Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1993, Qupperneq 30
42
FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1993
Veiðivon
Þeir Jón Þ. Jónsson og Sverrir Kristinsson veiddu fyrstu laxana á Munaðar-
nessvæðinu. í gærkveldi hafði svæðið gefið 5 laxa en áin öll 35 laxa.
DV-mynd Halldór
Norðurá:
35 laxar
komnir á land
„Þetta er engin mokveiði ennþá en
þetta er aðeins að glæðast. Síðasta
holl veiddi 15 fiska en ekki voru allar
stangirnar í gangi,“ sagði Halldór
Nikulásson, veiðivörður við Norð-
urá, í gærkveldi.
„Ein stöngin náði 11 löxum en þeir
fengu 6 laxa í beit á Stokkhylsbrotinu
á stuttum tíma. Áin er jökulhtuð
núna og það er frekar hrollkalt. Það
fékkst grálúsugur lax á Brotinu í
kvöld. Guðlaugur Bergmann veiddi
13 punda lax í dag, gullfallegan hæng.
Á þessari stundu hefur öU áin gefið
35 laxa,“ sagði Halldór í lokin.
Þverá í Borgarfirði hefur gefið kring-
um 20 laxa en bændadagar hafa ver-
ið síðustu daga í ánni og erfitt að
gera sér grein fyrir stöðunni.
-G.Bender
Laxar hafa sést
í Laxá í Aðaldal
„Það eru bændur við Laxá í Aðal-
dal sem opna ána, við höfum séð laxa
í ánni,“ sagði Vigfús B. Albertsson á
Laxamýri n í gærkvöldi.
„Veðurfarið er ágætt héma, 9 gráða
hiti 'og suddi. Við segjum ekkert til
hvernig veiðin gengur fyrirfram. Við
vonum það besta. Laxinn er mættur
og við reynum klukkan sjö í fyrra-
máUð,“ sagði Vigfús.
Laxá í Kjós opnaði í morgun klukk-
an 7 en lítið hefur sést af laxi ennþá.
Þeir sem opna Laxá í Kjós eru meðal
annarra Árni Baldursson, BolU
Kristinsson, SkúU Jóhannsson, PáU
Magnússon og SigurgísU Pálmason.
„Viö erum orðnir spenntir að opna,
við sáum þrjá laxa vera að renna sér
upp í Kvíslarfossa rétt áðan,“ sagði
Árni Baldursson, leigutaki Laxár í
Kjós, í gærkvöldi.
Elliðárnar opnuðu ekki í morgun
eins og þær hafa gert síðustu árin.
Það var ákveðið að seinka opnun
þeirra þangað til þriðjudaginn 15.
júní. -G.Bender
Orri Vigfússon veiðir eins oft í Laxá
og hann getur á hverju sumri. Hér
er hann með erlendum veiðimanni
við Æðarfossa. DV-mynd FR
Hann Guðmundur Gunnarsson
veiddi þennan urriða á spón í Elliða-
vatni fyrir fáum dögum. DV-mynd VV
EUiðavatn:
Stórurriðarnir
veiðast vel
Þeir hafa veiðst nokkir vænir í EU-
iðavatni síðan vatnið var opnað fyrir
rúmlega mánuði. 12, 7 og nokkrir 5
punda fiskar hafa gefið sig.
Guðmundur Gunnarsson veiddi 5,5
punda urriða á spún fyrir framan
bæinn ElUðavatn fyrir fáeinum dög-
um. Silungsveiði hefur verið ágæt á
flugu í vatninu undanfarna daga í
álnum framan við bæinn og reyndar
víðar í vatninu.
-G.Bender
Tilkyimingar
Kvenfélagið Freyja
Spilar félagsvist að Digranesvegi 12 í dag,
fimmtudag, kl. 20.30. Kaffiveitingar og
verðlaun.
Skemmtun í sérflokki sem ætti að höfða
til allra aldurshópa því dagskráin býður
upp á mikla breidd í tónlistarflutningi
og spannar allt frá léttri klassík upp í
dúndrandi rokksveiflu. Flutningur er í
höndum þekktra tónlistarmanna. Sýn-
ingin verður ekki endurtekin og þvi gefst
aðeins þetta eina tækifæri, 12. júní, nk. í
Súlnasal Hótels Sögu.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Bridgekeppni, tvímenningur kl. 13. Opið
hús kl. 13-17 í Risinu. Pétur Þorsteinsson
er til viðtals á þriðjudögum. Panta þarf
tíma í síma 28812.
Reiki-heilun
Opið hús öll fimmtudagskvöld kl. 20 í
Bolholti 4, 4. hæð. Velkomnir bæði þeir
sem hafa lært reiki og hinir sem vilja fá
heUun og kynnast reiki.
Ólafur Þórðarson á
Hótei Sögu
Þann 12. júní nk. gefst tækifæri tU að rifja
upp gamlar minningar og taka þátt í
dúndurstemmningu meö Ólafi Þórarins-
syni - Labba í Mánum og stórhljómsveit-
inni Karma í Súlnasal Hótels Sögu.
Sýningar Brúðubílsins
BrúðubUinn verður á morgun fóstudag
kl. 10 í Hvassaleiti og kl. 14 í IðufeUi.
Forsýning á fjórum nýjum
sjónvarpsmyndum
Fullkláraðar hafa verið úórar nýjar sjón-
varpsmyndir og verða þær sýndar á
Tveimur vinum í kvöld. Jón Tryggvason
skrifaði handritin og leikstýrði þremur
myndanna, Guðmundur Þórarinsson
leikstýrði einni mynd en saman fara Jón
og Guðmundur með aðalhlutverkin í
Loforð út, svik á mánuði, rest í lögfræð-
ing. Hinar myndimar þijár eru Engin
miskunn með ÞórhaUi Sigurðssyni, Erlu
Rut Harðardóttur og Þresti Leó Gunnars-
syni, Sóló með ÞórhalU Sigurðssyni og
Glæpahyski með Helga Bjömssyni og
Vilborgu Halldórsdóttur. Myndimar em
um það bU 25 mínútur að lengd hver.
17. JÚNÍ
SÖLUTJÖLD - SÖLUBÚÐIR
Álblöðrur fyrir helíum. Álblöðrur með loftí.
Blöðrur með íslenska fánanum. Fánar, venjulegar blöðrur o.fl.
Einnig sólgleraugu í miklu úrvali á góðu verði.
Einar G. Ólafsson hf., heildverslun
Arnarbakka 2 - sími 670799.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem
hér segir:
Bíldudalshreppur:
1. Sælundur, Bíldudal, þinglýst eign Bjarna Gissurarsonar, eftir kröfu Lífeyr-
issjóðs Vestfirðinga, mánudaginn 14. júní 1993 kl. 14.00.
Barðastrandarhreppur:
2. Hrefnustöð b á Flókagrund, Brjánslæk II, Barðaströnd, þinglýst eign
Þrotabús Flóka hf„ eftir kröfu skiptastjóra þrotabúsins, Þorsteins Einarsson-
ar hdl., og Landsbanka Islands, mánudaginn 14. júní 1993 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
8. júní 1993
Svifflug á Sandskeiði
Hjá Svifflugfélagi íslands er nú sumar-
starfið hafið í 57. sinn. Kynning og
kennsla í svifflugi er á hveiju kvöldi frá
kl. 19-22 virka daga og um helgar frá kl.
13-18. Svifflug hefur veriö stundað á
Sandskeiði um 57 ára bil við góðan orðs-
tír, fjöldi ungs fólks, stúlkna og pilta hef-
ur þar lagt grunn að námi í atvinnu-
flugi. En svifflug er fyrst og fremst íþrótt.
íslandsmót em haldin annað hvert ár.
Hefur það verið haldiö á Hellu á Rangár-
völlum um áratuga skeið eða síðan 1958.
Önnur keppnismót em lendingarkeppni
á Melgerðismelum í Eyjafirði og á Sand-
skeiði. Svifflugmót kennt við Heklu er á
Geitarmel á Rangárvöllum, á Grímsstöð-
um á Mýrum hafa verið seinnihluta sum-
ars svifflugsmót án þess að um keppni
væri að ræða. Allir sem áhuga hafa em
hvattir til að kynna sér flugið og starf-
semi félagsins á Sandskeiði en þar er
veruleg starfsemi. Félagið hefur tíl um-
ráða tvær kennsluvélar og mótorsvif-
flugu ásamt því að aðrar svifflugur em
fimm talsins til afnota fyrir félagsmenn.
Fyrirhugað er að halda sérstakt nám-
skeið í svifflugi á Sandskeiði og mun það
hefjast 14. júni og ljúka 9. júlí. Nánari
upplýsingar um verð og tillhögun nám-
skeiðsins gefnar í síma 674233.
Tombóla
Nýlega héldu þessir strákar tombólu til
styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu
þeir kr. 1.280. Þeir heita Skarphéðinn
Jónasson og Halldór Jónasson. A mynd-
ina vantar Bjama Margeirsson.
Leikhús dv
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00:
KÆRA JELENA
eftir Ljúdmílu Razumovskaju.
í kvöld, fáein sæti.
Ath. aðeins þessi eina sýning fram
að leikferð.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon.
Lau. 12/6, örtá sæti laus, sun. 13/6, örfá
sætl laus.
Siðustu sýningar þessa leikárs.
MY FAIR LADY söngleikur
eftir Lerner og Loeve.
Ailra siðasta sýning.
Fös. 11/6, nokkur sæti laus.
LEIKFERÐ
RÍTA GENGUR MENNTA-
VEGINN
eftir Willy Russel
íkvöldkl. 20.30-Ólafsvik.
Á morgun kl. 20.30 - Stykkishólmur.
Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýnlngardaga. Miða-
pantanir frá kl. 10.00 virka daga i síma
11200.
Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðleikhúsið-góða skemmtun.
Fyrirlestur um jóga
Indverski jóginn Dada Gunakarananda
verður með fyrirlestur um hvernig hug-
leiðsla og líkamlegar jógaæfingar geta
haft áhrif á líkamann og hvernig jóga
getur flýtt fyrir sálrænum og andlegum
þroska. Fyrirlesturinn verður í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20 að Lindargötu
14.
Tónleikar
Djasskvöld í Djúpinu
Jazztríó Vesturbæjar verður með jazz 1
Djúpinu, Hafnarstræti 15, í kvöld,
fimmtudagskvöld. Tríóið skipa: Ómar
Einarsson gítar, Stefán Stefánsson á
saxófón og Gunnar Hrafnsson á bassa.
Þeir félagar hefja leikinn stundvíslega
kl. 21. Fjölbreytt dagskrá.
Snælandskórinn
Kór Kirkjukórasambands Austurlands
heldur tónleika í Bústaðakirkju í dag, 10.
júní, kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk
dægurlög og þjóðlög. Stjómendur kórsins
eru Ágúst Armann Þorláksson og Svavar
Sigurðsson en einsöngvari er Ingveldur
Hjaltested. Kórinn er skipaður fólki af
Austurlandi, allt trá Vopnafirði suður til
Djúpavogs. Snælandskórinn er nú á fór-
um í hálfsmánaðar söngferð til Tékk-
lands og Slóvakíu þar sem hann mun
m.a. syngja viö opnunarhátíð á íslenskri
viku sem hefst 17. júní í Prag. Formaður
Kirkjukórasambands Austurlands er
Hermann Guðmundsson, Seyðisfirði.
Nýjar bækur
Tvíblinda, ný
úrvalsbók
Úrvalsbókin Tvíblinda eftir David Laing
Dawson er komin út. Höfúndurinn er
klínískur geðlæknir í Ontario í Kanada.
Sögusviöið, sem hann velur bókum sín-
um, er úr því umhverfi sem hann gjör-
þekkir. Aðalpersóna Tvíblindu er læknir
að nafni Snow. Hann er ósköp venjulegur
maður en breyskleiki hans er áfengið.