinga á niður- greiddu veröi. Algengt verð á 2)a herb. ibúðum, sem við leigjum nú, er 28-30.000 kr., en það þýðir að skjólstæðingar okkar borga 19.500-21.500 kr. á mánuði. Niður- greiðslan á að hjálpa móðurinni til að þurfa ekki að berjast í bökkum, meðan barnið er á viðkvæmasta KjaUaiiim Jón Valur Jensson, formaður stjórnar Móður og barns „I þessu hjálparstarfi er það gefandi að finna, hvað ungar og oft reynslulitl- ar mæður hafa mikið baráttuþrek í umhyggju sinni fyrir því lífi, sem þeim hefur verið trúað fyrir.“ skeiði. Það gerir ekki allan gæfu- mun að njóta þessarar hjálpar í eitt ár, en við erum tilneydd til að dreifa þessari aðstoð með hliðsjón af þeim mikla fjölda, sem sækir um. Aðstoðin hefur verið skjólstæðing- um okkar mikilvæg í lífsbarátt- unni, því að margt smátt gerir eitt stórt. Auk húsnæðisaðstoðar veitir stofnunin umsækjendum ráðgjöf um félagsleg réttindi og þjónustu og leiðir til úrlausnar í sérstökum vandamálum, sé þeim til aö dreifa. Þá hefur farið fram úthlutun fatn- aðar, í Utlum mæli þó, enda hefur stpfnunin ekki geymsluaðstööu. í vetur lofaði rausnarlegur inn- flytjandi matvælagjöf til þáverandi skjólstæðinga og annarra, sem helst þyrftu á því að halda. Var það þegið með þökkum, og þannig fengu 25 einstæðar mæður tvo til þrjá kassa hver með blöndu af völd- um mat í jólamánuðinum. Þetta er ■dæmi um, hvernig gott starf heldur áfram að ávaxta sig, en það byggist á þeim mikla velvilja, sem í reynd er til staöar svo víða í samfélaginu. „Frá maíbyrjun 1990 hefur Móðir og barn verið með tíu íbúðir í rekstri á mánuði að meðaltali" segir í texta greinarhöfundar. Reynslan af starfinu Frá hausti 1989 hafa umsóknir um húsnæði verið um 300. Það sem af er þessu ári hafa 27 nýir umsækj- endur bæst við á biðlista, en sex íbúðir losnað á sama tímabili. Auðsætt er, að þörfln er langt um- fram það, sem við getum boðið. Frá því að fyrsta íbúðin var opnuð, í nóv. 1989, hafa 52 konur með 58 börn og fimm þungaðar fengið út- hlutað húsnæði hjá samtökunum. Frá maíbyijun 1990 hefur Móðir og barn veriö með tíu íbúðir í rekstri á mánuði að meðaltali. Við höfum allan vilja til að auka þessa þjón- ustu enn frekar og leitum í því skyni bæði eftir hagkvæmu hús- naéði og stuðningi frá almenningi. Þegar hlustað er á þær konur, sem sækja um húsnæði hjá okkur, koma oftar en ekki mikiir erfiðleik- ar í ljós. En í þessu hjálparstarfi er það líka gefandi að finna, hvað ungar og oft reynsluiitlar mæður hafa mikið baráttuþrek í umhyggju sinni fyrir því lifi, sem þeim hefur verið trúað fyrir. Margar eru ófag- lærðar og lágt launaðar og verða að hendast út í strætisvagn árla dags til að koma barni sínu í gæslu og fara svo sjálfar að strita fyrir 40-50.000 kr. mánaðarlaunum. Það er þakkarvert að -fá að létta slíku fólkið róðurinn í lífsbaráttunni. Nú er að fara af stað átak til að efla það hjálparstarf, sem Móðir og bam stendur fyrir. Er það gert með því að afla samtökunum fleiri styrktaraðila, en með fjölgun þeirra getum við aukið þjónustu samtakanna. Hér eru sdlir vel- komnir til liðsinnis við gott mál- efni. Jón Valur Jensson Hugleiðingar um heilbrigðismál Nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp tilvísanakerfi og beina þar með flæði fólks, er leitar lækninga, til heimilis/heilsu- gæslulækna í ríkara mæli vakna ýmsar spurningar. Er sú leið, að leita fyrst til heimilislæknis en síð- an til sérfræðings, ef með þarf, þjóðhagslega hagkvæm? Þegar fólk finnur til lasleika leitar það yfir- leitt til síns heimilislæknis og kvartar. Heimilislæknir metur þá hvort hann geti læknað kvillann, hvort leita beri til sérfræðings eða hvort vísa heri kvörtununum á bug sem hugarburði. Árlega greinist hópur fólks með krabbamein á ýmsum stigum. Þvi miður eru mörg dæmi þess að fólk hafi leitað til heimilislæknis í sígang án þess að vera sinnt sem skyldi en fengið síðan framan í sig þá köldu gusu eftir heimsókn til sérfræðings og viðeigandi rannsóknir að útlitið sé ekki gott. Saga úr hversdagsleikanum Kunningi minn, nú 47 ára, greindist fyrir tveimur og hálfu ári með krabbamein í ristli. Þessi mað- ur hafði leitað í sígang, allt frá ár- inu 1978, til heimilislæknis síns vegna óþæginda í ristli. Seinustu árin fyrir greiningu leitaði hann nokkrum sinnum til heimilislælm- is síns vegna blóðs í hægðum. Úr- skurður heimilislæknisins var allt- KjaUariim Jón Eldon líffræðingur af í þá veru að um væga ristilbólgu væri að ræða og/eða örlitla innri gyllinæð. Ekki sá heimilislæknir- inn ástæðu til að senda manninn í nánari rannsóknir eða til sérfræð- ings. Kunningi minn lenti inni á spítala vegna meinlauss smákvilla og var drifinn í rannsóknir þegar hann nefndi sína ristilsögu. Var skorinn og æxlið fjarlægt og fór í geislameðferð. Nú er hann í lyfja- meðferð vegna meinvarpa í lifur og lungum. í bæklingnum „Karlar og krabbamein", sem gefinn var út af Krabbameinsfélaginu, stend- ur „Krabbamein í ristii er í hópi algengustu krabbameina á Is- landi... Hættumeriti: Blóð í hægð- um. Alvarlegt einkenni sem ávallt krefst nánari rannsókna. Treystið ekki á að blóð með hægðum stafi frá gyllinæð." Og í Fræðsluriti Krabbameinsfélagsins, „Krabba- mein í ristli og endaþarmi. Sjúk- dómur sem finna má á forstigi", stendur: „Með einfóldu prófi, sem felst í leit að blóði í hægðum, má oft finna krabbameinið og forstig þess, slímhúðasepana. Yfirleitt er hægt að fjarlægja sepana með speglunartækni án skurðaðgerðar og koma þannig í veg fyrir illkynja æxlisvöxt síðar.“ Dýr heimilislæknir Hæstvirtur heilbrigðisráðherra vill leita allra leiða til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Hvað kostar heimilislæknir kunningja míns þjóðfélagið? Hvað kostar einn krabbameinssjúklingur þjóðfélag- ið? Hvaö kostar það sjúkling að fá krabbamein, í beinhörðum útgjöld- um, í tekjutapi, í andlegum og lík- amlegum þjáningum hans og hans nánustu? Það er því eðlilegt að spurt sé: er menntun, þekking, reynsla og árvekni þeirra manna sem hæstvirtur heilbrigðisráö- herra vill að séu í framvarðasveit þjóðarinnar í baráttimni gegn hin- um alvarlegri sjúkdómum næg? Hversu margir heimilislæknar í dag stunda símenntun með lestri sérhæfðra tímarita og ferða á ráð- stefnur? Hvað margir heimilis- læknar þekkja og nýta þá rann- sóknamöguleika sem fyrir hendi eru á sjúkrahúsum landsins og hvemig á aö lesa og túlka niður- stöður nýrri rannsóknaraðferða? Það er líklega til of mikils mælst að þeir ráði við slíkan galdur. Ég skora á hæstvirtan heilbrigðisráð- herra að fara með gát í dlvísana- málinu. Fyrirhuguð framvarða- sveit hans er ekki tilbúin í slaginn. Jón Eldon „Með einföldu prófi, sem felst 1 leit að blóði í hægðum, má oft finna krabba- meinið og forstig þess, slímhúðasep- ana.“ „Búnaðar- íslands er myndað af búnaöarsam- böndum úti um allt land og er falið með lögum ýrois _ verk- 1 H. . e&i. A sínuro J6n He,sasoni ,or' títna var Stéttarsam- band bænda stofhað út úr félag- inu. Síðan þá hefur margt gerst og nú _er rætt um sameimngu að nýju. Ég hef hins vegar heyrt faa maður Búnaðarfé- ia niður en margir eru þeirrar skoðimar aö einfalda beri félags- kerfi landbúnaðarins. Þær breytingar sem oröið hafa ara er fjölgun búgreinafélaga. Þau hafa bæst við án þess að ann- aö hafi verlð endurskoðað. Á þessu þarf að taka og leita leiða til úrbóta. Ég tek undir þær radd- ir sem kreftast einföldunar, svo fremi sem það bitnar ekki á styrkleikanum. í þessu sambandi skiptír ekki roáli hver situr á hveijum stað heldur aö stéttin sem heild fái öflug samtök. Bændur þurfa ekki siður nú en áður að hafa öflug heildarsamtök. Að sjálísögðu vil ég hafa slík sam- tök sem sterkust og það þarf ekki að vera svo dýrt að starfrækja þau. í mínum huga er það hins vegar aðalatriði að það verði bændumir sjálfir sem ákveði breytingar á félagskerfinu en ekki þeir sem sitja í einhverjum ákveðnum stólum í augnablik- inu. Menn sjá svo skammt fram í tímann á svo mörgum sviðum." Breyttir timar Péfur neigason, formaður Búnadar- sambands Eyja- þarf ekkl safhast saman á einn stað í Reykjavik. Á tækniöld, þar sem menn talast við, augliti til auglit- is, milli landshorna, ætti að vera auðvelt að dreifa þessari þjónustu til búnaöarsambandanna. Margir bændur telja sig vera í Htlum sem engum tengslum við ... v . sem meiri vettvangfyrir sig. í Reykja- vera em- hvers konar upplýsingabanki en ráðunautarnir ættu að vera mcð- andi skipan félagskerfisins sé dýr, flókin og seinvirk. í ijósi þess að ríkið er alltaf að draga úr kerfið í heild. Hinn almenni ir þá þjónustu sem hann fær væri hún veitt í námunda við hann. Sá timi er að renna upp að bændur verði að sætta sig við að horga fyrir veitta þjónustu. Umræðan um þessi mál er al- enn meðal bamda en það kann að vera að hún nái ekki til Búnað- arfélagsins. Þar verða menn hins vegar að átta sig á þeirrí hreyt- ingu sem orðið hefur á högum fyrir að Búnaðarfélagið hefur iliii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.