Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 15 Loðnuafli umfram áætlanir bjargar miklu í ár. DV-mynd: Brynjar Gauti. Hvað er hæft í krepputali? „Kreppa" er stórt orð, sem marg- ir nota um ástandið í efnahagsmál- um um þessar mundir. Sumir, einkum lærðir hagfræðingar, nota frekar orðið „samdráttur". En hve mikil er þessi „kreppa" og hve lengi stendur hún - eða er hún kannski búin? Veltum þessu fyrir okkur. DV upplýsti í fyrradag, að engin kreppa væri í ár, 1993, ef htið væri á tölur um framleiðsluna í landinu. Sjósóknarar hafa náð í miklu meiri þorsk og loðnu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því er staðan sú, aö „landsframleiðslan", framleiðsla í landinu, stendur í stað í ár en minnkar að líkindum ekki eins og reiknað var með í fyrri áætlunum. Fallið frá fyrri spá Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, taldi í viðtali við DV, að kreppa væri of stórt orð. Vepjulega væri miðað við landsframleiðslu, þegar fjallað væri um hagvöxt eða samdrátt. Nú yrði líklega enginn samdráttur á framleiðslu í ár samanborið við síð- asthðið ár. Þó mundu menn erlend- is líklega kalla ástandið „re- cession" upp á enska tungu, nokk- urs konar lægð, þar sem fram- leiðslan stæði nánast í stað en yk- ist ekki um 2-3 prósent eins og eðh- legast væri. Vissulega erum við í efnahagslegri lægð, sem hefur stað- ið síðan 1988. Nýjustu tölur fyrir árið í ár eru uppörvandi að þessu leyti, en ástandið mun víst versna á kom- andi ári. Nú í ár hefur það gerzt, að þorskafhnn verður vafalaust 240-250 þúsund tonn í stað 225 þús- und tonna, sem Þjóðhagsstofiiun reiknaði með, þegar hún spáði fyrir árið. Að sama skapi verður loðnu- aflinn meiri, eða um ein mihjón tonna í stað 800 þúsund tonna. Þjóðhagsstofnun hafði spáð sam- drætti upp á 0,8 prósent í ár, í lands- framleiðslu. Stofnunin fehur nú frá þeirri spá og telur breytingar frá fyrra ár verða nánast engar. Þetta ghdir ekki um svonefnda „þjóðar- framleiðslu", þar sem reiknað er með landsframleiðslunni og til við- bótar viðskiptakjörum okkar við útlönd. Um viðskiptakjörin í ár er það helzt að segja, að olíuverð hefur lækkað, okkur til góðs, en þyngra vegur, að fiskverð á heimsmarkaði hefur lækkað töluvert. Viðskipta- kjörin hafa því versnað frá í fyrra, og gert er ráð fyrir um 3 prósenta samdrætti þjóðarframleiðslu Hvers vegna er basl? Menn munu reka upp stór augu og spyija, hvers vegna viö eigum í svo miklu bash, ef enginn sam- dráttur landsframleiðslu verður í ár. Gjaldþrot fyrirtækja og heimha halda áfram. Vissulega ber ástand- ið ýmis kreppueinkenni. Vandinn er sá, að hin efnahags- lega lægð hefur staðið lengi. Við höfum verið í henni síðan 1988. Þanþol okkar hefur minnkað mik- ið. Við höfum á þessum tíma lent í miklu basli. Skuldir heimhanna hafa vaxið svo mikið, að meðalfjöl- skyldan skuldar meira en hún hef- ur í tekjur á hehu ári. Vegna lægð- arinnar og aukinna skatta hafa ráðstöfunartekjur heimhanna minnkað geyshega. Ráðstöfunar- tekjur minnka líklega um 6,7 pró- sent nú í ár th viðbótar því, að þær minnkuðu um 2 prósent í fyrra. Á árimum 1992-1993 hafa ráðstöfun- artekjur því minnkaö um 9 prósent. Sverfur að meðaljóni Þetta er há tala. Það hefur kreppt að. Því minnkar innflutningur. Heimilin þora ekki að taka lán að sama skapi og áður. Hveijum meðaijóni ef að verða ljóst, aö hann getur ekki borgað lánin. Ráðstöfunartekjumar höfðu minnkað árið 1991. Á árabilinu 1988-1993 hafa þessar tekjur heimh- anna í landinu þvi minnkað um 20 prósent. Þær eru 20 prósentum minni en þær vom árið 1987. Að þessu leyti. er ekki fráleitt að tala um „kreppu“, með vissum fyrir- vara. Ef við htum á framleiðsluna í landinu og athugum „hagvöxt", kemur í ljós, að framleiðslan óx árin 1980-1982 um þetta 2-6,3 pró- sent á ári. Hún dróst saman 1983. Síðan kom hagvaxtarskeið, sem stóð th 1987. Aukning framleiðsl- Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri unnar var þá 3,6-8,8 prósent á hveiju ári..Síðan tók stöðnunin viö. Framleiðslan minnkaði um 0,4 pró- sent 1988 og næstu árin var aukn- ingin ekki að neinu marki yfir núlh. Síðan skah verulegur sam- dráttur á í fyrra og nam hann 3,7 prósentum. Hagfræðingar mundu undir venjulegum kringumstæðum ekki kaha þetta „kreppu“. En það reynir á þolrifin. 4,5prósenta atvinnuleysi Erfiö staða sjávarútvegs, vaxandi atvinnuleysi og halh á ríkissjóði eru helztu vandamáhn í ár. Alhr vita, að aflinn hefur verið skorinn niður. Meiri loðnu- og þorskafh í ár en gert var ráð fyrir bætir úr skák. Útflutningsverð- mæti sjávarafuröa minnkar kannski ekkert í ár samanborið við síðasthðið ár. Útflutningsfram- leiðslan í hehd eykst eitthvað, en eldri spár höfðu gert ráð fyrir, að hún yrði óbreytt. Þjóðhagsstofnun reiknaði í maí með því, að tekjur af vamarhðinu minnkuðu en á móti ykjust tekjur af erlendum ferðamönnum. Þá var reiknað með því, að verð á sjávarafurðum erlendis yrði í ár 8 prósentum lægra en í fyrra. Þessi lækkun virðist jafnvel ætla að verða meiri. Reiknað var með því, að notkun vinnuafls í landinu minnkaði um 1,5-2 prósent. Samdráttur í launa- kostnaði yröi minni en samdráttur í veltu, svo að afkoma fyrirtækj- anna rýmaði. Hahi atvinnurekstr- arins gæti orðið 1-1,5 prósent af veltu, sem er rösklega prósentu- stigi lakari niðurstaða en áætlanir sýndu í fyrra. Þetta er því mun lak- ari niðurstaða en í fyrra. Síðustu upplýsingar leiða th þess, að spáð er heldur minna atvinnuleysi að meðaltah á árinu en spáð hafði verið í vor. Atvinnuleysið gæti orð- ið 4,5 prósent í stað 5 prósenta. Þetta hefur verið mikh talna- runa, sem gæti ruglað marga. En útkoman er sú, að við erum í lægð- inni, hvað sem hún kahast annars. Við þreyjmn þorrann og bíðum betri daga. Hér em engar patent- lausnir á ferðinni. Ef við htum á það, sem áður var sagt, að helztu vandamálin væm erfið staða sjávarútvegs, atvinnu- leysi og hahi á ríkissjóði, sést, að þar hefur htið batnað. Gengisfelhng var gerð í sumar th að hjálpa útveginum. Hún lagaði stöðuna lítillega í bih, en eftir stendur það langtímavandamál, að meðalfyrirtækið í sjávarútvegi fær ekki staðizt. Atvinnuleysið verður örlítið minna en spáð var en samt miklu meira en við getum sætt okkur við. Nú stefnir í aö minnsta kosti 14 milljarða króna halla á ríkissjóði í ár. Ráðherrar rembast eins og ijúp- an við staurinn við að koma fyrir- sjáanlegum halla á næsta ári niður í 8-9 mihjarða. Reynslan segir okk- ur, að hallinn verði á næsta ári miklu meiri en þetta. Horfur á næstu árum En getum viö þá ekki gert okkur góðar vonir um næstu árin þar á eftir? Svo er ekki. Við gætum orðið í efnahagslegri lægð um nokkurra ára skeið enn. Því meiri þorskur, sem veiðist í ár, þeim mun minna getum við veitt á næsta ári samkvæmt kvóta- reglunum. Útkoman er sú, að nú er spáð 2 prósenta samdrætti árið 1994. Það er lakari spá en áður hafði verið gerð fyrir það ár. Ekki er lík- legt, aö hagvöxtur glæðist á árinu 1995 nema framkvæmdir hefjist við orkuver í tengslum við nýja stór- iðju, að sögn Þjóðhagsstofnunar. Ólíklegt er, að við getum aukið aflann á næstu 3-4 árum. Þjóðhags- stofnun telur ósennhegt, að ný stóriðja komist í gagnið hér á næst- unni. Stofnunin reiknar ekki með nýju álveri næstu 5 árin. Því varð th sú bitra útkoma Þjóð- hagsstofnunar, að hagvöxtur verði að jafnaði nánast enginn næstu 2-3 árin. Þrátt fyrir töluverðan niður- skurö á þorskveiðum er sókn í þorskstofninn enn töluvert um- fram það, sem vísindamenn hafa tahð ráðlegt th að líkur yrðu á vexti stofnsins og góðri nýhðun í fram- haldi af því. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.