Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1993, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993 37 Tíu ár frá því umræðan um eyðni hófst hér á landi: Fordómar hræða fólk frá því að leita sér hjálpar segir Ríkharður Líndal, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna „Fyrir stuttu breyttum við nafni þessa félags og höfum verið að byggja það upp. Núna eru þetta Alnæmis- samtökin en var áður Samtök áhuga- fólks um alnæmisvandann. Hér hitt- ist jákvæður hópur, einnig hópur aðstandenda alnæmissjúkra. Ég er síðan með einstakhngsmeðferð fyrir HlV-smitaða og aðstandendur þeirra," segir Ríkharður Líndal sál- fræðingur sem í vor réðst til starfa sem framkvæmdastjóri og sálfræð- ingur Alnæmissamtakanna. Nú eru nákvæmlega tíu ár frá því umræðan um eyðni byrjaði á ís- landi. Rúmlega 80 manns hafa greinst HlV-jákvæðir hér á landi, þar af eru 27 með alnæmi og tólf látnir. Talið er að þrefalda megi tölu já- kvæðra þannig að áætlað er að um 240 manns hafi smitast hér á landi. „Því miður höfum viö ekki náð til nógu margra sem hafa greinst já- kvæöir. Fólk er oft óttaslegið yfir fregnunum og þorir ekki aö segja nokkrum manni frá því að það sé með HIV-smit. Það er því í mörgum tilfellum ekki fyrr en fólk fer að veikjast sem það leitar sér hjálpar," segir Ríkharður. Hann telur bagalegt að HlV-smitaðir komi ekki strax til Alnæmissamtakanna því þar fá þeir þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Ríkharður segir að þegar HIV- jákvæðir veikist þurfi þeir að kanna aðstæður sínar gagnvart atvinnu og marga aðra þætti. „Það er mjög erf- itt tímabil fyrir þetta fólk og þá leitar það hingað. Hins vegar getur komið upp stig í sjúkdómnum þar sem menn veikjast, síðan batnar þeim og þá getur allt verið í lagi í mjög langan tíma, þangað til þeir veikjast aftur. Eftir því sem lengra líður á með- göngutímann því styttra verður á milli sýkinga." Erfitt að vera HIV- jákvæður á íslandi Ríkharður hefur búið í Kanada og Englandi undanfarin tuttugu ár. Hann lagði stund á sálarfræði við University of Toronto. Eftir að hafa lokið B.Sc.-prófi fór hann í khníska sálarfræði við Foothills Hospital í Calgary. Doktorsnám stundaði hann við University of York í Englandi. Ríkharður starfaði síðan í tvö ár í fangelsi fyrir unga afbrotamenn í Leicester. Hann fluttist til Kanadal aftur árið 1986 og starfaði þá sem forstjóri dagvistar fyrir geðsjúkt ungt fólk í þrjú ár. Á þessum tíma var mikil umræða um eyðni í Kanada og varð það til að vekja áhuga Rík- harðs á sjúkdómnum enda veiktist góður vinur hans. Hann hætti starfi sínu til að vinna með eyðnisjúkum og einbeitti sér að samtalsmeðferð fyrir HTV-jákvæða og aðstandendur þeirra. - En er öðruvísi að vera HlV-smitað- Grunar sýkingu en vilja ekki viðurkenna hana - Er ekki betra fyrir þá sem greinast HTV-smitaðir að viðurkenna það strax frekar en vera með eilífan felu- leik? „Það tekur talsverða orku að vera sífeht í felum. Ég held að það sé mik- ill léttir fyrir þettá fólk að segja sín- um nánustu frá þessu eða koma til okkar. Sú þjónusta, sem við getum boðið, hjálpar oft mikið. Marga grun- ar að þeir séu smitaðir en vilja ekki fara í próf til að fá staðfestingu og vilja ekki horfast í augu við sjúkdóm- inn. Þeir passa sig þó að smita ekki aðra því það vill enginn gera. Verra er með þá sem eru smitaöir en hafa enga hugmynd um það - þeir halda áfram að breiða sjúkdóminn út. - Eru þessir fordómar vegna van- þekkingar íslendinga á sjúkdómnum og smitleiðum hans? „Hjá mörgum er slík fáfræði mjög mikil og fordómarnir því sterkir. Ég hef líka hitt margt fólk sem er vel upplýst um smitleiðir. Það er ekki auðvelt að smitast af alnæmi þar sem veiran þarf að komast inn í blóðrás. Það er ekki auðvelt að koma ein- hveiju utanaðkomandi inn í blóðrás- ina nema einhvers staðar sé sár. Menn gætu verið með heilt glas af veiru og hellt yfir sig án þess að smitast ef þeir eru ekki með sár. Það er hka mjög auðvelt að koma í veg fyrir að smitast. Smokkurinn er aðal- vörnin en það hefur einmitt verið erfitt að fá fólk til að nota hann þar sem menn segja að hann eyðileggi ánægjuna við kynlífið. Landsnefnd um alnæmisvarnir vinnur mjög þarft verk t.d. með þvi að framleiða plaköt með áróðri um notkun smokksins. Hins vegar er það ekkert auðvelt að breyta kynferðislegri hegðun fólks sem hefur stundað kyn- líf í mörg ár.“ Notaðu smokkinn eða geröu það ekki - Getur verið að ungt fólk á íslandi fari ekki nægilega gæthega í kynlífi sínu og sé of kærulaust? „Þegar ungt fólk verður drukkið er hætt við kæruleysi. Þannig hefur það verið og verður alltaf. Fyrir þann hóp er ekki hægt að fara fram á nema einfalt slagorð: Notaðu smokkinn eða gerðu það ekki. Það er hka mjög ríkjandi á Islandi hversu fólk á erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Fólk tjáir sig oft ekki með ástarorðum og þess vegna getur verið erfitt að ræða um hvort eigi að nota smokk eða ekki. Því miður heldur ungt fólk oft aö það geti ekki dáiö og það fái ekki sjúkdóminn. Maður verður hka var við að ungt fólk telji að einungis þeir Ríkharður Líndal sálfræðingur hefur unnið með yfir þrjú hundruð eyðnisjúklingum, fyrst í Kanada og nú á ís- landi. Hann segir að það geti verið mjög erfitt að horfa stöðugt í augun á dauðvona fólki. DV-mynd Brynjar Gauti ur hér á landi en t.d. í Kanada? „Já, það er miklu erfiðara hér á landi. Það er mjög stór hópur sem er smitaður í Kanada, sérstaklega meðal homma, þannig að þjónustan er miklum mun meiri. Þar getur fólk hka lifað sínu lífi án þess að allir viti að það er smitað. Hér er fólk skíthrætt við að hafa samband við okkur vegna hræðslu um að þá viti ahur bærinn að það er jákvætt. Við erum að sjálfsögðu með trúnaðar- skyldu. Annars staðar í heiminum eru starfrækt sambýli alnæmissjúkl- inga þar sem þeir fá aha þá aðhlynn- ingu sem þarf. Hér væri slíkt tæpast hægt. Fólk myndi ekki þora að búa í slíku húsi vegna hræðslu við stimp- hinn sem húsið fengi á sig. Þess vegna munum við frekar reyna að finna íbúðir víðs vegar um bæinn fyrir þessa sjúklinga. Fyrir vikið verður erfiðara að koma allri þjón- ustu th þeirra. ísland er htið þjóðfé- lag og því miður eru mikhr fordómar gagnvart þeim sem eru jákvæðir." - Kom þetta þér á óvart? „Já, og ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því að það er annaö- hvort aht eða ekkert fyrir þetta fólk hér. Þetta er ekkert síður erfitt fyrir aðstandendur en sjúklinginn. Þeir verða líka fyrir þessum fordómum.“ ■ ■ S:! ■ ■ ' . : :: • . :: : ; : ■■ ■ Talið er að yfir tvö hundruð manns séu HlV-jákvæðir á islandi. Aðeins er búið að greina 80 þeirra. Ríkharður Líndal telur að menn vilji ekki horfast i augu við sjúkdóminn og fari þvi ekki í greiningu þótt þá gruni að þeir séu smitaðir. Einnig telur hann að íslenskir eyðnisjúklingar ættu að leita sér aðstoðar í ríkari mæli hjá Alnæmissamtökunum þar sem þeir fá alla þá sálfræði- aðstoð sem þeir þurfa á að halda. DV-myndJAK sem eru í áhættuhópum fái alnæmi, svo sem hommar og eiturlyfjaneyt- endur. Staðreyndin er hins vegar sú að HTV-smitið breiðist hratt út meðal gagnkynhneigðra og sérstaklega kvenna. í Skotlandi eru konur þriðj- ungur smitaðra, eiturlyfjaneytendur einn þriðji og hommar einn þriðji. Það er fyrsta landið af Vesturlöndum þar sem gagnkynhneigðir eru komn- ir í sömu tölu og hommar. Hér á landi eru hommar sjötíu prósent og þrjátíu prósent eru aðrir. Konur eru á hrað- astri uppleið í heiminum af þeim sem smitast en þær smitast yfirleitt af tvíkynhneigðum og fíkniefnaneyt- endum.“ Karlar eiga auðveld- ara með að smita - Er auðveldara fyrir karlmann að smita konu en konu að smita karl- mann? „Já, það er miklu hærra hlutfall í sæði en í leggöngum konu þótt það sé nóg þar. Konan er í miklu meiri hættu og sérstaklega ungar konur. Þær sem eru á aldrinum 15-20 ára eru í mestri hættu. Leggöng þeirra eru óþroskuð og við samfarir getur myndast agnarsmátt sár við þrýsting en nógu stórt til að smit berist í blóð- rás. Sama gerist hjá hommum viö endaþarmssamfarir. Karlmaður get- ur fengið smásár á getnaðarliminn við þrýsting í samfórum og þá er komin auðveld leið fyrir konu að smita hann. Ef konur eða karlar eru með kynsjúkdóm eru líkurnar á smiti mun meiri þar sem húðin er þá sárari. Aðalatriðið nú er að koma því inn hjá fólki að smokkurinn sé sjálfsagður hlutur í kynlífi, hvort sem um lengri eða skemmri sam- bönd er að ræða. Fólk sem hefur verið í hjónabandi en er skhið og fer á markaðinn aftur á hka að nota smokkinn." - Hefur fólki fækkað sem fer í HIV- greiningu? „Já, það hefur gerst og ákveðnar ástæður eru fyrir því. Menn töldu að lyfið AZT gæti hægt á veirunni. Nú hefur komið í ljós að AZT hefur lítið gagn gert meðan ónæmiskerfið er tiltölulega heilbrigt. Það er talað um T-frumur sem veiran eyðileggur en það er ekki fyrr en þær eru komn- ar undir tvö hundruð (T-frumur í heilbrigðum manni eru á milli 1000- 1200) sem talið er að lyfið geti gert eitthvert gagn. Niðurstaðan er sú að lyfið hjálpar lítið meðan hinn já- kvæði er enn heilbrigður. Ein ástæða fyrir því að fólk fór snemma í próf var sú aö það hélt að lyfið myndi hjálpa því að hfa lengur. Ég held að það sé töluvert af fólki sem hefur ákveðið að það sé engin ástæða th að fara í próf.“ Misjafn meðgöngutími - Hafa menn fUndið út einhvem ákveðinn meðgöngutíma? „Hann er mjög misjafn. Talað var um 5-7 ár en nú er meðaltíminn 7-8 ár. Ég veit um fólk sem hefur sýkst, veikst og dáið á innan við þremur árum. Forvarnarlyf kemur nú í veg fyrir ýmsar sýkingar sem fólk fékk áður, sérstaklega PCP lungnabólgu." - Nú er bæði talað um eyðni og al- næmi. Hvort orðið hefur náð að festa sig í umræðunni? „Fólk sem tengist sjúkdómnum, hvort sem það starfar í hehbrigðis- stétt eða sjúklingarnir sjálfir, telur orðið eyðni fuht af fordómum. Þess vegna var orðið alnæmi tekið upp og notaö enda er það góð þýðing á AIDS (Aquired Immune Deficiency Syndrome). Formlega hefur verið ákveðið að nota HlV-jákvæður og alnæmi um þennan sjúkdóm.“ Horfst í augu við dauðann Ríkharður hefur undanfarin fjögur ár starfað með HTV-jákvæðum í Kanada. „Síðustu árin vann ég á göngudeild á sjúkrahúsi þar sem ég var með fólk í einstakhngs-, hóp- og fjölskyldumeðferð. Einnig vann ég við greiningu á miðtaugahrörnun sem á sér stundum stað hjá fólki með alnæmi en það er ekki ósvipað als- heimer-einkennum. “ - En er ekki erfitt að horfa stöðugt í augun á dauðvona fólki? „Jú, en þetta er líka gefandi starf. Fólk sem er HlV-jákvætt þarf mjög á aðstoð að halda og manni líður vel að geta hjálpað. Þetta er líka talsvert öðruvísi en að vinna með geðsjúku fólki, sem ég gerði áður. Ég hef unn- ið með eitthvað í kringum þijú hundruð alnæmissjúklingum og margir þeirra eru þegar látnir. Þetta er vitaskuld erfitt þegar maður lítur yfir starfið í hehd. Maðurmá passa sig á að ofgera sér ekki. Það er auð- velt að þreytast og þess vegna er nauðsynlegt að taka góð frí á milli. Þótt ég taki starfið talsvert inn á mig hef ég þó ekki tapað svefni vegna þess. Hluti af því að vera sálfræðing- ur er að geta skhið vinnuna eftir á vinnustað. Ég er heppinn að geta gert það. Ef ég er með fleiri en tutt- ugu einstaklingsviðtöl á viku með HlV-jákvæðum þreytist ég þó oft mikið andlega.“ Erfittfyrirböm eyðnisjúklinga Ríkharður kynntist því í Kanada hvemig það er fyrir börn að horfa upp á smitaða foreldra sína veikjast. „Stundum var annað hvort smitað eða bæði og það er hræðhega erfitt fyrir böm að horfa upp á foreldra sína deyja. Það er líka ahtaf erfitt fyrir pör, hvort sem um er að ræða gagnkynhneigða eða samkyn- hneigða, að horfa upp á að makinn sé með alnæmi. Þetta hefur gerst hér á landi. Það er t.d. stutt síðan maður missti ástvin sinn úr alnæmi og er sjálfur smitaður. Þeir höfðu búið saman í meira en áratug.“ Ríkharður segir að starf með dauð- vona fólki sé alltaf erfitt og sérstak- lega fyrir lækna og hjúkranarfólk. „Mitt starf er frekar að fá fólkið th að aðlagast umhverfinu, finna ein- hverja ánægju þannig að það geti lif- að eðhlegu lífi, að ná sambandi við tilfmningar sínar og trú. Það gengur yfirleitt mjög vel.“ - En er ekki erfitt að fá fólk th aö vinna með eyðnisjúkum? „Það held ég ekki. Hins vegar er starfið erfiðara en hjúkrunarfólk gerir sér oft grein fyrir. Það tekur töluverðan tíma að fræðast. Þó hefur enginn smitast við það að umgangast alnæmissjúkhnga eða hjúkra. Ein- stöku sinnum hefur hjúkrunarfólk stungið sig með nálum en þaö dugar ekki til að smitast ef blóð er ekki á nálinni. í Toronto vann ég með hjúkrunarfólki sem starfaði við heimahjúkrun hjá alnæmissjúkum og þar var mikið rætt um ómeðvitaða fordóma gagnvart smituðum. Dæmi komu upp um hjúkrunarkonu sem þótti sjálfsagt að hjálpa þessu fólki, þrífa upp ælu eftir það og þess háttar en eiginmaður hennar þoldi ekki starfið. Þannig geta fordómarnir komið fram hjá fjölskyldu eða ætt- ingjum þannig að fólk forðast að umgangast viðkomandi hjúkrunar- fólk.“ Þurftu að hafna húsnæði - Þú ert ekki sjálfur smitaður. Hefur þú orðið fyrir einhvers konar að- dróttunum vegna starfs þíns? „Nei, alls ekki. Mér hefur fundist fólk mjög jákvætt gagnvart því sem ég er að gera. Við erum líka að vinna að svo mörgu um þessar mundir. Til dæmis verður styrktarsamkoma í Þjóðleikhúsinu síðast í september þar sem leiklist, ljóðalestur, dans, hárgreiðslusýning og margt fleira verður í boði.“ - Hvað um húsnæðismál samtak- anna? „Reykjavíkurborg bauð okkur hús undir samtökin sem við vorum þakk- lát fyrir en urðum að afþakka þar sem það hentaði ekki. Þetta var gam- alt bakhús við Laugaveg sem fatlað fólk og sjóndapurt átti ekki auðvelt með að komast í. Þar sem ónæmis- kerfi þessa fólks er sjúkt verður hús- næðið að uppfylla skilyrði um gott loft og hreinlæti. Auk þess verður að vera auðvelt að koma hjólastólum inn í það. Borgarstjóri er nú að leita að húsnæði fyrir okkur og viö vonum aö það finnist fljótlega. Núna eru samtökin í leiguhúsnæði á Hverfis- götu sem er alls ekki nógu hentugt." Forvarnir eru ódýrastar - Er mikil þörf fyrir samtök sem þessi hér á landi? „Já, mjög mikil. Við höfum átt gott samstarf við Jónu Ingibjörgu sem staifar við forvarnastarf hjá Lands- nefnd um ainæmisvarnir. Forvarna- starf þyrfti að efla því það er mjög dýrt að hjúkra einum alnæmissjúkl- ingi en það kostar lítið að koma í veg fyrir smit. Erfiðast fyrir okkur er að ná sambandi við HlV-smitaða en þeir virðast oft of hræddir til að leita til okkar. Þeir geta komið á einkastofu mína ef þeir þora ekki inn hjá Al- næmissamtökunum. En ég veit ekki hvemig best er að ná til þeirra og þaðþykirmérerfiðast.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.