Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Síða 17
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ1993
17
Fréttir
Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir:
Smit af völdum blóðgjaf-
anna ekki verið staðf est
„Máliö er ekki lengra komið en svo
að ekki er búið að staðfesta að einn
einasti maður hafi smitast af völdum
umræddra blóðgjafa. Það á eftir að
gera öll staðfestingarpróf. Þau verða
gerð á næstunni og lækni viðkom-
andi sjúklinga þá gert viðvart," sagði
Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúk-
dómalæknir við DV.
Einstaklingum, sem greinst hafa
með mótefni við lifrarbólguveiru C
eftir skimun í Blóðbankanum, hefur
veriö vísað til Sigurðar. Var lækna-
Smituöu blóðgjafamir
Gáfu blóð 37
sinnum áður
en smit upp*
götvaðist
Þeir fjórir einstaklingar sem gefið
höfðu blóð, smitað lifrarbólguveiru
C, og DV greindi frá í vikunni, höfðu
gefið 37 blóðeiningar, það er gefið
blóð 37 sinnum áður en smitið upp-
götvaðist Af þeim 37 einstaklingum,
sem þágu blóð úr þessum einstakl-
ingum, eru 11 látnir. Munu þeir hafa
látist af völdum þess sjúkdóms sem
grundvallaði blóðgjöfina.
Af þeim 26 sem lifandi eru hefur
náðst í 19 tíl rannsóknar. Þar af eru
15 eða 16 sem virðast vera með mót-
efni gegn lifrarbólguveiru C. Ekki er
endanlega búið að ganga úr skugga
um smit þeirra þar sem staðfesting-
arpróf hafa enn ekki farið fi*am. Þau
verða gerð á næstunnni.
Lifrarbóluveira C smitast á sama
hátt og eyðni, með kynmökum eða
blóðblöndun. í mörgum tilfellum
verður hinn smitaði fyrir langvar-
andi sýkingu, lifrarbólgu, en tiltölu-
lega lítill hluti fær þó virka viðvar-
andi lifrarbólgu. Langoftast verður
ekki um meiri háttar sýkingu að
ræða. Þótt sýkingin sé fyrir hendi
þarf hún því ekki að gera viðkom-
andi mikið mein en verður engu að
síður smitandi ævilangt. -hlh
Héraðsdómur:
Steramáliðá
dagskráí
næsta mánuði
Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Ásgeir Pétur Ásgeirsson, dómari
við Héraðsdóm Norðurlands eystra,
segir að „steramálið" svokallaða
verði dómtekið að nýju í næsta mán-
uði en frekari tímasetning liggur
ekki fyrir enn sem komið er.
Um 35 vaxtarræktar- og lyftinga-
menn höfðuðu á sínum tíma mál á
hendur Pétri Péturssyni, lækni á
Akureyri, vegna ummæla hans um
meinta steranotkun þeirra við æfing-
ar. Málinu var á sínum tíma vísað
frá dómi á Akureyri en Hæstiréttur
úrskurðaði að máhð skyldi tekið fyr-
ir að nýju í héraðsdómi og dómur
kveðinn upp.
Ólafur Sigurgeirsson, lögmaður
vaxtarræktar- og lyftingamannanna,
höfðaði einnig einkamál á hendur
Pétri vegna ummæla sem Pétur hafði
um lögmannsstörf Ólafs. Ásgeir Pét-
ur Ásgeirsson lögmaður segir að það
mál verði tekið fyrir um leið og hitt
málið á hendur Pétri.
nema falið að leita aftur í tímann til
að sjá hvort umræddir fjórir ein-
staklingar hefðu gefið blóð áður og
hvað hefði orðið um þá einstaklinga
sem höfðu þegið úr þeim blóð. Sig-
urður segir að um athugun á byrjun-
arstigi sé að ræða.
„Umræddir blóðgjafar, sem DV lýs-
ir sem sprautufíklum, eru nýtir þjóð-
félagsþegnar. Þeir eru ekki meiri
sprautufíklar en hver sem er þó þeir
hafi einhvern tíma smitast af lifrar-
bólguveiru C. Enginn þeirra hefur
komið nálægt sprautum í mörg ár.
Þeir voru grunlausir um að þeir
Væru smitaðir og gáfu blóð á mjög
eðlilegum forsendum. Því er gjör-
samlega óviðunandi að stilla þeim
upp eins og einhverjum glæpamönn-
um. Ef einhver ber ábyrgð í þessu
máli þá erum það við eða Blóðbank-
inn, að koma því ekki nógu skil-
merkilega á framfæri við fólk sem
ætlar að gefa blóð að hafi því svo
mikið sem dottið í hug að koma ná-
lægt sprautunál eigi það ekki að gefa
blóð. Spumingar sem blóðgjafar
svara í Blóðbankanum hnykkja ekki
nægilega á þessu.“
Sigurður ítrekaði að allt frum-
kvæði til að hefja skimun vegna lifr-
arbólguveiru C hafi komið frá Blóð-
bankanum sem eigi allan heiðurinn
af því að hún hófst. Sigurður segir
nauðsynlegt að halda skimuninni
áfram og hugsanlega megi breyta
skipulaginu í Blóðbankanum þannig
að þeir sem gefa blóð skilji ábyrgð
sína betur en núverandi spurninga-
Usti tryggir.
Sigurður segir að þrátt fyrir alla
skimun sé þó almennt full ástæða til
að fara varlega með blóðgjöf, fleiri
veirur geti þess vegna verið í um-
ferð, veirur sem ekki eru þekktar.
-hlh
Ef einhver ber ábyrgð i þessu máli þá erum það við eða Blóðbankinn, að
koma því ekki nógu skilmerkilega á framfæri við fólk sem ættar að gefa
blóð að hafi því svo mikið sem dottið í hug að koma nálægt sprautunál
eigi það ekki að gefa blóð, segir Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdóma-
læknir.
framhal
mmmoQítr~
EMIUÖ ESTEVEZ SAMUEL L JACtóON HATIONAt LAM
^^v.^PEMDEMiNC '
DON HOLiiY ■„ ZBM
mm 5 ASÍS ENTISTAli
_.. ts imm wm \ jonlcmtz
w. MSCHEL ROY HÖWARO KtÓN * ERWIN ST»
mm«***« smm todð «
IMENT
CtiRRY KATHY- iRELANO * WLLIAM SHATNER
*F ÖON' HÖLICY, TOR! TILILM
CENE®SNTANO m
REGNBOGiNN
Frumsýning