Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JÚNf 1993 Fréttir Hafnarfjörður: —, Viðræður um nýjan bæjarstjóra í dag - líklegast að Tryggvi Harðarson eða Ingvar Viktorsson reyni sig næsta árið Fulltrúar Alþýðuflokksins 1 bæjar- stjóm Hafnarfjarðar hittast á fundi í dag eða á morgun til að ræöa hver verður eftirmaður Guðmundar Áma Stefánssonar í stöðu bæjarstjóra. Talið er líklegt að einhver bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins fái að reyna sig í stöðu bæjarstjóra fram að kosning- um á næsta ári. Ýmsir hafa verið orðaðir við bæjarstjórastöðuna en þau Ingvar Viktorsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúar hafa þó oftast verið nefnd. Sennilegast er talið aö Tryggvi Harðarson taki við stöðu bæjarstjóra og er meðal annars bent á að auð- veldast yrði fyrir Guðmund Árna að hafa áhrif á gang mála í Hafnarflrði í gegnum hann. „ Já. Þetta hefur ver- ið nefnt og ýmsir hafa rætt þetta við mig en það hefur engin ákvörðun veriö tekin. Ég reikna með að við hittumst fljótlega til að ræða þessi mál en það virðist vera almennur vilji fyrir því að einn bæjarfulltrú- anna verði bæjarstjóri," segir Tryggvi Harðarson. Margir Hafnfirðingar telja aö Ingv- ar Viktorsson yrði sterkasti kandí- datinn í stöðu bæjarstjóra og mesti foringinn af þeim sem nefndir em. „Ég hef ekki sóst neitt sérstaklega eftir því aö verða bæjarstjóri en ég er náttúrlega einn sexmenninganna í bæjarstjóm og ég myndi hugsa mig alvarlega um ef þetta yrði nefnt við mig,“ segir Ingvar Viktorsson. Þá virðist aukinn áhugi vera á því að fá Jónu Ósk Guðjónsdóttur, for- seta bæjarstjórnar, í starf bæjar- stjóra, sérstaklega með tilliti til þess að kvenkratar töldu sig bera skarðan hlut frá borði í nýlegum hrókering- um á ráöherraliði flokksins. Ýmis önnur nöfn hefur borið á góma manna á meðal þó að þeir séu einkum þrír sem helst era taldir koma til greina. Finnur Torfi Stef- ánsson, bróðir fráfarandi bæjar- stjóra, Kristján Guðmundsson, fyrr- verandi bæjarstjóri í Kópavogi, og Bjami P. Magnússon, sveitarstjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi, hafa allir verið nefndir í þessu sambandi en einnig hefur nafn Sigfúsar Jóns- sonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri, borið á góma. -GHS vinnuleysi i Oylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Horfurnar i sumar era þannig að hér verði ekkert atvinnu- leysi,“ segir Emar Njálsson, bæj- arstjóri á Húsavík, en bæjary'fir- völd hafa gert stórátak i því að útvega skólafólki og öðrum at- vinnu. Að sögn Einars hefur verið gert átak varðandi þaö að útvega 16-17 ára unglingum atvinnu og hafa um 30 þeirra verið ráðnir til sér- stakra verkefna á vegum bæjar- ins í 5-6 vikur. Þá er Húsavíkur- bær í átaksverkefni í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð og þar fær á annan tug manna vinnu í ákveðinn tíma. Þá er einnig í gangi átaksverkefni þar sem unnið er í samvinnu viö þrjú fyrirtæki í bænum og þar fá 9 manns atyinnu. „Þegar þetta verður aiit komið í gang á ég ekki von á því að hér verði neitt at- vinnuieysi," segir Einar Njálsson bæjarstjóri. Unglingar i Hafnarfirði þvo bila fyrir 300 krónur á meðan viðskiptavinir þeirra kaupa í matinn DV-mynd ÞÖK Koma Ijótir en fara flottir - bílaþvottur liöur í atvinnuataki unglinga „Héðan fara allir ánægðir. Bílamir koma ljótir en fara ílottir frá okkur. í fyrradag kom til dæmis kona til okkar og fór að versla á meðan við þvoðum og bónuðum bílinn hennar. Þegar hún kom út þekkti hún ekki bílinn sinn aftur, hann var svo vel þveginn," sagði einn krakkanna sem hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að þvo fólksbíla á bílaplaninu fyrir framan Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Verðinu er stillt í hóf og köstar þvott- urinn 300 krónur fyrir fólksbíl og 400 krónur fyrir jeppa. Bílaþvotturinn er liður í atvinnuá- taki sem kallað er „Tækifæri“ og er stefnt gegn atvinnuleysi ungs fólks. Að átakinu stendur Æskulýðsráð Hafnaríjarðar og eru flestir sammála um að vel hafi tekist til. í fyrradag vora til dæmis 34 bílar þvegnir og eru krakkarnir um fimm til átta mínútur með hvern bíl. Starf- semin gengur það vel að rætt hefur verið um að fjölga starfsmönnum þessarar frumlegu bílaþvottastöðvar á öðrum degi starfseminnar. -pp Illa fór fyrir samráðinu sem forsæt- isráðherra boðaði til með stjómar- andstöðunni. í gærdag bárast þau tíðindi út að stjómarandstaöan hefði sett fram skilyrði um samráð- ið og forsætisráðherra hefði svarað meö skætingi. Forsætisráðherra segir að stjórnarandstaðan hafi hafnað samráðinu. Stjómarand- staðan segir að forsætisráðherra hafi hafnað samráðinu. Forsætis- ráðherra segir að hann hafi boðið stjómarandstöðunni upp á samráð en stjómarandstaðan segir að for- sætisráðherra hafi ekki boðið upp á neitt, nema það sem var óað- gengilegt fyrir stjórnarandstöðuna. Stjórnarandstaðan hafi svárað for- sætisráðherra, en forsætisráð- herra hafi svarað með skætingi. Forsætisráðherra neitar því að hafa svarað með skætingi og þann- ig standa málin nú, að ekki er upp- lýst hvort forsætisráðherra hafi verið með skæting eða ekki. Engin samráð era um það hvemig túlka beri meintan skæting forsætisráð- herra. Stjómarandstaðan harmar að ekki skuli vera haft samráð við sig. Forsætisráðherra harmar að stjómarandstaðan skuli ekki þiggja þau samráö sem hann hefur Skætingur um samráð boðiö upp á. Nú er vá fyrir dyrum í þjóðarbúinu og þjóðin þarf á því að halda að stjórnmálaflokkarnir standi saman og hafi samráö um aðgerðir. í upphafi var ekki annað séð en að gott samkomulag gæti tekist um samráð. Forsætisráð- herra bauð upp á samráð og stjórn- arandstaðan þáði samráð. í framhaldi af þeim orðaskiptum boðaði forsætisráðherra stjórnar- andstöðuna á fund og vildi hafa samráð um það hvemig samráðun- um skyldi hagað. Fór vel á með þeim og línurnar lagðar. Forsætis- ráðherra hafði síðan samráð við sína samráðsmenn um það hvemig hann skyldi haga samráðum sínum um samráðin. Á meðan höfðu stjórnarandstæðingar samráð um sína málsmeöferð sem endaði með því að þeir skrifuðu forsætisráö- herra bréf, þar sem þeir útskýrðu hvemig samráðin skyldi fara fram. Þeir vildu aöallega að samráðin yrðu milli þeirra og forsætisráö- herra og höfnuðu því að samráð skyldu höfð milli annarra en þeirra sem samráð áttu að hafa. Þetta var alls ekki meiningin hjá forsætisráðherra. Hann vildi skipa nefnd embættismanna og fulltrúa vinnumarkaðarins og með stjóm- arandstöðunni, sem skyldi síðan hafa samráð sín í milli. Þess vegna neyddist forsætisráðherra til að vísa tillögum stjórnarandstöðunn- ar á bug, enda vildu þeir hafa sam- ráð viö vitlausa menn, meöan for- sætisráðherra leit svo á að samráð skyldi hafa við aðra en sig í þessu þýðingarmikla máli. Þetta kalla stjórnarandstæðingar skæting en forsætisráðherra segir að stjórnarandstæðingar hafi verið með skæting á móti. í raun og veru ber svo mikið á milli stjómarand- stöðu og forsætisráðherra um skilning á því hvað sé skætingur og hvað sé ekki skætingur að það geta aldrei orðið nein samráð um þá skilgreiningu. Auk- þess sem menn hafa ekki sömu skoðanir á því hvað það er að hafa samráð og við hveija eigi að hafa samráð og meöan menn tala ekki sömu ís- lenskuna og tala ekki hver viö ann- an þá er auðvitaö ekkert hægt að gera í vandanum sem blasir við þjóðarbúinu, nema það sem menn geta gert hver í.sínu horni. Vandi þjóðarbúsins hefur magn- ast eftir þessi samráð. Það hefur sem sé komiö í ljós að menn geta ekki haft samráð um samráð um þau samráð sem unnt er hugsan- lega að hafa um vanda þjóðarbús- ins. Vandi þjóðarbúsins er ekki lengur um vanda þjóðarbúsins heldur þau samráð sem farið hafa út um þúfur. Það er afar slæmt ef samráð enda með skætingi og menn geta heldur ekki komið sér saman um það hvernig skilja beri skætinginn. Það er lágmarkskrafa að samráð séu höfð um skæting af þessu tagi, til að samráð geti tekist um það hvernig samráð skulu höfð, áður en gengið er til þeirra samráða, sem allir óska efetir og hafa fullan skilning á. Það fer nefnilega ekki milli mála að bæði forsætisráð- heira og stjómarandstaða vilja hafa samráð sín í milli um vanda þjóðarbúsins. Vandinn er bara sá að þessi aöilar geta ekki haft sam- ráð um það hvernig samráðin fari fram. Það gerir skætingurinn, sem erennþáóskilgreindur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.