Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1993
Spumingin
Finnst þér gaman
að dansa?
Lesendur
Einkenni íslenskra stjómmálamanna:
Hrafnhildur Guðrúnardóttir: Já, já,
alveg ágætt, sérstaklega við venju-
lega danstónlist.
Guðrún Einarsdóttur: Já, ég var í
dansskóla og það var fínt.
Dóra Dúna Sigfúsdóttir: Já, mér
finnst ágætt að dansa.
Davíð Gill: Já, ég er í dansskóla hjá
Jóni Pétri og Köru og tsja-tsja-tsja er
skemmtilegastur.
Jóhanna Guðmundsdóttir: Nei, ég
kann ekki að dansa.
Ásta Lára Jónsdóttir: Mjög gaman,
og samkvæmisdansar eru skemmti-
legastir.
Hortugheit og
óskammfeilni
Gunnar Guðmundsson skrifar:
Þaö hefur verið lenska hér á landi
að stjómmálamenn hafa nánast get-
að farið sínu fram að vild. Þeir hafa
leikið lausum hala gagnvart lögum
og réttarfari varöandi yfirsjónir,
afglöp í starfi og brot á hinum al-
mennu hegningarlögum. Óþarfi er
að nefna um þetta afmörkuð dæmi
enda þjónar það engum tilgangi í
þessum línum. - Hins vegar eru
dæmin mörg.
Siðleysið hefur verið mest áberandi
og hefur aukist verulega í seinni tíð
og hafa stjórnmálamenn ekki kallað
allt ömmu sína í þeim efnum. Al-
menningiu- á enga kosti í að hrinda
óvæmnni af höndum sér nema þann,
ef kost skyldi kalla, að kjósa aðra í
næstu kosningum. Það er þó lélegur
kostur því bæði er það að ekki við-
hafa allir flokkar hér próíkjör og svo
hitt að til framboðs veljast svo oftar
en ekki beinir afkomendur þing-
mannanna sjálfra eða annarra emb-
ættismanna. Lítil breyting hefur því
orðið á landstjóm okkar íslendinga
á síðastliðnum tveimur öldum hvað
ættarveldi og afkomendadýrkun
áhrærir.
Síðustu atburðir í stjórmálum eru
vitnisburðir um þetta. Hortugheit og
óskammfeilni sýnast helstu einkenni
íslenskra stjómmálamanna nú, ekki
síður en á árum áður. - Ráðningamál
yfirmanna Ríkissjónvarps og afskipti
ráðherra em þar til vitnis. Endur-
skipulagning á ráöherragengi Al-
þýðuflokksins sömuleiðis.
Auglýst er staða seðlabankastjóra
en þegar búiö að ákveða hver á að
fá stöðuna! Er þetta yfirleitt löglegt?
Umhverfisráðherra snuprar frétta-
menn fyrir aö leita fregna um ráð-
herraskiptin. Er ekki ráðherra skylt
Situr spillingin í fyrirrúmi í öllum ákvörðunum íslenskra stjórnmálamanna?
að svara almennum spurningum án
þess að hreyta frá sér ónotum inn á
heimili landsmanna? - Góður verð-
andi sendiherra þaö! Ráðherra fjár-
mála segir að ríkið þurfi að spara og
skera niður kostnað. í hinu orðinu
lætur hann líklega við opinbera
starfsmenn um að þeir þurfi ekki að
óttast uppsagnir, þar verði frekar um
aukningu á störfum að ræða! Allt er
á sömu bókina lært.
Ég fullyrði að það er enginn núver-
andi stjórnmálamaður sem á það
skilið að verða endurkosinn. Þar
verður að gera vemlegan uppskurð
ef breyta á þeim hugsunarhætti
landsmanna að núverandi stjóm-
málamenn séu allir eins. Þpir séu
allir spilltir.
Girðingarstaurar teknir
Björk Thomsen skrifar:
Skátasveit úr skátafélaginu
Ægisbúum fór í æfingaútilegu fyrir
landsmót upp að Hafravatni síðast-
liðiö fóstudagskvöld. Skátamir voru
meðal annars aö æfa sig í súrringum
(binda saman trönur og staura) og
komu þá með staurana til þess. Úti-
legunni lauk klukkan 13 á sunnudag
og fóru þá allir af svæöinu með allt
sitt hafurtask nema 15-20 staura
(rúnnaðir, yddaðir, gagnvarðir, um
það bil 180 cm langir) sem átti að
sækja um kvöldiö.
Þegar skátarnir komu svo um
kvöldið til að sækja staurana voru
þeir horfnir. Þetta kemur sér mjög
illa fyrir krakkana því staurana átti
að nota mikið fram að landsmóti og
á landsmótinu í lok júlí og nýir staur-
ar em dýrir.
Ef einhver hefur séð til manna-
ferða við að setja staura í bíl viö lóð
skáta austan viö Hafravatn síöasta
sunnudag, 6. júní, milli klukkan 13.30
og 20, er sá hinn sami beðinn um að
láta vita hjá Bandalagi íslenskra
skáta í síma 23190. Lóðin er rétt aust-
an við Hafravatnsrétt.
Tölvustýrð heymartæki:
Eru þegar komin á markaðinn
Birgir Ás Guðmundsson hringdi:
í síðasta helgarblaði DV, 5. júní,
birtist grein um tölvustýrt heyrnar-
tæki sem gert er ráð fyrir aö komi á
markað eftir tvö ár. Samkvæmt
greininni hefur verið þróað, með
hjálp tölvutækninnar, heyrnartæki
sem útilokar óæskileg hljóð, þannig
að hinn heymarskerti nemi hljóðin
betur. Notendur muni á vissan hátt
fá átta heymartæki í einu. Með því
að þrýsta á hnapp sé hægt að skipta
á milli þeirra hljóða sem æskilegt er
að nema miðað við það umhverfi sem
notandinn er staddur í.
Ég er yfirheyrnarfræðingur
Heymar- og talmeinastöðvarinnar
og hef fengið fjölda upphringinga frá
því að þessi grein birtist. Vegna þess-
arar greinar vil ég taka eftirfarandi
fram: Samsvarandi tæki og talað er
um í greininni var þróaö í Lundi í
Vísindi
Tölvustýrt
heyrnartæki
Norskur prófessor hefur ásamt að-
-1— -..,■'.1... i... ^íntitr, hrnqft tnlvil-
Greinin sem birtist í DV um tölvu-
stýrt heyrnartæki hefur vakið athygli.
Svíþjóö fyrir um fjómm árum.
Bandarískir vísindamenn keyptu
hugmyndina og það er nokkuð síðan
það var sett á markað. Tækið hefur
hins vegar ekki verið til sölu hér á
landi. Vandamálið er að það er
óheyrilega dýrt, kostar 3-4 sinnum
meira en dýrustu heymartæki sem
við emm með til sölu í Heymar- og
talmeinastöðinni. Það myndi kosta
ekki minna en 120 þúsund krónur.
Því hefur það ekki verið til sölu hér
á landi, allavega ekki enn sem komið
er.
Það er stór spurning hvort þessi
tæki séu í raun svo góð að þau séu
þess virði að vera þetta miklu dýrari
en önnur heymartæki. Þróunin í
framleiðslu á heyrnartækjum er hins
vegar á þann veg að þau eru sífellt
að verða tölvuvirkari og verða vænt-
anlega smám saman altölvustýrð.
hleypurbrott
Björn Sigurðsson hringdi:
Þaö kemur mörgum kunnug-
lega fyrir aö þegar stokkað er upp
í ráðherraliði annars stjórnar-
flokksins um þessar mundir er
eins og það sé gert roeð ákveðin
sjónarmið í huga. Sjónarmið sem
þó em kannski ekki öllum Ijós í
dag. - Mér segir svo hugur að
bæði ráöherraefni Alþýðuflokks-
ins séu valin með tilliti til þess
að eiga þar innhlaup fyrir eigin
„afrek" ef aírek skyldi kalia.
Fyrrverandi þingflokksformaöur
tíl að eiga betri samskiptí viö
grænfriöunga í hvalveiðimálum.
Fyrverandi bæjarstjóri í Hafnar-
firði hefur þó miklu meiri hags-
muna aö gæta að geta hlaupið
brott frá sívaxandi skuldum bæj-
arins og óánægju íbúanna meö
yfirstandandi framkvæmdir.
Dugmikillborg-
arfulltrúi
Sigríður Bima Björnsdóttir:
Eg hef lengi fylgst með einum
borgarfulltrúa hér í Reykjavík
sem ég tel að vinni af heilum hug
að málefnum borgarinnar. Það
er Ólína Þorvarðardóttir. Hún
tekur alltaf málefnalega afstöðu
í þeím málum sem hún kemur
nálægt og hjá henni er þaö hagur
borgarbúa sjálíra sem hún setur
í öndvegi og lætur ekki flokks-
sjónarmið ráða ferðinni. Því mið-
ur er það of algengt að góðum
málum sé fyrirkomið.
Ólína er prýðilega máli farin,
ritfær og hefur kjark, sem litli
maöurinn metur mikils. Kjark-
leysi hrjáir of marga fulltrúa og
embættismenn en það er helsta
einkenni möppudýranna. Ólína
er fulltrúi nýrra viðhorfa, hag-
sýni og festu í málefnum borg-
arbúa.
Engirlausir
golfvellir
Örn hringdi:
Það er til fullt af áhugamönnum
um golf sem hafa gaman af að
bregöa sér þegar færi gefst á völl-
inn til að spila nokkrar holur án
þess aö borga árgjald. Ég er einn
af þeim, en ég tel aö þeir eigi
mjög erfitt um vik hér á höfuð-
borgarsvæðinu.
Alflestar helgar sumarsins eru
einhver golfmót i gangi og ekki
hægt að komast að. Um síðustu
helgi var í gangi golfmót á Nesi,
í Grafarholti, Mosfellsbæ, á
Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ og á
Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Eini
staðurinn þar sem hægt var að
bregða sér í golf var við Korpúlfs-
staði, en völluriim þar er svo lé-
legur að maður nennir varla að
spila á honum.
Óræktá
Arnarhóli
Trausti hringdi:
Reykjavíkurborg skartar tjöl-
mörgum grænum svæðum þar
sem borgarbúar geta notíð útí-
veru á góðviðrisdögum. Einn af
þeim reitum er Arnarhóllinn. Ég
átti leið þar framhjá á þriðjudag-
inn og varð hverft við þvi að
óræktin í túnunum þar er með
eindæmum. Við manni blöstu
þúsundir túnfífla sem þöktu
hvem fermetra á hólnum. Ég
skora á borgaryfirvöld að gera
eitthvað í málinu.
Endursýniðmynd
Steinar hringdi:
Ríkissjónvarpið sýndi fyrir
tæpum mánuði bíómynd sem
heitir Inspector Klute og ég missti
af. Mér skilst aö þar hafi ég misst
af mjög góðri bíómynd og mér
þætti því vænt um ef Ríkissjón-
varpiö endursýndi þessa mynd.