Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Page 17
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Sviðsljós
17
Richard Gere er 43ja ára
og ennþá þykir hann meöal
kynþokkafyllstu karla I
Hollywood.
Hjartaknúsarinn Richard Gere:
Fer eftir ströng-
ustu reglum
búddatrúarinnar
Eiginkona Richards, Cindy Crawford, vill eignast barn en eiginmaðurinn
er ekki sammála um það.
Leikarinn Richard Gere segist
hafa átt erfitt með að sætta sig við
frægð sína fyrst eftir að hann náði
heimsfrægð. Honum þótti óþægi-
legt að konur horfðu á eftir sér. Eða
þegar menn stoppuðu hann á götu
og vildu spjalla. „Ég hef aldrei vilj-
að vera kyntröll," segir hann.
„Reyndar þykir konu minni ég
vera ósköp venjulegur," heldur
hann áfram. Sem frægt er orðið
kvæntist Richard, sem er 43ja ára
gamaU, fyrirsætunni frægu, Cindy
Crawford.
Richard Gere varð fyrst frægur í
kvikmyndinni American Gigolo
árið 1980. Hann hafði gaman af að
hneyksla fólk og þá sérstaklega
blaðamenn. Um það leyti sem hann
varð frægur fékk hann oft þá
spurningu hver væri leyndardóm-
urinn á bak við það að vera svo
kynþokkafullur. Hann reif niður
buxurnar og benti á ákveðinn lík-
amspart. „Þetta,“ svaraði hann til
að hneyksla blaðamanninn. Þegar
minnst er á þetta atvik nú brosir
hann og svarar að hann hafi verið
orðinn svo hræðilega leiöur á þess-
ari spurningu.
Þótt Richard Gere hafi elst tals-
vert síðan þetta var þykir hann enn
vera meðal kynþokkafyllstu karla-
manna í Hollywood. Hann þótti t.d.
mikill sjarmör í kvikmyndinni
Pretty Woman. „Ég hef aldrei verið
á móti því að leika í rúmsenum,"
segir leikarinn sem hefur sýnt sig
nakinn oftar en einu sinni í kvik-
myndum. „Verst er að þegar maður
hefur leikið í slíkum atriðum hefur
maður ekki orku í meira þegar
heim kemur," segir hann. „Þá vill
maður bara fara að sofa enda byrj-
ar vinnudagurinn venjulega
klukkan fimm á morgnana."
Cindy og Richard kynntust í
veislu hjá Elton John árið 1988.
Hún er sextán árum yngri en leik-
arinn en ekki vill hann viðurkenna
að það hafi verið ást viö fyrstu.
sýn. „Þetta var bara smáskot
fyrst,“ segir hann. „En þegar við
ákváðum í desember 1991 að gifta
okkur þá gerðum við það sama
dag. Við vildum ekki að fjölmiðlar
yrðu á eftir okkur og þess vegna
ákváðum við þetta í skyndingu. Við
giftum okkur í Las Vegas og það
var hálfskrýtið að Cindy væri ekki
hvít brúður því hún hefur svo
margoft sýnt brúðarkjóla sem fyr-
irsæta.“
Richard Gere hefur lengi verið
búddatrúar. Hann drekkur ekki
áfengi og er grænmetisæta. Hann
fer eftir ströngustu reglum trúar-
innar. Það getur verið erfitt að
halda sér á stjörnuhimninum og
það hefur Richard fengið að reyna.
Nafn hans var að dala rétt áður en
•hann fékk hlutverkið í Pretty Wo-
man. „Ég velti oft fyrir mér að
hætta kvikmyndaleik," segir hann.
„Ég var ekki nógu sniðugur að
velja mér réttu kvikmyndirnar.
Tveimur vinsælustu kvikmyndun-
um, sem ég lék í, ætlaði ég að hafna.
Það var umboðsmaður minn sem
skipaði mér á að taka hlutverkið í
Pretty Woman."
Richard Gere hefur nóg að gera
um þessar mundir og hefur skotist
upp á stjörnuhimininn á nýjan leik.
Hann og Cindy eiga íbúð í New
York, hús við ströndina í Malibu
og hús í sveitinni fyrir utan New
York. Cindy langar að eignast barn
en Richard Gere er ekkert sérstak-
lega hrifinn af því að verða pabbi
og vill helst sleppa því að umgang-
ast vælandi böm.
Vertu með
-draumurinn gæti orðið að veruleika