Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Erlend bóksjá____________pv
Skáldsögur í
sumarleyfið
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Mlchael Críchton:
Jurassic Park.
2. Joanna Trollope:
The Men and the Gírls.
3. Maeve Bíhchy:
The Copper Beech.
4. Donna Tartt:
The Secret History.
5. Colin Dexter:
The Way through the
Woods.
6. James Herbert:
Portent.
7. Sidney Sheldon;
The Stars Shine Down.
8. Patricia D. Cornwell:
All That Remains.
9. John Grisham:
The Pelican Brief.
10. Robert Harris:
Fatherland.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
3. Michael Caine:
What's 1t All about?
4. J. Peters 8i J. Nichol:
Tornado Down.
5. D. Shay 8i J. Duncan:
The Making of Jurassic
Park.
6. Christabel Bielenberg:
The Road Ahead.
7. Alan Bullock:
Hitler 8c Stalin: Parallel
Lives.
8. Daniel Yergin:
Thje Prize.
9. Paul Theroux;
The Happy Isles of Oceania.
10. Bill Bryson:
The Lost Continent.
(Byggt á The Sunday Timas)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Hanne Marie Svendsen:
Under solen.
2. Tor Norrestranders:
Mœrk verden.
3. Alíce Adams:
Carolines dotre.
4. Jan Guillou:
Dine fjenders fjende.
5. Jostein Gaarder:
Kabalemysteriet.
6. Regine Deforges:
Sort tango.
7. Peter Hoeg:
Forestillinger om det 20.
árhundrede.
(Byggt á Politiken Sondag)
Þær skipta hundruðum skáldsög-
umar sem koma út í enskum papp-
írskiljum á hverjum mánuði. Sumar
eru eingöngu nýtilegar til skamm-
vinnrar afþreyingar en aðrar geta
veitt lesandanum meiri ánægju og
efni til íhugunar.
Breska dagblaðið The Independent
valdi nýlega úr þessum mikla fjölda
nokkrar kiljur sem gagnrýnendur
þess töldu til hins besta af skáldskap-
aruppskeru síðustu mánuða.
Gluggum í úrval þeirra.
Fortíð og framtíð
Smásögumar í My Golden Trades
eftir Ivan Klima segja frá rithöfundi
sem fær ekki eð gefa út verk sín í
Tékkóslóvakíu kommúnismans og
verður því að taka að sér alls kyns
óskyld störf til að hafa í sig og á.
Sögurnar em byggðar á eigin
reynslu höfundar sem flúði kom-
múnismann á sínum tíma.
Klima fjallar um fortíðina en
spennusagnahöfundurinn P.D.
James um framtíðina í The Children
of Men. Þar lýsir hún barnlausu
Englandi framtíðarinnar þar sem
karlmenn hafa allir verið ófrjóir
áram saman. Þetta er spennandi
saga með boðskap því í lokin fæðist
loks eitt barn, eins og í Betlehem.
Tvær skáldsögur á lista ensku
gagnrýnendanna voru tilnefndar til
Booker-verðlaunanna. Þær tengjast
báðar atburðum í síðari heimsstyrj-
öldinni. Daughters of the House er
eftir Michéle Roberts og segir frá
tveimur stúlkum sem búa í franskri
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
sveit á fyrstu áranum eftir stríðið og
ógnvænlegu leyndarmáli sem gagn-
tekur hugarheim þeirra. The English
Patient eftir Michael Ondaatje, sem
hlaut Bookerinn að hálfu, gerist hins
vegar undir lok stríðsins í sumarhúsi
á Ítalíu þar sem ung kanadísk kona
hjúkrar sjúklingi sem hefur brennst
illilega.
í sögulegu skáldsögunni A Place
of Greater Safety leitar hins vegar
Hilary Mantel enn lengra aftur í for-
tíðina, eða alia leið til frönsku stjórn-
arbyltingarinnar. Hér eru helstu
söguhetjurnar byltingarforingjar
sem hljóta sjálfir grimmileg æviiok
- kappar á borð við Danton, Robes-
pierre og Camille Desmoulins.
Eins og hnúfubakur
Newsweek skýrði frá því árið 1986
að þrítug háskólagengin kona í New
York heföi einungis tíu prósenta
möguleika á að krækja sér í eigin-
mann. Michael, sem er velstæður
umboðsmaður höfunda, einhleypur
og söguhetjan í My Life as a Whale
eftir Dyan Sheldon, finnst brátt að
hann sjálfur sé í engu minni útrým-
ingarhættu en hnúfubakurinn!
Gamansemin er einnig í fyrirrúmi
1 Rotten Times eftir Paul Micou.
Söguhetjan ætlar að snyrta sig lítið
eitt á salemi í flugvél, stingur rakvél-
inni í samband og fær raflost sem
hefur ófyrirsjáanleg áhrif: hann man
skyndilega allt sem hann hefur séð,
fundið, heyrt eða lesið! Þetta gjör-
breytir að sjálfsögðu lífi hans og við-
horfum.
Tvær óhefðbundnar spennusögur
eru á lista The Independent. Annars
vegar The Secret History eftir Donna
Tartt. Þar segir frá hópi námsmanna
sem leggur stund á sígildar bók-
menntir við frægan háskóla í Banda-
ríkjunum en leiðist út í samsæri sem
að lokum endar með morði. The
Death of the Author eftir Gilbert
Adair gerist einnig í bandarískum
háskóla. Þar er frægur franskur bók-
menntafræðingur að rekja feril sinn
og tilurð þeirrar kenningar í bók-
menntafræðum sem gerði hann
frægan, en hún nær enn lengra en
að skáldsagan sé dauð; sjálfur skáld-
sagnahöfundurinn er dauður!
V
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Firm.
2. Michaei Crichton:
Rising Sun.
3. John Grisham:
The Pelícan Brief.
4. Michaet Crichton:
Jurassic Park.
5. John Grisham:
A Tíme to Kill.
6. Michael Crichton:
Congo.
7. Michael Crichton:
Sphere.
8. Patricia D. Cornwell:
All That Remains.
9. Anne Rivers Siddons:
Colony.
10. Stephen King:
Gerald's Game.
11. Jimmy Buffett:
Where Is Joe Merchant?
12. Cormac McCarthy:
All the Pretty Horses.
13. Clive Cussler:
Sahara.
14. Lawrence Sanders:
McNally’s Luck.
15. Phyllis A. Whítney:
The Ebony Swan.
Rit almenns eðlis:
1. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
2. James Herriot:
Every Living Thing.
3. Maya Angelou:
I KnowwhytheCaged Bírd
Sings.
4. Anne Rule:
A Rose for Her Grave.
5. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
6. Tina Turner 8í Karl Loder:
I, Tina.
7. David McCullough:
Truman.
8. Peter Mayle;
A Year in Provence.
9. Deborah Tannen:
You just Don't Understand.
10. Don Shay 8t Jody Duncan:
The Making of „Jurassic
Park"
11. Wallace Stegner;
Where the Bluebird Sings
to the Lemonade Springs.
12. Peter Mayle:
Toujours Provence.
13. William Manchester:
A World Lit only by Fire.
14. Garry Wills:
Lincoln at Gettysburg.
15. P.J. O'Rourke:
Give War a Chance.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísindi
Bólusettgegn
krabbameini
Bandarískir vísindamenn segja
að tilraunir með að gera mýs
ónæmar fyrir ýmsum afbrigöum
krabbameins lofi góðu og veki
vonir um að í framtíðinni verði
hægt að beita sömu aðferð gegn
krabbameini í mönnum.
Tilraunimar eru gerðar viö
bandarísku krabbameinsstofn-
unina í Washington. Hugmyndin
er að gera litning, sem ræður
vexti krabbabeinsfrumna, óvirk-
an meö eins konar bólusetningu.
Dularfull
brákátei
Tveir breskir efnafræðingar segj-
ast eftir langa leit hafa fundið
skýringuna á því hvers vegna
þunn brák myndast á tei í bolla.
Brákin skiptir engu máli og út-
skýringin er gagnslaus en mjög
flókin. Brákin stafar af samspili
koltvíildis, kalsíum og magnes-
íum t vatni.
Viljaaðbólu-
sóttin lifi
Vísindamenn úr öllu heimshorn-
um leggjast gegn því að síðustu
bólusóttarveirurnar verði drepn-
ar um næstu áramót. Bandaríkja-
menn og Rússar geyma þessar
veirur.
Umsjón
Gísli Kristjánsson
Húfur eyðileggja bakið
Breskir hjúkrunarfræðingar eru að rannsaka hvort illa fest höfuðföt geti
valdið mestu um tíð bakmeiðsl í stéttinni.
Er það mögulegt að jafnvel léttustu
höfuðföt geti valdið fólki óbætanlegu
líkamstjóni? Breskir læknar halda
þvi fram að húfur og önnur höfuð-
föt, sem menn bera við vinnu, geti
ráðið úrslitum um hvort fólk bilast
í baki eða ekki. Þeir telja að þyngd
höfuðfatanna ráði ekki mestu um
skaðann heldur hvemig þau eru lög-
uð og umfram allt fest.
í Bretlandi beina menn einkum
athyglinni að köppunum sem hjúkr-
unarfræðingar bera og hvort þeir
geti valdið þrálátum bakmeiðslum.
„Þegar hjúkrunarfræðingur lyftir
sjúklingi eða þungum hlut leitast
hann við að halda höfðinu í óeðli-
legri stellingu til aö koma í veg fyrir
að kappinn detti af,“ segir Ingrid
Bouwer, yfirhjúkrunarfræðingur viö
sjúkrahús Elísabetar prinsessu á
Guernsey í Ermarsundi.
Þar á sjúkrahúsinu hefur þessi
skýring á bakverkjum og meiðslum
meðal hjúkrunarfólksins leitt til þess
að 270 hjúkrunarfræðingar hafa boð-
ist til að taka þátt í tilraun. Bera á
saman um þriggja mánaða skeið
hvort verkjunum linni ef höfuðfötin
eru lögð til hliðar. Niðurstaða er enn
ekki fengin en á sjúkrahúsinu er fólk
þess fullvisst að þarna geti skýringin
veriö fundin.
Breskir hjúkrunarfræðingar fylgj-
ast náið með tilrauninni og ætla að
leggja til að gömlu góðu köppunum
verði hent í ruslið, reynist skýringin
rétt, enda séu þeir í raun óþarfir.
Hefðin ráði mestu um notkun þeirra.
Upphaflega hafi hreinlætisástæður
ráðið því að fólk á sjúkrahúsum
skrýddist höfuðfötum en nú sé þeirra
vart þörf nema við sérstakar aðstæð-
ur eins og á skurðstofum.
Meðal annarra hattastétta hefur
þessi hugmynd ekki vakið mikla
hrifningu. Formaður félags breskra
matreiðslumanna segist aldrei hafa
heyrt aðra eins vitleysu og býður í
gran að með þessu sé verið að fela
aðalatriði málins, nefnilega að erfið
vinna veldur bakverkjun en ekki það
sem menn bera á höfðinu.
Breskir slökkviliðsmenn hafa
einnig sagt sitt álit. Þeir segja að
þungir hjálmar geti vissulega verið
óþægilegir og valdið mönnum ama
en erfitt sé að ímynda sér að 400
gramma pappírshúfa geti valdið
heilsutjóni.
Öryggisverðir hafa líka áhuga á
málinu. Konunglegir varðmenn bera
oft skrautlegar húfur og fyrirferðar-
miklar en þeim hefur ekki komið til
að hugar að þær geti verið heilsu-
spillandi þótt þreytandi séu.
Faxið er eldra
en síminn
Menn hafa skemmt sér við þá
sögu að uppfinningamaðurinn
Alexander Ðell hafi hringt í
kunningja sinn og sagst hafa
fundið upp símann. Hitt er þó enn
furðulegra að hægt var að senda
símbréf - eða fax - löngu áður en
síminn var fundinn upp. Og það
er kannski enn merkilegra að
þegar fyrsta nothæfa faxtækið
varð til höfðu menn verið aö
bjástra viö það í yfir tuttugu ár.
Það er ítalski presturinn Gio-
vanni Caselli sem á heiðurinn af
því að hafa fundið upp faxið. Og
hann kom tveimur tækjum í sam-
band um h'nu milli tveggja staða
í Frakklandi og sendi bréf á milli
árið 1865.
Séra Caselli var almennt talinn
ruglaður maður og á heimili hans
úði jafnan og grúði af hálfsmíðuð-
um tækjum sem hann var að búa
til. Caselh notaði pendúl og tvo
segla til að koma skilaboðum úr
einu faxtæki í annað. Rafmagn
sá til þess að pendúlhnn slóst
milli seglanna og brenndi um leið
granna línu í pappír. Þetta er í
aðalatriðum sama hugmynd og
enn er notuð en penduUinn er
horfinn úr nútíma faxtækjum.
Tilviljun réð því að séra Caselli
sendi fyrst nokkurkínversk tákn
í gegnum faxið sitt. Enginn vissi
hvað á fyrsta faxinu stóö og það
er ef til vill dæmigert fyrir þessa
merku uppfinningu því fólk virt-
ist ekki hafa mikla þörf fyrir
hana. Tækið var í lagi en önnur
afbrigöi af símsendingum náöu
meiri vinsældum og það var ekki
fyrr en á síðasta áratug - rneira
en öld síðar -að rykiö var dustað:
af faxinu.